Morgunblaðið - 24.12.1946, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. des. 1946
íslenskir varðmenn einir
liafa eftiriiiie
Ólag við rekstur
Keílavíkur flugvallarins
Atburðir þeir, sem gerst
hafa á Keflavíkurflugvellin-
um, er amerískur varðmaður
einn, sem staðið hefir vörð við
hlið vallargirðingarinnar, hef-
ir tvívegis skotið úr byssu
sinni í því skyni, að undirstrika
myndugleika sinn, hafa áður
verið gerðir hjer að umtalsefni.
Ollum mönnum hlýtur að
vera það ljóst, að við slíkt ve'rð
ur ekki unað, að hermenn komi
þannig fram við íslenska borg-
ara. Enda hafa borist afsakan-
ir frá Bandaríkjamönnum út
af þessu, samkvæmt tilkynn-
ingu, sem birtist á öðrum stað
hjer í blaðinu.
Varðmaðurinn ræðst að
bíl bæjarfógetans.
Enn einn atburður hefir
gerst við þetta sama umferðar-
hlið, sem vekur athygli.
Er bæjarfógetinn í Hafnar-
firði heyrði af hinu síðara skot
máli þar syðra, fór hann sam-
stundis suður á flugvöll, til
þess að kynna sjer málavöxtu.
Tvær aðrar bifreiðar voru sam
ferða honum. Voru þar á ferð
menn, sem eru að vinna að
mati á löndum þeim, sem á að
taka eignarnámi vegna flug-
vallarins.
Bæjarfó.getinn, Guðm. I.
Guðmundsson, og þeir menn,
sem með honum voru, gátu
komist hindrunarlaust inn á
völlinn. En bandaríski varð-
maðurinn, sem var við hliðið,
skrifaði upp númer bifreið-
anna, er þar fóru inn.
En er bæjarfógetinn kom
aftur að sama hliðinu í baka-
leiðinni, var íslenskur lög-
regluþjónn, sem hafði verið
þar á verði, á förum til Kefla-
víkur, með smiði, sem voru þar
í vinnu. Fór hann leiðar sinn-
ar. En þegar bæjarfógeti og
samferðamenn hans staðnæmd
ust við hliðið á útleið, þá vind-
ur sami vörður, er hefir áður
sýnt, að honum er tamt að
grípa til byssunnar, sjer að bíl
bæjarfógeta, og ætlar að opna
farangurshólfið aftan á bíl
hans, auðsjáanlega í því skyni,
að leita þar þjófaleit.
Bæjarfógeti snýst hvatlega
við þessum tiltektum manns-
ins, losar hendi hans af snerli
hólfsins, og segir honum að
hjer hafi hann ekkert að gera,
spurði hvort enginn yfirmað-
ur hans væri hjer viðstaddur.
Hinn kvað nei við. Gekk bæjar
fógetinn þá inn í varðskýlið og
hringdi til Ragnars Stefáns-
sonar majórs. Varðmaðurinn
talaði síðan við Ragnar, en
bæjarfógeti fór eftir það óá-
reittur leiðar sinnar.
I skýrslu, sem Guðmundur
bæjarfógeti hefir sent ríkis-
stjórninni um atburð þenna,
segir hann, að hann hafi ekki
verið í einkennisbúningi þeg-
ar hann var þarna á ferð, enda
engan slíkan getað fengið, eftir
að hann tók við embættinu.
Það er ljóst, af því sem þeg-
ar er komið fram, að banda-
rískir lögreglumenn hafa enn
afskifti af ferðum íslendinga
til og frá flugvellinum. En
samkvæmt samningnum, sem
gerður var um afhending vall-
arins, átti svo ekki að vera.
Þrír lögregluþjónar anna
ekki eftirliti.
Er tíðindamaður frá blað-
inu átti tal við Guðmund bæj-
arfógeta í gær, sagði hann m.
a., að svo hefði verið um talað
í upphafi, að lögreglustjórinn
hjer í Reykjavík legði til 12
lögregluþjóna, til þess að vera
þarna syðra, svo allir íslend-
ingar, sem þarna eiga leið um
geti snúið sjer til þeirra éinna
og þyrftu ekki að hafa nein af-
skifti af bandarískum mönnum
eða þeir af íslendingum.
En af ástæðum, sem bæjar-
fógetanum voru ekki kunnar,
hafa aldrei fengist fleiri en
þrír íslenskir lögregluþjónar
þangað. En þar eð þarna þarf
að halda vörð bæði dag og nótt,
er þetta algerlega ófullnægj-
andi mannafli, ekki síst þeg-
ar á það bætist, að menn þess-
ir þurfa að bregða sjer frá til
eins og annars.
Bæjarfógeti skýrði frá því,
að í dag færi fulltrúi hans,
Björn Sveinbjörnsson, spður á
flugvöllin og tæki þar að sjer
afgreiðslu fyrir íslendinga, sem
þar verða á ferð.
