Morgunblaðið - 11.02.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur 34. tbl. — Þriðjudagur 11. febrúar 1947 Isafoldarprentsmiðja h.f. FRIÐARSAiyNIIMGAR VIÐ FIMM RIKI UNDIRRITAÐIR 1 PARÍS í GÆR eilfiljóE og lampar í Lo Churchill deilir á sljórftina London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. MILJONIR breskra verkamanna misstu vinnu sína í dag, er afleiðingar kolaskortsins og rafmagnstakmörkunarinnar byrjuðu að koma í ljós fyrir alvöru. I þúsundum skrifstofa og fyrirtækja var unnið við kertaljós,'en klukkan níu í kvöld eftir breskum tíma flutti Attlee forsætisráðherra, ræðu, þar sem hann bað bresku þjóðina að standa vel saman um að sigrast á erfið- leikunum. Churchill deilir á stjórnina í umræðum um þessi mál, sem f ram fóru í neðri málstof u j breska þingsins í dag, sagði Churchillj að hann vonaði, að erfiðleikar þeir, sem þjóðin ætti nú við að etja, mundu hafa það í för með sjer, að nú- verandi stjórn yrði að fara frá. Churchill spáði því, að ástand- ið mundi versna enn, en bætti því við, að það væri þó ekki skoðun / sín, að Bretar gætú ekki risið undir þessu. — Þá sagði hann og, að þreska þjóð- in væri nú að súpa seiðið af sósíalismanum. Atvinnuleysi. Frá ýmsum morgum í Bret- landi bárust fregnir af löngum röðum af fólki, sem beið eftir því að láta skrá sig á atvinnu- leysingjalistana. Einn blaða- maður komst þannig að orði, að engu hafi verið líkara í dag en að þjóðin væri á ný að lifa j landamærunum innan skamms. Framh. á bls. 11 I —Reuter. spönskn ianclaniæriii vikudag Madrid í gæ.rkvöldi. SAMKVÆMT góðum heim- ildum verða landamæri Frakk- lands og Spánar opnuð á ný n. k. miðvikudag. Fregn þessi hefir enn ekki fengist staðfest opinberlega, en á það er bent, að spánska stjórn in hefir dregið töluvert úr her- styrk_ sínum við landamærin upp á síðkastið. Enn sem komið er hafa fjór- ar herdeildir snúið aftur til Mad rid frá landamærahjeruðunum og álitið er að f jórar til viðbót- ar muni leggia af stað frá Eldingu slær niður í hús í Landeyjum og veldur tjóni SIÐASTLIÐINN laugardag gekk eldingaveður um Suðurland og sló eldingu niður í íbúðarhúsið að Voðmúlastaðahjáleigu í Landeyjum og olli miklum skemdum á húsinu, en fyrir tilviljun, eða mestu mildi varð ekkert tjón á mönnum." Húsið er einlyft timburhús,*1 klætt bárujáunsþaki og með bárujárnsrisi. Eldingin setti gat á þakið og hluti af þakinu rifn- aði upp. Gat kom á gafl húss- ins og allar rúður í því brotn- uðu, en rót varð talsvert í kringum húsið. Ennfremur hrundi reykháfur hússins. Það var fjórða eldingin, sem kom, sem sló niður í húsið, en allmargar komu á eftir. Auk þess, sem eldinganna varð vart í Landeyjunum gengu eldingar á Rangárvöllum og víða um Suð urland. " Bóndi í Voðmúlastaðahjá- leigu er Ólafur Guðjónsson. Hefir hann orðið fyrir miklu tjóni við skemdir á íbúðarhúsi sínu. Fuiltrúar ítala9 Finna, Húmena9 Ungverja og Búlgara skrifa undir París í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I DAG voru undirritaðir í utanríkisráðuneytinu í París friðar- samningar við fimm af fyrverandi bandamannaríkjum Þjóðverja — ítalíu, Finnland, Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjaland. Frjetta- ritarar síma, að athöfnin hafi farið virðulega fram og verið þrungin alvöru. Fulltrúar Finna skrifuðu þegjandi undir samn- ingana, en Lupi Di Soragna, sem skrifaði undir fyrir hönd ítala, sagði við frjettaritara Reuters, „Þetta er sorgardagur fyrir ítalíu". -* maesns Clement Attlee forsætisráð- herra, ávarpaði