Morgunblaðið - 15.05.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIP: Faxaflói: Vestan gola, síðan kaldi og skýjað. Miðvikudagur 15. maí 1946 Er drykkjuskapurinn og óreglan hjer heimsmet? „JEG hefi verið að velta því fyrir mjer, hvort drykkjuskapurinn og óregl- an hjer í Reykjavík sje heimsmet“, sagði Agnar Kofoed Hansen, lögreglu- stjóri, við blaðamenn í gær, er þeir áttu tal við hann. — „Vandræðin í sambandi við ölvun og drykkjuskap eru orðin ískyggileg. — Það er meira að gera hjá okkur hjer en í hálfrar-miljónar borgum erlendis. Borgar- menningin hefir 'ekki vaxið eins ört og borgin sjálf“. Störf lögreglunnar hafa stór aukist vegna þessa ástands, sem fer mjög vaxandi samkvEemt skýrslum, sem lögreglustjóri las. I fangageymslu í kjallara lögreglustöðvarinnar voru menn settir inn 2142. sinnum árið 1942, 2308 sinnum árið 1943. Talan var 2489 árið 1944 og 1945 var hún 2763, en fjóra fyrstu mánuði þessa árs er hún komin upp í 1278. I ianúar voru 333 settir inn á móti 235 árið áður, í febrúar 266 (139), mars 335 (163) og í apríl 344 (94). — Skýrslur liggja enn ekki fyrir um það, hvað það eru raunverulega margir menn sem gista „kjallarann“, því sömu mennirnir eru látnir þang að nokkuð oft, en þó mUnu þeir tiltölulega margir, sem settir hafa verið þangað. Ekki hægt að hýsa nærri alla. Þá skýrði lögreglustjóri frá því, að ekki færi hægt að koma í fangaklefana nema litlu broti af því sem þyrfti. Bílarnir eru látnir fara með fjölda manna heim. Klefarnir í kjallaranum eru alls 10, og venjulega ei'U þpir orðnir fullir um kl. 8 síðd. í gær kl. 4,30 var t. d. búið að setja þar inn 7 menn alla dauða drukkna. — Til samanburðar má geta þess, að í Dublin í ír- landi eru aðeins tveir lögreglu þjónar á lögreglustöðinni á næt urvakt og hafa þeir einn bíl. Nýít fangahús nauðsynlegt. — I fyrstu var ætlunin, sagði lögreglustjóri, að fangageymsl- umar í kjallaranum yrðu aðeins til bráðabirgða á meðan ástand ið á hernámsárunum. væri sem verst. Kvaðst lögreglustjóri fyr ir löngu hafa lagt til, að hún yrði lögð niður og önnur fanga geymsla reist, þó það væri að vísu nokkuð hart, að þurfa að biðja um slíkt á fyrstu árum lýðveldisins. Fullkomið drykkjumannahæli. Lögreglustjóri hvað allmik- ið af þessum mönnum vera hreina alkohólista sem þyrftu sjúkrahúsvistar og því mjög nauðsynlegt að koma hjer upp hið bráðasta fullkomnu drykkju mannahæli. Kærur lögrcglunnar ört hækk- andi. Kærur lögreglunnar 'fyrir afbrot voru 2959 árið 1940-. — Er orðin mest nauðsyn á fangahúsi og drykkjumannahæli! Árið 1941 voru þær komnar upp í 5169, 1942 voru þær 5143, 1943 6424, 1944 4615 og 7171 og þær fara ört hækkandi* það sem liðið er af þessu ári. Hvar er lögreglan? Lögreglustjóri hvað menn oft slá fram spurningunni: ,,Hvar er lögreglan?“. vegna þcss hve sjaldan lögregluþjón- ar sjást á ýmsum götum bæj- arins. Hvað hann því til að svara að lögreglumennirnir hjer í Reykjavik væru alltof fáir og vísaði i því sambandi til álits nefndar, sem dóms- málaráðherra skipaði til þess að gera tillögur um, hvaða ráð stafanir skuli gera í því skyni að koma í veg fyrir hin tíðu og stöðugt vaxandi umferða- slys hjer í Reykjavík og annars staðar á landinu. í nefndinni voru auk lögreglustjóra Gizur Bergsveinsson, hæstarjetfar- dómari og Bergur Jonsson, saka dómari. Segir í nefndarálitinu m. a.: „Eins og nú háttar, sjást sjaldan lögreglumenn í úthverf um Reykjavíkur og ófullnægj- andi varðgæsla er á mörgum aðalgötum. Orsök þessa er sú, að lögreglumennirnir eru of fá- ir til hinna margháttuðu starfa, sem þeim eru falin í hinum víð lerda bæ. — Lögreglustjóri Reykjavíkur lýsir þessu