Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflóí: Norðan- og norð-austan kaldi, skýjað en úrkomulaust. ÍSLENDINGAR verða að eignast bafrannsóknaskip. Sjó bls. 7. Miðvikudagur 4. september 1946 Slld á Auslfjörðum TALSVERÐ síld hefir sjest í öllum íjörðum Austfjarða, sagði forstjóri síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði í viðtali við blað- ið, í gær. Hingað hafa borist s.I. tvo sólarhringa um 660 mál í bræðslu. Þá hefir nokkuð af síld verið sett i frystingu til beitu. Síldin er mjög dreifð og enn hefir ekki tekist að ná góðum köstum, vegna þess hversu stygg hún er. Síldin er það smá, að ekki er hægt að nota venju- legar stórsíldarnætur. Þjettriðn ar nætur er ekki að fá í landinu og því gagnslaust fyrir sildveiði flotann að eiga við hana. Hins- vegar hafa nokkrir bátar hjeðan og frá Mjóafirði verið að veið- vjm. Þá eru bátar þeir frá Norð- firði, er þjettriðnar nætur eiga, að búa sig á veiðar. Sjómenn þar eystra eru sagð ir vera vongóðir. Varld umferðaslysin Umferðarráð stofnað i bessum mánuði Sig. Bjarnason alþm. kominn heím SIGURÐUR Bjarnason alþm. kom heim loftleiðis í gær, en hann hefir verið í mánuð í París og skrifað þaðan greinar fyrir Morgunblaðið, svo sem lesendum blaðsins er kunnugt. Hann lætur mjög vel af ferð- inni, fjekk tækifæri til þess að kynnast mörgum mönnum og fara í ferðalög um Frakk- land. Nokkrar fleiri greinar birtast hjer í blaðinu frá ferð þessari. Ný vjel á sjávar- útvegssýningunni GEYSILEG' aðsókn er að sjáv- arútvegssýningunni. A sunnu- dag komu þangað 2500 manns. — Hafa þá alls sjeð sýninguna hátt á 9. þúsund manns. Enn hafa nokkrar fiskateg- undir bæst við í glerkerin. Um helgina voru sett í það skata og gaddaskata og háfur. Mjög mikið fjör er í þeim. Þá hefir sýningunni borist líkan að Alfa-dieselvjel. Hún er að hálfu leiti þverskorin. — Þetta mun vera alveg ný gerð. Er það gert til þess að kunn- áttumenn geti kynt sjer hana. í dag verður gerð tilraun til þess að láta vjelina ganga, Hjúkruaarkouumar konrnar heim Hjúkrunarkonur, sem fóru á Hjúkrunarkvennamótið í Osló, komu flestar heim með Esju á sunnudaginn. Alls voru á mót- inu 30 íslenskar hjúkrunar- konur. Þing hjúkrunarkvenn- anna stóð yfir frá 4.—8. ágúst. Rætt var þar um ýms hags- muna- og áhugamál hfúkrun- arkvenna á Norðurlöndum. Is- lensku hjúkrunarkonunum var frábærlega vel tekið í Noregi og Danmörku. Þó þröngt sje enn í búi hjá Norðmönnum, var allt gert til þess að láta þeim líða vel, meðan þær stóðu þar við. . _______ .« -ít“ . ':H Ölvun við akstur, var orsök þessa hræðilega slyss, sem skeði fyrir alllörigu síðan hjer fyrir innan bæinn. S. V. F. í. 18 togarar seija ísfisk í Engiandi fyrir 2,5 millj. króna í ÁGÚSMÁNUÐI seldu 18 íslenskir togarar ísfiskafla sinn á markað í Englandi. Samtals seldu þeir 44.523 kit, fyrir 96.704 stp Eða því sem næst í íslenskum krónum 2.514.304. Söluhæsta skip var Júpíter, er seldi rúm 3300 kit, fyrir um 10.600 sterlingspund; Aflahæsta skip var Venus. Lægst var salan hjá Forseta, rúm 1900 kit, fyrir 593 sterlingspund. Aukin slysahætta a! aukningu ökuiækja, ófullkomnun Ijósa- úfbúnaði og skotvopnum ' ÁKVEÐIÐ HEFIR verið, að umferðarráð verði stofnað hjer í bænum í þessum mánuði. Munu eiga sæti í því fulltrúar frá tryggingarfjelögunum, bifreiðastjóra- og bifreiðaeigendafjelög- um, bifreiðaeftirlitinu, fræðslumálastjórninni, Blaðamannafje- laginu, bæjarverkfræðingi, olíufjelögunum, Fjelagi bifvjela- virkja, íþróttasambandi íslands, Skátafjelagi Reykjavíkur, Slysavarnafjelaginu, vegamálastjórninni, lögreglunni og saka- dómara. Mafvælaráðið neit- ar Spáni um þátf- London í gærkveldi. MATVÆLA- og landbúnað arráð Sameinuðu þjóðanna hjelt áfram fundum sínum í Kaupmannahöfn í dag. Sam- þykt var inntökubeiðni fjög- urra þjóða, Ítalíu, Svisslands, Porúgals og Eire, en inntöku beiðni Spánar hinsvegar feld, með þeim forsendum, að ó- heimilt væri að veita þeim þjóðum inngöngu, sem hvorki væru meðlimir Sameinuðu þjóðanna nje hefðu verið meðlimir Landbúnaðarsam- bandsins í Róm. Auk inntökubeiðna hinna fjögurra þjóða, vakti vísinda- leg skýrsla, sem lesin var upp á fundinum, allmikla athygii. Samkvæmt skýrslu þessari: er um 90% allrar fæðu heims ins notuð þar sem hún er fram leidd, en minna en % þeirra, sem landbúnað stunda, nota vjelar eða beita vísindaleg- um aðferðum. BANDARÍSKUR herrjettur í Kína hefir dæmt japanskan hershöfðingja, sem hafði á hendi yfirstjórn Hongkong á styrjaldarárunum, til dauða. — Yfirmaður herforingjaráðs hans var og dæmdur til lífláts, en báðir eru þeir sakaðir um, að hafa látið dæma og taka af lífi bandarískan flugmann, sem í janúar 1945, var skotinn nið- ur í flugvjel sinni yfir Hong- kong. Þrettán skipanna seldu í Fleetwood, þrjú í Huli og tvö í Grimsby. Fleetwood. Skipin sem seldu í Fleetwood voru þessi: Skinfaxi seldi 2096 kit, fyrir 2967 stpd. Vörður seldi 2549 kit, fyrir 1911 pund. Skutull seldi 2543 kit, fyrir 5324 pund. Karlsefni seldi 2606 kit, fyrir 7881 pund, Gyllir seldi 2453 kit, fyrir 6273 pund, Haukanes 2072 kit, fyrir 6312 pund. Baldur seldi 2608 kit fyrir 2366 pund, Tryggvi gamli seldi 2777 kit, fyrir 7144 pund. Bel- gaum seldi 2349 kit, fyrir 7205 pund. Skinfaxi seldi þar í ann. að skifti 27. ág., 1847 kit, fyrir 5663 pund. Geir seldi 1550 kit, fyrir 2747 pund og Júpíter seldi þar í annað skifti í mán- uðinum 2592 kit, fyrir 3493 sterlingspund. Forseti seldi í Hull 1949 kit fyrir 593 pund. Venus á sama stað 3600 kit, fyrir 8102 pund og Karlsefni seldi þar í lok mán aðains 2374 kit, fyrir 6681 stpd. í byrjun ágúst seldi Jupíter í Grimby 3310 kit, fyrir 10639 pund og þar seldi Skutull 28. ág. 2206 kit fyrir 4800 stpd. Þrjú sicip hælia á Hjalfeyri Frá frjettaritara vorum á Hjalteyri. í GR lönduðu á Hjalteyri þrjú skip samtals 480 málum. Þau eru þessi: Fagriklettur 80 mál- um, Hugrún 153 og Álsey 257 málum. Þetta var síðasta veiði- ferð þeirra, og eru þau nú öll hætt. Lögreglustjóri skýrði blaða mönnum frá þessu í gær, er hann átti tal við þá. Ritaði, hann þessum aðilum brjef í sumar um stofnun umferða- ráðs og óskaði eftir þátttöku þeirr aí því. Hefir árangur- inn orðið sá sem fyrr greinir. Aukning ökutækja eykur slysa- hættuna. Lögreglustjóri kvað mikið verkefni bíða