Morgunblaðið - 11.02.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1947, Blaðsíða 6
*q MORGUNH; AEIiS Þriðjudagur 11. febr. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Framtíð Mentaskólans ÞEIM mönnum fjölgar óðum, sem geta ekki felt sig við þá hugmynd að hið fornfræga mentasetur, Mentaskólinn í Reykjavík verði lagt niður. Einkum eru það gamlir nemendur Mentaskólans, sem hafa tekið trygð við stofn- unina. Þetta kom berlega í ljós á aldarafmæli skólans á síðastliðnu sumri. Eldri og yngri nemendur og aðrir vel- unnarar skólans risu gegn þeirri ráðagerð, sem þá var á döfinni, að leggja gamla skólann niður og byggja nýtt Ekólahús í úthverfi borgarinnar. Skömmu eftir að Mentaskólinn mintist hátíðlega aldr arafmælis síns, birtist hjer í blaðinu ágæt grein eftir tvo af núverandi kennurum skólans. Þeir töldu þá stefnu í skólamálum ranga, að hafa skólana mjög stóra. Reynslah hafi hvarvetna sýnt, að skólarnir voru betri, ef þeir voru ekki mjög stórir. Kenslan nyti sín betur í slíkum skólum og öll stjórn skólans yrði betri. Tillaga mentaskólakenn- aranna var því sú, að nota gamla skólann áfram, endur- bæta hann, en byggja nýjan mentaskóla í Austurbænum, ekki þó neinn risaskóla, heldur hæfilega stóran skója. * Ýmsar fleiri tillögur hafa komið fram varðandi fram- tíðarskipan þessara mála. Síðan nú nýlega kom fram á Alþingi þingsályktunartillaga um Mentaskólann í Reykja- vík. Þar segir svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sjer iyrir því að Mentaskólinn í Reykjavík hafi aðsetur þar, sem hann nú er, og að veitt verði nægilegt fje í fjárlögum til þess að endurbæta hið gamla skólahús, þannig að það íullnægi nútíma kröfum til skólahúsa, og til þess að byggJa nýtt leikfimishús og rektorsbústað við skólann. Jafnframt skorar Alþingi á ríkisstjórnina að tryggja skól- anum nægilegt landrými milli skólalóðar og Þingholts- strætis". . Þessi tiljlaga kom til umræðu á Alþingi í gær. Við það tækifæri ljet Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra svo um mælt, að ekki gæti verið neinn vafi á að Mentaskólinn væri best settur á þeim stað, þar sem hann nú- er. Á sín- um gamla stað væri skólinn svo vel settur, að meginþorri nemenda kæmist fótgangandi í skólann. Ef skólinn yrði hinsvegar reistúr í úthverfi borgarinnar, myndi af því leiða mikill aksturskostnaður nemenda, sem óhjákvæmi- lega lenti að einhverju Ieyti á ríki eða bæjarfjelagi. Ráðherránn kvaðst játa, að það yrði kostnaðarsamt að kaupa upp lóðirnar í nánd við Mentaskólann. En sá kostn- aður myndi með tíð og tíma fást endurgoldinn í þeim sparnaði, sem við það ynnist að hafa skólann miðsvæðis, í stað þess að setja hann í úthverfi borgarinnar. Ráðherr- ann drap á hugmynd sem nú væri uppi um það, að reisa nýtt skólahús á þeim stað, sem gamla húsið er nú, en ílytja það inn á lóð steinolíufjelagsins. * Með þingsályktunartillögu þeirri, sem fram er kommn á Alþingi, ætti að fást einhver endir bundinn á þetta mál. Sjálf stjórnarvöldin hafa ekkert látið til sín heyra, nema hvað hinn nýi utanríkisráðherra mælti eindregið með því, að skólinn yrði kyrr á sínum gamla stað. Sjálf þingsályktunartillagan lætur það með öllu af- Ekiptalaust, hvernig þessu verði komið fyrir í framtíð- inni. Hún leggur megináherslu á hitt, eins og segir í greinargerðinni, „að mentaskóli verði áfram á þeim stað, sem verið hefir skólasetur í hundrað ár, og að hinu aldna skólajiúsi við Lækjargötu verði ekki tortímt eða það flutt til, heldur varðveitt og sýndur sem fylstur sómi". Ef að því verður horfið, sem vonandi verður, að keyptar verði lóðirnar í grend við Mentaskólann með það fyrir j augum, að búa skólanum framtíð á sínum gamla stað,j verða færustu sjerfræðingar í byggingáfl'ist a'ð leggjá þar á ráðin. Sýnist þá ekkert því til fyrirstöðu, að skólarnir