Morgunblaðið - 24.05.1946, Síða 6

Morgunblaðið - 24.05.1946, Síða 6
6 AfORG DNBLA61B Föstudagur 24. maí 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Nauðsyn umbóta áinn flutningsversl uninni FRÁSÖGN dr. Odds Guðjónssonar af fyrirkomulagi því, sem Svíar hafa á innflutningsversluninni, ætti að •'.,ekja okkur íslendinga til umhugsunar um, að þörf er róttækra breytinga á þessum málum hjá okkur. Svíar hafa gefið nokkurn hluta af innflutningnum frjálsan, og telur dr. Oddur að það muni nema alt að 40% alls innflutningsins. Hjer er þó ekki um að ræða algerlega kvaðalausan innflutning, því að hann er háð- ur verðlagsákvörðunum þeim, sem felast í verðstöðv- unarlögunum frá 1943. En í þeim lögum er lagt bann við, að hækka megi verð á nokkri vöru, nema gerð sje fullnægjandi grein fyrir ástæðum og nauðsyn verðhækk- unarinnar. Þetta hefir þær verkanir, að innflytjendur ieggja höfuðáherslu á hagkvæm innkaup, svo að út- söluverðið innanlands fái Staðist þær hömlur, sem fel- ast í verðstöðvunarlögunum. ★ Ekki er síður athyglisvert fyrirkomulagið, sem Svíar hafa við leyfisveitingar á þeim vörum, sem háðar eru eftirliti. Þar er aðferðin með alt öðrum hætti en hjer, og segir dr. Oddur um þetta: „Enginn fær innflutnings- leyfi, nema hann áður hafi lagt fram skilríki fyrir því, hvað varan kosti, og á hvaða grundvelli innkaupin hafa verið gerð. Verðlagsnefnd fær síðan umsókn þessa til umsagnar og lætur í ljós álit sitt um það, hvort hjer sje um rjett verð að ræða. Sje svo, þá eru litlar höml- ur^settar á innflutninginn.---Þetta byggist á því, að Svíar telja sjer hag í, að eiga góðar og nytsamar vörur, frekar en erlendar innstæður, ef rjett verð er á vörunum.“ ' ★ ÚR DAGLEGA LÍFINU Vatnssvelgir. ÞAÐ ER FULLYRT, að hvergi í heiminum sje notað jafnmikið af vatni og hjer í Reykjavík. Þegar vatnseyðslu allra bæjarbúa er skift niður á íbúana kemur út miklu meiri lítrafjöldi, en þörf virðist vera fyrir sæmilega heilbrigt fólk. Þessi mikla vatnseyðsla mun ekki stafa af því, að Reykvík- ingar sjeu þrifnari en alment gérist meðal siðaðra manna, ekki mun heldur vera um að ræða meiri vatnsþörf hjer, en til dæmis í heitum löndum. — Nei, ástæðan fyrir þessari gríð- arlegu vatnsnotkun mun hrein- lega vera óhóf, kæruleysi, bruðl, eða hvað það ætti að kallast. Ekkert væri við þessu að segja, ef svo stæði á, að nægj- anlegt vath rynni til bæjarins, en svo er ekki, því miður. — Reykjavíkurbær hefir vaxið svo ört, að vatnsveitan er löngu orðin of lítil. Stendur það að vísu til bóta, þar sem hafist verður handa nú í sumar að auka vatnsveituna til muna. En á meðan er svo ástatt hjá mörgum bæjarbúum, að þeir hafa ekki nægjanlegt vatn til nauðsynlegustu þarfa. Kemur vatnsskorturinn fyrst fram í þeim húsum, sem hæst standa í bænum. • Sírenslið. JAFNVEL ÞÓTT vatnsveit- an sje orðin of lítil fyrir Reykjavíkur bæ, þá væri hægt að bæta mikið úr vatnsskort- inum í einstáka húsum í bæn- um, ef þeir, sem nægjanlegt vatn fá, vildu sýna örlitla hug- ulsemi. Það er vitað að þús- undir lítra af vatni fara til ó- nýtis á hverjum einasta sólar- hring vegna sírennslis. S Sumir láta renna vatn allan sólarhringinn í þvottahúsum, þótt ekki sje verið að vinna þar. Víða eru vatnshanar í ó- lagi, eða vatnssalerni. Víða í bænum eru bílaþvottastöðvar, þar sem vatnið rennur allan daginn án afláts til einskis gagns. Örlítið meiri regla og hóf í vatnseyðslu hjá þeim, sem ná vatninu, myndi bæta úr vatns- skortinum til stórra bóta fyr- ir það fólk, sem ekki getur náð vatni í þvottafat þótt líf lægi við, eða skolað