Morgunblaðið - 12.01.1947, Side 6
MORGUNBL A »3 I D
Sunnudagur 12. jan. 1947
b
—. i - . i . . —i. — —------------------------------~
KVENFLOKKUR
Frjettaritari Morgunblaðsins í Hafnarfirði hefir ritað eftir-
farandi grein fyrir Íþróttasíðuna um handknattleiksflokk
kvenna úr Knattspyrnufjelaginu Haukum, en Hauka-stúlkunar
munu nú ótvírætt sterkasta -handknattleikslið kvenna hjer á
landi.
HAUKA I HAFNARFIRÐI
Leiknasti, sterkasti og víðkunn-
asti handknattleiksfiokkur Islands
Handknattleiksbærinn
Hafnarfjörður.
Handknattleikur er ein þeirra
íþróttagreina, er á undanförn-
um árum, hefir náð einna
mestri og almennustu útbreiðslu
meðal íslensks æskulýðs. En
hvergi á landinu hefir þessi í-
þróttagrein náð eins áberandi
útbreiðslu og verið jafn dáð,
sem skemmtileg og holl íþrótt,
sem meðal Hafnfirðinga. Og er
nú svo komið að vart er að finna
pilt nje stúlku í Hafnarfirði
sem ekki iðkar handknattleik í
öðruhvoru íþróttafjelaginu þar,
þ. e. * Knattspyrnufjelaginu
Haukum og Fimleikafjelagi
Hafnarfjarðar.
Síðastliðið ár hafa þessi fjelög
Haukar og F. H. sent svo marga
flokka til hinna ýmsu hand-
knattleiksmóta, að höfuðborgin
sjálf Reykjavík,- hefir hvergi
nærri staðið þeim á sporði, hvað
þátttöku snertir, því íþrótta-
fjelögin í Reykjavík hefðu
mátt auka að mun þátttöku sína
í mótum þessum, ef jafna hefði
átt hlutföllin við íbúatölu bæj-
anna. .
Nú er ekki svo að skilja að
handknattleiksæska Hafnar-
fjarðar, hafi við sjerstök sæld-
arkjör að una, ef dæma á um I
aðstæður-bæjanna, til iðkunnar I
þessa skemmtilega leiks — síð- I
ur en svo — því þar eiga Hafn-
firðingarnir hvergi nærri við
jafn góða aðstöðu að búa.
Aðbúnaður sá sem handknatt
leiksiðkendur í Hafnarfirði eiga ;
við að búa er: tuttugu ára gam
alt íþróttahús. upphaflega byggt
einv'rðungu til að uppfylla
þarfir Barnaskóla Hafnarfjarð-
ar. í þessu húsi æfa fjelögin á
veturna.
A sumrin verða bæði fjelög-
in að leita á náðir næsta hrepps,
sem er Garðahreppur, til þess
að fá svæði fyrir handknattleiks
velli. Haukar í Engidal og F. H.
á túnunum hjá Reykdal að
Þórshamri. — Því Hafnarfjarð-
arkaupstaður hefir eigi enn lagt
íþróttafjelögunum til svæði sem
til handknattleiksiðkana mætti
nota.
Flokkurinn sem allir dá.
Sá handknattleiksflokkur í
Hafnarfirði, sem hefir náð mest
urh framförum og hæfni í hand-
knattleik, samfara ágætum ár-
öngrum, frægð og frama, er tví-
mælalaust kvennflokkur Hauka
(melstarafl.).
Haukastúlkurnar hafa með
elju,‘ þrautseigju og dugnaði,
unnið sig upp úr því að vera
óþekktur og lítilhæfur kvenn-
flokkur (ef svo mætti að orði
kveða), í það að vera leiknasti,
sterkasti og víðkunnasti hand-
knattleiksflokkur landsins. —
Flokkur sem allir dá, fýrir
leikni, dugnað og drengilega
framkomu í leik, — jafnt Hafn-
firðingar, sem aðrir landsmenn,
er handknattleik una, —---og á
leikvelli jafnt mótherjar sem
fjelagar úr Haukum.
Ferill flokksins.
