Morgunblaðið - 11.02.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1947, Blaðsíða 2
MORGDNBLAÐIS Þriðjudagur 11. febr. 1947 Húsaleiguiögin rædd á Alþingi MIKIÐ af fundartímanum í sameinuðu þingi í gær fór í að ræða þingsályktunartillögu Jón asar Jónssonar varðandi húsa- leikulöggjöf landsins. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að leggja fyrir nú verandi Alþingi frumvarp til laga um gagngerða breytingu á húsaleigulöggjöf landsins, þar sem byggt verði á þeim undir- stöðuatriðum, er nú skal greina: 1. Húseigandi á að öðlast fulla heimild til að 'segja leigjanda upp húsnæði. 2. Húseiganda skal vera ó- heimilt að láta íbúðir standa ónotaðar. 3. Öll húsaleiga í leiguíbúðum skal ákveðin af húsaleigunefnd, þannig að hún sje jafnmikil fyr ir jafngott húsnæði, hvort sem húsið er gamalt eða nýtt." Segir flm. í greinargerðinni að húsaleigulöggjöfin gangi nær eignar- og persónurjetti manna en dæmi eru til með menntaþjóðum utan einræðis- landanna. Er líkast því, að þeg- ar þessi löggjöf var sett hafi verið byggt á þýskum og rúss- neskum fyrirmyndum. í hinum frjálsu grannlöndum íslendinga láta menn húseigendur ráða sjálfa hvaða fólk þeir taka sem leigjendur, en hinsvegar verður að leigja einhverjum þær íbúð- ir sem til eru. Telur flm. að í Reykjavík standi auðar mörg hundruð íbúðir, af því að eig- endur þeirra vilji ekki eiga á hættu að fá ógeðfelt fólk í hús sín og verða að hafa það í ná- vist sinni árum saman, hve illa sem sambýlið kann að takast. Stefán Jóh. Stefánsson, for- sætisráðherra, upplýsti að mjög bráðlega mætti vænta upplýs- inga frá nefnd þeirri er skipuð var s. 1. vor til að endurskoða húsaleigulöggj öf ina. Nokkrar umræður urðu um skort byggingarefnis til íbúðar-** húsbygginga. Upplýsti ráðherra að aldrei hefði verið byggt meira af verkamanna- og samvinnubú- stöðum en á s. 1. ári. í sept. s. 1. voru á sjötta hundrað íbúða í byggingu. Finnur Jónsson sagði frá því að á árinu héfðu verið fluttir 15 þús. „standardar" af timbri. Finnur tók það fram, að þótt enn þyrfti meira til, þá gætum við ekki gert okkur vonir um að geta byggt allt, sem við þyrft um og vildum meðan svo mik- ill skortur er á byggingarefni í heiminum og nú er. Tillagan fór til allsherjar- nefndar. Enn meðvftunarlaus eftir bílslysið á sunnudag NOKKUÐ á níunda tíman- um á sunnudagskvöld ók fólks bifreið, er í voru 6 farþegar, auk bílstjóra, aftan á vörubif- reið, með þeim afleiðingum, að allir sem í bílnum voru slös- uðust meira eða minna. Bílstjór inn, Sigurður Jónsson, .slasað- ist mjög mikið og var hann fluttur meðvitundarlaus í Landsspítalann. Hann var ekki kominn til meðvitundar kl. 10 í gærkvöldi, er blaðið átti tal við spítalann. Við áreksturinn kastaðist fólksbifreiðin út í skurð við veginn, en þann sem í vöru- bílnum var sakaði ekki. Far- þegar í fólksbílnum voru starfs stúlkur við Elli- og hjúkrunar heimilið Grund. Sigurður er til heimilis í Múlakamp 7. rættið... 15 þús. krónur: 864 5 þús. krónur: 4066 2 þús. krónur: 3578 7781 13247 1 þús. krónur: 1121 3033 3880 8429 12327 12722 13510 13819 16329 16601 16824 23306 Ólafur Jóhannesson settur prófessor við Háskélann í GÆR var Ólafur Jóhann- esson, lögfræðingur, settur prófessor við Háskólann fyrst um sinn í stað Gunnars Thoroddsen, sem fjekk leyfi frá kenslu, er hann var kos- inn borgarstjóri í Rcykjavík. anna* í bruni voru 91 keppandi og varð Maguús Brynjúlfsson nr. 68 í röðinni, on Björgvin Júníusson nr. 81. f svigi voru 95 keppendur og varð þarj Blaðið átti tal við Jón Eyþórs Mngnús nr. 47, en Björgvin son í gærkvöldi. Hann kvaðst nr. 55. í tvíkeppni í þessumjlíta svo á, að líklegast væri, að grcinum (samantögð úr'slit) j Mývetningar' hefðu sjeð eld- varðMagnús nr. 48; on Björg.ingar á laugardaginn. Það voru efdingar í ÚTVARPSFRJETT um helgina síðustu var skýrt frá, að menn í Mývatnssveit hefðu orðið varir við eldblossa