Morgunblaðið - 11.02.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. febr. 1947 GRÍPTU ÚLFINN 31. dagui — Jeg veit ekkert um það, sagði hann. En þjer getið reitt yður á það, að hann verður heima á þeim tíma sem hann talaði um, ef hann mögulega getur. Hann er stundvísasti maðurinn undir sólunni, og hann kemur altaf inn um dyrnar á mínútunni. Þjer þurf ið því ekki að vera neitt óró- leg. ■ Svo blístraði hann eins og ekkert væri um að vera, en þó mátti sjá að honum var ekki rótt. — Hvað, hefur nokkuð komið fyrir svo að jeg þurfi að vera óróleg? Hvað ætlaði hann að hafa fyrir stafni? — Hm, sagði Orace aðeins og hamaðist á dósinni. Patricia sá að ekki var gott að koma við hann orði, svo að hún gekk aftur inn í setu- svefn-dag-stofuna og settist þar í hægindastól. Vindlinga- veski Helga lá þar á borði og hún tók vindling úr því og kveikti í honum. Hvað sem henni sjálfri leið, þá var það augljóst að Orace var ekki í góðu skapi. — Enn vantaði klukkuna tíu mínútur, þangað til Helga var heim von, eftir því sem Orace sagði. — Skyldi Helgi nú vera jafn stund vís og af var látið, og var nokk ur ástæða til þess að óttast um hann, ef hann kæmi ekki á til- settum tíma? Hvert skyldi hann hafa farið? Ekki gat hann skift sjer neitt af skipinu á ^þessum tíma. Skyldi hann fara farið í njósnarför út í eyna? Það gat svo sem vel verið að honum hefði dottið það í hug að rannsaka Gamla húsið þar. Eða hafði hann aftur farið til þess að kljást við þá Bloem og Bittle? Það var svo sem eftir honum. Hún var með úrið sitt í hend inni og fylgdist með því hvernig stóri vísirinn mjakaðist í átt- ina þangað til klukkuna vant- aði fimm mínútur í hálf átta. Þá kom Orace inn og lagði disk á borðið fyrir hana. Hann leit á úr sitt. — Hann kemur eftir tvær eða þrjár mínútur, sagði hann. Enginn maður er jafn stund- vís. Með þessu þóttist hann hafa gert hana rólega og fór. Hún heyrði glamrið í trjeskónum hans frammi í eldhúsinu og gat dæmt eftir því að hann hafði gengið út í dyr til þess að gá að Helga. Patriciu. fór nú að gerast ó- rótt. Hun gat ekki setið kyr lengur, en tók að ganga um gólf. Þetta var ekki álitlegt. Helgi hafði rokið burtu án þess að láta neinn vita hvert hann ætlaði, og nú var hann ekki kominn heim að ákveð- inni stund, hann sem altaf var stundvísin sjálf. Máske hafði hann haft svo mikið að gera Ög þurft að koma svo víða að hann hefði tafist meira en hann gerði ráð fyrir. En það var ekki um annað að gera fyrir hana en bíða. Og þó var það hart. Eitthvað gat hafa kom- ið fyrir hann. Hún braut heil- ann um þáð hvar hans mundi helst vera að leita, en var engu nær. Orace kom nú inn aftur. Hann hafði farið úr hvítu svuntunni sinni og var nú í jakka og með húfu á höfði. — Nú ætla jeg að fara og vita hvort jeg get ekki fundið hann, sagði hann. En með yð- ar leyfi þá ætla jeg að fylgja yður heim fyrst. — Hvert ætlið þjer að fara? spurði hún. — O—o, jeg ætla að svip- ast hjerna í kring. Hann mint- ist á einn eða tvö staði, þar sem hann kynni að vera. Jeg skal hafa upp á honum, verið þjer alveg óhrædd um það. — Jeg kem með yður, sagði hún hispurslaust. Hann hristi höfuðið. — Það tek jeg ekki í mál, sagði hann. Ef eitthvað kemur fyrir yður þá drepur hann mig. — Hvert eigum við að halda fyrst? sagði hún eins og hún hefði ekki heyrt hvað hann sagði. — Hvert jeg ætla að fara — það get jeg sagt yður. Hann dró miðann frá Helga upp úr vasa sínum og rjetti henni. Hún las miðann og brá heldur en ekki í brún. Þetta hafði henni ekki komið til hug arv að hann mundi fara að rann saka hitt Gamla húsið. En þangað hafði hann sýnilega far ið. Þar urðu þau að leita hans. Máske hafði hann gengið í ein hverja gildru þar? — Komið þjer, hrópaði hún og rauk á stað. Hún hljóp göt- una sem lá inn fyrir þorpið í staðinn fyrir að fara þann veg- inn, sem lá niður að bryggju. Grace stökk á eftir henni og náði í handlegginn á henni. — Þjer farið vitlausa leið, sagði hann. Hún hvesti á hann augun. — Þessa leið ætla jeg að fara, sagði hún. — Jeg verð að banna yður það — því miður, sagði hann. — Haldið þjer það? sagði hún rólega. En því miður verð jeg að fara þessa leið, hvort sem yður líkar betur eða ver. Og svö sleit hún sig af hon- um og tók á rás. Hún heyrði að hann kom höktandi á eftir, másandi og kallandi — bað hana að hugsa um það, hvað Helgi mundi segja ef hún færi þessa leið. Hún skeytti því engu en hljóp niður brekkuna eins og fætur toguðu. Orace á eftir eins hratt og bæklaði fót- urinn gat borið hann. Alt í einu rak hún tána í stein og