Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 10
1Ö : ~~ RT' MORGUNBEAÐIÐ Miðvikudagur 4. sept. 1946 45. dagur En þetta varð nú samt til þess að hann fór að hugsa um Agnesi. Hvað var orðið um hana? Máske var hún dáin. En hann óskaði þess nú samt að svo væri ekki. Hann langaði til að sjá hana. Hún var svo ólík þeirri konu, sem nú var nýfarin frá honum. Einhvern tíma ætlaði hann að giftast henni og verða henni góður maðúr, en það varð að bíða betri tíma. Hann varð að komast út úr þessum ævintýrum fyrst. ❖ Þegar tunglið kom upp skein það á einkennilegan hóp ferða- fólks. Fremstur fór Mac Tavish og á eftir honum kom Cesar og teymdi múlasnann, en á hon um tvímentu þær Tam frænka og unga barónsfrúin. Á eftir þeim kom Agnes gangandi, þá presturinn í hempu sinni, þá Aristide heyrnarlausi og sein- ast Chauvin Boisclair og bar byssu um öxl. Þessi fylking mjakaðist hljóðlega áfram og fátt var skrafað, og aðeins í hálfum hljóðum. Á hálftíma| fresti var staðnæmst og þá var skift um á múlasnanum. Fór þá önnur af baki, en sú, sem gekk fór á bak. Vegna þess hvsð Tam frænka var öldruð, vildu þau ekki láta hana ganga, en hún var nú ekki á því. Hún kvaðst vera alveg eins rösk og hinar konurnar, og svo sagði hún að það væri nú engin sjerrjett- indi að fá að sitja á múlasna. Þau töluðu fátt. Mac Tavish var dapur í skapi út af því að hann var nú að skilja við æskustöðvar sínar fyrir fult og allt. Tam frænka var döpur í skapi vegna þess, að hinu dá- samlega ævintýri var nú að verða lokið, og hún saknaði þess að þurfa að skilja svo skjótt við nýja og góða vini eins og þá Mac Tavish og föður Demmoulius, aðeins vegna þess að nú var stríð og menn hugs- uðu mest um það að drepa hver annan. Hún einsetti sjer að hún skyldi einhverntíma skrifa bók um þetta efni. Og þar ætlaði hún að segja það skýrt og skil- merkilega, að það væru menn eins og þeir Mac Tavish og faðir Desmoulius, sem ætti að stjórna heiminum. Þeir voru hvorki á- gjarnir nje illgjarnir. Ef slíkir menn sætu við stýrið, þá væru aldrei styrjaldir. Hún var að hugsa um hvort hún ætti að bæta Lincoln við, en það var svo margt sagt um hann, að hún var ekki viss um að það væri rjett. Hún þurfti helst að sjá hann fyrst. Sjón er sögu ríkari. En það voru smásálirnar og á- girndarseggirnir sem komu af stað styrjöldum og ollu öllu illu, eins og til dæmis Ethan bróðir hennar, sem aldrei hugs- aði um annað en græða. Maður þurfti ekki annað en horfa framan í fólk til þess að sjá hvernig það er innrætt- Það mátti nú sjá minna en hvernig góðmenskan skein út úr þeim Mac Tavish og föður Desmouli- us, og jafnvel út úr Cesar, þótt svartur væri. Hún var mitt í þessum hug- leiðingum er Mac Tavish stöðv aði múlasnann og sagði að nú ætti Agnes að fara á bak. Tam frænka fór þá af baki og Mac Tavish bauð Agnesi að stíga á lófa sjer og lyfti henni upp á múlasnann. Hann sagði um leið: „Jeg býst við því að þjer verðið fegin að koma til New Orleans og fá að hátta í gott rúm“. „Já, það segið þjer satt, Mac Tavish". „Þjer eruð hugrökk og dug- leg stúlka“. „Þakka yður fyrir“. Svo gekk hann aftur fram fyrir hópinn, en unga baróns- frúin tók báðum höndum utan um Agnesi til þess að styðja hana. Agnes_ spurði hvort vel færi um hana. Barónsfrúin svaraði ekki. Agnes leit þá um öxl og sá að hún