Morgunblaðið - 08.02.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 8. febr. 1947
GRÍPTU ÚLFINN
Cftíi' cXeílie Ch arterii
29. dagur
Patricia fór upp í herbergi
sitt og var að velta þessu fyr-
ir sjer. Var úlfurinn orðinn
hræddur um sig? Hafði Helga
gengið svo vel, að úlfurinn
taldi nú nauðsynlegt að gera
einhverjar nýar varúðarráð-
stafanir til þess að koma sjer
og sínum mönnum úr klíp-
unni? Úrslitastundin nálgaðist.
Hafði úlfurinn þá uppgötvað
það, að hann hafði gert of lítið
úr Helga?
Tíminn leið. Hún átti eftir
að tala við frænku sína og
gleypa í sig matinn áður en
Orace kæmi að sækja hana. —
Hún klæddi sig úr hverri
spjör og fór í sundföt. Svo fór
hún í ljettan Ijereftskjól utan
yfir og stakk marghleypunni
í vasann. Nú var hún tilbúin í
allt.
Þegar hún var að reima að
sjer skóna, heyrði hún óín af
mannamáli. Hún hafði ekki
tekið eftir því fyr, á meðan
hún var á gangi um herbergið.
En nú heyrði hún það beint
undan fótum sjer. Það hlaut
að vera í dagstofunni.
Hún læddist út að gluggan-
um og opnaði hann, en glugg-
arnir í dagstofunni yoru lok-
aðir svo að hún heyrði ekkert
þar. En nú vissi hún að ein-
hver var hjá frænku sinni. •—-
Hún lagði eyrað að gólfinu, en
gat ekki heyrt orðaskil —
heyrði aðeíns að það var karl-
maður, sem kominn var. Hver
gat það verið?
Hún sá þegar að það mundi
geta haft mjög mikla þýðingu
ef hún kæmist að því. — Það
væri ekki ónýtt ef hún gæti
sjeð komumann og heyrt eitt-
hvað af samtali þeirra. Henni
svelgdist hálfgert á þegar hún
hugsaði um þetta.' Hún hafði
sagt Helga að hún myndi geta
orðið honum að meira liði en
hann byggist við, og nú gafst
henni tækifæri til þess að
sanna það.
— Vertu nú hugrökk, Pat-
ricia, sagði hún við sjálfa sig.
Hún læddist niður stigann,
en staðnæmdist á neðsta þrep-
inu til að hugsa sig um. Hún
var að hugsa um að hlera við
skráargatið á dagstofuhurð-
inni, en hún mundi eftir því
að það brakaði svo mikið í
gólfinu þar fyrir framan, þeg-
ar gengið var á því, að Girton
mundi heyra það. Rjettara var
að fara út í garðinn og reyna
að gægjast inn um gluggann.
Hún hleraði ofurlitla stund,
en heyrði ekki neitt. Þau hlutu
að tala saman í hálfum ‘hljóð-
um þarna inni í dagstofunni.
Hún læddist því upp stig-
ann aftur. Herbergi Miss Gir-
ton stóð opið. Hún fór þar inn
og opnaði gluggann. Þar fyrir
neðan var þak á útihúsi og þak
renna rjett hjá. Oft hafði hún
leikið sjer að því, þegar hún
var lítil, að renna sjer niður
þakrennuna ofan á þakið á
útihúsinu. Nú var hún að vísu
fullorðin. stúlka, en henni ógn-
aði ekki að reyna þetta.
Hún- tók upp um sig pilsið
og kleif u.pp í gluggann. Svo
náði hún taki á þakrennunni
og rendi sjer niður. Það gekk
ágætlega. Ofan af þakinu var
fimm feta hæð, en grasflöt
undir, og hún stökk þar niður.
Hún læddist fyrir húshorn-
ið, en þá hnykti henni við því
að í dagstofunni voru glugga-
tjöldin dregin fyrir og glugg-
arnir lokaðir. En hún hafði
tekið eftir því að þeir voru
opnir þegar hún kom heim. —
Þessir gluggar höfðu þá ein-
mitt blasað við henni, og hún
hefoi áreiðanlega undrast það,
ef þeir hefðu verið lokaðir, því
að það kom aldrei fyrir.
Agatha frænka vildi altaf hafa
hreint loft inni, og það mátti
ekki loka gluggunum, hvernig
sem veður var.
Patricia athugaði nú glugg-
ana á veröndinni. Hún komst
að því að þeir voru kræktir
aftur og svo vandlega dregið
fyrir þá, að hvergi var minsta
rifa. Nú vandaðist málið.
Hún fór að hugsa um hvort
hún ætti ekki að brjóta glugga
og ráðast inn. Helga hefði ekki
orðið skotaskuld úr því, en
hún þorði það ekki þegar á
átti að herða. Hún fann að sig
mundi bresta kjark þegar inn
væri komið og hún stæði and-
spænis þeim tveimur, sem inni
voru. Og það var ekki víst að
hún gæti orðið Helga að neinu
liði með því. En hún gat kom-
ist að því hver gesturinn var,
því að fyr eða seinna mundi
hann fara og þá gat hún sjeð
hann.
