Morgunblaðið - 21.01.1947, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Þrlðjudagur 21. jan. 1947 ’j
[ 2
i *
■ ■ .....- ------------------ | " —1 ■
Ofíufjelögin vinna að lækkun
olíuverðs og hagkvæmri dreifingu
Ifiútímatónlist —
Niels Viggo Bentzon
HVAÐ er „nútímatónlist“?
„Jazz“! svarar æskulýðurinn
hreykinn. „Jazz“! svarar eldri
kynslóðin þurrlega og yptir öxl
um. En: er jazz list? Því neita
jafnvel jazzistarnir sjálfir. Jazz
Tónverk Niels Viggo Bentzors
eru hlaðin orku þessarar bar-
áttu. Þau eru óþjál og þung-
búin. Andstæðir straumar rek-
ast þar á, og ekki ganga menn
duldir hinnar rómantisku und-
SKÝRT hefur vet ið frá því í
Haðinu að olíu og bensínverð
hefði iækkað nokkuð. í
sambandi við það hefir
1 blaðið fengið eftirfarandi
upplýsingar frá olíufjelög-
unum um ráðstafanir þeirra
til að lækka verðið og gera
dreifinguna hagkvæmari:
Olíufjelögin Olíuverslun ís-
lands h/f og H/f Shell á ís-
landi sömdu vorið 1945 við
ríkisstjórnina um að koma
. birgðageymum fyrir olíu og
bensín úti um iand, eftir fyrir
fram geröri áætlun, til þess
að auka öryggi atvinnuveg-
anna með nægum gcymslum,
mlinka hj,na kostnaðarsömu
tunnuflutninga og flytja sem
mest með tankskipum, gera
0 afgreiðslu á olíu hagfeldari
með því að selja til báta aðal-
lega úr leiðslum, og lækka
verð á olíu og bensíni eins og
fært þætti. Flestir þessara
geyma hafa verið byggðir sl.
sumar og haust og hafa jafn-
óðum verið teknir til starf-
: rækslu, en nokkrir hinna síð-
lustu eru teknir til notkunar
: nú í janúar. Ennfremur hafa
olíufjelögin gert ráðstafanir
til að fullnægja hinum aukna
flutningi á lausri olíu með
notkun á stærri og hagfeldari
tankskipum til strandferða-
flutninga.
Um það var rætt í upphafi
við ríkisstjórn og viðskifta-
ráð, að grundvelli verðlagsins
yrði brcytt er geymslukerfi
kæmist í notkun yfirleitt til
verðlækkunar, vegna væntan
legs minni dreifingarkostnað
ar. Var nökkuð tillit tekið til
þess við síðustu verðlags-
ákvörðun viðskiftaráðs um
mitt s.l. sumar og olíufjelögin
lækkuðu einnig verulega hrá-
olíuverð á stöðum þar sem
geymar voru teknir í notkun
síðar á árinu, til samræmis
við aðra geymastaði, en alls
hafa nýir hráolíugeymar ver-
ið byggðir af fjelögum þess-
um á 15 útgerðarstöðum.
Bensínbirgðageymai’nir komu
•síðast á árinu og nú í janúar
í notkun og hafa verið byggð
ir af fjelögunum á 5 nýjum
:stöðum, en verði ekki verið
jbreytt í nágrenni þeirra fyr
;en nú.
| Nökkru fyrir áramótin
játtu olíufjelögin tal við við-
ískiftaráðið um breytingu verð
lagsins, þanníg að það miðast
Imeir við hið nýja dreifngar-
jkerfi. Þó að enn sje erfitt að
áætla um breytingar þær,
sem nýbyggingar olíufjelag-
knna hafa á dreiíingarkostn-
jiðinn, hefir viðskiftaráðið á-
kveðið eftir samtal þetta og
nánari athugun, að breyta
yei*ðlaginu frá 17. þ.m. eins
og auglýsing þess sýnif. Á
hráolíu er aðalbreytingin 2ja
aura grunnverðlækkun á kíló
á lausri olíu, og þar sem hrá-
olíugeymar eru nú komnir á
náíega alla útgerðarstaði, nýt
ur mest öll útgerð landsins
verðkgsins á lausri olíu.
Bensínverð hefir lækkað
um 2 aura líterinn frá aðal-
geymastöðvum í Reykjavík,
Eskifirði og Akureyri, og
lækkað niður í sama verð
eins og á Akureyri og Eski-
firði á hinum nýju birgða-
stöðvum á Skagaströnd, Sauð
árkróki og Húsavík, en 2 aur.