táraðist. Þetta kom henni svo á óvart að hún vildi ekki segja meira en hugs- aði með sjer: „Vesalingur, hún saknar hallarinnar sinnar og alls, sem hún verður nú að skilja eftir í hers höndum“: Faðir Desmoulius var dapur í skapi út af því hvernig komið var fyrir sóknarbörnum hans, út af manndrápum og eyðilegg- ingum, út af spillingu og laus- ung. Hann var þreyttur og þráði að komast sem fyrst heim til að hvíla sig. Á eftir honum kom Chauvin Boisclair, kærulaus og áhyggju laus. Hann vissi ekkert hvar hann mundi eiga höfði sínu að að halla næstu nótt, en hvað gerði það til, úr því að hann fjekk að vera með Mac Tavish. Það gat vel verið að þeir færu til Virginia til þess að berjast með sunnanhernum, en það gat líka verið að þeir yrði hjer um kyrt og heldu áfram upptekn- um hætti. Hann var ungur og honum stóð á sama hvort held- ur yrði. Og tvívegis fór hann að blístra af ánægju, en í bæði skiftin þaggaði Mac Tavish nið úr í honum. Það voru aðeins þau tvö í hópnum, hann og Agnes, sem voru ánægð. Hann var ánægð- ur út af því að vera ungur og þátttakandi í ævintýri. Og Ag- nes var ánægð út af því að nú fór að styttast þangað til hún hitti Tom. Og það fór hálfgerð- ur sæluhrollur um hana, er hún hugsaði til þess að næsta kvöld mundi hún finna til arma hans, í stað arma ungu barónsfrúar- innar. Klukkan var eitthvað um tíu, er þau komu til Beanpré, þar sem faðir Desmoulius átti heima. Gamla Svertingjakonan var á fótum. Hún hafði átt von á prestinum, en ekki þessum hóp af fólki. Og það lenti í miklu fumi fyrir henni að bera kaffi og kökur á borð. Tam frænka taldi það skyldu sína að reyna að hjálpa henni. En Mac Tavish bað Agnesi að tala við sig einslega, koma með sjer rjett út fyrir dyrnar. Þegar þau komu út sagði hann: „Mig lang ar til að segja yður frá því, að unnusti yðar er ekki í New Or- leans, en það getur verið að hann komi þangað eftir einn eða tvo daga“. Hann var í rauninni hissa á sjálfum sjer, að sjer skyldi detta í hug að segja henni frá þessu, hann ætti eþki að vera að sletta sjer fram í þetta. En samviska hans sagði honum, að Agnes þyrfti vinar og verndar við, bæði gegn Eliane og Tom. Og svo sagði hann Agnesi frá því, að Tom hefði verið tekinn hönd um og hafður í varðhaldi, en gaf þó jafnframt í skyn, að hann væri ekki á þessum slóðum. „Jeg veit það, að hann er laus núna úr varðhaldinu og sennilega á leið til New Or- leans. Og hann ætti að komast þangað eftir tvo daga. Jeg hefi ekki sagt þetta til þess að hráeða yður, heldur til þess að láta yður vita að hann er ekki heima þegar þjer komið til borgarinnar, og enginn hefir hugmynd um það þar hvar hann er“. „Þetta er fallega gert af yð- ur“, sagði hún. En um leið fann hún að það var undarlegt að hann skyldi vita að þau Tom voru trúlofuð. „Hver sagði yð- ur að hann væri unnusti minn?