Hún litaðist um eftir felu-
stað fyrir sig, og kom þá auga
á sumarhúsið, sem var úti í
horni á garðinum. Þaðan gat
hún sjeð bæði glugga dagstof-
unnar og útidyrnar. Hvergi
var betri staður. Hún þaut
þangað. Glugginn í sumarhús-
inu var hálfhulinn af laufi og
gat hún því horft út um hann
án þess að hún sæist sjálft. Þar
tók hún sjer nú stöðu.------ —
Alveg um sama leyti var
minst á hana inni í dagstof-
unni, en það vissi hún auðvit-
að ekkert um.
— Hjerna er örlítil tafla —
það er í rauninni aðeins korn,
sagði maðurinn, sem var að
tala við Miss Girton; hann
lagði ofturlítið hvítt hagl á
borðið. Af þessu sefur fuliorð-
in stúlka í sex klukkustundir.
Látið þetta í kaffi hennar —
það bráðnar samstundis — og
eftir fimm mínútur er hún
sofnuð. Leggið hana svo á
legubekk og jeg læt sækja
hana klukkan ellefu.
Þetta var hár og grannur
maður. Þótt þau væri aðeins
tvö þarna, var hann með hatt
á höfðinu og hafði dregið hann
niður fyrir augu, en brett upp
kraganum á yfirhöfn sinni,
svo að ekki sá í andlit hans.
— Jeg gerist ekki morðingi
fyrir yður, mælti Agatha
kuldalega. Maðurinn hló.
— Hjer er ekki um morð að
ræða, því lofa jeg yður. Hún
er hraust og henni mun ekki
verða meira um þetta en að
hún hefði höfuðverk þegar hún
vaknar í fyrramálið. Þjer get-
ið víst ekki látið yður koma
til hugar að jeg vilji myrða
jafn elskulega stúlku.
Miss Girton laut alveg að
honum. !
— Svín! hvæsti hún beint
framan í hann.
Hann bandaði henni frá
sjer.
— Það situr ekki á yður að
vera með neina vandlætingar-
semi, sagði hann. Jeg elska
Patriciu, en jeg er hræddur um
að hún mundi ekki taka mjer
núna, eins og ástatt er. Þess
vegna verð jeg að beita brögð-
um.
— Mjer þykir iíka vænt um
Patriciu, sagði Agatha.
— Þjer ættuð að segja henni
það — en gera það þó með
mestu varkárni! sagði maður-
inn hæðnislega. Én þjer skuluð
ekki vera með nein látalæti.
Þegar betur stendur á mun jeg
biðja Patriciu að giftast mjer,
og það er í alla staði heiðar-
legt.
Miss Girton hvesti á hann
augum.
— Það er óþarfi að ljúga,
mælti hún biturlega. Engmn
heyrir til okkar.
— Mjer er fullkomin alvara,
sagði hann.
Hún dæsti fyrirlitlega.
— Sumir segja að allir
glæpamenn sjeu geðveikir. Jeg
er nú farin að halda að þeir
hafi rjett að mæla, sagði hún.
— Jeg tala í alvöru, sagði
hann. Mjer hefur hepnast það,
sem jeg hefi tekist fyrir, og á
vissan hátt er jeg mikilmenni.
Jeg er mentaður, greindur,
hraustur og lífsglaður. Jeg er
svo ríkur, að jeg kæri mig
ekki um meira. Að vísu er jeg
farinn að eldast, en þó er jeg
enn unglegur í sjón. En jeg
hræðist það að eyða bestu ár-
um ævi minnar í einlífi. Jeg
elska Patriciu. Ög jeg verð að
gera þetj;a til þess að sannfæra
hana um, að mjer sje alvara.
Og þá mun hún ekki hafna
mjer.
Miss Girton æddi aftur og
fram um gólfið.
— Þjer eruð brjálaður,
sagði hún.
Hann benti á hvíta kornið á
borðinu.
— Hvað var jeg að segja
yður? Jeg vona að þjer hafið
skilið mig.
Agatha gekk beint að hon-
um og kvæsti framan í hann:
— Þjer eruð brjálaður. Jeg-
skal segja það enn einu sinni.
Hvers vegna þurfið þjer að
pína mig fyrst þjer vitið ekki
aura yðar tal! Hvað ætli yður
hafi munað um 20 þúsund
ir punda!
— Maður hefur aldrei of
mikið af peningum, sagði
hann. Og svo þurfið þjer als
ekki að sjá eftir þessu, því að
Patricia fær það nú aftur, ef
alt gengur að óskum. En finst
yður það of mikið að borga 20
þúsundir fyrir frelsið og jafn-
vel lífið? Það er hægt á ákæra
yður fyrir morð, og það vitið
þjer vel Agatha frænka.
— Kallið mig ekki Agöthu
frænku ....
'— A jeg að kalla yður . . . .
— Nei, ekki það heldur.
Maðuri'nn ypti öxlum.
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGÐS.
82.
