Morgunblaðið - 04.07.1946, Síða 8
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjottaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Gaiðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Þjóðhátíð Bandaríkjanna
í DAG er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna.
Frá því í júlí 1941 munu Bandaríkjamenn vera sú er-
lend þjóð, sem oftast hefir verið á vörum íslendinga. Áð-
ur höfðu viðskifti okkar við hið volduga lýðræðisríki í
vestrinu verið harla lítil. Nema kynni þau, sem ís-
lendingar hafa að sjálfsögðu haft af Bandaríkjamönnum
vegna þess íslenska þjóðarbrots, sem þar er vestra.
í fullu trausti til þess frelsisanda, sem ríkt hefir með
hinni bandarísku þjóð nú í 170 ár, leituðu íslendingar her-
verndar Bandaríkjanna er heimsstyrjöldin geisaði í al-
gleymingi.
Þær smáþjóðib, sem í þessari styrjöld urðu að búa við
mikla hersetu í löndum sínum, munu varla geta ímynd-
að sjer hve sambúð íslendinga við hið erlenda herlið varð
árekstrarlítil.
En samskiftum minsta lýðveldisins við hið voldugasta
verður trauðla lýst betur en með orðum Bjarna Bene-
diktssonar í útvarpsræðu hans á dögunum, þar sem hann
mintist á hið svonefnda herstöðvamál. Voldugasta þjóðin
ber fram óskir sínar við hina minnstu og varnarlausustu.
Smáþjóðin telur sjer ekki fært að verða við óskum þeirra
voldugu. Frelsi og sjálfsákvörðunarrjettur smáþjóðarinn-
ár er virtur, og hið mikla herveldi lætur sjer neitunina
lynda. Það er Llendingum ómetanleg gæfa að landið skuli
vera þannig í sveit sett að við höfum hin vestrænu lýð-
ræðisstórveldi að heita má sitt til hvorrar handar á heims-
kringlunni.
Utanfarir íþróttamanna
ÍSLENSKIR ÍÞRÓTTAMENN hafa gert víðförult að
undanförnu. Og ekki aðeins íþróttamennirnir, heldur og
iistamenn þjóðarinnar. Þeim hefir hvarvetna verið tekið
vel, og það sem meira er, allsstaðar hefir þótt mikið til
þess koma, sem þeir höfðu fram að bjóða. Hafa þeir aukið
álit á þjóðinni, líkamsment hennar og listmenningu. Þetta
er góð landkynning og verður ekki of mikið af henni gert,
en hitt verðum við að hafa í hyggju, — að bjóða aðeins
upp á þeð besta sem við höfum. Það skal enginn halda
að öilum hjeðan sje fært að ávinna sjer þann hróður, sem
utanförum okkar hefir tekist að hreppa á þessu ári meðal
mikilla íþróttaþjóða og mikilla söngþjóða.
En hvað um það. Vel er af stað farið. Og það ber smá-
þjóð gott vitni, hversu góða fimleikamenn og söngmenn
hún á. Eitt sinn var hjer sá andi uppi og er varla dauður
enn, þó af honum hafi sjálfsagt dregið, að við mættum
aldrei fara utan til keppni, nema við ynnum. Það var
óspart gert gys að íþróttamönnunum íslensku, þegar þeir
fóru á Olympiuíeikana í Berlín 1936 og komu heim án
unninna sigra. Hverju bjuggust þeir menn við, sem þetta
gerðu? Hjeldu þeir að það væri á færi bestu manna 100
þúsund manna þjóðar, sem tiltölulega ung var á sviði
íþróttanna og hafði við ljeleg skilyrði að búa, að sigrast
á úrvalsmönnum þrautþjálfaðra miljónaþjóða. Það er
varla hægt að gera sjer ' hugarlund í hverjum draumi þeir
menn framgengu, sem hjeldu okkur fært áð vinna eina
einustu íþróttagrein þar. Og það er bæði háð og níð á alla
þjóðina, þegar ort er um þessa menn: ,,í þeirri íþrótt að
komast aftur úr öllum, var enginn í heimi þeim jafn“, —
hjer er átt við Olympíufarana íslensku.
Þessir menn fóru ekki til að sigra. Það var ekki mögu-
legt. Þeir fóru til að læra. Við íslendingar þurfum alveg
eins að læra íþróttir, eins og hver önnur þjóð. Þó sumum
virðist það kannske einkennilegt, þá spretta ekki full-
búnir heimsmeistarar fremur upp úr íslenskri mold en
erlendri. Allsstaðar joarf þjálfunar við. Og það sýnir best
hróður sá, sem íþróttamenn okkar hafa nú fengið með
stórþjóðum og grónum íþróttaþjóðum á utanferðum sín-
um, að við höfum getað lært og erum að læra. Við munum
einnig geta sigrað á erlendum vettvangi. Og við skulurft,
eins og við höfum gert, láta árangurinn tala.