“ Hann hafði búist við þeirri spurningu og svaraði: „Frænka yðar sagði mjer það“. JÞetta var ósatt, en þau. áttu bráðum að skilja, svo að það gerði ekkert til. Svo sagði hann: „Svo langar mig til að biðja yður bónar. Það er máske heimskulegt, en mjer þætti mjög vænt um, ef þjer yrðuð við henni“. „Mjer er sönn ánægja að því, ef jeg get gert yður greiða, því að þjer hafið verið svo góður við mig og frænku“. „Mjer langar til að biðja yð- ur að gefa mjer einhvern minja grip“, sagði hann og kafroðn- aði. Hún hló. „Jeg hefi ekki nokk urn skapaðar hlut á mjer. Jeg á ekkert hjer nema það, sem jeg stend í“. Hann þagði um stund. Svo Sagði hann: „Jeg skil, en þakka yður samt fyrir. Það er best að við komum inn“. * Hann sá nú, að Eliana hafði staðið rjettt við dyrnar og aftur hvarflaði það að honum, að það þyrfti að vernda Agnesi fyrir henni. í sama bili lagði Anges höndina á handlegg hans og sagði: „Bíðum við! Jeg get gef- ið yður hnapp úr kápunni minni, ef þjer hafið hníf til að spretta honum af“. Hann vissi að Eliana horfði á þau og hleraði. Hann varð því fljótur til svars: „Nei, jeg er hníflaus. Og ekkert liggur á. Við munum áreiðanlega hittast aftur“. Hann skundaði inn og hún varð að fylgja honum. Henni þótti verst að geta ekki skýrt það fyrir honum, að hún hefði ekki ætlað að særa hann. Gamla Svertingjakonan hafði borið kaffi á borð og Chauvín Boisclair sagði að þau yrði að flýta sjer ef þau ætti að kom- ast til New Orleans í skjóli náttmyrkursins. Þá kom Aristide mállausi inn með miklum látum og handa- pati. Hann'hafði farið út í skúr að sækja eldivið. Hann þreif i Mac Tavish, dró hann út með sjer og benti í vesiur. Ef Loftur getur það ekki — þá hver? , Hrólfur huglausi |[ engin dæmi. En„úr því að þú hefir reynst mjer vel að öðru leyti, þá skulu þessi ummæli mín ekki standa leng- ur en þangað til hann er tvítugur, og eftir það skal hann verða hverjum manni hugaðri og hamingjusamari.11 Síðan fylgdi huldumaðurinn konunni heim, og þykist hún hátta aftur og sofna. Um morguninn þegar hún vakn- ar, man hún drauminn í öllum atriðum, en heldur að þetta sje eintóm markleysa, og hugsar hún ekkert um draum- inn úr því. Nú dáður dálítill tími; þá fæðir hún svein- barn. Það er vatni ausið og nefnt Hrólfur. Ólst hann upp með foreldrum sínum og varð brátt stór og sterkur, en svo latur, að hann nennti ekkert að gera, og svo huglaus, að hann þorði varla að fara út fyrir bæjardyr éinn saman. Helst vildi hann alltaf liggja í bókum. Oft var hann þó að slæpast heima á Hólum. Skólapiltar hlógu mjög að honum og uppnefndu hann á ýmsan hátt, en annars sögðu þeir, að rjettast væri að kalla hann Hrólf huglausa, og festist það nafn við hann. Þótti föður hans þetta mjög leiðinlegt, en móðir hans kom þá í hug draumurinn, og því oftar, sem Hrólfur eltist meir, vonaði hún stöðugt, að síðari hluti ummæla álfkonunnar kæmu fram engu síður en fyrri hlutinn. Þegar Hrólfur var 18 ára, átti 9 HESTAMENN! Þeir, sem hafa pantað Beislisstengur gjör isvo vel að vitja þeirra, sem fyrst til Ol- geirs Vilhjálmssonar, Aðalbúðinni við Lækjar torg. Birgðir takmarkaðar. l^aanar JJ. maóóon &&Q&&&&&&&99999999999999999999999999999999999999 Fasteignir til sölu Einbýlishús á 9000 fermetra eignarlóð í Skerja firði, einbýlishús í Norðurmýri, lítið timbur- hús á stórri eignarlóð við Grettisgötu, 4. her- bergja íbúð í Lauganeshverfi, lítil 3. herbergja íbúð við Laugaveg og lítil 2. herbergja íbúð í Lauganeshverfi. Fasteignasölumiðstöðin, Lækjargötu lOb, sími 6530. RÖSKAN Sendisvein vantar okkur nú þegar. Aðalstræti 10. m Y { Hafnarfjarðar Apótek | vantar ungan, reglusaman MANN við af- greiðslu o. fl., nú þegar eða í haust. ►009999999999999999999999999999999999999999999999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.