j verði tveir á staðnum, annar t. d. fyrir stærðfræðideild | og hin fyrir hiáladeild/ ög hvor hefði síha yfirstjórn. - '¦¦ Vílwerji áhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Óvænt ánægja. SKÍDAFÓLK bæjarins varð fyrri óvæntri ánægju um helg- ina. Á laugardag hlóð niður þessum líka litlu kynstrum af snjó, og á sunnudag var eitt fegursta veður, sem hjer getur komið að vetrarlagi. Það var ekki að furða, þótt menn leit- uðu út í snjóinn og sólskinið. - Þetta var alveg óvænt á- nægja, enda sást það m. a. á því, að sumir vöknuðu ekki til meðvitundar um góðviðrið fyr en komið var framyfir hádegi og bílaröðin var óslitin úr bæn um fram eftir óllum degi. Misjafnt var það hvað menn gerðu sjer að góðu að fara langt. Sumir fóru ekki lengra en í Artúnsbrekkuna, en aðrir fóru í Lækjarbotna og þeir framsæknustu alla leið austur í Henglafjöll, Esju og Bláfjöll. En hvert, sem skíðafólkið hefir leitað. hefir það fengið gott veður, þótt færi hafi hinsveg- ar ekki verið sem best og víða stórhættulegt. Nýi snjórinn var mjög laus og ekki meiri en það, að víða lentu skíðin á grjóti. Meiddust margir smávegis af þessum ástæðum. • Sænsk íslandskvikmynd? STÚDENT í Kaupmannahöfn skrifar mjer línu og getur um íslandskvikmynd, sem Svíi nokkur sje að hugsa um að taka á næstunni. Mun handrit þegar* vera til að kvikmynd- inni og jafnvel búið að ráða aðalleikkonuna í myndina. Höfundur væntanlegrar Is- landsmyndar er sagður vera Jules Sylvain, en leikkonan Greta Gynt, sem er af sænsk- amerískum ættum og hefir þeg ar vakið á sjer athygli fyrir leik í kvikmyndum, bæði í Sví þjóð og í Englandi, þar sem hún hefir verið að leika undanfar- ið. — Það fylgir og^ frjettinni að það eigi að taka kvikmyndina að mestu í Englandi og að leik stjóri verði sami maðurinn, sem stjórnaði töku „Síðasta hulan", sem Tjarnarbíó hefir sýnt undanfarið. Ahyggjur stúdentsins. EN stúdentinn í Höfn er á- hyggjufullur, sem ef til vill er ekki nema eðlilegt. Hann spyr hvort nokkur hjer heima, eða að heiman, hafi verið hafður með í ráðum um þessa kvik- mynd. Og hvort það fari nú ekki eins og með amerísku kvikmyndina „Iceland", sem alt Varð vitlaust út af vegna þess hve hún var bygð á mikl- um misskilningi. Því miður get jeg ekki svar- að stúdentnum neinu um þetta. Það hefir ekki heyrst hjer um þessa væntanlegu kvikmynda- töku fyr en með brjefi hans, en samkvæmt blaðaúrklippum, sem hann sendir og þar sem getið er um kvikmyndina, seg ir, að efni hennar gerist að ein hverju leyti á íslandi. Það er því ekki um íslandskvikmynd að ræða. heldur sögu, sem ger- ist hjer á landi. Og hræddur er jeg um, að ef þeir, sem að kvik myndinni standa, hafa ekki í hyggju að ráðfæra sig við ís- lendinga, þá sje ekki hægt að fá þá til þess. Og við höfum ekkert með þetta að segja. En hitt er rjett, að það gæti orðið slæmt, ef þessi mynd yrði jafn vitlaus, og gerði eins lítið úr okkur og „Iceland". En nú er að sjá hvað úr þessu kann að verða. Furðuljósið yfir Tindastóli. KRISTINN P.BRIEM á Sauð árkróki hefir skrifað mjer og sagt frá því, að „furðuljós" hafi sjest þar um slóðir sama daginn, sem það sást frá Reykjavík og nágrenni og mest umtalið varð um. Það var stúlka, sem sá fjósið frá Sauð árkróki um 7 leytið þetta kvöld, en tími var ekki athug- aður nánar. Ljósið kom úr suðri eða suðvestri með tals- verðum hraða. Bar það við loft vestan við þorpið. Þegar kom | yfir f^allið Tindastól, skiftist ¦ Ijósið í tvent og hvarf sjón- ¦ um. Það líktist ljósi frá rak- ettu, en var mikið hærra á lofti, en svo að um venjulega , rakettu væri að ræða. Þannig sagðist þeim frá á Sauðárkróki og væri fróðlegt að vita hvort aðrir Norðlend- ingar hafa sjeð ljósið um þetta sama leyti. Töfraheimar ÞAÐ ER HAFT eftir Eggert Stefánssyni, söngvara, er hann kom á málverkasýningu Kjar- vals