Morgunblaðið - 24.05.1946, Blaðsíða 1
ö
BANDARÍKJAMENN EIGA ENN ÆGI-
LEGRA VOPN EN ATOMSPRENGJUNA
Ifafís hamlar
veiðum fyrir
Vestfjörðum
Isafirði, fimtudag.
Frá frjettaritara vorum.
UNDANFARNA daga hef-
ir ísrek hamlað veiðum á
liskislóðum norðan ísafjarð-
ardjúps. Hefir verið mikii
ferð á ísnum austur og norð-
ur með landi. Nokkurt ísrek
hefir einnig verið vestan ísa-
fiarðardjúps, alt suður að
Nesdjúpi. — Arngr.
Tvelr kunnir lisla-
menn farasi í
fiuisiysi
OSLO: — Ægilegt flugslys
varð hjer nærri borginni í
gær, þegar farþegaflugvjelin,
sem flaug milli Stokkhólms
og Oslo hrapaði til jarðar hjer
skamt frá borginni og fórust
allir sem í henni voru, 13
manns.
Meðal þeirra, sem þarna
biðu bana, voru tveir lista-
menn, norski rithöfundurinn
Ronald Fangen og sænski mál
arinn Isak Grúnewald, —
Flugvjelin rakst á tveggja
hæða hús, er hún hrapaði og
brann það til kaldra ko.’(a
ásamt með flugvjelinni.
Báðir listamennirnir, sem
þarna ljetu líf sitt, voru vel
kunnir á Norðurlöndum.
(hungkingntenn ná
aftur höfuSborg
Manchuriu
London í gærkvöldi.
TILKYNT hefir verið í
Chungking, að hersveitir
stjórnarinnar þar hafi í dag
ráð Chanchung, höfuðborg
Manchuriu, úr höndum komm
únista, sem tóku borgina rjett
eftir að Rússar fóru úr henni.
Hafa harðir bardagar stað-
ið um borg þessa um alllanga
hríð, en að lokum fengu
stjórnarhersveitirnar rofið
víggirðingar kommúnista um
borgina og ráðist inn í hana.
Hafa þær verið að nálgast
borgina síðustu daga eftir að
hafa ruðst gegnum ramgert
virkjakerfi. — Reuter.
Sagði Thomas þing-
maður í gær
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
ÞINGMAÐURINN Albert Thomas úr flokki demokrata
sagði þingmönnum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag, að
„Bandaríkjaflotinn ætti vopn nokkurt, sem væri enn ægi-
legra en atómsprengjan, og væri vopnið svo fullkomnað að
það væri hættulegra en atómsprengjan þegar í dag“, þyrfti
fekki fullkomnunar við heldur væri hægt að taka til þess
hvenær sem væri.
Frumvarp um aS
stöðva rnkkW
Khöfn í gær.
RÍKISSTJÓRNIN ákvað í
dag að leggja fram frumvarp
til laga um það að stöðva
verkfall ófaglærðra manna,
en það hefir nú staðið í mán-
uð og lamað ýmsar atvinnu-
gréinar. Er í frumvarpinu
gert ráð fyrir því að lögfest
verði miðlunartillaga sátta-
semjara, en hana samþyktu
verkamenn, en atvinnurek-
(;ndur höfnuðu henni. — Páll.
Albanar skjófa á
bresk beltiskip
BRETAR hafa mótmælt því
harðlega við Albaníustjórn,
að skotið hefir verið á tvö
bresk beitiskip úr albönskum
strandvirkjafallbyssum á dög
unum. Skotið var alls 10
sprengikúlum, en skipin urðu
ekki fyrir neinni þeirra. —
Talið er að Albanar hafi þeg-
ar afsakað sig við Breta, vegna
þessa atburðar, en ekki hefir
svar þeirra verið birt opin-
berlega. •— Reuter.
Thorez liðhlaupi.
Eitt blað jafnaðarmanna ásak
ar Maurice Thorez. aðalleiðtoga
kommúnista fyrir að vera lið-
hlaupa. Hafi hann hlaupist úr
landi og til Rússlands, rjett eftir
að síðasta styrjöld byrjaði, og
þannig svikið ættjörð sína á
giund hættunnar. Fregnritarar
halda, að þessi sókn jafnaðar-
manna á hendur kommúnistum
sje fyrirboði fyrir kosningaó-
sigri kommúnista, en sem kunn
ugt er, var það mikill hnekkir
fyrir þá að stjórnarskrárfrum-
varp það, sem kosið var um á
dögunum, var fellt.
Voru vinir nasista.
