Morgunblaðið - 22.03.1947, Side 8

Morgunblaðið - 22.03.1947, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. mars 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. ÞýÖing flugvallanna | ÞEGÁR það frjettist, að Sola-flugvöllurinn við Stav- anger hefði verið valinn sem áfangi flugvjela í Atlants- hafsflugi fylltust Stavángerbúar slíkri gleði, að flögg voru dregin að hún á svo að segja hverri einustu flagg- stöng í bænum. Blöðin birtu langar greinar um Sola og ræddu um hvaða þýðingu það hefði fyrir Noreg, að þessi völlur skyldi hafa verið valinn sem áfangi. Frændur vorir Norðmenn skildu hvað þetta var mikils virði. Það er ekki að sjá, að við íslendingar höfum sama blóð- hita og Norðmenn í slíkum málum. Þegar fyrsta reglu- bundna farþegaflugið hófst milli Ameríku og Norðurlanda með viðkomu á Keflavíkurflugvellinum, varð að gera leit að einum íslenskum fána til að hengja upp á flugvellin- um og flaggstöngin var spíta, sem af tilviljun fannst í rusli á flugvellinum. Fáir atburðir hafa gerst í millilanda flutningamálum okkar hin síðari árin, sem eru jafnmikilsvirði og þessar flugferðir milli nýja og gamla heimsins, um ísland. Marg- ar aðrar þjóðir vildu gefa mikið til, að þær hefðu í þessum efnum sömu aðstöðu og við. En menn hafa enn ekki gert sjer ljóst almennt, hvað á ferðinni er. Aldalöng einangrun veldur því, að við erum hálfhrædd enn við allt utan að komandi. ísland hefir sjerstaka aðstöðu í Atlantshafsflugmál- um. Sú aðstaða á að koma íslendingum að gagni. Það verður að vinna að því með oddi og egg, að við tökum meira og meira ílugmálin milli landa í okkar eigin hend- ur. Alveg eins og við gerðum í siglingamálunum. Til að byrja með á að leggja áherslu á að við tökum sjálfir við rekstri flugvallanna og að aldir verði upp hæfir menn til að taka að sjer störf á þeim, bæði stjórn og annað. Stuðningur við íþrötta- málin BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur hefir lengi tekið vel í þegar íþróttamenn hafa farið fram á stuðning bæjarfje- lagsins. Og bæjarstjórnin gerir meira. Hún hefir sjeð um að hjer væri góður íþróttavöllur, ráðið til sín sjerfræðing um íþróttamál og yfirleitt gætt þess, að vel væri að þeim mönnum búið, sem stunda vilja íþróttir og leiki sjer til heilsubótar. Þannig á það líka að vera. íþróttaráðunautur bæjarins hefir nýlega sent bæjar- stjórn skýrslu um framkvæmdir í íþrótta- og leikvalla- málum á árinu sem leið og það, sem fyrirhugað er að gera í þessum efnum á því ári, sem nú er að líða. Er skýrsla þessi fróðleg mjög. í fyrra voru teknir til notku'nar ný gerð leikvalla, þar sem unglingar fá tækifæri til að iðka knattleik. Bætt voru leikföng á fyrri barnaleikvöllum og aukið við leik- tæki. Vesturvöllurinn var strax mikið notaður og einkar vinsæll af unglingum og.sama er að segja um Fálkagötu- völlinn, suður undir Grímsstaðaholti, sem varð vinsælt leik- og æfingasvæði þeirra, er þar búa í grendinni. Mikið var unnið á Melavellinum. Stúkur bættar og ým- islegt fleira gert þannig, að Sá völlur varð sambærilegur við bestu malaryelli hvar sem er annarsstaðar í heim- inum. Alls mun vera varið um 900 'þúsundum króna á þessu ári til viðhalds og endurbóta og gerð nýrra leikvalla í bænum. Það er stór