vatnssalerni hjá sjer, frá því snemma á morgn- ana og þar til seint á kvöldin. • Slor og sóðaskapur. FISKBÚÐIRNAR hafa tekið miklum stakkaskiftum undan- farin ár hjer í bænum. í flest- um fiskverslunum er farið með fisk eins og hverja aðra mat- vöru. Fyllsta hreinlætis er gætt, eins og vera ber. Borð og veggir er flísalagt, afgreiðslu menn eru í hvítum sloppum og viðskiftavinirnir eru ánægðir. En því miður eru enn til fiskverslanir hjer í bænum, þar sem eigendurnir meta hrein- lætið lítils. Þar sem fiskinum er hent í hrúgur í eitt horn búðarinnar og gólfið er útatað í slori svo að viðskiftavinirnir vaða upp fyrir skóvarp í þess- ari þokkalegu slorleðju. • Strangt heilbrigðiseftirlit. HEILBRIGÐIS YFIRVÖLD bæjarins munu gera strangar kröfur til hreinlætis, ef ef ein- hver ætlar að opna nýja fisk- búð. Menn fá ekki leyfi til að stunda fiskverslun nje aðra matvælasölu, nema að kröfum heilbrigðiseftirlitsins sje full- nægt. Þannig á það að vera. Hinsvegar hefir heilbrigðis- eftirlitinu gengið ver að eiga við gamlar fiskverslanir, þar sem sóðaskapurinn er óþol- andi á stundum. Það mætti ef til vill segja, að húsmæður sjeu ekki neyddar til að kaupa fisk hjá sóðaversl- ununum, en því er til að svara, að fiskverslanirnar eru mjög dreifðar um bæinn og ekki of margar, og er húsmæðrum, sem eru yfirhlaðnar störfum, vork- un, að þær skuli leita til næsta fiskkaupmanns til flýtisauka. • Viðbjóðsleg umgengni. VIÐ BANKASTRÆTI eru almenningsnáðhús, sem alment ganga' undir nafninu „neðan- jarðar“ og hafa þau verið sett þarna vegfarendum til þæg- inda. • Var upphaflega þrifalega frá öllu gengið á þessum stöðum og verðir settir til að gæta náð- húsanna og almenns þrifnað- ar. Nú er samt svo komið, að þetta er orðið verra en nokkur svínastía. Umgengnin á þess- um stað er vægast sagt við- bjóðsleg. Dónar og spellvirkj- ar hafa krotað út alla veggi með örgustu klúryrðum, ógeðs- legum uppnefnum og athuga- semdum um marga bestu menn þjóðarinnar. Verðirnir, sem þarna eru, munu alment vera aldraðir menn. Ef til vill er sjón þeirra farin að bila og þeir sjá ekki hvað menn aðhafast. En eftirlitsmenn með þessari almenningsstofnun, ef ein- hverjir eru, ættu að skreppa þangað niður einhvern daginn og sjá verksummerkin eftir dónana. Munu þeir þá komast að raun um, að annar eins ó- þverri og þar er, getur ekki liðist lengur. *•■■■■■■ ■■■■■^■■■■■■^•■■[■■■■•■■•••'^■■^■•■•■■''■■■■■■'■aa■■■■■■»*»■■■■»■■*»»•» fiisBeiiveiiirrsatnftn MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. ! Eins og menn sjá af þessari frásögn dr. Odds er fyr- irkomulagið hjá Svíum alt annað en hjer hjá okkur. Við veiting innflutningsleyfa leggja Svíar höfuð- áherslu á, að varan sje hagkvæmlega keypt inn. Hjá ekkur þekkist ekki þetta* sjónarmið. Þvert á móti er íyrirkomulag verðlagningarinnar hjá okkur þannig, að því verri innkaup sem eru gerð, því méiri er hagnaðar- von kaupmannsins! Með öðrum orðum: Hjer er mönn- um benilínis refsað fyrir það, að gera hagkvíæm inn- kaup. Enda munu æði mörg dæmi þess, að hjer hafi innflytj^ndur verið sektaðír um stórfje, enda þótt sann- að sje að þeir hafi selt samskonar vörur miklu ódýrara en aðrir, sem óhagstæðari innkaup gerðu og sluppu þ. a. 1. óskaddaðir gegnum hið flókna net, sem hjer er riðið utan um innflutningsverslunina. Það er ekki við að búast, að lag komist á innflutningsverslunina, meðan búið er vi&' slíkt Bakkabræðra-fyrirkomulag. ★ Er ekki tími til kominn fyrir okkur, að fara að losa eitthvað á þeim viðjum, sem innflutningsverslunin er reyrð í? Einhverntíma voru höfð góð orð um, að vænta mætti afnám allra hafta á ýmsum vörum, sem keyptar væru frá Bretlandi og öðrum þeim löndum, sem tækju greiðslu í sterlingspundum. Þessi „frílisti“ hefir ekki sjest ennþá. Væri ekki hyggilegt, að taka upp fyrirkomulag Svía? Gefa nú þegar út „frílista“ yfir þær vörur, sem frjálst væri að flytja inn, en tryggja það jafnframt, að hag- kvæm innkaup væru gerð. Myndi þetta ekki líklegasta ieiðin til þess að þoka verðlaginu niður og koma á heil- Lrigðri samkepni? Og við veitingu innflutningsleyfa ber vitaskuld að_leggja áherslu á hagkvæm innkaup, svo að varan verði eins ódýr og kostur er. Þar sem formaður Viðskiftaráðs hefir kynt .sjer fyr- irkomulag^ þessara mála í Svíþjóð, er þess að vænta að liann leggi gott til málanna hjer. KommúiiisSarair eru alSaf að fspa HJER UM DAGINN hitti jeg ungan Reykvíking, góðan kunn ipgja minn, sem í daglegu starfi sínu kynnist mörgu fólki. Spurði jeg hann að því hvaðqi breytingar'hann yrði mest var við á afstöðu manna í stjórn- málum. Hann sagði m. a.: ★ — Jeg hefi í mörg át fylgst með þróuninni í flokkapólitík- inni hjer í bænum, svo jeg þykist hafa mikla reynslu í því efni. Jeg er sannfærður um, að fylgi kommúnista hefir hrakað síðustu mánuðina. ★ — Á hverju markar þú þetta? — Jeg heyri það á ýmsum mönnum, sem jeg þekki og hefi tal af. — Hvað telur þú vera aðal- orsakirnar til þess að fylgis- mönnum kommúnista fækkar? — Þær eru vafalaust marg- ar, þegar alt kemur til alls. Þegar jeg tala við menn, sem áður fylgdu kommúnistum að málum, en nú eru horfnir frá þeim, þá gefa þeir oft ekki upp neinar ákveðnar ástæður. Þeir eru bara orðnir leiðir á komm- únistum og allri framkomu þeirra. ★ — Er þá allur áróður þeirra um það, að þeir eigi heiðurin af „nýsköpun“ ríkisstjórnar- innar árangurslaus? — Já, gersamlega. Af þeirri einföldu ástæðu, að allir vita, að þeir hafa aldrei verið menn til þess að hrinda neinum at- vinnufyrirtækjum af stað, hvað þá reka þau að gagni. ★ — Og áróðurinn um her- stöðvamálið. — Menn hlæja að honum. Því allir vita, að engin þjóð, hvorki íslendingar nje aðrir geta treyst kommúnistum í frelsis- og sjálfstæðismálum sínum. Islenskir kommúnistar eru engin undantekning frá kommúnistum annara_ þjóða. Þeir sem á annað borð játast í fylkingu kommúnista hvar í heimi sem er, þeir hafa játast til hlýðni við hinar austrænu miðstöðvar þess flokks. Svo er eitt, sem vitanlega hefir mikil áhrif á fylgi komm- únista hjer á landi. Menn vita sem er, að það er ekki að ástæðulausu, sem fylgi komm- únista hrakar um alla Vestur- Evrópu. Meðal frændþjóðanna liggur straumurinn frá „hinu austræna lýðræði“, og eins verður það hjer. ★ Þetta sagði kunningi minn. Og þetta segja fleiri. Enda er rþað auðsjeð og fundið á skrif- um Þjóðviljans, að þar gætir mest. taugaæsings hinna ó- styrku manna, sem reyna í. lengstu lög að telja sjer trú um, að þeir sjeu styrkir og ör- uggir. En glímuskjálftinn, sem daglega kemur í ljós, er vottur þess hve óstyrkir þeir eru í raun og veru. Jén Björnsson rithöfundur komlnn heim JÓN Björnsson,- ri'thöfund- ur, var meðal fárþega á M.s. Dronning Alexandrine frá Kaupmannahöfn nú í fyrra- dag, en hann hefir veri í Höfn um-4íma til þess að ganga frá útgáfu skáldsögu sinnar, Kongeng Ven, sem komin er út fyrir skömmu á forlagi Chr. Friksen. Þetta er mikið verk, yfir . 340 bls. í stóru broti og fjall- .ar um Jón Gerreksson Skál- holtsbiskup þann sem drekt var í poka forðum. Bókin mun að líkindum koma út í haust eða á næsta ári á íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.