Morgunblaðið - 22.12.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1946, Blaðsíða 8
Sunnudagur 22. des. 1946 B MORGUNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsta, Ausxurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. 2 lausasðlu 50 aura eiiitakið, 60 aura með Lesbók. Fjármálastefna Framsóknar FRAMSÓKNARFLOKKURINN liefur undanfarið deilt mjög á fjármálastjórn Sjálfstæðismanna, talið hana glæfralega og miða að fjárþroti ríkisins. í þessu sambandi er fróðlegt að athuga framkomu Fram sóknarmanna á Alþingi í gær, er greitt var atkvæði í Neðri deild um frumvarpið um ábyrgð á afurðasölu út- vegsins. Þar greiddu þeir ekki aðeins atkvæði með því að ríkis- sjóður ábyrgðist verð sjávarafurða heldur gegn því að hann aflaði sjer nokkurrar tryggingar með verðjöfnun á milli bátafiskjarins og síldarafurðanna, sem líkur eru til að seljist við mjög hagstæðu verði. En Framsókn ljet ekki þar við sitja. Hún flutti einnig tillögu um-verðuppbætur úr ríkissjóði á útfluttar landbúnaðarafurðir, sem ekki er á þessu stigi málsins vitað um hvað miklar verða. í f jórða lagi fluttu svo sömu menn tillögu um að ríkissjóður skuli íramvegis greiða niður dýrtíðina í landinu, hver sem hún verður! Það er sannarlega ekki að furða þótt þessir herrar víti aðra fyrir gálauslega stjórn á fjármálum ríkisins. Ánnars mun það sanni næst að sjaldan hafi nokkur flokkur hagað sjer jafn gjörsamlega ábyrgðarlaust í af- greiðslu Joingmáls og Framsóknarmenn á Alþingi í gær. Nutu þeir að vísu góðs stuðnings kommúnista í Nd. í glundroðapólitík sinni og tilraunum til þess að spilla fyr- ir skynsamlegri lausn á vanaamálum útvegsins. En af þessu má marka að Framsóknarmenn telja sig fjárhag ríkissjóðs litlu skifta þegar þeir eygja möguleika til þess að kynda eld upplausnar og vandræða. Mistökin á Keflavíkur- flugvellinum ÞAU ATVIK hafa gerst undanfarna daga suður á Kefla víkurflugvelli að amerískir hermenn hafa tvívegis skotið á íslenska bifreiðastjóra, sem voru að starfi sínu þar. Sem betur fer varð þó ekki slys að þessari skothríð í hvorugt rkiftið. Vissulega er hjer um mistök að ræða, sem ekki er hægt að þegja við. Það er fullkomin ósvinna að skotvopnum skuli vera beitt gegn friðsömum-íslenskum borgurum, sem eru að gegna störfum sTnum í sambandi við íslenska samgöngumiðstöð á friðartímum. Að vísu er hinum er- lendu hermönnum heimilt áð bera vopn þar til flugvallar- samningurinn er endanlega kominn til framkvæmda, þ.e. alt herlið flutt burtu, en það á að gerast innan 6 mánaða frá gildistöku samningsins. En íslenskir löggæslumenn hafa þegar tekið upp eftirlit á flugvellinum og um það hefur verið gert samkomulag að þeir hefðu fyrst og fremst afskifti af ferðum íslendinga, er þar eiga leið um. Það verður að fara fram tafarlaus rannsókn á tildrög- um þessara atvika. Hver sem þau eru verður ekki sjeð að rjettlætanlegt hafi verið að beita skotvopnum gegn bif- reiðastjórum þeim, sem hinir amerísku hermenn töldu sig þurfa að hafa afskifti af. Nauðsyn- ber til þess að samvinnan um rekstur Kefla- víkurflugvallarins verði sem best og árekstraminst. Ann- að væri mjög illa farið. íslendirfgar fagna því að hafa náð samningum um bfottför alls hins erlenda herliðs úr landi sínu. En það er ekki nóg að hafa gert slíkan samn- ing. Það má ekki henda að slíkir atburðir, sem þessir, endurtaki sig. Það verða bæði íslensk stjórnarvöld og hin- ir amerísku starfsmenn á flugvellinum að sjá um. Við annað verður ekki unað. Far: ÚR uerii ilrij^a DAGI.EGA LÍFINU Birlir á ný. NTJ FER AÐ biría á ný hjá okkur á íslandi. í gær var stysti dagur ársins. Skamm- degið verður að víkja fyrir hækkandi sól. Og um leið og sólin hækkar á lofti verður lundin