þann- ig. Halda verður uppi löggæslu allan' sólarhringinn og er lög- regluliðinu því skift í þrjár varðsveitir. Eru um 27 menn í hverri varðsveit. — Vanhöld verða altaf, og stafa þau af veikindum. Eru lögreglumenn t. d. oft frá störfum vikum og jafnvel mánuðum saman vegna lemstra, sem þeir hljóta í starfa sínum. Þá hefir hver lögreglu- maður eins dags leyfi á viku hverri. Verður því að ætla fyrir því, að 4—5 lögreglumenn sjeu í leyfi daglega og 2—3 forfall- aðir af veikindum. Á lögreglu- stöðinni eru varðsveitarforingi, aðstoðarmaður hans, stöðvar- maður, sem svárar í síma og heldur dagbók. Þar eru líka þrír ökumenn bifreiða og bif- hjóla, sem gegna kalli til að fara út um bæinn. Þá eru eftir um 18 lögreglumenn. Skiftast þeir á um götuvörslu og önnur störf þannig, að tveir af hverj- um þremur eru á götum úti, en einn af hverjum þremur er á lögreglustöðinni reiðubúinn til að fara út um bæinn til að framkvæma handtökur, sinna brunaköllum og ótal mörgum öðrum störfum. Eru samkvæmt þessu einungis 12 menn til götu vörSlu á hverjum tíma, og verða þeir flesiir að vera í mið þænum, við höfnina og á Lauga vegi og Hverfisgötu vegna hinn ar gífurlegu umferðar á þess- um götum. Mun færri lögreglu menn en nú var sagt, er á að skipa meðan sumarleyfi standa yfir. Sjest af þessu, að þeir lögreglumenn, sem nú starfa í Reykjavik, eru hvergi nærri nógu margir til að halda uppi löggæslu í bænum og út- hverfum hans. Verður í þessu sambandi að líta á það, að bær- inn er sjerstaklega víðlendur, miðað við íbúatölu, Svo ber og að gæta þess, að Reykjavík er aðalhafnarbær landsins og að- setursstaður allra æðstu hand- hafa ríkisvalds. Þegar öll þessi atriði eru virt, verður að telja, að þeir lögreglumenn, sem lúta stjórn lögreglustjórans í Rvík, ! megi ekki vera færri en 2 fyr- ' ir hverja 750 íbúa. Loks er rjett; að minna á það, að sjá þarf öðr , um kaupstöðum og hjeruðum | hjer á landi fyrir viðunandi lögregluliði“. Sem stendur eru þó færri lögregluþjónar en þarna er frá skýrt, þar sem á hverri vagt eru nú aðeins 22 Að lokum brýndi lögreglu- stjóri það fyrir blaðamönnum, að skapa þyrfti sterkt almenn- ingsálit gegn þessu ófremdar- ástandi, sem skapast hefði að miklu.leyti af þyí losi, sem orð ið hefði á hernámsárunum. VI sSJéra Karlakórs SÍK s p»- pí Kaupmananhöfn í gær. Einkaskeyti frá frjetta- ritara vorum. „BERLINGSKE AFTENAVIS11 birtir í dag viðtal við Jóhann Sæmundsson yfirlæknir, farar- stjóra Karlakórs SIK í tilefni af komu kórsins til Hafnar. •— Yfirlæknirinn leggur áherslu á að íslendingar vilji halda sam- bandinu við Norðurlönd, sem bestu og að vinátta í garð Dana hafa aukist á íslandi síðan sam bandslögin gengu í gildi. Hinsvegar finst Jóhanni Sæ- mundssyni að KaupmanAahafn arbúar hafi breyst mjög. Þeir hafi jafnvel tapað sínu ljetta, gamla brosi og augnatillitið og framkornan sje önnur en hún var. —Páll. Tundurdirfl gerf évirkt í Grindavík HINN 9. þessa mánaðar rak tundurdufl á land í Grinda- vík og var það g'ert óvirkt samdægurs af Haraldi Guð- nasyni Sörlskjóli 18, Reykja- vík. Duflið var breskt, scgul- magnað. TRUJILLO — Svarti ein- ræðisherrann. — Grein um hann á bls. 9. 