Aðeins einar dyr lágu út á götuna og við þær stóð Sagotha-
,vörður. Aðeins gegnum þessar dyr hafði okkur verið
■ bannað að fara. Það er að vísu rjett, að okkur var óheimilt
|að fara niður í hina djúpu ganga og herbergi þau, sem
jvoru undir byggingunni, nema okkur hefði verið skipað
að gera svo, en þar sem við vorum fyrirlitnir og álitið, að
við værum litlum vitsmönum gæddir, þótti engin ástæða
til að óttast það, að við gætum brotið neitt af okkur, þó
við færum um áðurnefnda hluta byggingarinnar, og eng-
inn reyndi því að stöðva okkur, er við gengum inn í gang-
inn sem lá niður í neðanjarðarhvélfingarnar.
í einu skinnanna geymdi jeg þrjú sverð, og bðgana tvo
og örvarnar, sem Perry og jeg höfðum smíðað. Þar sem
margir þrælanna báru líkar byrðar og jeg, skipti sjer eng-
| inn af okkur, og er jeg var kominn á stað nokkurn, þar
sem enginn sá til okkar, tók jeg mjer í hönd eitt sverð-
anna og eftir að hafa skilið hin vopnin eftir hjá Perry
lagði einn af stað í áttina að neðanjarðarherbergjunum.
Er jeg kom að herbergi því, sem Mahararnir þrír syáfu
í, læddist jeg hljóðlega inn, þar sem jeg var búinn að
gleyma því, að skriðdýrs-ófreskjurnar voru heyrnarlaus-
ar. Jeg drap þá fyrstu með því að reka sverð mitt í gegnum
hjarta hennar, en mjer tókst ekki jafn vel til með þá
næstu, þannig að áður en mjer gæfist tími til að drepa
hana, hafði hún ýtt við þeirri þriðju en sú þaut á fætur
og snerist gegn mjer með gapandi kjafti. En Mahörum er
ekkert gefið um að berjast, og þegar skriðdýrs-ófreskjan
sá, að jeg hafði þegar drepið tvo fjelaga hennar, og að
sverð mitt var atað blóði, reyndi hún að komast undan
á flótta. En jeg var viðbragðsfljótur og elti ófreskjuna,
þar sem hún í stökkum hentist niður einn ganganna.
Kæmist skriðdýrs-ófreskjan undan, var fullvíst, að
flóttaáform okkar voru farin út um þúfur, og allt benti
til þess, að þetta mundi þýða þráðan bana fyrir mig. Til-
hugsumn um þetta kom. mjer til að hlaupa með leiftur-
hraða, en hvað sem jeg reyndi, var ekki meira en svo að
jeg gæti komið í veg fyrir það, að bilið milli mín og ó-
freskjunnar lengdist.
Ef í.ofhir eetwr það ekki
— bá bver?
Það skeði í sporvagni
Maður nokkur var mættur
fyrir rjetti ásakaður um að
hafa rokið upp á kvenmann í
sporvagni með óbótaskömm-
um. Dómarinn spurði hann,
hvers vegna hann hefði gert
það.
— Jú, svaraði maðurinn, það
kom kona inn í vagninn. Hún
opnaði töskuna sína, tók pen-
ingabudduna upp úr henni,
lokaði töskunni, opnaði pen-
ingabudduna, tók 25 eyring úr
henni, lokaði buddunni, opn-
aði töskuna, lagði budduna í
hana og lokaði töskunni. —
Þegar hún kom auga á að hún
átti ekki að borga „fyrr en
menn færu út úr vagninum“,
opnaði hún töskuna, tók budd
j una upp aftur, lokaði töskunni,
opnaði budduna, setti 25 eyr-
inginn í hana, lokaði buddunni,
opnaði töskuna, setti budduna
í hana og lokaði töskunni. —
Þegar hún ætlaði að fara út,
opnaði hún töskuna, tók budd
una upp úr henni, lokaði tösk-
unni, opnaði budduna, tók 25
eyringinn úr henni, lokaði síð-
an buddunni ....
— Hættið, hrópaði dómar-
inn, þjer eruð að gera mig vit-
lausan.
— Það var einmitt það, sem
konan var að gera mig, svar-
aði maðurinn.
★
Aluininium-skip
Næstu daga verður tveimur
aluminium-skipum hleypt af
stokkunum í Ameríku. — Er
annað þeirra 10,200 smálestir,
en hitt 6700 brúttó. Burðar-
magn þessara skipa er miklu
meira en venjulegra skipa
j vegna þess, hve málmurinn er
ljettur.
í Moskva er nú farið að
nota við iðnaðinn gas, sem
brennur án loga. Er þetta ný
uppfinning. Er sparnaðurinn
við þetta þrefaldur samanbor-
ið við venjulegt gas. Hitaaukn
ingin er 300%.
★
í hinum heimsfræga háskóla
í Krakow eru nú 10,000 nem-
endur. Skólinn hefur starfað í
nær 600 ár. Frægasti nemandi
skólans er stjörnufræðingur-
inn mikli Kopernikus.
★
Ung stúlka í Adelaide í*
Ástralíu hefur innleitt nýja
hattatísku. Er það spónakarfa,
sem kvenfólkið ber á höfðinu.
Botninn snýr upp. — Ekki er
öll vitleysan eins.
v