MORG UNBjuAÐIÖ
Fimmtudagur 4. júlí 1946
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Matvælasparnaður.
ÍSLENDINGAR eru lítið fyr-
ir hálfvelgju í einu eða neinu.
Það hefir jafnan þótt kostur
yið hvern mann, hjer á landi
að hann gengi heill og óskiptur
að því, sem hann átti að gera.
Þetta þjóðareinkenni kom síð-
ast fram núna í kosningahitan-
um. Það var ekki talað um
annað en kosningar og aftur
kosningar. Allt snerist um
kosningar. Atomsprengjur og
utanríkisráðherrafundir komu
okkur ekki við á meðan við
vorum í okkar kosningaundir-
búningi.
En nú er þeirri hríð loksins
lokið og þá verðupm við að
fara að hugsa um önnur mál.
Eitt er það stórmál, sem er á
döfinni hjá okkur, sem lítið
hefir verið auglýst, það er
hvatning ríkisstjórnarinnar til
þjóðarinnar að spara við sig í
mat, vegna hins hörmulega
ástands í heiminum.
Svo er forsjóninni fyrir þakk
andi, að íslendingar hafa nóg
til hnífs og skeiðar. Hjer á landi
þarf enginn að svelta, en hins-
vegar fer mikið af mat til ó-
nýtis. Það er hörmulegt að
hugsa til þess að fólk fari illa
með mat, þegar þess er gætt,
að fjórði hver maður í heim-
inum sveltur.
•
Fordæmi.
MERKUR MAÐUR og hátt-
settur í þjóðfjelaginu var að
tala um þessa áskorun rikis-
stjórnarinnar við mig í gær. —
Hann sagði mjer sögu, sem all-
ir Islendingar ættu að heyra og
taka sjer tilfyrirmyndar. Sögu-
maður minn vill ekki láta nafns
síns getið opinberlega í þessu
sambandi, en saga hans er á
þessa leið:
— Fyrir nokkrurn dögum : t
jeg boð hjá forseta Islands að
Bessastöðum. Naut ieg þar
hinnar þjóðkunnu gestrisni
forsetahjónanna og eins og
löngu er kunnugt um land alt
var gestum tekið af rausn,
innileik og myndarskap á þessu
tignasta heimili íslands.
En það var eitt sem vakti at-
hygli mína og það var að á for-
setaheimilinu er áskorun rík-
isstjórnarinnar um sparsemi og
nýtni í meðferð matar tekin
bókstaflega.
Sykur er skamtaður á for-
setaheimilinu, einnig feitmeti
og brauð er skorið þannig, að
sem mestar líkur eru til að það
fari ekki til spiilis.
Mjer fannst þetta svo fag-
urt fordæmi, að jeg taldi að það
ætti að verða kunnugt um land
allt, og þess vegna segi jeg þjer
söguna.
Margt smátt.
EKKI ER NOKKUR vafi á
að íslendingar vilja allir leggja
að sjer til þess að verða bág-
stöddum að liði. Það hefir kom-
ið fram aftur og aftur, þegar á
hefir reynt. Ekki er heldur vafi
á, að íslenska þjóðin myndi
með glöðu geði leggja hart að
sjer til þess að geta hjálpað
nauðstöddum þjóðum, sem eiga
við matarskort að búa.
En það eru margir, sem telja,
að það sem fer til spillis hjá
þeim í mat, metti ekki marga
munna úti í löndum. Það geti
ekki munað neitt um þá fáu
brauðmola, feitmetisklípu eða
sykurkorn, sem kunni að eyði-
leggjast hjá þeim.
En þetta er mesti misskiln-
ingur. Margt smátt gerir eitt
stórt. Ef allir Islendingar færu
að eins og gert er á forseta-
heimilinu, þá myndu mikil
matvæli sparast um alt land og
með því væri hægt að hjálpa
mörgum svöngum börnum úti í
heimi.
Sársaukalaust.
MEÐ ÁSKORUN sinni um
matvælasparnað er ríkisstjórn-
in ekki að fara fram á að þjóð-
in herði sultarólina, eða neiti
sjer um sjálfsagða fæðu. Það
eina sem beðið er um, er, að
matnum sje ekki spilt og þjóð-
in gæti hófs í mat, einkum
brauðmats, sykri og feitmeti.
Við ættum nú að hefja eina
allsherjar herferð. Smyrja
heldur þynnra á brauðið okk-
ar og gæta þess að bruðla ekki
með kornmat, en það er og
hefir verið gert hjer á landi.
Þeir, sem eru fyrir sykur gætu
sjer að skaðlausu dregið í við
sig. Þeir, sem nota þrjár skeið-
ar af sykri í kaffibolla geta
sársaukalaust minkað skamtinn
niður í tvær, og þeir, sem taka
tvær, í eina.
