Morgunblaðið - 22.12.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1946 graMWimMiiiwiiiiiiiniiiiuaiiiiimiiiiir'fiiiiiimiiiMiiiiiuHiiMHiiiiniii i uuumiiumuuiiiiiiiiiuiii B BLQÐSUGAN £ftir JoL n Cjoodivi s umiiiumiuiiuLiBeæmBUBiamua^æumniinuiiiu uimiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuinuiiumiiiniiiiiiimiiniiiiia 71. dagur — Þjer verðið að muna, að ef þetta stendur heima, sem jeg hef sagt, er hættan mikil og yfirvofandi. Sir Melmoth settist niður -í stól og nagaði á sjer neglurnar. — Hreinskilnislega sagt, sagði Sugden, — þá er jeg eng- inn veifiskati, eins og þjer líka vitið, en mjer líst það illa á þetta, svo afarilla, að jeg er sannfærður um, að það væri rjett að forða sjer úr landinu meðan enn er kostur. Það kann að vera, að okkur sje óhætt, eins og þjer segið. En jeg held nú, að höggið geti riðið á hvaða augnabliki sem vera skal, og þá er of seint að forða sjer. — Jeg fer ekki! Jeg get ekki farið! sagði Craven harkalega. — Hvað, sem skeður, verð jeg kyrr. — Ef svo er, mun jeg auð- vitað ekki yfirgefa yður. hvað sem fyrir kemur, svaraði Sugd en. — Ekki af því mig langi til þess, heldur af því, að jeg á einskis úrkosta, bætti hann við og augnaráð hans varð í- skyggilegt. — Það er auðvitað hver ger ir út þessa menn? sagði Crav- en með gremju. — Það er ekki Garth? — Þeir eru vafalaust í brauði Gordons, svaraði Sugd- en. — Jeg veit það, enda þó jeg hafi ekki beinar sannánir fyrir því. Sir Melmoth krossbölvaði. — Sú djöfulsifls kerling! Jafnvel eftir að hafa haft svona mikið af henni að segja, veit jeg enn ekki hvað það er, sem hún stefnir að. Er það eini tilgangurinn hjá henni að koma mjer fyrir kattarnef? Ætlar hún að pína út úr mjer fje, eða hefir hún eitthvað enn verra í hyggju? Djöfullinn hirði hana! En hún skal ekki sigra mig. Jeg hef aðferð, sem dugar við hana. Henni er betra að vera á verði. Jeg get boðið henni byrgin! . Þá varð ofurlítil þögn, því Sugden svaraði þessu engu. Alt í einu heyrðist eins og þrusk við ytri dyrnar. — Hvað er þetta? sagði Craven og hrökk við. Skósveinninn leit fram í ganginn, og gekk síðan að ytri hurðinni og opnaði hana upp á gátt. Þar var enginn maður, og ekkert hljóð heyrðist í stig- anum. En í brjefakassanum var gult umslag, sem áreiðan- lega hafði ekki verið þar þeg- ar hann kom inn. Hann fjekk Craven brjefið. — Þetta er til yðar. Craven reif blaðið upp. Það var vjelritað og hljóðaði svo: „Blóðsugan óskar eftir nær- veru yðar í Strond Street nr. 145A, kl. 7 e. h. Látið, sjálfs yðar vegna, ekki bregðast að koma“. Sir Melmoth gat rjett að- eins komíð upp úr sjer blóts- yrði. Hendur hans skulfu þeg- ar hann las blaðið. Hann fleygði því til Sugdens. — Nei, jeg fer ekki fet, sagði hann loðmæltur. — Henni þóknaðist að aðvara mig fyrir löngu um það, að jeg yrði að koma hvenær sem hún kall- aði. Gott og vel! Mjer þókn- ast að neita vendingu! Lofum henni að gera hvað henni gott þykir! Hann var náfölur í framan og augnaráðið var ekki eins frakt og það hafði verið. — Strond Street? sagði Sugden. — Það er alls ekki að- setur þeirra. Og hún hefir aldrei undirritað Blóðsugu- nafnið fyrr en nú. Það er ein- kennilegt. En það hlýtur nú samt að verá frá henni. Hann athugaði blaðið vand- lega og las það aftur. LAMPAB Höfum ennþá fjölbr-eytt úrval af: Borðlömpum Gólflömpum Vegglömpum Skermum Skermabúðin Laugavegi 15 1 Greinasaian í portinu hjá Eymundsson. Seljum í dag síð- asta grenið. Einnig skeyttar greinar á leiði, margar tegundir af sreyttum körfum. Komið og pantið á meðan nóg er úr að velja. Sendum heim. — Ef jeg mætti segja eitt orð, þá held jeg, að það sje ó- ráðlegt af yður að fara ekki dftir þessu. Mjög óráðlegt. — Jeg segi, að jeg vil ekki fara! svaraði Craven. — Ekk- ert í heiminum gæti komið mjer til þess! Jeg stend við það! Komdu með vagninn kl. átta. Jeg ætla á Savoy-hótelið. — Fyrirgefið þjer, sagði Sugden. — Það verður~að fara eftir þessu brjefi, hvað sem það kostar. Má jeg fara í stað yðar? — Þú? spurði Sir Melmoth undrandi «og horfði á hann. — Vildir þú fara í staðinn fyrir mig? — Mjer er óhætt og jeg er fús til að fara. Það er að minnsta kosti ekki eins hættu- legt eins og hitt, að láta það eins og vind um eyrun þjóta. — Víst er það! sagði Crav- en. — Blessaður farðu þá! — Hún hefir kannske góð- an vörð um sig, sagði Sugden og augnaráð