Lokun vallarins vegna
bilaðra ijósatækja.
Skot varðmannsins við hlið-
ið er hneyksli, sem ekki má
endurtaka sig. En það fram-
ferði virðist hafá opnað augu
manna fyrir því að í einu og
öðru er enn áfátt um stjórn
vallarins, eins og einnig kem-
ur í ljós er loka þarf flugvell-
inum fyrirvaralaust að kalla,
eins og gert var nú fyrir helg-
ina.
Þegar blöðin birtu frjettina
um það, þá fylgdi það ekki með
hvernig á því stóð að loka þarf
vellinum fyrir allri _flugvjela-
umferð, nema þegar bjart er.
Þetta stafar af því, að ljósaút-
búnaður sá, sem nota þarf til
að leiðbeina flugmönnum við
lendingu, er alt í einu kominn
í ólag. A meðan svo er verður
að telja það hættulegt, að lenda
flugvjelum þar meðan dimt er.
En sjerfræðingar eru ekki við
hendina, sem geta komið ljós-
tækjunum í lag. Flugvallar-
nefndin hafði fund í gær með
flugmálastjóra og bandarískum
liðsforingjum, sem með þessi
mál hafa að gera. Mun verða
hraðað, eftir því sem frekast
er unt, að koma Ijósatækjunum
í lag, svo völlurinn megi verða
starfræktur allan sólarhring-
inn eins og áður.
Lokaþátturinn á Alþingi
Ábyrgðin á fiskverðinu oy
verðjöfnunin löyfest
Frakkar koma á foll-
eftirlili í Saar
París í gærkvöldi.
FRANSKA utanríkisráðu-
neytið tilkynti í dag, að komið
hafi verið upp tolleftirliti milli
Saar og annara hjeraða Þýska-
lands. Samkvæmt tilkynningu
utanríkisráðuneytisins, er þetta
gert til að koma í veg fyrir það,
að matvæli, sem ætluð eru íbú-
um Saar, sjeu flutt úr hjerað-
inu.
Eftir fyrstu heimsstyrjöld,
var Saar, eins, og kunnugt er,
sameinað Frakklandi til fimmt-
án ára. Að þeim tíma liðnum,
var íbúum hjeraðsins gefinn
kostur á að kjósa, hvort þeir
vildu halda áfram að vera í
sambandi við Frakkland, eða
sameinast Þýskalandi á ný.
Síðari kosturinn var tekinn,
samkvæmt vilja yfirgnæfandi
meirihluta íbúanna. — Reuter.
Rússar sakaðir um
yfirgang í Darien,
Mansjúríu
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Bandaríkjanna hefur enn ekki
skýrt frá, hvað rjett sje í því,
að Rússar hafi gefið amerísku
skipi skipun um að vera farið
úr höfninni á Darien í Man-
sjúríu innan tuttugu mínútna,
eða taka ella afleiðingunum.
Samkvæmt frjett þessari,
kom skipunin frá Rússum eftir
að tveir bandarískir blaða-
menn og einn kaupsýslumað-
ur höfðu sótt um að fá að fara
í land, en fengið neitun. Menn
þessir höfðu meðal annars með
ferðis póst til ræðismanns
Bandaríkjanan á staðnum.
Það fylgir fregninni, að
bandaríska skipið hafi farið út
úr höfninni, skömmu eftir að
skipun Rússa barst.
!iiiiniiiiiHiiiiiiiiiiiii[iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiii[i[iim)|iiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiii[iimiiiiiii
| óóhar öíívun ui(ióh(tamörmum óínum §
| fyœr oý nœr
| (j(ec)itecfra jóta !
iiuiimiiiiiiiiiiii!!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiíiiuniiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!i
HJER vei ður skýrt nokkuð
nánar frá lokaafgreiðslu frv.
um ríkisábyrgð vegna báta-
útvegsins í efri deild aðfara-
nótt sunnudags og svo aftur
í neðri deild.
Þess var áður getið hve
limlest frumvarpið var eftir
afgreiðsluna í Nd., þar sem
feld hafði verið burt 6. gr. frv.
(verðjöfnun frá síldinni), en
hún átti að tryggja ríkissjóð
gegn áhættu af ábyrgðinni.
t EFRI DEILD
Það var komið fast að mið-
nætti er Ed. fekk frumvarpið.
Var því þegar vísað til fjár-
hagsnefndar deildarinnar, og
veitt fundarhlje svo að nefnd-
in gæti athugað málið.