9,900 krónur teboxi í Póst- hósstræti ÞETTA ER SAGA UM 9,900 krónur, sem lög- regluþjónn fann í teboxi aðfaranótt sunnudagsins s.l. í Pósthússtræti. Þorkell Steinsson lög- regluþjónn rak augun í blikkkrús á götunni og tók hana upp. Utan á krúsinni stóð „Te“, en innihaldið reyndist að vera íslenskir bankaseðlar, 500 og 100 króhuseðlar samtals að upphæð 9,900 krónur. Á mándag kom maður á lögreglustöðina og kvaðst hafa tapað þessu teboxi með peningunum. Hann gat sannað eignar- rjctt sinn. Hann sagði þá sögu að hann hefði ekki þorað að geyma þetta fje heima hjá sjer af ótta við þjófa. — Taldi það betur geymt í vasa sínum, er hann fór úr íbúð sinnk En svo lenti hann á „kenderíi“ og týndi box- inu. Eiganda boxins var af- hent það í viðurvist lög- regluþjóna og þá datt hon- um í hug að rjett væri að launa lögrcglumanninum fundinn. Lögreglumaðurinn sagði að hann skyldi ráða því sjálfur, livort honum fynd- ist þetta launavert. Eigandi teboxins hjelt nú það og rjetti lögreglu- manninum einn hundrað krónuseðilinn úr boxinu í fundarlaun. Lengsfi bæjarsjérn- arfundur á íslandi! ísafirði, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. Á SÍÐASTA fundi bæjar- stjórnar ísafjarðar var sam- þykt með 5 atkvæðum sam- kvæmt tillögu meirihluta tog- aranefndar, að stofnað verði hlutafjelag til kaupa á togara eða togurum og var togara- nefnd falið að leita eftir fjár- framlögum í því skyni. Al- þýðuflokksfulltrúarnir vildu að stofnað yrði til bæjarútgerðar. Um fiskiðjuverið urðu mikl- ar umræður, en ákvörðun frest- að. Fundurinn hófst á mið- vikudag og var haldið áfram á fimtudag og föstudag. Stóð hann samtals 15 klukkustund- ir og mun vera lengsti bæjar- stjórnarfundur, sem haldinn hefir verið á Islandi. Atómskip úr höfn LONDON. — FÍoti sá, sem Bandaríkjamenn ætla að notá við tilraunir með atómsprengj ur þann 1. júlí n.k., mun leggja úr höfn í Bandaríkjunum bráð- lega áleiðis til Bikini-eyjar á Kyrrahafi. Ágælis afli á Patreksfirði Frá frjettaritura vorum á Patreksfirði. UNDANFARNA daga hefir verið hinn besti afli hjer á Patreksfirði og er nú svo kom- ið, að bæði frystihúsin eru hætt að taka á móti fiski, þar sem geymar þeirra eru þegar fullir, en óvíst hvenær afferming á frystum fiski fer næst fram. Mun því þurfa að hefja söltun hjer, en þess hefir ekki enn gerst þörf. Línubátar hafa aflað frá 6—■ 12 smálestir í róðri og sækja út að Látraröst, og hafa einn-. ig sótt þangað bátar frá öðr- um verstöðvum, alít frá Hnífs- dal. Trillubátar, sem alment eru byrjaðir veiðar, eru allflestir á handfæraveiðum og fá upp- gripaafla, allt að 400 kr. í hlut í róðri. Einn trillubátur, með aðeins 2 mönnum á, hefir feng- ið 3 síðustu daga um 7% smá- lest af þorski. Fjölmeflnur fundur SjáHsteðisfjelag- anna á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN á Akureyri hjeldu sameiginlegan skemti og útbreiðslufund í Hó- tel Norðurland s.l. laugardags- kvöld. Fundinn sátu hátt á þriðja hundrað manns. Richardt Ryel setti og stjórn aði fundinum. Eftirtaldir menn tóku til máls: Gunnar Helga- son frá Hlíðarenda, erindreki S. U. S. Gísli Jónsson nemandi í 6. bekk M. A., sem talaði fyrir ,,Vörð“ fjelag ungra Sjálf stæðismanna. Frú Ingibjörg Halldórs- dóttir, sem talaði fyrir Sjálf- stæðiskvennafjelagið og Helgi Pálsson kaupm., er talaði fyrir Sjálfstæðisfjelag Akureyrar. —< Auk þess mælti frú Helga Mar teinsdóttir hóteleigandi nokkur hvatningarorð til fundarmanna. Edward Sigurgeirsson sýndi mjög smekklega kvikmynda- þætti þ. á. m. kvikmynd frá síðustu bæjarstjórnarkosning- um á Akureyri. Frú Helga Jóqsdóttir söng einsöng við mikla hrifningu fundarmanna. Og að lokum var- svo stiginn dans til kl. 2 e. m. Á fundinum kom greinilega í ljós áhugi sá, sem nú er ríkj- andi meðal Sjálfstæðismanna á Akureyri og hversu einhuga flokksmenn standa með sínum vinsæla frambjóðanda Sigurði E. Hlíðar. Kvöldskemhm Þjáð- ræknisfjelagsins AF ófyrirsjáanlegum ástæð um leikur Erling Bl. Bengtsi son ekki á dansk-íslenskai skemmtikvöldinu, sem Þjóð- ræknisfjelagið gengst fyrir í Tjarnarcafé í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.