Morgunblaðið - 06.03.1947, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.03.1947, Qupperneq 8
8 xVTORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 6. mars 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. M II; Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. ♦ Lærdómsrík saga NORSKA Stórþingið hefir hafnað þeirri tillögu Rússa, að Sovjetríkin og Noregur hafi sameiginlegar hervarnir á Svalbarða, og að þessi tvö ríki víggirði eyjuna í sam- einingu. Þessa ákvörðun tók Stórþingið með 101 atkvæði gegn 11 atkvæðum kommúnista. Kommúnistar studdu kröfu Rússa um sameiginlegar herstöðvar á Svalbarða. Þessi ákvörðun norska Stórþingsins mun vekja mikinn íögnuð á öllum Norðurlöndum. Tildrög þessa máls eru þau, að á árinu 1944 barst norsku útlagastjorninni í London sú málaleitan frá stjórn Rúss- lands, að sáttmálinn um Svalbarða frá 1920 yrði endur- skoðaður, en að þeim sáttmála stóðu átta þjóðir. Sam- kvæmt þessum sáttmála fengu Norðmenn yfirráðin á Svalbarða, en tóku jafnframt á sig þá skuldbinginu, að gera þar engar herstöðvar og leyfa engri annari þjóð að setja þar upp herstöðvar. Norska stjórnin svaraði málaleitan Rússa þann veg, að hún gæti ekkert aðhafst í málinu fyr en hún kæmi heim og Stórþingið tekið til starfa. En norska útlagastjórnin var ckki fyrr komin heim, en stjórn Rússlands ítrekaði kröfu sína. Munu Rússar nú hafa fært sig upp á skaftið og gert kröfuna um sameiginlegar hervarnir Rússa og Norð- manna á Svalbarða. Lítur út fyrir, að stjórn Rússlands hafi lagt fast að Norðmönnum í þessu. Rauði herinn hafði tekið sjer stöðu í Austur-Finn- mörku, og lokaþáttur styrjaldarinnar var að hefjast. — Rússar lögðu áherslu á víggirðingu Svalbarða til öryggis fyrir herflutningana til Rússlands. Við þessar aðstæður mun þáverandi stjórn Noregs hafa látið svo ummælt við stjórn Rússlands, að hervarnir Svalbarða snertu bæði Noreg og Sovjetríkin. ★ Stórþingið vjek að þessum aðdraganda í lokaafgreiðslu málsins, en taldi að alþjóðaviðhorfið hefði breyst síðan þetta skeði, bæði vegna þess, að endi væri bundinn á styrj- öldina og stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Taldi Stórþing- ið því að ástæður þær, sem lágu til yfirlýsingar norsku stjórnarinnar væru eigi lengur fyrir hendi, enda mundu „samningaumleitanir af hernaðarlegri tegund við erlent veldi og um vamir landsvæðis, sem er undir yfirráðum Noregs, vera í andstöðu við utanríkisstefnu þá, er stjómin ósamt Stórþinginginu, hefir haft síðan hernáminu lauk“, eins og segir í ályktun Stórþingsins. ★ Þetta Svalbarðamál gefur tilefni til, að rifjuð sje upp afstaða kommúnista hjer til flugvallarsamningsins við Bandaríkin, og hún borin saman við afstöðu samherja þeirra í Noregi til kröfu' Rússa um herstöðvar á Svalbarða. Svo sem kunnugt er, var með flugvallarsamningi okk- sr Bandaríkjunum veitt takmörkuð afnot Keflavíkurflug- vallarins (hámarkið 6 ár), svo að Bandaríkin gætu haldið uppi flugsamgöngum við setulið sitt í Þýskalandi, sem þar gegnir störfum í þágu hinna Sameinuðu pjóða. Jafnframt var áskilið í þessum samningi, að Bandaríkin yrðu brott af íslandi með allan her sinn innan sex mánaða. Þenna samning töldu kommúnistar landráðasamning, og þeir alþingismenn voru stimplaðir landráðamenn, sem greiddu samningnum atkvæði. En í Noregi er viðhorfið mjög á annan veg. Þar krafð- ist Rússland að fá að víggirða Svalbarða, landsvæði, sem Noregi er með sjerstökum samningi trygð yfirráð yfir. Til málamynda átti Noregur að fá að vera með í þeirri víggirðingu, pn hans mundi þar lítils hafa gætt. En þeg- ar þessi herstöðvakrafa Rússa kemur til úrslitaátaka í Stórþinginu norska, skerast kommúnistar einir úr leik — þeir einir allra þingmanna vilja leyfa Rússum að víggirða norskt land! Er að furða þótt Þjóðviljinn geti þess að engu, að það voru flokksbræður hans sem þessa afstöðu tóku? \Jihverji ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Of stórtækir í FYRSTA sinni geta íslend- ingar látið drauma sína rætast á ýmsum sviðum. Þeir geta nú fyrst fengið sjer tæki til að vinna verkin, sem beðið hafa úrlausnar. Þeir geta nú í fyrsta sinni bygt yfir sig traust og góð hús og hafa ráð á að byggja hallir og hof. En sarrtt búa margir enn í húsakynnum, sem viðurkent er, að ekki eru hæf, sem mannabústaðir. Það sýnist því liggja í augum uppi, að það ætti að leggja á það megin áherslu að nota það byggingaefni og það vinnuafl, sem fyrir hendi er til að byggja yfir það fólk, sem býr í heilsuspillandi íbúðum og ennfremur þær byggingar, sem nauðsynlegar eru fyrir fram- leiðslu landsmanna, en láta hinar bíða enn um hríð, sem ekki geta .talist bráðnauðsyn- legar fyrir vellíðan þjóðarinn- ar og framfærslu hennar. • Það vantar margt ÞAÐ ER rjett að okkur vantar margar byggingar. — Okkur vantar söfn, listasöfn, fornminjasöfn o.s.frv. Okkur vantar ráðhús, æskulýðshöll, skautahöll, tónlistarhöll, svo að nokkrar hallir sjeu nefnd- ar. Það vantar ráðhús í höfuð- staðinn og lengi mætti halda áfram að telja. Og alt þetta eigum við að byggja og munum byggja. En það er mikið álitamál hvort það eigi að gera nú þegaf íbúðabyggingarþörfinni er ekki fullnægt. • En hitt eigum við að gera, að leggja til allrá þéssa bygg- inga fje á meðan það er fytir hendi og byggja svo síðar meir þegar betur stendur á. Von- andi er að atvinnuleysisárin komi aldrei aftur, en vissu- lega gæti það verið einskonar trygging gegn atvinnuleysi, ao eiga gilda sjóði til að byggjá" fyrir, ef harðnar í ári, eða strax og hið opinbera þarf ekki að keppa við einstaklir.g- ana, sem eru að reyna að koma þaki yfir höfuð-sjer, keppa við þá um vinnuafl og byggingar- efni. • Áhugi um andleg mál ÞVÍ ER OFT slegið fram í samræðum manna á milli, að áhugi fyrir andlegum efnum hafi dvínað hjer á landi hin síðari ár. Menn fullyrða að kirkjurnar standi auðar og og vilja jafnvel gefa í skyn, að prestar sjeu óþarfir. En þeir menn, sem tala hæst um þessi efni hafa sennilega ekki sjálf- ir komið í kirkju árum saman og vita ekki hvað þar fer fram. Af tilviljun einni rakst jeg á blað á dögunum, sem nefnist Kirkjublaðið, en biskup Is- lands, herra Sigurgeir Sigurðs son, er ábyrgðarmaður þess. Við lestur þessa blaðs myndu þeir, sem halda því fram að kirkjan sje á undanhaldi og óþörf komast á aðra skoðun. í blaðinu er ritað af áhuga um andleg mál. Sannleikurinn er sá, að það ríkir meiri áhugi meðal almennings hjer á landi fyrir kirkjunnar málum, en marga grunar. • Námskeið fyrir afgreiðslustúlkur HÚSMÓÐIR, sem oft hefur skrifað okkur linu um marg- vísleg þjóðþrifamál kemur með góða uppástungu í brjefi. Hún stingur upp á því, að hald ið verði námskeið fyrir af- greiðslustúlkur í sölubúðum, þar sem kunnátta þeirra margra og kurteisi sje mjög‘ ábótavant. Brjefritari tekur það fram, sem og rjettmætt er, að margar búðarstúlkur leysi starf sitt prýðilega af hendi. Hún segir mi.a.: „Það er ekkert undarlegt þó að það þurfi að læra þetta starf, eins og flest önnur, sefn fólk tekur að sjer. Það sýnist að þetta ætti að vera verkefni Verslunarskólans, sem ætti líka að vera ant um að halda uppi sóma stjettarinnar“. • Tvö dæmi um af- greiðsluhætti BRJEFRITARI nefnir tvö dæmi um afgreiðslu hætti í verslunum hjer í bænum og segir: „Jeg kom inn í verslun til að leita að brúðargjöf, sem mað- ur vill gjarna hafa fallegar. —' Þegar jeg kom inn í búðina stóð afgreiðslustúlkan með hendur fyrir aftan bak. Jeg spurði um hlut, sem ekki fjekkst. Benti síðan í hillu, þar sem voru