á lítra lægra í Borgarnesi.
Verð á bensíngeymunum, er
flutt er til á landi frá aðal-
birgðastöðvum, er 1 eyri
hærra* á lítra fyrir hverja 15
km. vegalengd. Á aðalsam-
gönguleiöinni frá Borgarfirði
og um Norðurland hefir víða
orðið með þessu mjög mikil
lækkun, alt upp í 10—12 lítra
á bensínlítra frá dælu. En á
stöðúm þar sem eru bensín-
dælur fjelaganna, sem flutt
er á sjóleiðis í tunnum, jer
verðið óbreytt.
Verðlækkanir þær, sem
orðið hafa á ýmsum stöðum
á s.l. ári og nú á þessu ári,
vegna nýbyggingu þessara
olíufjelaga og breytts dreif-
ingakerfis þeirra, munu nema
lj/2—2 miljónum króna ár-
lega. Þess skal getið að á sama
tíma hefir dreifingarkostnað-
ur að öðru leyti farið hækk-
andi með hækkaðri vísitölu
og kaupgjaldi, og innkaups-
verðið á olíu á heimsm'irkað-
inum einnig hækkað frá síð-
ustu verðlagsákvörðun. Að
vísu er enn engin reynsla
fengin fyrir því hve mikið
dreifingarkostnaðurinn lækk-
ar fyrir fjelögin, með þessu
dreifikerfi, en ákveðið hefir
verið að fylgst verði vel með
því af fjelögunum og við-
skiftaráði og verðlaginu hag-
að samkvæmt því. Heíir í því
sambandi að sjálfsögðu mest
áhrif viðgangur atvinnuveg-
anna með aukinni tækni og
þar með auknu sölumagni á
olíum, er notist við hin a.uknu
mannvirki.
Olíufjelög þessi voru að því
komin að leggja út í þessar
nýbyggingar fyrir stríðið, en
á meðan á því stóð var ekki
fært að ráðast í þetta, og var
svo það gert þegar upp úr
sti-íðinu í samráði við ríkis-
stjórnina.
Aðalfundur Heimdallar
AÐALFUNDUR Heimdall-
ar, fjelags ungra- Sjálfstæðis-
manna var haldinn í Sjálfstæð
ishúsinu í gærkvöldi kl. 8,30
síðdegis. Á þriðja hundrað
manns voru á fundinum og
gengu 161 í fjelagið.
Fjelagið hefur verið mjög
athafnasamt á liðnu starfsári
í stjórn fjelagsins voru kosn-
ir: Gunnar Helgason, form.
Meðstjórnendur Már Jóhanns
son, Ingvar Ingvarsson, Eyj-
ólfur Jónsson, Eggert Jónsson
Jónas Gíslason, Örn Clausen,
S'veinbjörn Hannesson og
Ólafur Ólafsson. Til vara: Ól-
afur Hannesson, Skúli Árna-
son, Eggert Thorarensen, End
urskoðendur: Sigurður Helga
son og Guðm. Hannsson.
Handknaflieiks-
mótið
HANDKNATTLEIKSMÓT
Reykjavíkur 1946, hófst s. 1.
laugardagskvöld í íþróttahús-
inu að Hálogalandi. Mótið hjelt
svo áfram á sunnudag og í gær
kveldi. Leikar á laugardag og
sunndag fóru þannig:
í meistaraflokki karla vann
Valur KR. 10:8, Víkingur Fram
9:8, Ármann ÍR. 7:6, Valur Vík
ing 11:5 og Ármann Fram 15:5,
K.R. Í.R. gerðu jafntefli 8:8.
í meistarafl. kvenna vann Ár
mann Fram 6:2.
I 1. flokki karla vann Ár-
mann Víking 10:6, Í.R. Fram
14:2, Í.R. Víking 12:3 og Ár-
mann Fram 10:3.
í 2. fl. karla A-riðli vann
K.R. A K.R. B 12:2, Víkingur
A Í.R. 12:4, .Ármann A K.R. B
5:4, K.R. A Víking A 9:4, og
Í.R. K.R. B 9:5, Í.R. og Ármann
A gerðu jafntefli 6:6.