suð- ur yfir öræfunum í átt til Dyngjufjalla. Litu þeir svo á, að þar myndi vera um eldsupp- komu að ræða. I gær var hið besta veður um land alt, og skygni gott. Bauð Flugfjelag íslands fjórum mönn um, þeim Jóni Eyþórssyni, Pálmá Hannessyni, Sigurði Þór arinssyni og Steinþóri Siðurðs- syni í flugferð yfir austur há- lendið, svo þeir gætu gengið úr skugga um, hvort'um nokkur eldsumbrot væri þar að ræða. Fyrst var flogið með farþega norður á Melgerðismela, sem til Akureyrar ætluðu. En síðan var flogið með þessa fjóra austur Og suður yfir hálendið suður yfir Öskju, Kverkfjöll, Gríms- vötn og síðan hingað aftur. Fengu þeir hið besta skygni á ferðinni. En ekkert sáu þeir er gæti bent til þess að um eldsumbrot hafi verið að ræða. Landið alt var alhvítt af snjóföli, sem er svo þunt að hægt var úr flugvjelinni að greina hvern stein og hverja mishæð. Er flogið var, yfir Þingvallasveitina, blasti við ferðamönnunum hið fegursta sólarlag. Þeir höfðu með sjer myndavjelar- og tóku. margar myndir í ferðinni 500 króni ir: 759 2586 4819 7497 8029 8619 9212 10309 12729 13935 15232 20237 20712 20780 21308 22787 320 krónur: 304 319 325 422 470 700 916 1064 1166 1271 1441 1852 2218 2254 2498 2831 3061 3105 3832 3863 4081 4185 4219 4444 4534 4578 4612 5492 5C86 6013 6225 6285 6414 6796 7003 7776 7961 7979 8107 8391 9550 9630 9701 10600 11311 aaíwx Gíslason 2 . i fyrrum prófastur í Hálsi 11555 11610 11637 11724 11855 11941 12321 12330 12489 12509 12523 13632 13634 13661 13737 13832 14450 14527 14919 15719 15821 16221 16388 16565 16902 17949 17966 18066 18270 18333 18449 19242 19658 20271 20427 20792 20924 21348 21459 21575 21772 21850 22346 22526 22789 23346 23426 23723 24099 24295 24393 24485 24571 24602 24678 vin nr. 62. Þeir Björgvin Júníusson og Magnús Bryn- jólfsson eru báðir frá Akur- Fregn af Rangárvöllum og Landeyjum, sem birtist hjer í blaðinu í dag, styður þá álykt- eyn. »un hans. 200 krónur: 98 354 397 442 494 600 895 v1002 1004 1051 1326 1428 1454 1482 1769 1839 1910 1927 2096 2382 2474 2612 2705 2983 3054 3195 3375 3439 3479 3705 3763 3795 3973 3998 4061 4181 4237 4342 4398 4400 4434 4439 4463 4497 4532 4570 4698 4865 4890 4899 5249 5317 5371 5517 5619 588*6 5895 5902 6184 6299 6645 6665 6859 6983 7013 7201 7290 7397 7424 7551 8120 8170 8284 8293 8382 8392 8497 8598 8972 8996 9205 '9215 9622 9664 9755 9859 9876 9908 10169 10186 10304 10546 10571 10714 10761 10931 11138 11376 11817 11821 11854 11870 11908 11924 11929 11939 11958 12059 12087 12089 12128 12380 12889 12935 13167 13206 13461 13518 13.762 13806 13857 13913 13961 14393 14463 14723 14747 14756 14820 14886 14934 15016 15186 15365 15390 15525 15872 15980 15998 16069 16180 16448 16380 16396 16500 16723 16800 16876 16983 17031 17089 17181 17184 17243 17304 17368 17384 17490 17519 18003 18053 18145 18195 19016 19123 19146 19179 19235 19276 19317 19447 19483 19558 19567 19976 20006 20052 20250 20292 20321 20340 20398 20460 20482 20593 20731 21084 21125 21391 21512 21640 21849 21905 21957 22215 22244 22377 22568 22724 22833 22852 23023 23063 23341 23457 23500 23567 23589 23613 23654 24202 24230 24264 24374 24406 2464*3 24839 Aukavinningar kr. 1000: 863 865 (Birt án ábyrgðar). ASMUNDUR Gíslason, fyrr um prófastur á Hálsi í Fnjóska dal, andaðist í Landakotsspít- ala hjer í bænum 4. þ. m., hálf áttræður, og er borinn til graf ar í dag. Með honum er til moldar hniginn einn af höfuðprestum eldri kynslóðarinnar í íslensku þjóðkirkjunni. Hann var þjón andi prestur í rúmlega 40 ár og gegndi einnig á þeim árum mörgum öðrum trúnaðarstörf- um og var vinsæll maður pg vel metinn. Sjer Ásmundur var Þingey- ingur, af ágætri og lands- kunnri ætt. Þeir voru hálf- bræður Gísli faðir hans og Ein ar Ásmundsson í Nesi, hinn al kunni bændahöfðingi og fram- faramaður. Móðir sjer Asmund ar var Þorbjörg Olgeirsdóttir Arnasonar í Garði, skörungs- kona