ýmsar tegundir af krystalskálum og spurði um verð. „150 krónur sú ódýrasta“, sagði stúlkan, en ekki hreyfði hún sig úr sporunum, nje tók hendur frá bakinu'. Jeg kvaddi og fór út. í skóbúð fjekk stúlka mjer fult fangið af skóm, sem jeg átti að máta. Vitanlega varð jeg að bera skóna að stólnum, þar sem jeg átti að sitja, en skórnir voru ekki mátulégir og ætlaði jeg að biðja um fleiri sýnishorn, en þá var hún horf- in og jeg varð annað hvort að fara á sokkaleistunum að leita hennar um búðina, eða hrópa og kalla, og þann kostinn tók jeg. í hvorugt skiftið voru við- höfð ókurteis orð, sem margir kvarta um, en þó verð jeg að segja, að í bæði skiftin fanst mjer, að slík afgreiðsla væri ókurteisi á hæsta stigi“. • Nokkurra daga frí. VÍKVERJI fer nú í nokkra daga frí, en á meðan sjer Vík- ar um Daglega lífið. Vænti jeg að þið látið hann njóta „sömu velvildar og viðskifta“, eins og þeir segja í auglýsingunum. -- - - - — - — — - - — —— - ■■■ - | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . „Börn mín eru svöng.. hafa boris frá Grikklandi fyrir 464 miljón dollara hafa 93 tvo skipsfarma af kvikfjenaði önnur líknarfjelög 1 Bandaríkj frá búgörðum og borgum í unum safnað. Missisippi. SAMKVÆMT fregnum frá Bandaríkjunum berst nú ó- venjumikill fjöldi brjefa til Hvíta hússins í Washington. — Mörg þessara brjefa berast er- lendis frá, eru rituð á fjölmörg um tungumálum og byrja ó- sjaldan, „Herra forseti, börn mín eru svöng“, eða „Herra forseti, mjer tekst ekki að finna nóg að borðá“. Eitt brjefanna hófst á þessa leið: „Kæri herra forseti, afsakið að jeg skuli vera að ónáða yður, en jeg er nú orðin gömul og of mátt- vana til að geta unnið. Syni mína tvo tóku nasistar . . .“ Öllum er brjefum þessum svarað á einn eða annan hátt. Sum eru send til skrifstofu UNRRA, en enda þótt mörg brjefanna sjeu örvæntingar- fult hróp á hjálp, eru þau þó ekki fá, þar sem færðar eru þakkir fyrir veitta aðstoð. Þakkir Fyrir skömmu síðan barst UNRRA frá Póllandi 1,044 þakkarávörp, þar sem þakkað var fyrir skipsfarma af varn- ingi, sem sendur hafði verið frá Philadelphíu. Álík,a brjef Ekki ósjaldan hefur verið minst á ofangreind brjef og hjálparstarfsemi einstaklinga og heilla bygðarlaga í sam- bandi við boðskap þann, sem Truman nýlega sendi Banda- ríkjaþingi, en í honum fór for- setinn fram á 350 miljón doll- ara framlag til hjálparstarf- semi utan Bandaríkjanna. Til þessa hefur bandaríska þjóðin ekki látið sitt hjá liggja við að veita bágstöddu fólki í Evrópu og Asíu aðstoð. í útvarpserindi, sem Dean Acheson, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, flutti fyrir nokkru, sagði hann með- al annars, að Bandaríkjamenn hefðu þegar lagt fram 3,342 miljónir dollara til ýrhiskonar hjálparstarfsemi. Af upphæð þessari hefur UNRRA fengið 2,700 miljón dollara — því nær þrisvar sinnum meira en sam- anlagt framlag annara þjóða. Fyrir milligöngu bandaríska Rauða krossins hafa verið gefnir 178 miljón dollarar, en i Mikil þörf Þegar litið er á hjálparstarf- semi Bandaríkjanna og annara lanc(a, verður- Ijóst, að ákaf- lega miklu hefur verið áorkað í þessum efnum. En þörfin er líka mikil. Daglega berast fregnir af auknum hörmung- um, hungursneyð gerir vart við sig í Rúmeníu, börn geta ekki sótt skóla sökum klæðaleysis, kolaskorturinn er svo geysial- varlegur, að fólk frýs í hel í hrcysum sínum. Hjer þarf stórra átaka við, og framlög Bandaríkjanna og annara landa mega vissulega ekki minka til muna, eigi brjefafjöldi sá, 1 sem byrjar „Herra förseti, börn mín eru svöng“, ekki að margfaldast. Efffffiri niaessen Gústaf \ ®veinsson hspst aripttarlögmenn Oddf^lowbÚRift - Sími 1171, tlloimno. 1•rfrneð'istörf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.