ljettari og menn alment bjartsýnni. Bjartsýni, í hófi þó — er okkur íslendingum nauð synleg. Okkur hættir við að vera nokkuð svartsýnir á köfl- um. En aldrei hefir verið minni ástæða til þess en einmitt nú. í dag eigum við bjartari fram- tíð, en nokkru sinni fyr í sögu þjóðarinnar. Við erum að eign- ast fullkomnari og stórtækari vinnuvjelar og framleiðslu- tæki en þekkst hafa hjer á land* áður. Meira fjármagn er fyrir hendi en áður. Nú vantar ekki annað en samstiltar hendur, sameiginlegt átak til að lyfta Grettistaki þeirra erfiðleika, sem á vegi okkar kunna að verða. Það er aðeins tvennt, sem getur komið okkur í koll og eyðilagt fyrir okkur tækifær- in i framtíðinni, það er sund- urlyndi innbyrðis og svartsýni. Með hækkandi sól eigum við að rjetta úr okkur. Leggja *ó,- merkileg deilumál á hilluna, taka höndum saman og vinna sem einn maður að sameigin- legu áhugamáli, framtíð ís- lands, okkar sjálfra og barna okkar. Þeir sem skerast úr leik og láta önnur sjónármið, en bag og heill þjóðarinnar sitja í fyr- irrúmi, verða að vera utan- veltu. Island þarf á þeim ad halda, en vonandi að þeir verði svo fáir að það sje líka hægt að vera án þeirra. Velkomið hlje. ÞAÐ ERU nú aðeins 2 % dagur tiþ jólanna. Margir eru orðnir þreyttir eftir mikið og erfitt starf. Dagurinn í dag er því velkomið hlje í jólaönnun- um. Á morgun er síðasta stór- átakið og á aðfangadag er enn gefið örlítið tækifærf til þess að lúka því, sem gleymst hefir. En best er að geyma ekkert til morguns sem hægt er að gera i dag, eins og þar stendur. Mörgum finst að alt of mik- ið sje gert úr undirbúningi undir jólin. Það sje ekkert vit í að láta svona. En ekki er jeg á þeirri skoðun. Jólin er mörg- um hvatning og takmark. Það er kepst um að lúka þessu eða hinu fyrir jól og menn fá á- hugamál að vinna að svo þeir gleyma skammdeginu og myrkri vetrarins. • Líknarstarfsemi. LÍKNARSTARFSEMI er meira rædd meðal manna um jóla- leytið en endranær og í öðru lagi hefir verið seilst dýpra niður í pyngju íslendinga í þesum efnum nú, en nokkru sinni áður. Margur hollur og góður fjelagsskapur gengst fyrir söfnun til bágstaddra. En það eru svo mörg fjelög, sem að þessu standa, að menn rugl- ast í hver þau eru og hver til- gangur þeirra er. Það er sjálfsagt og rjett, að þeir, sem það geta, gefi í guðs- kistuna. En það er ekki hægt að mjólka endalaust. Senni- legt að best væri, að setja alla líknarstarfsemi í bænum undir einn hatt — eina stjórn. Það mætti stofna eina allsherjar vetrarhjálp. í stjórn hennar gætu svo verið forystumenn ýmissra fjelaga, sem nú starfa á líkum grundvelli. En með því fyrirkomulagi, að hafa að- eins eina vetrarhjálp myndi almenningur véra fúsari að láta eitthvað af hendi rakna. Núverandi fyrirkomulag ger ir ekki annað en að spilla fyr- ir líknarstarfseminni yfirleitt. • Tillaga. MENN HAFA áhyggjur út af því, að ekki skuli vera búið að mynda nýja stjórn og hafa í því sambandi margskonar til- lögur, eins og eftirfarand 'brjef, sem mjer barst í gær, ber með sjer: „Mig langar til þess að biðja Víkverja að gera svo vel að koma eftirfarandi grein inn í stjórnarskrá lýðveldisins ís- land: „Nú geta þingflokkar eða einstakir þingmenn ekki mynd að stjórn áður en einn mánuð- ur er liðinn frá því, að frá- farandi ríkisstjórn sagði af sjer. Skal þá Alþing rofið á 31. degi og efni til nýrra kosninga. Við þær kosningar eru frá- farandi alþingismenn eigi kjör gengir“.“ Því miður get jeg ekki gert í þessu máli, nema að þakka traustið, sem brjefritari sýnir mjer. En þó brjefið sje vafa- laust skrifað í gamni, þá fylgir vafalaust nokkur alvara og vit- lausara hefir heyrst en þessi tillaga. Vitanlega ætti sú sama regla að gilda um alþingsmenn, sem aðra starfsmenn í hvaða starfi, sem er, að ef þeir geía ekki leyst þau störf af hendi, sem þeim er ætlað, eða þeir taka að sjer, þá á að reka þá úr vinnunni. 