Morgunblaðið - 06.03.1947, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.03.1947, Qupperneq 9
Fimtudagur 6. mars 1947 MGRGUNBLAÐIÐ 9 Gjörbreyting d grundvallaratriðum mannlífsins d næstu 10 drum f HVAÐ mundi koma fyrir, ef vísindin uppgötvuðu og gerðu kunnugt; að eftir 10 ár, eða í janúar 1957, mundi jörðin springa í loft upp eða verða óbyggileg? Getið þið ekki gert ykkur í hugarlund, hvernig all- ir vísindamenn heimsins myndu stríða dag og nótt, til þess að reyna að finna ráð til þess að afstýra ógæfunni eða útbúa flugfar, sem gæti flutt allt mannkynið yfir á annan hnött? Haldið þið ekki að rifist mundi verða um síðustu sætin í eld flugunni? Og nú, í byrjun ársins 1947, er það staðreynd að vísindin hafa gert þessa uppgötvun. Ef til vill er kveðið fullsterkt að orði, en samt er þetta ekki svo fjarti sanni. Það er best fyfir okkur að vera raunsæ og horf- ast í augu við þær staðreyndir, að næstu 10 árin munu hafa í för með sjer gjörbreytingu á grundvallaratriðum mannlífs- ins á þessum hnetti. Flestum fróðum mönnum kemur saman um, að við erum að verða bún- ir að eyða birgðum okkar af nauðsynlegustu orkugjöfunum eða kola- og olíubirgðum okk- ar. Kolanámurnar eru að tæmast. Síðustu mannsaldrana höfum við brennt olíu- og kolamagni, sem miljónir ára hefir þurft til þess að myndast. Þetta er hinn samansparaði orkuhöfuðstóll hnattar okkar, seip við höfum sólundað þannig, að nú er að- eins eftir örlítið magn, sem við munum jeta upp næstu árin. Ef við viljum gera okkur grein fyrir gangi heimsstjórn- málanna næstu 10 árin, þá skul um við gleyma Molotov, Bevin og öðrum stjórnmálaleiðtogum stórveldanna og muna aðeins eftir kolumt olíu og úranium og því, að birgðir þessa eldsneytis og orkugjafa eru á þrotum. Bæði í Englandi og Ameríku eru kolanámurnar að tæmast og innan skamms tíma mun einnig svo fara í öðrum löndum. Sem afleiðing af þessu hefir iðnað- urinn í vaxandi mæli notað olíu í stað kola, en olíubirgðarnar eru einnig á þrotum. Það er nú svo komið að breska samveldið getur ekki lengur fullnægt olíuþörf sinni, nema með innflutningi frá Bandaríkjunum. En Bandaríkja mönnum er það fullkomlega ljóst, að í mjög náinni fram- tíð geta þeir ekki einu sinni fullnægt eigin olíuþörf frá olíu- lindum sínum. Þetta hefir orðið til þess að olíurjettindi og rjettindi til þess að leggja olíuleiðslur hafa orð- ið mjög eftirsótt i Persíu og annarsstaðar í Asíu og einkum af ensk-amerískum fyrirtækj- um. Við'erum á þröskuldi úraníumaldarinnar. Sovjet-Rússland vantar auk sinnar eigin framleiðslu 15 milljónir smálesta af olíu á ári til þess að geta framkvæmt fimm ára áætlunina nýju. Þetta hefir orðið til þess ‘að Rússar Hvað tekur við er olíu- og kola- forði heimsins þrýtur? Tækniráðunautur enska blaðsins Daily Mail, John Langdon-Davies, ræðir í eftirfaramíi grein nokkr- ar leiðir, sem mennirnir geta farið til þess að öðl- • ast orkugjafa, í stað kola og olíuforða heimsins, sem nú er senn á þrotum. reka nú harðsvíraða utanríkis- politík til þess að geta einnig krækt sjer í olíurjettindi í Persíu og annarsstaðar í Asíu. Kola og olíuöldin er á för- um og við erum að halda inn í úraníumöldina. Minsta kosti sex þjóðir á- forma að senda leiðangra il Suðurheimskautslandanna. En menn gera sjer vonir um, að undir jökulbréiðu þessa stóra meginlands leynist ekki aðeins kolabirgðir heldur einnig kjarn orkuhráefnið úraníum. Bretland, Bandaríkin