bresku þjóðina í gær í tilefni af erfiðleikum þeim, sem hún á nú við að stríða vegna kolaskortsins. Forsætis- ráðherrann varaði Breta við því, að ástandið væri nvjög al- varlegt. Sauiinganefndir til HretJands og iús RIKISSTJORNIN sendir á morgun samninganefndir til Bretlands og Sovjetríkjanna. ^* Þessír verða í samninganefnd inni til Bretlands: Magnús Sig- urðsson, bankastjóri, form., Lúð vík Jósefsson, alþm., Richard Thors, forstjóri, og Sigursteinn Magnússon, framkvstj. Ráðunautur nefndarinnar um hraðfrystan fisk er Finnbogi Guðmundsson, útgerðarmaður. Ritari nefndarinnar er Helgi Þórarinsson, framkvstj. I nefndinni til Sovjetríkj- anna verða þessir menn: Pjetur Benediktsson, sendiherra, form. Ársæll Sigurðsson, framkvstj., Björn Ólafsson, fyrrv. ráðh., Erlendur Þorsteinsson, framkv- stj. og Helgi Pjetursson, fram- kvstj. Ráðunautur nefndarinnar um hraðfrystan fisk er Sveinn Jóns son, útgerðarmaður. (Tilkynning frá ríkisstjórninni). i Kenin . Berlín í gær. TALIÐ er nú, að 60 til 80 manns hafi látið lífið í bruna þeim, sem varð á breska her- námssvæðinu í Berlín s. 1. laugardagskvöld. Meðal þeirra, sem ljetu lífið, voru sex bresk- ir hermenn. Fjörutíu manns eru hættulega særðir af völdum eldsvoðans. Eldurinn kom upp á skemmti- stað, þar sem saman var kom- inn mikill fjöldi Þjóðverja og breskra hermanna. Slökkvistarf ið var mjög erfitt, meðal ann- ars vegna frosthörkunnar. —Reuter. ? m » Breskur hershöfS- ingi myrfur Löndon í gær. í MORGUN var breskur hers höfðingi skotinn til bana í Pola, Istríu, er hann var að skoða breskan hervörð þar í borginni. Skömmu eftir að atbur.ður þessi hafði skeð, var morðing- inn, ítölsk kona, handtekin. • Tilraun hafði verið gerð til að myrða hershöfðingjann fyrir viku síðan. Hann var 39 ára gamall. Pola er ein af borgum þeim, sem Júgóslavar fá frá Itölum Al Capone dáinn NEW YORK: — Al Capone, þektasti glæpamaður Banda- ríkjamanna, ljest nýlega á heimili sínu í Miami, Florida. Banamein hans var 1 ungna- bólga. Hann var 49 ára gamall. Al Capone var talinn hafa haft dauða 250 manna á sam- viskunni. Hann bætti því við, að ítalska 'stjórnin liti í raun og veru ,ekki á.samkomulag þetta sem samning, heldur ofurkosti, sem þrengt hefði verið upp á þjóð- ina. Mótmæli. Rúmenía, Ungverjaland og Búlgaría höfðu þegar mótmælt friðarsamningunum í orðsend- ingum, sem þau sendu stórveld unum. Rúmenía sendi þannig utan- ríkisráðuneytinu í París orð- sendingu í gær, þar sem því er haldið fram, að kröfur þær, sem gerðar eru í samningunum sjeu ósanngjarnar. í dag barst svo lík orðsending frá Simpn Georg iev, utanríkisráðherra Búlgar- íu. í henni segir meðal annars, að kröfur sigurvegaranna muni valda þjóð hans miklum erfið- leikum. Oánægja. Blaðamenn síma, að við at- höfnina í dag hafi jafnvel bor- ið á óánægju meðal sigurveg- aranna. Áður en undirritun samninganna hófst, hafi gríska stjórnin sent ráðuneyti Georges Bidaults orðsendingu, þar sem mótmælt er einstöku atriðum í friðarsamningunum. Finnar skrifuðu síðastir und- ir, en þjóðir þær voru tuttugu sem undirrituðu samningana. Með þessu er formlega lokið styrjöld þeirri, sem hin fimm fyrverandi bandamannaríki Þjóðverja háðu gegn banda- mönnum. Óeirðir Undirritun samninganna hef- ir haft í för með sjer^ óeirðir í Róm og víðar. Þúsundir manna söfnuðust þannig samán við gröf óþekkta hermannsins í Róm, en á ítalíu lögðu menn alment niður vinnu í 10 mírtút- ur í dag í mótmælaskyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.