Þetta er þýðingarmikið at-
riði og ekkert hjegómamál. —
Þessvegna er skorað á alla
þjóðina að fara eftir hvatningu
stjórnarinnar um matvæla-
sparnað.
■ n rctroinr* wnytCTWg
Á ALÞJÓÐA VETTVANGI
Sfi Kkaffc&Bk
j&giBæniTTt
Ovandaður eftirleikur í
HANN er óvandaður, eftir-
leikurinn í Finnlandi. Fyrir
skömmu birti danska blaðið
Berlingske Tidende frjett, sem
hafði þessa fyrirsögn: „Eftir-
leikur í Helsingfors“. Og undir
fyrirsögnin var: „Lögreglu-
menn reknir frá störfum, skop-
leikir bannaðir, húsrannsóknir
og handtökur.
Frjettin er á þessa leið: „Það
hefir vakið ákaflega athygli í
Finnlahdi, að ríkislögreglan
hefir látið heldur betur á sjer
bæra að undanförnu, eftir fyr-
irskipunum ríkisstjórnarinnar,
og hefir bannað og leyst upp
ýmis fjelög, rekið marga lög-
reglumenn frá störfum, fram-
kvæmt húsrannsóknir og hand-
tekið menn.
Þessar tiltektir verður að
setja í samband við þá and-
úð gegn Rússum, sem kom
fram þann 1. maí s.l., er grjóti
var kastað að Hótel Torni, þar
sem rússneska eftirlitsnefndin
hefir aðsetur sitt, og þar sem
stúdentar hrópuðu orð sem
Voru miður velviljuð í garð
Rússa og sungu ýmsa finnska
hefndarsöngva.
Afleiðingarnar urðu þær, að
tvö stúdentafjelög hafa verið
bönnuð, og lögreglan fram-
kvæmdi fjölda margar hand-
tökur í sambandi við umfangs-
miklar húsrannsóknir, sem hún
framkvæmdi. Voru þeir sem
handteknir voru, færðir til
ýfirheyrslu, en þó síðar látnir
lausir flestir.
Þingflokkur íhaldsmanna
hefir komið saman, til þess að
ræða þessar aðgerðir ríkis-
lögreglunnar gegn æskulýðs-
fjelagsskap flokksins, sem hann
telur að hann hafi verið órjett-
lætanlegar.
Þá hefir ritskoðunin, sem si-
fellt stækkar verksvið sitt,
bannað allmargar leiksýningar
og revýur, þar sem það virðist
hneyksla hana, að í mörgum
leikritum er gert gys að kom-
múnistum landsins og nánustu
fylgismönnum þeirra.
Þá hafa margir lögreglumenn
verið reknir frá störfum vegna
skoðana sinna, og stjórn lögregl
unnar er nú komin algjörlega
í kommúnistiskar hendur“.
★
Svona er það í Finnlandi.
Æskulýðsfjelög stjórnmála-
flokka sem andstæðir eru kom-
únistum eru bönnuð, lögreglu-
liðið verður að vera kommún-
istiskt, menn með aðrar stjórn-
málaskoðanir eru reknir úr því.
Það má ekki gera gys að hátt-
virtum kommúnistum í revý-
um höfuðborgarinnar. Þeir.
eru orðnir hærra settir en svo
að það megi brosa að þeim. Það
er eins og Hitlersmennirnir
gömlu sjeu hjer gengnir aftur
ljóslifandi. Það sem þeim þótti
allra verst, var eins og kunn-
ugt er það, að að þeim væri
gert góðlátlegt grín.
Það er vel kunnugt, að með
flestum lýðræðisþjóðum eru
stúdentar í fararbroddi æsku-
lýðsins og eru oft manna næm-
asíir á það, hvað er að gerast í
málum þjóðarinnar. Þegar þeir
láta álit sitt í ljós í Finnlandi
í dag, eru fjelög þeirra leyst
upp. Og í Hótel Torni situr
,,eftirlitsnefnd“ Rússa og finnst
þetta allt ágætt, en Kuusinen
og kona hans, fyrsta finnska
föðurlandssvikaraparið, eru á
stöðugum ferðum milli Hels-
ingfors og Moskva og lifa í
vellystingum. — Þannig er það
nú í Finnlandi, það er sannar-
lega óvandaður eftirleikurinn.
Yerðhækkun á korni
og kjöii í
Banadaríkjunum
New York í gærkvöld.
SÖKUM þess að verðhækk
Un hefur orðið á korni og
kjöti í Bandaríkjunum, hefur
Bandaríkjastjórn ákveðið, að
hætta að kaupa þessar fæðu-
tegúndir, til útflutnings
handa bágstöddum þjóðum í
Evrópu og Asíu.
Matvælasendirígarnar munu
þó ekki stöðvast strax, vegna
þess að töluverðar birgðir
eru fyrir hendi, sem keyptar
höfðu verið, áður en verð-
hækkunin átti sjer stað.
1 — Reuter.