í 2. fl. karla B-riSli vann
Valur Víking 10:4, Fram Ár-
mann B 8:2, Víkingur B Ár-
mann B 10:2, Valur Fram 7:3,
Fram Víkingur B 7:3 og Ár-
mann B gaf leikinn á móti Val.
í 3. fl. karla A-riðli vann
Í.R. B Ármann C 5:2, Ármann
Á K. R. B 8:4, Ármann A Ár-
mann C 11:3, K.R. B í. R. B
5:2, K.R. B Ármann C 8:2 og
Ármann A Í.R. B 11:1.
í 3. fl. karla B-riðli vann
K.R. A Ármann B 10:4, Í.R. A
Ármann B 9:3, K.R. A og Í.R.
A gerðu jafntefli 2:2.
í gærkveldi hófst mótið með
úrslitaleik í meistaraflokki
kvenna. Leikinn ljeku flokkar
Ármanns og K.R. Ármanns-
stúlkurnar unnu með 6 mörk-
um gegn 1. — Markamunurinn
gefur þó ekki rjetta hugmynd
um gang leiksins, því að hann
var yfirleitt jafn, fjörugur og
oft sjerlega ljett leikinn. Sterk
asti leikmaður Ármanns og sú
,er átti mestan þátt í að færa
fjelagi sínu þennan sigur, var
vafalaust markmaður liðsins,
sem sýndi frábæran leik og ör
yggi í markinu. — Margir nýir
leikmenn eru í báðum liðun-
um, sem lofa góðu um framtíð-
ina.
K.R. A og Í.R. urðu jöfn í
A-riðli 3. fl. karla og keptu
því í gærkveldi um það hvort
liðið ætti að keppa til úrslita
við efsta lið B-riðilsins. K.R.
A vann leikinn með 9:2.
í 2. fl. karla A-riðils vann
Ármann A K.R. 5:4, Víkingur
A K.R. B 8:3. Og í 1. fl. karla
vann Víkingur Fram 8:3.
Síðasti leikurinn er háður
var- í gærkveldi, var svo úr-
slitaleikur í 1. fl. karla. Keptu
þar flokkar Ármanns og Í.R.,
vann Ármann leikinn eftir
hraðan og harðan leik með 8
mörkum gegn 4.
Öryggisráðið
Framh. af bls. 1
þeirri von, að samkomulag
næðist þar.
Gromyko sagði, að þessi
kæra okkar væri ástæðulaus, en
jeg vil benda á, að 44 menn
voru drepnir með stríðstæki og
það gæti verið að áframhald
yrði'á þessari hættu, ef Ör-
yggisráðið tekur ekki til sinna
ráða.
er — í mesta lagi — listiðnaður,
ekki list, hversu sundurleitar
sem skoðanir manna annars eru
um upphaf hans og eðli.
Er þá ,,nútímatónlist“ í orðS-
ins þrengri merkingu ekki til?
Er hún stæling á klassiskri tón-
list 19., 18. aldar — grautur frá
fyrra degi, hitaður upp og bor-
inn á þorð í dag?
Þeir, sem lögðu leið sína í
Tripoli-leikhúsið undanfarin
kvöld, múnu hafa hlotið svar
við slíkri spurningu. Þar ljek
ungur danskur maður, Niels
Viggo Bentzon, — fyrir styrkt-
arfjelaga Tónlistarfjelagsins —
tónverk eftir meistarana Bartok
og Hindemith,. ásamt verkum
eftir sjálfan sig og landa sinn,'
Svend S. Schultz.
Hlustaðir þú á þessa hljóm-
leika, lesandi góður? Má vera
þú hafir verið sá, sem sagði
við fylgdarmann sinn að hljóm
leikunum loknum: „Ef þetta á
að heita músik, þá veit jeg ekki
hvað músik er“! — og sneri
heim reiður og ljótur á svip.
Hitt gæti líka hent sig, að þú
hafir fundið til annara kennda:
að þjer hafi fundist þú koma
úr hlýju rúmi í ískalt steypu-
bað, sem fjekk þig til að standa
á öndinni, en var þó sönn hress
ing fyrir líkama og sál. Eða að
þú hafir þótst leggja þjer til
munns beiskan sopa, sem virt-
ist brenna góm og tungu —
en örfaði skapsmunina, þegar
honum var komið niður.
