Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMay 1946Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 24.05.1946, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.05.1946, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. maí 1946 55 ára; Ágúst Fr. Guðmundsson, skósmiður Þorsteinn Þorvarðarson 75 ára í DAG á fimmtíu og fimm ára afmæli Ágúst Fr. Guð- mundsson skósmíðameistari á Laugaveg 42. Hann er fæddur á: Sauðárkróki 24. maí 1891. Ágúst flutti á unglingsárum sínum til Reykjavíkur og lærði skósmíði hjá Lárusi G. Lúð- víkssyni. Síðar setti Ágúst upp eigið verkstæði og heíir rekið það nú um fjölda mörg ár og nú síðast í fjelagi við Guðmund son sinn. Ágúst er maður hress í bragði og ljettur í lund og vinur vina sinna. Hann er hinn besti starfs maður, hvort heldur sem hann fæst við að endurnýja skósóla kunningjanna eða vinna fyrir áhugamál sitt Góðtemplararegl- una, en þar hefir hann verið fjelagi um allangt skeið, og gengt trúnaðarstörfum á mörg- um stigum reglunnar. Hann er kvæntur Maíendínu G. Krist- jánsdóttur, hinni mætustu konu. Átti hún hálfsextugs af- mæli þ. 11. þ. m , og var henn- ar minnst hjer í blaðinu. Þau hjón eiga sjö börn á lífi„ öll uppkomin nema eitt. Það verða áreiðanlega marg- ir sem hugsa hlýtt til Ágústs á þessum tímamótum og þakka honum viðkynninguna á líðn- um árum. Reglusystkini hans þakka honum ósjerplægnina og áhugann og óska þess um leið og þau árna honum heilla, að hann eigi enn eftir langann vinnudag sem áhugasamur liðs- maður 1 hópi þeirra. Lifðu vel og lengi Ágúst Fr.! Það mælir einn þinn Kunningi. HANN er fæddur 24. maí 1871 í Keflavík og hefir dvalið þar síðan. Það hafa orðið stór- feldar breytingar í Keflavík, síðastliðin sjötíu og fimm ár. Því hefir Þorsteinn kynst af sjón og raun. Fólkið hefir kom- ið og farið, gömul andlit horfið og ný komið í staðinn, gömlu bæirnir eru liðnir undir lok, en nýtísku hús risin upp í stað- inn, nýr útvegur, nýir lifnað- arhættir, allt nýtt. Þorsteinn hefir fylgst vel með þessu og glaðst yfir því er til framfara horfir. Hann var sjómaður í gamla daga, fór um bygðarlögin hjer suður með sjó og tók á móti fiski fyrir verslanir í Keflavík, verslunarstörf hefir hann stund að og verkstjórn við fiskverk- unarstöðvar, ullarmats og fiski matsmaður hefir hann verið. Enn er hann sístarfandi og glaður við starf sitt. Allsstaðar hefir hann reynst trúr og rjett- sýnn. Vandvirkní og samvisku- semi hafa verið og eru hans höfuðdygðir. Fyrr á árum stóð Þorsteinn framarlega í fjelagslífi, leik- starfsemi og söng og enn er hann hrókur alls fagnaðar í góðra vina hóp, syngur og leik ur við hvern sinn fingur, og að hann fylgist vel með tímanum sjest best ó því, að eftir að sund laug var byggð í Keflavík byrj- aði hann að læra sund, þá sjö- tíu og tveggja ára. Honum hef- ir fundist sjer renna blóðið til skyldunnar þar sem faðir hans 'var afburða sundmaður. Bak við lífsgleði Þorsteins er djúp alvara trúarinnar, því hann er einlægur trúmaður og ann kirkju og kristindóm. Hann hefir verið hamingjusamur maður, einkum í ágætu heimilis lífi. Kona hans var Björg Arin- bjarnardóttir frá Tjarnarkoti í Njarðvíkum, merk kona og mikilhæf. , Hún andaðist 24. febr. 1930. Þá dró ský fyrir sól. Fjóra syni eignuðust þau hjónin. Einn dó ungur. Hinir eru: Friðrik framkvæmdar- stjóri. Ari afgreiðslumaður og Olafur verslunarmaður. Eru þeir kvæntir, og eiga prýðileg heimili í Keflavík, drengir góð- ir og vinfastir. Ennfremur ólst upp á heimili Þorsteins systur- dóttir konu hans Ögmundína Ögmundsdóttir, gift og búsett í Reykjavík. — Nú dvelur Þor- steinn með Ara syni sínum og konu hans en er daglegur gest- ur á heimilum sona sinna. — Einu má jeg ekki gleyma blóma garðinum hans Þorsteins, sem hann annast af mikilli prýði og þykir innilega vænt um. Þar eru trje og skrautjurtir, sem jeg held að sjáist óvíða hjer suð ur með sjó. Garðurinn ber vitni um frábæra alúð og umhyggju. Jeg hefi þessi orð ekki fleiri en árna Þorsteini allra heilla í nafni vina hans. Hann hefir unnið landi sínu og þjóð og reynst hvorutveggja vel. Vin- sæll glaður maður og heill í starfi og viðskiptum við alla menn. Þessvegna hefir honum vegnað vel og svo mun um ó- komna daga. E. Brynjólfsson. SILDARVERTIÐIN