og drengur góður. Sjera Asmundur fæddist á Þverá í Dalsmynni 21. ágúst 1872. — Hann var næstelstur þeirra systkina sinna, sem á legg komust, þau voru fimm, en tvö dóu í æsku. Fjögur systkinin lifa bróður sinn, frú Auður, ekkja Arna Jónssonar, pró- fasts á Skútustöðum, Ingólfur, fyrrum hjeraðslæknir, Garðar, stórkaupmaður í New York, og Haukur, prestur við Hólmsins kirkju í Kaupmannahöfn. Ásmundur fór í lærða skól- ann og varð stúdent 1892, með I. einkunn, las síðan guðfræði og tók embættispróf 1894, með I. einkunn. Árið eftir vígðist hann aðstoðarprestur sjer Guð mundar Helgasonar á Bergs- stöðum og fjekk veitingu fyrir því prestakalli 1896. Árið 1904 tók hann við Hálsprestakalli í Fnjóskadal og gegndi því æ síð an, uns hann Ijet af prestsskap og fjekk lausn 1. júní 1936. — Nokkru áður hafði hann verið sæmdur' riddarakrossi Fálka- orðunnar. Hann var þrófastur Suður-Þingeyinga fram undir aldarfjórðung (1913—1936). Sjera Ásmundur var lengi í hreppsnefnd og sýslunefnd- og annaðist brjefhirðingu og símaafgreiðslu og fleiri störf fyrir sveit sína og skrifstofu- störf nokkur á seinni árum. Kona sjera Ásmundar var Anna Pjetursdóttir frá Vest- dal í Seyðisfirði, ágæt kona, og dó hún um þær mundir sem hann Ijet af prestsskap (25. febr. 1936). Synir þeirra eru: Ólafur, fyrrum bóndi, Gísli, kennari við Verslunarskólann, og Einar, hæstarjettarmála- flutningsmaður. Sjera Ásmundur Gíslason var ágætur kennimaður og einlægur trúmaður á gamla lútherska vísu, en víðsýnn maður og umburðarlyndur og fylgdist vel með. — Hann fór tvisvar utan, m.a. til þess að kynna sjer kirkjumál. í fyrra sinnið fór hann til Danmerkur, sumarið 1904, í síðara skiftið á lútherska kirkjuþingið í Kaup mannahöfn 1939. Þá fór hann einnig til Noregs. Sjera Ás- mundur þótti ágætur prjedik- ari og heyrt hef jeg ýmsum stólræðum hans og tækifæris- ræðum viðbrugðið. Hann var vel orði farinn og stílfær, tal- aði og skrifaði fallegt og vand- að, en yfirlætislaust mál. Hanni var vel hagmæltur og ljett um bundið mál, en hjelt því lítt fram. A fyrri árum samdi hann oft heilar ræður í bundnu máli og sltrifaði ljóðabrjef og var alla tíð mjög skemtilegur brjefritari. Sjera Ásmundur var einnig góður fróðleiksmað ur á kirkjuleg fræði og á sögu og ættvísi. Á seinni árum, eft- ir að hann losnaði við embætt- isannir, skrifaði hann ýmislegt um þessi efni. Nokkrar slíkar greinar hans komu út í fall- egri bók fyrir jólin í vetur. Sú bók heitir ,,Á ferð" og eru i henni skemtilegir og vel sagð- ir þættir, svo sem kafli um skóginn, um Fnjóskárbrúna., 17. júní 1944, og þar eru einnig góðar lýsingar á kirkjuferð, skólaferð og rjettardegi. Sjera Asmundur Gíslason var yfirlætislaus maður og hafði sig lítið í frammi af sjálf um sjer, en hann var dreng- skaparmaður og þrekmenni og öruggur starfsmaður, hvar sem hann gekk að verki, vinur vina sinna og stoð safnaðar síns. —. Hann var öndvegisklerkur £ gamalli og þjóðlegri merkingu þess orðs: skörulegur, en mild- ur kennimaður í stól og fyrir altari, framkvæmdasamur og hagsýnn búmaður, tillagagóð- ur fyrirmaður í sveit sinni, unnandi og iðkandi þjóðlegs fróðleiks og kristilegra menta, Hann var virðulegur og góður þjónn kirkju sinnar, og minn- ingin um störf hans og mann- kosti mun lengi geymast. V.Þ.G. Mrs. Craigie láiin SAMKVÆMT skeyti er Snæ- birni Jónssyni bóksala barst í gær er nýlátin í Oxford pró- fessorsfrú Craigie, kona W. A„ Craigie prófessors. Frú Craigie hafði komið hing að tvisvar sinnum í fylgd með manni sínum. I fyrstasinh árið 1910 er þau hjón voru hjer á landi mikinn hluta sumarsins: og ferðuðust um Vesturland. í síðara sinn var hún hjer með manni sínum á Alþingishátíð- inni 1930. Hún var hin mesta merk'is- kona, frábær skörungur. Var hún sem maður hennar hinn mesti íslandsvinur, enda vorq þau hjón samhent um alt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.