Þú segir: „Jú, þessi músik er
áhrifarík, hún er á köflum jafn
vel „skemmtileg“ —• en hún- er
ekki falleg“! En hvað er feg-
urð? Arnold Schönberg segir
(í Harmonielehre): „Um fegurð
er ekki að ræða fyrr en á því
andartaki, þegar hinn ófrjói
andi fer að sakna hennar. Hún
er ekki til áður — því að lista-
maðurinn þarfnast hennar eigi.
Honum nægir sannsögli. Hon-
um nægir að hafa tjáð sig, að
hafa sagt það, sem varð að segja
— eftir lögmálum eðlis síns. En
eðlislögmál snillingsins eru lög
mál hins komandi tíma“. — En
hjer er þó ekki sagan öll. Djúp
það, sem skilur lögmál hinnar
klassisku og hinnar nýju tónlist
ar, hefir ekki orðið til fyrir
átaki einstaklings. Hjer hefir
bylting átt sjer stað. Og allar
byltingar hafa langan aðdrag-
anda.
Samhljómurinn hrynur. Dúr-
og mollkynin hverfa. Illutyerk
ómstreitunnar gjörbreytist.
Krómatiska tónaröðin verður
hinn hlutlausi, sveigjanlegi efni
viður hins nýja stíls. Hrynjandi
lagsins sprengir hinn aldagamla
ramma þrí- og fertaktsins. Fjör
efni eru sótt til tónlistar mið-
alda, til tónlistar austurlanda.
Nýjum einkunnarorðum er
slöngvað fram: „atonalitæt“ —
„polytonalitæt“. Og enn er ólg-
an ekki sjötnuð.
iröldu, er gæti mint á Mahler
og Mussorgsky. Sumar hug-
myndir höfundarins virðast
reyndar bera medium hans —*
píanóið — ofurliði, en honum
tekst að ná monumental-áhrif-
um (sbr. Præambulum í Partits\
op. 38), sem þykja undirrituð-
um bera vitni um ósvikinn sköp
unarmátt. Hjer er á ferð tón-
skáld — en ekki hagyrðingur,
og mun þess vert að gefa þróun
hans gaum.
Svend S. Schultz er hýrari á
svip. Hann tekur á efninu með
— frönskum — silkihönskum.
Tónmál hans er skýrt og fjað-
urmagnað, og hann hefir óskor-
að vald á vandamálum forms-
ins. Ekki gat undirritaður þó
varist þeirri tilfinningu, að
sur.it, sem Schultz segir í svítu
sinni, sje ritað „innan gæsa-
lappa“, ef svo mætti að orði
kveða. En gaman er að henni.
Bartok og Hindemith? Kæri
lesandi, lofaðu mjer að fresta
umræðunum um þessi öndvegis
tónskáld okkar tíma. Það yrði
of langt mál í þetta sinn.
Píanóleikur Bentzon átti vel
við flest viðfangsefnin. Hann
er meitlaður og einarðlegur,
þótt ásláttur hans sje nokkuð
þurr og vanti þá cantilenu-
mýkt, sem hefði getað mildað
ofbirtu hinna óvæntu hljóm-
brigða.
Hlustendur þakka Niels
Viggo Bentzon og Tónlistar-
fjelaginu fágæta kvöldstund.
Róbert Abraham.
Valnajökull kynfur
Reykvíkingum
á skemtilundi F.í.
ÞRÁTT fyrir 10 stiga hita 2Gb
janúar, getum við íslendingar
stært okkur af að eiga stærstu
jökulbungu Norðurálfu. Um jök
ulinn hefir margt verið skráð
og oft hefir hann verið kannað-
ur og nú s.l. sumar var farið
um hann á mótorsleða.
Steinþór . Sigurðsson, mag'.
scient. og dr. Sigurður Þórar-
insson ásamt fleirum fóru una
jökulinn í sumar á móforsleða,
til þess að reyna að hverju
gagni slíkt farartæki gæti orð-
ið, en fyrst og fremst til þess
að rannsaka jökulinn meir og
betur en áður hefir verio gert.
Þeir komu aftur með mikinn
frpðleik, sem sjálfsagt verður
síðar almenningseign, og auk
þess tóku þeir mikið af mynd-
um, og verða þær sýndar a
skemtifundi Ferðafjelags ís-
lands í kvöld í Sjálfstæðishús-
inu.
BRESK BÍLAFRAMLEIÐSLA
LONDON — Breskar bifreiða
verksmiðjur framleiddu alls
25,346 bíla í nóvember s. 1. Af
þessum bifreiðum voru um 12
þús fluttar út.