Framh. af Dls 2. — Og þú hefir fleira á prjón unum? — Já, ýmislegt annað, jeg er að láta vinna að vaxmynda g'erð í London og á von á enskum manni hingað í sum- ar, til þess að móta 14 merka núlifandd íslendinga, — en ekki meira um það. Síðan hef jeg í hyggju ásamt tveim þrem öðrum mönnum að láta kvikmynda síldveiðar, síldar- söltun og fleira í sumar, kvik mynda það alveg eins og jeg vil hafa það. SÍlíkar mynda- tökur eru ekki dýrar. Mæðradagurinn á sunnudaginn Á SUNNUDAGINN kemur er mæðradagurinn. Þann dag efn- ir Mæðrastyrksnefndin til sölu á merkjum sínum — mæðra- blómunum — og Mæðrablaðinu til ágóða fyrir sumarstarfsemi sína. Það hefir löngum verið rómað, hve örlátir bæjarbúar eru þegar leitað er til þeirra á þennan hátt, og mætti þó ætla að þeir væru orðnir það lang- þreyttir á slíku kvabbi, sem sí- fellt færist í vöxt, að einhvers tómlætis væri farið að gæta hjá þeim, en það er langt frá því að Mæðrastyrksnefndin hafi þá sögu að segja. Þvert á móti hafa undirtektirnar aukist með ári hverju, og er það á- nægjulegur vottur þess, hvern hug bæjarbúar bera til nefnd- arinnar og starfs hennar. ' Fje því, sem nefndinni á- skotnast á sunnudaginn kemur, verður varið til að reka sum- arheimili fyrir mæður og börn og til einnar viku hvíldardval- ar að Laugavatni seinna í sum- ar fyrir efnalitlar konur. Lang- flestar eru þessar konur, a. m. k. mæðurnar, þannig settar, að þetta er þeirra einasta tæki- færi til að komast út úr bæn- um með litlu bÖrnin sín og njóta hvíldar í heilnæmu umhverfi. Efast víst enginn, spm til þekk- ir um það, að bæði þær og börn in búa lengi að þessaríi sum- ardvöl, sjerstaklega ef veðrátta er hagstæð. Mæðrastyrksnefndin væntir þess að bæjarbúar taki vel börn unum, sem selja blómin og blað ið á sunnudaginn. Vill nefnd- in heita á foreldra, og þá sjer- staklega þær mæður, sem hafa notið góðs af starfi nefndarinn- ar á undanförnum árum, að hvetja börn sín til að selja blóm in og blaðið, en þau verða af- hent í öllum barnaskólum bæj- arins, í Þingholtsstræti 18 og EUiheimilinu frá kl. 9 á sunnu- dagsmorgun. Þessi fnægi tdppurnær til aííra tánna yðar 'dvJt ^ j>ac) beáta |)no|%k-íic TOOTH BRUSH rBá ■|pa Kampavín fyrir sigurhátíð. LONDON: Vissa er nú fyr- ir því að nægilegt verður af frönsku kampavíni til þess að drekka á sigurhátíð þeirri, sem haldin verður um Bret- land þann 8. júní n. k. M.s. Dronning Alexandrine fer í kvöld kl. 8 til Færeyja og Kaupmannahafnar. Tekið á móti vörum til há- degis. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. (Erlendur Pjetursson). Góð gleraugu eru fyrir öllu. Afgreiðum flest gleraugna recept og gerum við gler- augu. • Augun þjer hvílið með gleraugum frá TÝLI H. F. Austurstræti 20. iBnmríímrmmnnra DimrnmmmnRimmniminnmmiiminnnnnnmnnni! X-9 & & Efiir Robert Sform [nnmng m | 'tíZll, PriiL- VVE’FE OFF 10 THE LAND OF -5L'NSHINE AND -AND BURIE.D Jtf TP£ASURE —MASBB! BN’THE wav, wilda, VOU’RE SUR5 VOU DIDN'T TELL KRUDD THAT l’/Vf A FORMER NONE, A1ANBE,.,BUT fiS0’r”ftjT... DOM'T VGU Y I BEUEVE CLD CAPTAIN 1 BEUEVE THERE 15 ATREA5URE ? ^ ' ' | KRUDD HA5 60McTHiN( TUCKED AWAV ÍN THE 5AND5! LET'5 HOPE |Tr& A TBEASURE —Á LEölTlMATE ONE 1 '■n -éÉ:,. mÍKM ÍMl' tlSÍk:. I ‘ Y ' / •- v : ///''■/'' : jMn W Try • %a <,/ . ../////''/'•, f ✓ f.opi King lcatures Sj'ndirate, .'nt.. W.»r'a trs<r Vilda og X-9 eru í flugvjel á leið til Florida. — Vilda: Jæja, Phil, þá erum við á leiðinni í sólskinið. •— X-9: Og hina földu fjársjóði. En ertu nú alveg viss úm að þú hafir ekki sagt Náskegg frá því að jeg er fyrverandi lögreglumaður? — Vilda: Já, en hvaða mismun gerði það? — X-9: Kannske engan, en jeg vil e&ki að hann viti það. Einhvern veginn geðjast mjer ekki að honum. — Vilda: En trúir þú ekki að hjer sje um fjárájóð að ræða? — K-9: Jú, jeg býst við að það sje eitthvað til í þessu. En hvort það er allt löglegt ....

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
110
Assigiiaat ilaat:
55339
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 115. tölublað (24.05.1946)
https://timarit.is/issue/106921

Link til denne side: 8
https://timarit.is/page/1259418

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

115. tölublað (24.05.1946)

Iliuutsit: