Morgunblaðið - 17.11.1946, Page 1

Morgunblaðið - 17.11.1946, Page 1
12 síður og Lesbók 33. árgangur. 261. tbl. — Sunnudagur 17. nóvember 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. ER RJETTUR OG SKYLDA DANA, AÐ HALDA ÖLLUM HANDRITUNUM" r ! Þfngvallabirkju. SIRA Bjarni Jónsson vígslubiskup talar í Þingvallakirkju yfir kistu Jónasar Hallgrímssonar (Ljósm. Mbl. Fr. Clausen). Minningarathöfn um Jónas Hall grímsson að Þin^völlum í gær í GÆR var Jónas Hall- grímsson lagður í moldu í grafreitnum að Þingvöilum, eins og áður hafði verið til- kynt. Minningarathöfnin, er þar fór fram var virðuleg eins og við átti, en laus við allan íburð og tilgerð. Það var Þingvallanefnd, er stóð fyrir athöfn þessari og hafði valið til hennar fæð ingardag Jónasar Hallgríms sonar, en í gær voru liðin 139 ár ;frá fæðingu hans. Formaður Þingvallanefndar er Sigurður Kristjánsson, alþm Nefndin hafði boðið allmörg- um mönnum austur til þess að vera viðstadda athöfnina, þing mönnum og æðstu embættis- mönnum þjóðarinnar. Nokkrir þingmenn voru þar þó ekki. — Einnig var boðið rithöfundum og náttúrufræðingum. Dóm- kirkjukórinn var á Þingvöllum til að annast sönginn og eins var þar Lúðrasveit Reykjavík- ur. Boðsgestir logðu af stað hjeð an úrbænum kl. 10%. — Veður var kyrt og bjart er haldið var af stað austur. — Líklegt er að flestir eða allir, er voru með i fö’’ þessari hafi haft mjög í huga æfi og starf Er bein hans voru jarð- sett í Þjöðargrafreitn um og örlög Jónasar Hallgrímsson- ar og þá ekki síst hugsað til þess fámenna hóps vina og að- dáenda, er stóð yfir moldum hans í Assistentkirkjugarðin- um í Kaupmannahöfn fyrir rúmlega 100 árum. A leiðinni austur kom þessi vísa í hug Jakobs Thorarensen skálds: Lokið utanlands er nú langri dvöl, færð til feðraranns hinstu tylg.iskjöl, uppfylt csk og þrá — raunar okkur ljóst, að þú Króni frá aldrei fórst nje dóst. Mosfellsheiðin var dimm og hjelugrá, er bangað kom. — En þegar bifreiðarnar raunnu nið- ur eftir Aimannagjá birti snögglega í lofti, svo Þingvellir stóðu í björtu skini nóvember- sólarinnar, með glitrandi hjel- unni, en fjallahringurinn í fannamötli gnæfði yfir. Margir, er þarna voru á ferð, munn aldrei hafa sjeö Þingvelli í björt um vetrarskrúða Þannig voru þeir í gær. Þingvallakirkja var opin, er að var komið. Þar stóð kistan með beinum Jónasar lista- skáidsins góða, á kirkjugólfi. Var það vönouð eikarkista, er Þingvallanefnd hafði látið gera. Kertaljós loguðu þar, en kirkj- an öll ásamt kistunni, var fag- urlega skreytt hvítum blómum. Þingvallakirkja er lítil eins og menn vita, svo ekki komust nálægt því alllir viðstaddir inn. En veður var svo kyrt, að menn gátu heyrt allt, sem þar fór fram, þó þeir stæðu fyrir utan kirkjudyr. Kirkjuathöfnin. Athöfnin hófst með því, að Dómkirkjukórinn söng „Allt eins og blómstrið eina“. Því næst flutti sr. Bjarni Jóns son vígslubiskup ræðu. Hann talaði um forystumenn þjóðar- innar á fyrri hluta 19. aldar og hvar Jónas Hallgrímsson stóð í þeirra hóp. Hvernig rödd hans hljómar enn til allrar þjóðar- Framh. á 2, siðu. Danskur guðfræði- prófessor ræðir handritamálið Khöfn