þessa umferða- ráðs, því að náin samvinna yrði að takast á milli bifreiða eigenda og gangandi vegfar- enda, ef til vandræða á ekki að koma, þar sem fjöldi öku- tækja í bænum er orðinn eins mikill og raun er á, og fer þeim ört fjölgandi. Kvaðst lögreglustjóri jafnvel gera ráð fyrir að á næsta vori yrðu ökutækin hjer í bænum orðin nálægt 7 þúsundum. Eykur þessi fjölgun skiljanlega mik ið á störf lögreglunnar og bif reiðaeftirlitsins og eykur slysahættuna að stórum mun. Ófullkominn Ijósaútbúnaður. Þá kvað lögreglustjóri mikla slysahættu stafa af því, hve ljósútbúnaður margra bíla er ófullkominn. Geta þær ekki ekið nema með sterk um ijósum. Kvaðst hann vilja aðvara bifreiðaeigendur um, að láta lagfæra þetta, því að ríkt yrði gengið eftir því, að allur ljósútbúnaður sje í sem fullkomnustu lagi. Hitt gæti hæglega vaidið dauðaslysum. Hafa lögregluþjónar gert nokkuð að því í sumar að stöðva bifreiðar á götunni og; skoðað þær aðvörunariaust. Verður þessi starfsemi lög- reglunnar aukin í haust og vetur. Umferðarkvikmynd. Fulltrúi Siysavarnafjelags- ins vinnur nú að umfeðramál um. — Hefir hann samið kenslubók, sem verður gef- in út í vetur og stjórnar hann nú töku umferðarkvikmynd- ar, sem einnig verður notuð til kenslu. Sjóvátryggingar- fjelag íslands hefir heitið að annast allan kostnað við töku myndarinnar. Óskar Gíslason ljósmyndari, tekur mynd þessa, sem er litmynd. Óvaxkár meðferð skotvopna. Þá minntist lögteglustjóri á skotvopn og skotvopnaleyfi. Kvað hann allmiklar kvartan ir hafa borist um óvarlega meðferð skotvopna, svo að af því hafa jafnvel hlotist siys. Lögreglustj. kvað frekar hafa verið haldið í að veita leyfi en það virtist ekki nægja til að fyrirbyggja illa meðferð þeirra. Alls hafa 1809 mönn- um hjer í bænum verið veitt leyfi síðan byrjað var að veita það. Fjelag skotfæraeigcnda. Kvað lögreglustjóri þessi mál vera komin í mesta öng þveiti. Margir sem fengju skotvopnaleyfi færu langt frá því nógu varlega með vopnin. Skýrði hann frá því, að bænd ur hjer í nágrenninu hefðtí orðið engan frið fyrir átroðn ingi þessara „veiðimannaí', sem vaða yfir lönd þeirra. Hefir jafnvel komið fyrir, að kvikfjenaður hefir orðið fyr- ir skotum. Er það auðvitað algert menningarleysi, að á- sækja lönd bænda þannig, án þess að hafa leyfi til þess. Ef Ef þessu heidur áfram verð- ur miskunnarlaust að svifta menn skotvopnaleýfum, sagði lögreglustjóri. Óþolandi ásælni. Þá benti lögreglustjóri á, hvort ekki yrði heppilegast, að skotfæraeigendur stofnuðu með sjer fjelag, sem síðan fengi afgirt svæði til æfinga og annaðist kennsiu í með- ferð vopnanna, því ástandið eins og það er nú, væri óþol- andi. Vegurlnn um Þorskafjarðarheiði VEGAMÁLASKRIFSTOFAN tilkynti á hádegi í gær, að i dag yrði fjallvegurinn um Þorska- fjarðarheiði opnaður umferð bíla. Byrjað var að leggja veg- inn yfir háheiðina árið 1940. — Síðan hefir verið unnið að verki þessu. Fjallvegurinn er 33 km langur. Það er átt við frá Bakkaseli í Langadal að Kollabúðum í Þorskafirði. —■ Lýður Jónsson, verkstjóri hafði yfirumsjón með verkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.