um helgina: ,,J?etta er landið mitt — landið, sem jeg orti Óðinn til". Og þannig munu fleiri hugsa, sem þessa dagana leyfa sjer þá ánægju að skoða verk meist- arans í Listamannaskálanum og skygnast með honum inn í Töfraheim íslenskrar náttúru. i Hver og einn hefur ort sinn óð til íslands, á sína vísu. Óður Kjarvals í litum og línum | snertir hjartastrengi allra, sem una dásemdum lands síns. Og þegar sýningargestir fara heim og lita-symfónía j Kjarvals tekur hugan allan vaknar sú spurning, hvenær I kemur Kjarvalssafnið? MEDAL ANNARA ORDA Hariíi hafði lesið „Hjálp í viðlögum rr Þriðjudaginn þ. 14. jan s.l. var skýrt frá því í blóðum bæj arins. að slökkviliðið hefði ver ið kallað inn í Sogamýri þá um helgina, en eldurinn verið slöktur er slökkviliðið kom á vettvang. Stúlka hefði skað- brenst við íkviknun þá er þarna varð. Frásögn þessi var ónákvæm* að því leyti, að ekkert var frá því sagt, hvernig eldurinn var slöktur nje hver kom því til leiðar að þarna varð ekki meira slys og tjón. Sagan er í stuttu máli þessi. I húsinu Sogabletti 5 búa tvær fjölskyldur. Eigandi húss ins, Jósep Eggertsson, býr með konu sinni og börnum á neðri hæð hússins, en annað fólk uppi á loftinu. Þenna sunnu- dag var húseigandinn _ ekki heima. En kona hans og sonur þeirra, Eggert, voru í íbúð þeirra. En Elín Þorvaldsdóttir, lítið barn sem hún á, og þrjár ungar dætur hjónanna á neðri hæðinni, voru uppi á loftinu. Elín var í eldhúsi. Hún hafði sett gólfbón á rafhellu til hit- uttar,, Tók hún bóndósina af Vi'elirini, með því að vefja rýju utan um hana. En vegna þess hve heit hún var, skvettist nokkuð af bóninu á vjelina, og kvik'náo'i í því. Við þá eldsupp komu misti Elíin dósina og hina logandi rýju á gólfið, svo eldur inn breiddist út, en svartur reykur gaus upp í eldhúsinu. Þetta gerðist alt í svo skjótrí svipan, að Elín hugsaði um það eitt, að forða sjer og barninu út úr íbúðinni. Kviknað hafði í fötum hennar af eldinum, sem gaus upp á gólfinu. Litlu stúlk urnar þrjár, sem voru þarna á loftinu með henni, þutu allar niður stigann og út úr húsinu og voru komnar niður á und- an henni. Elín þýtur niður stigann með barnið á handleggnum. En hrasar í neðstu stigaþrepurw- um. Húsmóðirin á neðri hæð- inni kemur fram í ganginn í þessu og grípur barnið um leið og Elín dettur. En Eggert, 15 ára piltur, er þar á næstu grös um~ kemur fram í ganginn, þegar Elín er í þarn veginn að risa á fætur og þjóta út. í sama vetfangi og drengurinn sjer hvað er þarna á seyði, veit hann líka hvernig eigi að bregð ast við. Hann þrífur gólfdregil sem er í ganginum, og vefur honum utan um Stúlkuna, þar sem hún líggur á gólfinu og varnar því um leið að hún komist á fæt- ur fyrr en hann með gólftepp- inu hefir slökt eldinn í fötum hennar. Síðan fer hann upp á loftið, inn í eldhúsið. Þar er þá kaf- þykkur reykur og eldur log- andi um gólfið er var farinn að læsa sig í eldhúshurðina neðanverða. Hann kæfir eld- inn þarna á skammri stund, með því að ganga rösklega að verki. Mestu máli skifti það, hve Eggert var fljótur að átta sig á hvernig hann gæti orðið Elínu að liði, er hann mætti henni í ganginum og hún var að því komin að þjóta út. Hefði hún sloppið út undir bert loft, þá er Víst að eldurinn í fötum hennar hefði brátt magnast að miklum mun, og hún komist í lífshættu af brunasárum, því svo mikið brendist hún, enda þótt eldurinn í fötum hennar yrði slöktur' þarna í ganginum, að hún var flutt á Landsspítal- ann, og er þar enn rúmföst. Þegar jeg spurði Eggert Jó- sepsson að því, hvernig hann hefði vitað hvaða slökkviaðferð hann ætti að nota, þá sagði hann. p^ Vi?mn hefði lesið bók- ina ,.H'áln i viðlögum". Þar hefði hann lært, hvernig ætti afi biarpn fólki, er hefði fengið eld í klæ^i sín. Fr'nmh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.