í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. DANSKUR guðfræðiprófessor, sem er þingmaður ihaldsflokksins, sagði í þingræðu í gær, „að það væri ekki aðeins rjettur Dana, heldur og skylda þeirra, að hafa handritin íslensku áfram“. Sagði hann, að það myndi hafa „hryllilegar afleiðingar fyrir dönsk bókasöfn“, ef handrit- in yrðu afhent íslendingum, þar sem það meðal annars myndi hafa í för með sjer, að kröfur færu að koma frá öðrum löndum, um að skila hinu og öðru aftur. Taka sæ!i á þingi UHO á mánudag Á MÁNUDAGINN kemur taka fulltrúar íslendinga sæti á þingi hinna sameinuðu þjóða. Verður þá haldinn alls- herjarfundur og rita fulltrúar íslands, Svíþ.jóðar og Afghna- istan þar undir sáttmála sam einuðu þjóðanna, en síðan munu formenn sendinefnda þessara þriggja þjóða ávarpa þingið. Fyrii' hönd íslendinga tekur Thor Thors sendiherra til máls. FRÁ Kína berast þær fregn ir, að herir kínversku stjórn- arinnar sæki nú að Yennan, höfuðstöð kommúnista í Kína af miklum ákafa. Fylgir fregn inni að lið stjórnarinnar sje komið mjög nærri borginni og hafi sprengjuflugvjelar stjórn arinnar verið á sveimi vfir henni undanfarna daga. Ekki var getið, hvort þær ijetu sprengjur falla, en fallhlífa- hermenn munu hafa verið iátnir svífa til jarðar nærri borginni og búist er við alls- herjaratlögu að henni bráð- lega. Myndi fall hennar verða mikill hnekkir fyrir kommún ista. •— Reuter. SÖLUNEFND setuliðseigna hefur boðið Reykjavíkurbæ forkaupsrjett að Tripoli her- búðunum við Melaveg. Mál þetta kom fyrir síðasta bæjarráðsfund, er haldinn var í fyrradag. Ráðið fól borgar- stjóra afgreiðslu þess. : Guðfræðiprófessorinn Flemming Hvidberg, þingmað ur íhaldsflokksins danska flutti ýtarlega ræðu um hand ritamálíð á þinginu í gær, er verið var að ræða fjárlaga- frumvarpið. Hann mótmælti harðlega að handritin væru af hent íslendingum og sagði að krafan um að handritunum yrði skilað aftur ætti sjer eng- an grundvöll hvorki lagalegan siðferðilegan nje menningar- legan. „RJETTUR OG SKYLDA“ Þingmaðurinn sagði að Dan ir hefðu ekki aðeins rjett held ur skyldu til þess að geyma safnið í heild. Hann sagði að ekki væri hægt að skifta Árnasafni, ekki aðeins vegna fvrirmæla í arfleiðsluskrá, heldur og vegna þess að taka yrði tillit til allra Norðurland. anna í heild. Hann kvað hand ritin fjalla um bæði dönsk, norsk og samnorræn efni auk íslenskra. „HLUTI AF MENN- INGARFORTÍГ Ræðumaður kvað handritin þannig vera hluta af hinni m enninga rsögulegu fortíð Danmerkur, og sje því hags- munamál allra Norðurland- anna, að Danir geymi safnið. Væri þau nfhent íslendingum myndi það hafa „hryllilegar afleiðingar fyrir dönsk bóka- söfn og önnur söfn, vegna þess að þetta myndi rjúfa gamlar a Iþj óðlega r grundvalI arregl ur og hafa í för með sjer að-aðrar þjóðir færu að krefjast hins og annars af Dönum. „Háskóli Kaupmannahafnar“, sagði. ræðumaður ennfremur, „gef- ur það ekki frá sjer að vera aðalsetur rannsókna á forn- norrænum fræðum“. Að lok- um sagði ræðumaður að ó- nauðsynlegt væri að skipa nefnd til þess að fjalla um þessi mál. •— Páll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.