Morgunblaðið - 04.03.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.03.1947, Qupperneq 10
10 / jL MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. marg 1947 ' 1--------------------- ! Á HEIMILI ANNARAR cftu Lffyion Q. £l erLart 3. dagur „Jeg er nú nýkomin af skemtigöngu hjerna í garðin- um“, sagði Cornelia dálítið þur lega. „En þetta var nú samt fallega gert af yður, Mildred“. „Eru þær ekki fallegar?“ „Ljómandi“, sagði Cornelia, „Ijómandi, Myra mín, held- urðu að þú getir ekki fundið vasa undir blómin?“ „Ó, sæl Myra. Jeg sá þig ekki“, sagði Mildred. „Sæl, Mildred“, sagði Myra og sneri sjer við. Mildred Wilkinson var há, en dálítið lotin í herðum, og þótt hún klæddist altaf dýrustu klæðum, fóru þau henni ekki vel því það var eins og þau hengi utan á henni. Hún var á að giska hálfþrítug, en ekki var gott að segja um aldur hennar, því að þeir sem henni voru kunnastir vissu ekki hvað hún var gömul. Hún sparaði ekki nein fegurðarmeðul til að gera sig unglegri. En altaf þóttist hún vera veik og át ósköpin öll af pillum og skömt um. Sennilega hefir þetta kom ið af því, að hún hafði ekki um neitt að hugsa, að athafnir hennar og ástundun beindust í þessa átt. Frá þvi að hún var í barnaskóla hafði hún verið ein með föður sínum, drambsöm- um, ómannblendnum en stór- auðugum manni. Og eftir að hann dó hafði hún ekki haft kjark í sjer til þess að rífa sig upp úr vanans skorðum. „Hvernig líður þjer?“ spurði Myra. „Ó, mjer líður ekki vel, hefi altaf höfuðverk og get ekki sofið. Haven læknir segir mjer að vera meira úti og hreyfa- mig meira, og heimsækja fólk. Jeg held að hann sje orðinn of gamall til að leggja mönnum heilræði. En pabbi hefur mesta dálæti á honum“. Hún fjekk Myru dalaliljurn- ar. ' Cornelia sagði: „Gjörið svo vel að fá yður sæti. Komuð þjer gangandi?“ Nei, jeg treysti mjer ekki, til þess“. Hún settist í hægindastól. Ljóst en litlaust hár hennar var vafið í bylgjur. Við munn inn voru fellingar. Hún hag- ræddi pilsinu sínu og leit í kring um sig með vanþóknun- arsvip. „Þið notið þetta herbergi 'ennþá“, sagði hún kuldalega. Það kom dálítill hörkusvip- ur á Corneliu, en svo sagði hún ósköp alúðlega: „Auðvitað. Hvers vegna ætt um við ekki að gera það?“ En hún vissi auðvitað og allir vissu hvers vegna. Mildred varð ekki uppnæm: Hún leit beint framan í Corne liu og spurði: „Hvernig líðúr yður. kæra Lady Carmicael? Hvernig líð- ur Richard? Og hvemig líður . . .“ — Hún ræskti sig ofur- lítið. — „. . . Og hvemig líður Alice?“ II. KAFLI. Myra greip liljurnar, notaði þær sem ástæðu til þess að komast burtu. Þegar hún var komin fram í anddyrið heyrði hún að Mildred spurði aftur: „Hvernig líður Alice?“ Það var venja að minnast á Alice. En það var máske vegna þess hve fáir gestir komu. En það mátti Mildred eiga, eins og Cornelia hafði sagt, að hún var trygg og kom altaf öðru hvoru í heimsókn þótt aðrir hefði snúið við þeim bakinu. Hún hafði líka verið góð vinkona Alice. Og Alice hafði verið ein af þeim fáu vinkonum, sem Mildred hafði eignast. Mildred var eldri, en þær höfðu gengið saman í skóla, og svo höfðu þær verið nágrannar eftir að Alice giftist. Mildred hafði því rjett til að spyrja þannig. Enginn var í anddyrinu. Myra gekk rakleitt yfir það og inn í borðstofuna og þaðan aft ur inn í lítið herbergi, þar sem Alice var vön að hagræða blóm um sínum. Þar stóðu gljáandi blómvasar í röð. Myra valdi lágan grænan vasa fyrir lilj- urnar því að þær voru svo mis jafnlega langar, alveg eins og Mildred hefði slitið þær upp af handahófi. < Myru var nú rórra í skapi en áður. Hún hafði sagt Corne líu frá ákvörðun sinni. Næst þurfti hún að tala við Tim, útskýra það fyrir honum, að best væri