Nefndin klofnaði. Minni-
hlutinn (Ásm. Sigurðsson og;
Herm. Jónasson) vildi sam-
þykkja frv. óbreytt. En
meirihlutinn (Jóh. Þ. Jósefs-
son, Guðm. í Guðmundsson
og Þorst. Þorsteinsson) flutti
brtt. um að taka inn 6. gr.,
sem Nd feldi burtu, ásamt
með viðauka þeim, er áður
var greint frá. Ennfremur
fluttu þeir Jóh. Þ. Jós. og
Guðm. í. G. brtt. um að fella
burtu 8. gr. frv. (verðupp-
bætur á útfl. landbúnaðaraf-
urðir), en þessa grein hafði
Nd. sett inn.
ATKVÆÐI
Umræður urðu ekki miklar
í Ed.
Atkvæðágreiðslan við 2.
umr. fór þannig, að brtt.
meirihl. fjárhagsn. (að taka
inn 6. gr.) var SAMÞ. með
10:4 atkv; 3 voru fjarstaddir.
MEÐ brtt. voru Sjálfstæðis-
menn og Alþýðufloklrsmenn,
en á MÓTI Framsóknarmenn
og kommúnistar.
Brtt. Jóh. Þ. Jós. og Guð-
mundar í. G. um að fella
burtu 8. gr. var samþ. með
8:5 atkvæðum.
Þannig breytt var frv. af-
greitt til 3. umr. Kom nú fram
brtt. frá Herm. Jónassyni við
6. gr., þess efnis, að eigi skyldi
greiða í tryggingarsjóð fyrr
en eftir að hrásíldarverðið
1946 hefði verið hækkað um
66% (í stað 30% skv. grein-
inni). Brtt. var FELD með
10:4 atkv. og fjellu atkvæði
eins og er greinin var sett
inn.
Var svo frv. samþykt í
heild með 13:1 atkv. (P.
Magn.), 3 fjarstaddir, og end-
ursent Nd.
MÁLIÐ AFTUR í ND.
Kl. var nálega 3,30 að nóttu
er frv. kom aftur til neðri
eildar, en deildarmenn höfðu
haldið sig í þinghúsinu, því að
þeir áttu von á að fá frum-
varpið í hendur á ný.
Var nú frv. tekið til einnar
umr. í Nd. Umræður urðu
litlar að þessu sinni. Komu
fram þrjár brtt. Ein var frá
E. Olg., að fella 6. gr. burtu.
Hún var FELD með 15:13 at-
kvæðum. Onnur frá Eysteini
samhlj. tillögu Hermanns í
Ed.; hún var FELD með 15:12
atkv. Loks var þriðja brtt„
frá Skúla Guðm., að taka inn
8 gr., um verðuppbætur á
landbúnaðarafurðir; hún var
FELD með 14:13 atkv.
Loks var frv. í heild sam-
þykt með 27:1 atkv. (J. J.)
og afgreitt sem lög frá Al-
þingi. Var kl. nál. 4 að nóttu,
er fundi Nd. var slitið.
Fyrir atbeina efri deildar
tókst að bjarga þessu máli
bátaútvegsins og þar mcð að
tryggja að flotinn fari af stað.
Kommúnistar og Framsóknar
menn gerðu nýja tilraun til
skemdarverka á málinu, er
ræði þeirra mistókst að þessu
sinni.
Skipafrjettir. — Brúarfoss
fór frá Rvík 11/12. til New
York, væntanleg til New York
24/12. Lagarfoss fór frá Kaup-
manahöfn 21/12. til Rvíkur.
Selfoss var á Akureyri í gær,
23/12. Fjallfoss kom til Hull
19/12. frá iAntwerpen, fer það-
an væntanlega í dag, 24/12, til
Rvíkur. Reykjafoss fór frá ísa-
firði í gær til Siglufjarðar.
Salmon Knot fór frá Rvík
13/12. til New York. True
Knot kom til New York 20/12.
frá Rvík, fer þaðan ca. 29/12.
til Halifax. Becket Hitch fór
frá Rvík í gærkvöld til New
ork. Anne fór frá Rvík 19/12.
til Leith, Gautaborgar og Kaup
mananh. Lublin fór frá Leith
21/12. til Gautaborgar. Lecht
fór frá Hafnarfirði í gær, 22/12.
til Grimsby. Horsa fór frá Vest
mananeyjum í gær til Fáskrúðs
fjarðar.
Evrópusöfnunin. S. Þ. 30.00,
Þ. Þ. 100,00, J. Á. 200,00, S 8i
G. 400,00, ónefnd 100,00 K. R„
25,00, Sigurbjörg Sigurðard.
Vífilsstöðum 100,00.
Jólaleikun
Sctjið 25 punkta á pappír,
eins og sýnt er hjer að ofan.
Tveir keppendur (A og B) eiga
svo að reyna, hvor geti búið
sjer til flciri ferhyrna reiti,
með því að draga strik — lá-
rjett cða lóðrjett — milli punkt
anna. Keppendumir skiftast á,
en aðeins má drága eina línu í
einu. Sá sigrar auðvitað, sem í
leikslok hefir flesta reitina. —*
Athugið að myndin er aðeins
til skýringar.