4” "" w — —.i m -—“ ■—.■<— .«-*|< I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I * mm læknar íólk tímm ÞAÐ FER fjarri að undra- lækningar sjeu sjerkennilegt fyrirbrigði fyrir ísland. Svona er þetta ,,um allar jarðir“. Því alstaðar hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að fleira sje milli himins og jarðar en al- menningur skilur og skynjar. Sagt yar frá því nýlega í dönskum blöðum, að í Álaborg eða þar í grend, sje maður er leggur stwad á englalækning- ar. Ekki svo að skilja, að hann Iækni engla, heldur fær hann þessar góðu verur til að lækna bæði menn og skepnur. Hann tekur 10 krónur fyrir að lækna menn, en skepnur læknaði hann fyrir hálfvirði. í Bergen-blaði einu er sagt frá manni, sem , læknar fólk með steinunum. Hann er um áttrætt, hefir verið verkamað- ur við pappírsverksmiðju. En er hann hætti að geta stundað þá atvinnu, og var kominn á eftirlaun, tók hann að lækna fólk. Er mjög mikil aðsókn að þessum lækningum hans,—eftir því sem blaðamaður einn segir er kom til „steinalæknisins", en svo er hann oft nefndur í daglegu íali. Steinalæknirinn hefir aðset- ur í bænum Greaker. Læknis- dómar hans eru allskonar smá steinar,. er hann safnar úti á i viðavangi, Segist hann hafa mikið fyrir að safna steinun- um, því hann verði oft að leita lengi áður en hann finni nokk- urn stein, sem gagn er að. En með því að taka steinana í hönd sjer, geti hann fundið, hxiaða sjpkdóm hver steinn geti læknað. Hann hefir stóra biðstofu, sem að jafnaði er fullskipuð, þegar steinalæknirinn er við- látinn. Fólk er flutt til hans er getur ekki staðið á fótunum. Þangað leita bæði karlar og konur á öllum aldri með alls- konar sjúkdóma. Eftir að steinalæknirinn hef- ir spurt þá, sem til hans leita, hvernig sjúkdómurinn hagar sjer, og hvar þeir kenni til, þá leitar hann uppi einhvern þann stein, er hann hefir í safni sínu, sem gæti átt við þann sjúkdóm. Er sjúklingnum síð- an ráðlagt að bera steininn á sjer, á þeim sjúka stað lík- amans. Og þá þykjast margir hafa fengið af því langþráða lækningu. • Blaðamaðurinn, sem heim- sótti steinalæknirinn, hafði tal af mörgu fólki, er var statt í hinni rúmgóðu biðstofu hans. Það sagði honum, að sjúklingar frá öllum lándshornum Nor- egs leituðu til steinalæknisins. Einn hafði fengið bót á lang- virinri gigt, annar hafði fengið bót á hálsmeini. Kona var þar með lítinn dreng sinn, er var mjög taugaveiklaður. Hún ætl aði að fá stein til þess að styrkja taugarnar í drengnum, því sjerstakt orð ljek á því, að steinalæknirinn gæti læknað taugaveiklað fólk. Eftir að blaðamaðurinn hafði haft tal af steinalækninum, spurði hann forstjóra heilbrigð ismálanna að því, hvort það stríddi ekki gegn norskum lög um, að reka lækningar sem þessar. En fjekk það svar, að það væri almennur misskiln- ingur, að lögin um skottulækn- ingar útilokuðu alla starfsemi af þessu tægi. Forstjórinn sagði ennfremur, að enn væri mikið um það að almenningur í Noregi tryði á slíkar lækningar og yfirnátt- úrlegan lækningarkraft eins og víðar. En sem betur færi, virtist sú trú manna þar í landi vera í nokkurri rjenun. Undralæknar koma upp við og víðar. En sem betur færi, er það langan tíma, sem sömu menn geta fengið mikinn fjölda tiLþess að hlíta ráðum sínum. ÞJÓÐVERJAR HANDTEKNIR HAMBORG: — Fjörutíu og sjö Þjóðverjar hafa verið hand-’1 teknir í ■ Wurtenberg-Badeh fyrir að versla á svörtum mark aði. Þeir seldu matvöru, mótor- hjól, bifreiðar, fatnað og gull- peninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.