hans varð ljótt. — Og hún kann að halda sig örugga án þess. Ef í öll skjól fýkur, getur vel komið til mála að jeg verði að grípa til minna ráða .... — Þú hefir frjálsar hendur, svaraði Craven með ákefð. Sugden fór rólega í frakk- ann og setti á sig hattinn, og fór síðan út. Sir Melmoth stundi, svo mjög ljetti honum. Síðan slökkti hann ljósið, lok- aði ytri dyrunum og hnipraði sig í stólinn við eldinn. Fjörutíu mínútum síðar kom Sugden upp af neðanjarðar- stöðinni og gekk eftir Great Dover Street. An þess að vilja vekja sapi- úð með jafnmiklum og útförn- um glæpamanni og þorpara og Sugden, má þó segja honum eitt til hróss. Hann sýndi af sjer meiri manndóm heldur en húsbóndi hans, sem faldi sig hnipraður uppi í stól heima hjá sjer. Hann gekk hratt að ákvörðunarstað sínum og sýni lega einbeittur í því að taka hverju, sem að höndum bæri. Þrátt fyrir fengna reynslu hjelt hann sig vera mann til þess að standa uppi í hárinu á Blóðsugunni. Og eitt var hann viss um, sem sje, að það væri hættu- legra að láta stefnuna eins og vind um eyru þjóta en hitt að svara henni. Hann visis ekki hvaða hús þetta var í Strond Street eða hvar það var, en honum var sama um það. Vafalaust var það eitthvert leiguhús, sem Gordons ætti, og notaði fyrir þau mót, sem'ekki þætti til- tækilegt að hafa i skrifstofunni. Hvað, sem biði hans þarna, vildi hann heldur fara á þenn- an stað en á -lögreglustöð. Sugden hafði alla æfi sína orðið að treysta sjálfum sjer, en lögreglustöð er hjer um bil eini staðurinn, þar sem það dugar ekki til. Hann fann, að Strond Street var dimm og þröng smuga með skuggalegum húsum, og var langt burt frá öllum aðalgöt- um. Ekkert var það, sem ein- kendi það frá fjölmörgum-öðr- um götum fyrir sunnan ána. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 50. Jeg hafði róið um hundrað raetra, þegar jeg sá, að hann þyrfti ekki að taka nema nokkur sundtök til að ná mjer. Jeg tók á öllum kröftum mínum, en ekkert stoðaði —■ bilið milli mín og hans styttist óðum. Hann hafði teygt hendina í áttina til skutsins, þegar jeg sá gljáandi veru skjótast upp úr djúpinu. Maðurinn sá þetta líka, og ótti sá, sem breiddist yfir andlit hans, fullvissaði mig um, að hann þyrfti jeg ekki lengur áð hræðast, því svipur hans var svipur dauðvona manns. Og áður en varði, hafði hræðileg ófreskja vafið sig utan um hann — hryllilegur sjávarormur, með vígtennur og klofna tungu, þrútin augu og stutt horn á höfði og trjónu. Er jeg horfði á hina vonlausu baráttu, sem háð var fyr- ír augum mínum; varð mjer litið í augu mannsins, og jeg hefði getað svarið það, að mjer fannst jeg sjjí í þeim ör- væntingarfulla bæn um hjálp. En hvernig sem það kann að hafa verið, greip mig allt í einu mikil meðaumkun með manninum. Hann var, þegar öllu var á botninn hvolft, kynbróðir minn, og það hvarflaði ekki lengur að mjer, að hann hefði ef til vill með hinní mestu ánægju drepið mig, hefði hann náð mjer. Risinn varði líf sitt með hinni mestu hugprýði og bafði steinhamri sínum á hið hornkennda hreistur, sem þakti ófreskjuna; en svo lítil áhrif hafði þetta, að hann hefði eins getað notað flatan lófann. Að lokum gat jeg ekki lengur setið aðgerðarlaus og horft á þennan voðalega orm drepa manninn. í stefni ein- tr jáningsins lá spjótið, sem sá hafði kastað eftir mjer, sem jeg nú hugðist bjarga. Jeg greip það, og eftir að hafa risið á fætur í hinu valta farartæki mínu, rak jeg það af öllu afli beint inn í opið ginið á ófreskjunni. Skrímslið hvæsti, sleppti fórnardýri sínu og rjeðist að mjer, en spjótið í kjafti þess, gerði það að verkum, að það náði ekki til mín, enda þótt litlu munaði að eintrjáningn- um hvolfdi við hinar æðislegu tilraunir dýrsins til að ná mjer. Spil ýmiskonar Mattador, borðtennis, Ludo, kúluspil, pen- ingakassar, stjörnuljós, kínverjar, Loft- skraut, þríhjól, ruggu'hestar, hlaupahjól, dúkkuvagnar, dúkkurúm og ýmiskonar leikföng. JC <Jl maróóon CJ Idjömóóon h.j. | VtKINGURINN ej^tir (am^at Skáldsagan Víkingurinn, eftir Marryat, er komin í bókaverslanir. — Þetta er ein ailra skemtilegasta skáldsagan, sem hægt er að fá. Hún kom neðanmáls í Nýjum kvöldvökum fyrir mörgum árum, og var þá umræðuefni manna um alt land og heftanna var beðið með óþreyju. — Bókin er 225 blaðsíður og kostar aðeins 17 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.