og Rúss land eru „ninir þrír stóru“ í alheimsstjórnmálunum, en fregnir af mörgæsum á ísbjörg- um suðurheimskautsins og frjettir af Persunum í eyðimerk urtjaldbúðum sínum munu í vaxandi mæli fylla forsíður heimsblaðanna. Hitt er svo annað mál, að mannkynið hefir enn ekki get- að komið sjer sarnan um, að hvað miklu leyti skuli nota úr- aníum í friðsarnlegum tilgangi, sem eldsneyti og orkugjafa, eða hvort skuli nota það sem sprengiefni í styrjöld um síð- ustu leyfar kola- og olíuforða heimsins. En þótt náist sam- komulag um þetta atriði, þá fæst ekki neina gálgafrestur, því að úraníumforðanum eru einnig takmörk sett. Hvaðan fær sólin orku sína? Það markmið, sem sjerhver vísindamaður, er fæst við þessa hluti, keppir að, er að finna upp einhverja aðferð, sem mann kynið gæti notað til þess að hagnýta orku til nauðsynja sinna, án þess að ganga um of á orkulindir jarðarinnar. Það er almennt ájitið, að um Siglingar Eimskipafjelagsins og „einangrun kauptúnanna' Tíminn og „Óskaskipið“ I TIMANUM 12. þ.m. birt- ist grein um hið nýja skip Sambands íslenskra samvinnu fjelaga „Hvassafell“, með mynd af skipinu og viðtali við einn af stýrimönnum þess Blaðið er að vonum þrung ið hrifningu og það í svo rík um mæli að því hefir orðið á að fara með nokkur miður rjett ummæli, er snerta strand siglingar við ísland, sem rjett þykir að leiðrjetta þegar í stað. Blaðið kallar Hvassafell „óskas'fap dreifbýlisins“. Hverjum þeim sem athugar stærð þessa skips og hefir ein hverja þekkingu á vöruflutn ingum sjóleiðis er Ijóst að hjer er um að ræða annað tveggja barnalegt orðaval eða vísvitandi blekkingu í áróð- ursskyni gegn þeim stofnun- um, sem haldið hafa uppi sigl ingum með ströndum lands- ins. Ef m.s. Hvassafell ætti að hafa viðkomu á minni höfn- um innanlands að nokkru ráði mundu flutningaafkiist þess minka að miklum mun og stórri fjárupphæð þannig verða á glæ kastað á ári hverju. Það er eigi sennilegt að útgerð skipsins velji því það hlutskifti, enda þegar kom ið í ljós að í tveim fyrstu ferð um skipsins sem nýlega er lokið, kom það aðeins á örfáar hafnir innanlands. Tilefni þessara athugasemda c.r sjerstaklega þau ummæli í nefndiú blaðagrein, að með komu m.s. Hvassafells sje „rofin einangrun kauptúna og kaupstaða landsins“, og enn- fremur að þeim gefist nú í fyrsta sinn kostur á að fá eitt hvað af nauðsynjum sínum, án þess að þeim þurfi að um- skipa í Heykjavík. Þessi ummæli eru svo röng og villandi, að fullkomin á- stæða er til að hnekkja þceim opinberlega, ekki síst vegna þess að blaðið Tíminn virð- ist hafa tekist á hendur það hlutverk að bera á borð fyrir lesendur sína þrálátar og! margendurteknar árásir á það fjelag, sem mest og best hefir annast vöruflutninga til lands ins og frá því, — fjelagi, sem haldið hefir uppi siglingum sínum jafnt á ófriðartímum sem friðartímum. Þetta fjelag er H.f. Eimskipafjelag íslands Jeg hefi fylgst nokkuð með starfsemi þess fjelags undan farið, m.a. lesið gaumgæfi- lega hinar prentuðu ársskýrsl ur fjelagsstjómai’innar. Þar eru birtar skýrslur um sigling jar fjelagsins við .strendur landsins utari Reykjavíkur. j Til þess að hrekja áður nefnd ummæli hefi jeg tekið upp úr skýrslum undanfar- inna ára viðkomur skipanna á hafnir utan Reykjavíkur til jársloka 1945, en upplýsinga fyrir árið 1946 hefi jeg aflað mjer sjerstaklega á annan hátt. Samkvæmt þessum heimild, um hafa strandsiglingar