datt. Hann náði í hana áður en hún gat staðið á fætur aftur. — Jeg bið yður afsökunar, sagði hann, en þetta er skylda mín og hann mundi vera á sama máli. Hún reis á fætur og hafði ekki meitt sig neitt. í sama bili fann Orace að eitthvað hart var rekið í síðu hans og hann vissi þegar hvað það var. — Trúið þjer þvi nú, að mjer sje alvara? segði hún höst. Mig langar ekki til þess að meiða yður, en jeg neyðist til þess ef þjer sleppið mjes •ekki. Jeg verð að komast minn ar leiðar. Honum hefði verið í Iófa lagið að snúa marghleypuna úr höndum hennar, en hann kom sjer ekki að því. — Jæja þá — fyrst þjer endi lega viljið----- Því vissi hún, að hann bjóst við því versta. Þau hlupu niður hæðina. Hún mundi eftir því að hann vaf' haltur og ljet hann ráða ferðinni. Þannig hjeldu þau á- fram þangað til þau komu að Gamla húsinu. — Nú er best að þjer ráðið ferðinni, jeg er ókunnugur hjerna, sagði hann. Hún fór sömu leiðina og Helgi hafði farið, en hún fór ekki jafn gætilega og hann. Þess gerðist heldur ekki þörf, því að nú var orðið dimt. Hún nam staðar við dyrnar. — Lofið mjer að fara á und an, sagði hann. Hann snaraðist fram fyrir hana og hún varð að láta sjer það vel lynda. Hann hratt upp hurðinni og brá upp skriðljósi svo að samstundis varð bjart í anddyrinu. — Þarna eru spor, hvíslaði hann. Hjer hafa nýlega verið menn, og jeg skal hengja mig upp á það að það hafa verið menn úlfsins. Ljósið fjell á borðið inst í anddyrinu, sama borðið, sem Helgi hafði snúið við, og sást byssan glögglega. Það var því eðlilegt að dálítið hik kom á Orace. Hann sneri sjer við og athugaði hurðina og sá þá þeg- ar farið eftir kúluna. Þá svip- aðist hann um fyrir utan. — Jæja, sagði hann svo, ekki hefir þetta orðið Mr. Templar að meini, þótt það hefði riðið mjer að fullu, því að hann hefir snúið byssunni við. Hann rölti nú inn ganginn og gætti þess að hleypa henni ekki fram fyrir sig. Hún hjelt á marghleypunni í hendinni. Henni var ekki rótt og þó var hún vel stilt. Henni fór líkt og hnefaleikara, sem kvíðir fyrir bardaga, en verður öruggur um leið og á hólminn er komið. Hjer hafði Helgi þá verið. Kvíð inn fyrir leitinni var horfinn. Þau komu nú að opnum dyr- um og Orace staðnæmdist þar. — Það er best að athuga hvað hjer er, sagði hann. Hún gægðist yfir öxlina á honum um leið og hann brá upp ljósihu. Bæði sáu í einum svip að herbergið var tómt og á miðju gólfi var kolsvört opin gátt. Patricia rak upp hljóð og ætlaði að ryðjast fram fyrir Orace. En hann greip í hana og hjelt henni fast, hvernig sem hún braust um. — Bíðið þjer, bíðið þjer and- artak, sagði hann. Hann reyndi gólfið með fæt- inum og mjakaði sjer fram að gáttinni. Þegar hann hafði gengið úr skugga um að gólfið var sterkt, slepti hann henni. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. I Lán óskast, 130—150 þúsundir, gegn 1. veðrjetti í húseign I í Miðbænum. Tilboð, merkt: „150“, leggist inn | á afgr. Mbl, fyrir 13. þ. m. Vil kaupa nýtísku íbúð, 5—6 herbergi, flatarmál minst 150 ferm., 1 herbergi í kjallara eða risi þarf að fylgja. — Um kaup á dálítið minni íbúð á hæð og íbúð í kjallara getur komið til mála. Til greina geta komið skifti á 4 herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu. Tilboð um stað og verð óskast send Morgun- blaðinu fyrir föstud. 14. febr. merkt: „L.G.S.“. Heildsöluvörulager til sölu: Vegna rýmingar fyrir annari óskyldri vöru, viljum vjer selja talsverðan smávörvulager 1 einu lagi við góðu verði. Þetta eru alskonar smávörur. Þeir, sem áhuga hefðu fyrir þessu, leggi nafn og heimilisfang inn á afgr. þessa blaðs fyrir fimtudag, merkt: „Smávörulager- heildsala“. Géð e£gn Skriistoiuslúlka helst vön skrifstofustörfum, óskast strax. /* U Góð, arðbær húseign á ágætum stað 1 Hafnar- firði, er til sölu að hálfu fyrir sanngjarnt verð t ef samið er strax. Þeir, sem vilja sinna þessu f sendi nöfn sín til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. þ. m., merkt: „Framtíðarstaður“. Peningamenn — Hlutabrjef Til sölu eru hlutabrjef í góðu iðnfyrirtæki. — | Söluverð ca. 100 þús. kr. að verðmæti — Gott fyrir mann, sem vill ávaxta peninga sína. — Þagmælska áskilin. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ. m., ásamt uppl., merkt: „Hluta- t brjef—Þagmælska“. || Góð 5 herbergja íbúð 1 > ; 1 nýju húsi í Kaplaskjóli til söl,u. Uppl. gefur ! Steinn Jónsson, lögfræðingur, Laugaveg 39. ; sími 4951. | A x$x^$xJx^^^<$x3x$>^x^^H$x^<$xSx^<$x$xSxSH$^H$x^^x$x^^x^<$>^xgx^<^x5KS>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.