fyrir þau að vera saman, þau gæti leigt sjer litla íbúð, hún skyldi sjá um hús- verkin svo að engin hætta væri á að tekjurnar hrykki ekki. Tim þótti vænt um hana. Það gat þó verið að hann skildi ekki hvað henni gekk til, en hún treysti á samþykki hans. Og svo gat hún líka fengið sjer atvinnu. En hvað hafði Corneliu frænku grunað? Hafði hún einhverja hugmynd um ástæð- una fyrir þessu? Hún var svo sokkin niður í að hugsa um þetta að langur tími leið. En svo greip hún vas ann og skundaði til baka. Hún kveið fyrir því að hlusta á tal Mildreds um Alice. En Mild- red var farin. Richard var kominn heim.. Hann stóð fyrir framan frænku sína með hendur í buxnavösum og var að tala við hana. Þau litu bæði upp þegar Myra kom inn. „Gott kvöld Myra“. sagði Richard. Hann var maður í meðallagi hár, en þrekinn og karlmann- legur. Ekki svipaði - honum neitt til Corneliu, en þó var sami, blíði málrómurinn og augnaráðið. „Mildred er farin“, sagði Cornelia. „Hún kvaðst hafa svo mikið að gera að hún mætti ekki tefja. Ekki veit jeg hvaða annríki það er. Veslingur, henni liði betur ef hún hefði eitthvað að gera . . . En hvað blómin eru falleg“. í seinasta sinn, hugsaði Myra, í seinasta sinn. Hún von aði að Cornelia færi ekki svo að hún yrði ein með Richard. Hún setti blómavasann á borð- ið. Barton kom inn til þess að bæta á eldinn. Cornelia sagði þreytulega: „Það er best fyrir mig að I fara upp á loft, Richard. Bar- ton . . . Þeir tóku höndum saman í kross og Myra hjálpaði Corne- líu að setjast þar á eins og á stól. Cornelia brosti og sagði: „Jeg hefi gaman af að láta stjana við mig. Myra, ef þú nærð í hann Tim, þá segðu honum að jeg biðji hann endi- lega að heimsækja okkur“. „Fer vel um þig“. spurði Richard. „Ágætlega“. Svo veifaði hún hönd til Myru, en þeir Rlchard báru hana með gætni út úr stofunni. Myra gekk fram að glugg- anum og leit út. Það var farið að skyggja. Vorkvöldið var að kveðja. Líklega var það best áð segja Richard ekki frá þessu. ■— En hann kom nú að vörmu spori, gekk hratt yfir anddyrið og inn í herbergið. Hann vissi alt þegar. Hann gekk rakleitt til' Myru. „Hvað heyri jeg, að þú sjert að fara, Myra?“ Hún horfði snöggvast fram- an í hann, en leit svo undan, en það var einkennilegt, að þótt hún horfði ekki á hann, þá sá hún hailn samt og undr- unar- og spurningarsvipinn í augum hans. Það kom kökkur í hálsinn á henni, en hún reyndi að harka af sjer. Hann sagði: „Þetta getur ekki verið alvara þín. Corne- lia frænka*má ekki missa þig. Þetta er heimili hennar og þitt“. Það var ekki satt. Þetta var heimili Alice. Myra sneri sjer undan og sagði: „Þú varst vænn að taka mig á þitt heimili“. Richard gerðist órólegur. „Þið vitið það báðar, þú og Cornelia, eða þi^ ættuð að minsta kosti að víta það hve mikils virði það er fyrir mig að hafa ykkur hjer hjá mjer“. „Hún ætlar að vera hjá þjer Richard". „Hún kom til mín í raunum mínum. Hún kofh eins fljótt og hún gat. Guð blessi hana fyrir það. Og þig líka, Myra“. Þetta varð altaf örðugra og örðugra. Hún sagði: „Jeg kom með henni af því að mjer þykir vænt um hana. Það veistu, Richard“. „En hvernig í ósköpunum . . . “. Hann þagnaði skyndi- lega og horfði út í bláinn. Svo sagði hann: „Við skulum tala betur saman um þetta. Jeg skii ekki . . . Fáðu þjer sæti. Hún settist aftur í rauða hægindastólinn, sem hún var vön að sitja í á kvöldin. Hann strauk hendinni nokkrum sinn um um höfuð sjer og settist svo í stól á móti henni. „Segðu mjer nú eins og er. Hvers vegna viltu 'fara frá okkur?“ Sannleikurinn var kominn fram á varir hennar: Vegna þess að jeg uppgötvaði það fyrir fáum dögum að jeg elska þig. Vegna þess að þú ert gift.- ur Alice. En hún sagði það auðvitað ekki. Hún sagði. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. J 99. — En hann skal ekki fá mig, hrópaði hún allt í einu ofsafenginni röddu. Þarna er hafið — hún benti fram af syllunni — og fyr skal hafið fá mig en Júbal. — En þú ert mín, Dían, hrópaði jeg, og hvorki Júbal nje nokkur annar maður skal fá þín, því jeg á þig. Jeg greip í hendi hennar. Hún hafði staðið á fætur og horfði framan í mig. — Jeg trúi þjer ekki, sagði hún, því ef þú ætlaðir að standa við orð þín, hefðirðu gert þetta, þegar hinir voru viðstaddir og gátu verið vitni að því. Þá hefði jeg með sönnu verið maki þinn, nú er hins vegar enginn, sem sjer þig, og þú‘ veist, að án vitna, ertu mjer algerlega ó- bundinn. Hún dró að sjer hendina og sneri í mig bak- inu. Jeg reyndi að fá hana til að trúa því, að jeg væri ekki að blekkja hana, en hún virtist ekki geta fengið sig til að gleyma niðurlægingu þeirri, sem jeg hafði leitt yfir hana við fyrstu fundi okkar. — Ætlarðu að standa við allt það, sem þú hefir sagt, sagði hún, muntu fá nóg tækifæri til að sanna það, nái Júbal þjer ekki og drepi þig. Jeg er algerlega á valdi þínu, og það eitt, hvernig þú ferð með mig, mun vera besta sönnunin. fyrir því, hvaða hug þú berð til mín. Jeg er ekki maki þinn, og enn einu sinni segi jeg þjer, að jeg hata þig og mundi gleðjast yfir því, mundi jeg aldrei aftur sjá þig. Dían var sannarlega hreinskilin. Ekki var hægt að mótmæla því. Sannast að segja komst jeg að þeirri nið- urstöðu, að hreinskilni einkenndi hellisbúa Pellucidar. Að lokum stakk jeg upp á því, að við gerðum tilraun til að komast til baka til hellis míns, þar sem við mætt- um forða okkur undan Júbal, því það skal jeg fúslega játa, að jeg var ekki meir en svo ákafur að mæta þess- um gf-immúðlega náunga, sem Dían hafði sagt mjer frá, fyrst er jeg mætti henni. Það var hann, sem með einn smáhníf að vopni, hafði drepið bjarndýr í návígi. Það var Júbal, sem í fimmtíu skrefa fjarlægð gat fleygt spjóti sínu í gegnum líkama sadoka. Og enn var það hann, sem með einu höggi með kylfu sinni hafði möl- brotið rausinn á dyrytha. Nei, mig langaði ekkert að mæta — Hvernig stendur á því að hann slæmi drengurinn þinn gengur með reifað höfuð? — Það er vegna þess, að blessaður sakleysinginn hann sonur þinn kastaði steini í hann. — Kærar þakkir, læknir, en jeg ætlaði mjer ekki að sofa svo lengi. ★ Hún var heldur óörugg að keyra bíl, énda fór illa fyrir henni. Hún lenti í árekstri. — ★ — Hvað ertu að gera allan daginn? — Jeg er að skrifa skáld- sögu. — Fánýtt verk. Skáldsögu geturðu fengið keypta í hverri bókabúð fyrir 10—20 krónur. ★ Læknirinn: — Nei, hjer duga engin læknisráð. Það er ellen, sem veldur því að yður er ilt í hægri fætinum. Sjúklingurinn: — Já, en vinstri fóturinn er jafngamall honum, og þar er mjer ekkert ilt. ★ Olií — Jeg má ekki leika mjer við þig, segir hún mamma mín, vegna þess að þú ert svo illa upp alinn, en þú mátt leika þjer við mig, af því að jeg er vel upp alinn. 1r — Hjerna er svefnmeðal handa yður, frú. Það ætti að duga í sex vikur. I „Jeg er hrædd um að þetta hafi verið mjer að kenna“, sagði hún við manninn, sem kom út úr hinum bílnum. „Als ekki, ungfrú“, sagði hann önugur. „Jeg sá til yðar í hálfrar mílu fjarska og hefði svo ósköp vel getað forðað mjer“. ^ ★ Sigga litla var lasin og ligg- ur í rúminu, en Óli bróðir hennar gat samt ekki á sjer set ið með að stríða henni. •— Ef systir þín væri ekki svona veik; strákur, myndi jeg lúskra duglega á þjer fyrir að hrekkja hana. — En, mamma, sagði Sigga, mjer er alveg að batna. Bílamiðlunin Bankastræti ? Sími 6063 er miðstöð bifreiðakaupa. WNMaa****" -MUMMIIWWW

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.