fje- lagsins verið sem hjer segir áiin 1937—1946. Ár Viðkomur utan Reykjavíkur 1937 977 1938 941 1939 923 1940 392 1941 198 1942 O CO r—1 1943 125 1944 210 1945 232 1946 321 Fjelagið hefir nú gefið út áætlun fyrir fyrri helming þessa árs, og sjest af henni að reglubundnar ferðir á strönd ina verða að meðaltali þrisvar á mánuði. Það skal jafnframt tekið fram, að siglingar leiguskipa fjelagsins á hafnir innanlands utan Reykjavíkur eru ekki taldar með í framanritaðri .skýrslu. Það gefur að skilja að strand siglingar fjelagsins minkuðu verulega meðan styrjöldin stóð sem hæst, þegar kafbáta hernaðurinn á Atlantshafi var rekinn með þeirri hörku og óskamfeilni, sem kunnugt er. I síðustu atrennu þeirrar baráttu misti H.f. Eimskipa- fjelag íslands tvö af bestu skipum sínum. Á þessum árum var svo erfitt að fá skip til flutninga á nauðsynjavörum til lands- Framh. á bls. 12 aðeins tvær leiðir sje að velja. Önnur er sú að komast að raun um, hvernig orkuvinnsla sól- arinnar á sjer stað. En hún geisl ar út í geyminn óhemju orku- magni, sem verður til við það að efni breytist í orku. Svona hef- ir það gengið í milljónir ára og mun það eftir öllum líkum að dæma ganga í milljónir ára í viðbót. Þær aðstæður, sem gera það kleift, að efni breytist í orku, eru hinn afskaplegi hiti og þrýstingur, sem ríkir í sólinni. Vísindamönnum hefir heppnast að skyggnast inn í leyndardóm sólarinnar, og hafa þeir upp- götvað; að Menson-agnirnar eru nauðsynlegar til þess að orkumyndun geti átt sjer stað, Þeir hafa einnig komist að raun um, að nánari þekkingu á eðli Menson-agnanna er hægt að öðlast með rannsóknum á hin- um svokölluðu „kosmisk"- geislum. Rússneskir vísindamenn eru að byggja í Kákasusfjöllunum geysimiklar rannsóknarstöðvar, ætlaðar til þess að athuga þessi atriði. Breskir vísindamenn hafa einnig fengið háar fjár- upphæðir, sem á að verja til smíði nýrra tækja, er eiga að notast í sama augnamiði. Það er álitið að mjög auðvelt sje að rannsaka ,,kosmisk“ geislara við Suðurheimskautið. Það er einnig vegna áhuga á „kosm- isk“-geislarannsóknum, að danska sjerfræðingnum, Dr. Niels Arley, hefir verið boðið til Bandaríkjanna, en hann er samstarfsmaður Niels Bohrs. Er hægt að rtoía aðferð jurtanna? Hin leiðin til þess að afla orku gjafa og koma með því í veg fyrir algert hrun, þegar orku- lindir heimsins tæmast; er S|ú, að beisla sólarorkuna á svip- aðan hátt og jurtirnar gera. En þær geta hagnýtt orlcu sólar- innar með tilstyrk hinnar svo- kölluðu ,,Phætosynthesu“ til framleiðslu á vissum efnum. Mönnum hefir dottið í hug, að með því að fylla stóra geyma með efnablöndu, sem hefði hina sömu „photosynthesisku" hæfi leika eins og grænublöð jurt- anna (eða rjettara sagt: grænu- korn blaðanna), þá gætu menn beislað orku sólarinnar, sem svo mætti hagnýta á ýmsan hátt. Tækist þetta, þá hefðum við nægilegan orkuforða nokkrar milljónir ára enn. Nú í ársbyrjun 1947 er stjórn málamönnum, vísindamönnum og öllum' athafnamönnum um allan heim Ijós sú staðreynd, að rannsóknir á þessu viðfangsefni eru mikið meira áríðandi, held- ur en hugleiðingar um, hvernig nota beri kjarnorkuna. Menn vænta þess, að viður- kenning á þessari nauðsyn, verði til þess^ að þjóðirnar öðl- ist vilja til bess að vinna sam- an að lausn þessa vandamáls, en vísindamennirnir verði ekki andstæðingar í óyfirlýstri styrj- öld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.