Kvenflokkur var stofnaður
sem sjerstök deild innan Knatt-
spyrnufjelagsins Haukar árið
1938. Fyrsta mótið, sem flokk-
urinn tók þátt í var hið fyrsta
Landsmót í handknattleik, sem
haldið var fyrir kvennfólk, en
það fór fram í Reykjavík 1940.
— í því móti ljeku Haukar sinn
fyrsta úrslitaleik við kvenn-
flokk Ármanns — flokkinn sem
ávallt síðan hefir verið hinn
versti þrándur í frægðargöngu
Haukanna. Þótt oft hafi munað
litlu um hver flokkurinn bæri
sigur úr bítum, og dæmi eru til
um að framlengja hefir orðið
leik, tij að fá úrslit, þá var það
lengi vel að Haukastúlkurnar
urðu að lokum að gefa sig fyr-
ir hinum öruggu og keppnis-
vönu stúlkum Ármanns — og
tapa.
■ Árið 1941 taka Haukastúlk-
urnar ekki þátt í landsmótinu.
Árið 1942 tóku aðeins tvö fjelög
þátt í mótinu Haukar og Ár-
mann og sigraði Ármann.
Árið 1943 hittast þessir sömu
flokkar aftur til úrslitaleiks, um
nafnbótina „Islandsmeistarar í
handknattleik kvenna“, og var
leikur þeirra svo jafn að fram-
lengja varð leiknum og unnu
Ármannsstúlkurnar að lokum.
Sama ár taka Haukar þátt í
handknattleiksmeistaramóti
kvenna, sem er úti keppni, og
háð var í Reykjavík. Sjö fjelög
tóku þátt í móti þessu, en samt
fór svo að lokum, er að úrslita-
leiknum kom, þá voru það flokk
ar Ármanns og Hauka er þar
mættu til leiks, en endir hans
varð sem fyrr — Ármann bar
sigur úr bítum. — Sama ár er
stofnað til Hraðkeppni og -fór
hún fram í Hafnarfirði. Þátt-
tökuleyfi til þessarar keppni
höfðu öll íþróttafjelög í sunn-
lendingafjórðungi og Vest-
mannaeyjum. Aðeins þrjú
fjelög sendu lið til keppninnar,
Hafnarfjarðarfjelögin F. H. og
Haukar og K. R. úr Reykja-
vík, sem vann þessa keppni. '
Fyfsti hlckkur
sigurkeðjunnar.
Árið 1944 taka Ilaukar þátt í
landsmótinu og Ijeku sem fyrr
Svanhvít
Kristín.
Hclga. Soffía. Sigurlaug.
Rut.
Þorhjörg.
Svava.
úrslitaleik þess við Ármann —
og töpuðu.
En þótt þetta ár, eða rjettara
sagt handknattleikstímabil
þessa árs, byrjaði með slíkum
úrslitum, þá fór það nú svo, að
einmitt árið 1944 varð til þess
að færa Haukastúlkunum sinn
fyrsta sigur, sem eitthvað kvað
að. — Sömu fjelög tóku þátt í
Hraðkeppninni og árið áður,
auk Hauka flokkar K. R. og
F. H., en úrslit keppninnar urðu
bara önnur, því Haukastúlk-
urnar unnu K. R. í úrslitaleikn-
um, og urðu þar með Hrað-
keppnismeistarar 1944 — og má
telja að þessi sigur kvenn-
flokks Hauka sje 'fyrsti hlekk-
urinn í hinni miklu sigurkeðju
er flokkurinn hefir mvndað
síðan. — Það fem var mest á-
berandi við þennan sigur flokks
ins, í þessari keppni, var að
það kom augljóst í ljós að marg
ur er sá Hafnfirðingurinn, sem
finnst sem Hraðkeppnisbikar-
inn ætti raunverulega hvergi
annarsstaðar heima en í Hafn-
arfirði.
Þetta sama ár 1944, er gef-
inn bikar og stofnað til hand-
knattleiksmóts fyrir Hafnar-
fjörð. Aðeins fjelög úr Hafnar-
firði mega taka þátt í því móti.