Eitt af ákæruatriðum jafn-
aðarmanna á hendur kommún-
istum er það, að þeir hafi verið
Btdaulf greiðir
atkvæði
Hjer sjest Bidault, utanríkis-
ráðherra Frakka vera að greiða
atkvæði uni stjórnarskrárfrum-
varpið franska á dögunum.
Eins og kunnugt er af frjett-
um, varð atkvæðagreiðsla þessi
mikill ósigur fyrir vinstri flokk
ana;, en sigur fyrir horgara-
flokkana.
vin'ir Hitlers og nasista með-
an sáttmálinn milli Þjóðverja
og Sovjetríkjanna var í gildi.
Einnig eru Rússar harðlega
gagnrýndir fyrir framkomu sína
við þjóðir í Austur-Evrópu.
Skipasmíðastöð
sprengd í lofi upp
Breskir hermenn sprengdu
í dag í loft upp hdnar miklu
skipasmíðastöðvar Blohm und
Voss í Hamborg, en þetta var
einhver mesta skipasmíða-
stöð heims, og voru þar meðal
annars smíðaðir margir kaf-
bátar Þjóðverja og ennfrem-
ur stórorustuskipið Bismarck.
Umberto og forseti
ísiands skiftasi á
kveðjum
FORSETI ÍSLANÐS hefir
móttekið svohljóðandi sím-.
skeyti frá Umberto Íalíukon-
ungi:
„Þar sem jeg hefi verið
kallaður til að taka við af föð-
ur mínum, er mjer ljúft að
færa herra forsetanum kveðju
mína og láta í ljós óskir um
gott samband milli lands
míns og íslands".
Forsetinn hefir svarað Ital-
íukonungi með svohljóðandi
símskeyti:
„Jeg þakka yðar hátign fyr
ir vingjarnlega kveðju yðar í
tilefni af valdatöku yðar-
ar. Jafnframt því að óska yð-
ur til heilla og ítölsku þjóð-
dnni hamingju tek jeg undir
ósk yðar um vinsamlegt sam-
band milli þjóða okkar“.
(Frjett frá utanríkis-
ráðuneytinu).
SÍLDVEIÐI í ÁLFTAFIRÐI
í GÆR veiddu síldveiðimenn
irnir Ólafur Guðjónsson og
Brynjólfur Jónsson Um 100
tunnúr smásíldar í Arnarfjarð-
arbotni.
Meðlimur rannsóknar-
nefndar.
Þingmaðurinn, sem þetta
sagði var í rannsóknarnefnd
frá stjórninni, sem átti að taka
við upplýsingum frá foringj-
um Bandaríkjaflotans. Upp-
lýsingar þessar voru um ’
jýmsar nýjar uppfdnningar,
sem gerðar höfðu verið og
fullkomnaðar í rannsóknar-
stöðvum flotans.
Sagði ekkert frekar.
Thomas viðhafði áðurnefnd
ummæli í þingræðu, er verið
var að ræða um fjárveitingar
til flotans, og eftir fundinn
var hann beðinn af blaða-
mönnum um að útskýra frek-
ar það, sem hann hefði verið
að tala um. Hann neitaði því
algerlega og kvaðst engu geta
bætt við ummæli sín á þing-
lundinum.
Úrslitaleikurinn í II.
fl. er á sunnudag
Á VORMÓTI Il.-flokks fóru
leikar í gærkveldi sem hjer
segir: Fram vann Víking með
2:0 og Valur vann KR með 2:0.
Úrslitaleikirnir fara fram á
sunnudaginn kl. 7 30. Þá keppa
Valur og Víkingur, dómari
Magnús Maríusson og Fram og_
KR, dómari Haukur Óskars-
son.
Bylting byrjuð í Azerbeijan
Gerð a! andsiæðingum Rússa
Teheran í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BYLTING hefdr verið byrjuð í sumum hlutum Azerbeij-
an, hinu umdeilda fylki í norðvestur Persíu. Standa að bylt-
ingatilraun þessari menn, sem andvígir eru stjórn þeirri, sem
Rússar hafa komið þar á laggirnar, og er byltingin gerð gegn
henni og flokki hennar, að því er fregnir herma, sem hingað
bárust í kvöld. Víða hefir komið til átaka. — Fregnir eru
enn óljósar. —
Franskir jafnaðarmenn ráðast
barðlega á kommúnista
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
KOSNINGABARÁTTAN er nú sem hörðust í Frakklandi og
hafa hinar snörpu og djarflegu árásir jafnaðarmanna á kommún-
ist þar, vakið mikla athygli. Jafnaðarmenn ásaka kommúnista
fyrir ýmislegt, til dæmis það að þeir sjeu ólýðræðislegur flokk-
ur bæði í Sovjetríkjunum og utan þeirra.