Kvennflokkur Hauka vann
þessa keppni og urðu þar með
Hafnarfjarðarmeistarar 1944.
Handknattleiksmeistaramótið
í úti handknattleik kvenna var
einnig háð í Hafnarfirði þetta
ár. Fimm fjelög tóku'þátt í móti
þássu og utðu Haukar nr. 3. Úr-
slitaleik móts þessa ljeku ís-
firðingar og Ármann og sigruðu
Ármannsstúlkurnár.
Sigrarnir aukast.
Árið 1946, var einn óslitinn
sigur fyrir Haukastúlkurnar. -—
Þær unnu alla leiki og allar
keppnir sem fram fóru á árinu,
ogvþær tóku þátt í. 1946 urðu
þær Islandsm. í handknattleik
kvenna innanhúss með því að
vinna Landsmótið. Islands-
meistarar í útihandknattleik
kvenna urðu þær með því að
vinna alla keppinauta sína á
Handknattleiksmeistaramótinu,
sem háð var-.á Akureyri.
Hraðkeppnismeistarar urðu
þær með því, að vinna Hrað-
keppnina í Engidal. — Þótt þar
hafi hurð skollið nærri hælum,
því j þessu móti sýndu Fram-
stúlkurnar sig all skeinuhætta
keppinauta Hauka og sigraði
flokkur Hauka með marki sem
þeim tókst að setja á síðustu
sekuntum leiksins, og vildu
margir kalla það heppni, — en
Framstúlkurnar sýndu það
sem fyrr að dugnaður og kjark-
ur þeirra bilar ekki þótt þær
eigi við fjelög að etja sem bera
nokkrar nafnabætur í pokahorn
inu, — en Haukastúlkurnar
höfðu bara eitthvað meira. og
því unnu þær. .
Hafnarfjarðarmeistarar 1946
urðu Ilaukastúlkurnar, með því
að sigra hina hafnfirsku keppi-
nauta sína F. II. — Og' með
þeim sigri unnu þær bikar
þann, sem keppt var um, til
fullrar eignar.
Árangursríkt starf.
Auk þéss sem stj’órn Knatt-
spyrnufjelagsins Haukar hefir
ávallt látið sjer mjög annt um
kvennaflokk fjeíagéihs cg gért
allt sem í hennar valdi hefir
staðið til þess að hlú sem mest
að honum, hafa Hdukar allt frá
fyrstu tíð verið sjerstaklega
heppnir með kvennaval. Kenn-
arar þeirra hafa oftastnær ver-
ið menn sem með kvetjandi og
dugandi starfi, hafa lagt sig
alla fram í því, að starf þeirra
yrði sem happasælast fyrir
fjelagsheildina. Og skulu þar
sjerstaklega nefndir þeir Garð-
ar S. Gíslason og Baldur Kristj-
ánsson.
Starf þessara tveggja aðilja
endurspeglast í þeim ferli kven-
flokks Hauka, sem hjer hefir
verið reynt að draga fram í
þessum sundurlausu þönkum.
— Allt frá byrjun hafa Hauka-
stúlkurnar sýnt sig sannar í-
þróttakonur. — Stúlkur er aug-
sýnilega hafa iðkað og lært
þessa uppáhaldsíþrótt sína,
fyrst og fremst sem leik. —
Leik sem í senn skapar þeim
ánægju og hollustu. Ennfrem-
ur það, að þær hafa frá byrj-
un lært, og síðan ávallt haft
rikt í huga, að drenglýndi og
það að kunna að taka ósigri
sem sigri, er hinn óumflýjan-
legi dómur, sem sannur íþrótta-
maður þarf að ganga undir og
yfirstíga. — Það eru þessi frum
skilyrði, sem Haukastúlkurnar
hafa yfirstigið og sem fyrst og
fremst hafa gert þeim fært að
ná hiríum glæsilega árangri sem
raun ber vitni um — að vera
leiknesti, sterkasti og víðkunn-
asti handknattleiksflokkur
landsins.
Á. Á.
SM ■ PAUTCE P
rTmr^Trm
0 .44
„dverrir
til Snæfellsneshafna og Flat-
cyjar. Vörumóttaka á morgun.