upphæð, en sem ekki þarf þó að sjá eftir, því æskan þarf að hafa aðgang að hollum og hent- úgum leikvöllum, eins og hún hefir nú hjer í bænum. En stóra takmarkið og framtíðarvon íþróttamanna er íþróttasvæðið í Laugardalnum. Hefir nú verið tryggt, að hægt verður að vinna þar fyrir um 750.000 krónur á þessu ári, 45ú,000 krónur koma frá bæjarsjóði og um 300.000 krónur frá íþróttasjóði, en það er framlag úr honum -til tvö ár. ÚR DAGLEGA LÍFINU Nú er það svart . . . NÚ ER ÞAÐ svart maður, alt orðið hvítt,. munu margir hafa hugsað, er þeir vöknuðu í gær- morgun og sáu allan snjóinn. Þar kom að því, að veturinn gerði vart við sig á íslandi, eins og í nágrannalöndunum. En vonandi samt að við fáum ekki harðindin núna með vorinu, sem gengið hafa á meginland- inu til þessa. Annars er það svo, að hjer í Reykjavík er snjórinn ekki tek inn eins alvarlega og í erlend- um borgum, þar sem það þykir sjálfsagt, að setja fjölda manns í að ryðja snjó af götum og gangastjettum. Hjer látum við það danká og vöðum heldur í snjónum og vonum, að hlákan komi og spari okkur útgjöldin. Víða erlendis er mönnum gert að skyldu að hreinsa snjó fyrir framan hús sín, einkum á fjölförnum götum. Hjer erum við ekki að slíkri smámuna- semi. Það ræður hver og einn hvað hann gerir í þeim efnum, því miður. • Blaðamönnunum líst vel á sig. BLAÐAMÖNNUNUM amer- ísku og frá Norðurlöndum, sem hjer eru, líst vel á sig hjer á landi. Fyrstu dagana voru þeir hepnir með veður og landið gat ekki tekið betur á móti þeim á þessum tíma árs. En svo hafa' þeir líka kynst íslenskri vetr- arveðráttu og snjókoman var þeim flestum mikið gleðiefni. Ekki vegna þess, að þeir hafi notað snjóinn til að leika sjer í snjókastl, fara á skíði, eða gera snjókerlingar, heldur vegna hins, að þeir vildu fá tækifæri til að vera hjer leng- ur og kynnast betur landi og þjóð. Og snjókoman seinkaði för þeirra að minsta kosti um tvo daga. Margir láta í Ijós ósk um að fá tækikfæri til að koma hingað aftur og Ijósmyndari, sem með var í förinni telur að hjer sjeu miklir möguleikar að sumri til og er ákveðinn að koma hingað þegar það fer að grænka í vor. • Straumurinn liggur í norður. FERÐAMANNASTRAUMUR- INN frá Bandaríkjunum liggur nú norður á bóginn. Hinn mikli áhugi hermálasjerfræðinga og flugfjelaga fyrir norðurhveli jarðar á stríðstímunum hefir valdið því, að almenningur hef ir fengið áhuga fyrir löndum hjer norður frá. Það er talið að á síðasta ári hafi ferða- menn frá Bandaríkjunum eytt 90.000.000 dollurum í Kanada en alls um 400 milj. dollurum í ferðalögum erlendis á fyrra ári, og er þá ekki reiknað með fargjöldum til og frá Ameríku, heldur eingöngu því, sem þeir eyddu erlendis. En hjer einblínum við á þorskinn, sem einasta bjarg- vætt og gjaldeyrislind. Dr. Helgi P. Briem ræðismaður sagði mjer á dögunum, að hann fengi fjölda fyrirspurna um það í New York hvernig hægt væri að koma á hópferðum frá Ameríku til íslands, en hann gæti ekki gefið önnur svör en þau, að ráðleggja ferðamönn- um, sem hafa í hyggju að ferð- ast til Islands, að tryggja sjer gistihús áður en þeir leggja af stað. Og mun þá í flestum til- fellum vera hætt við ferðirnar, þar sem næstum ómögulegt er að taka á móti gestum sökum gistihúsvandræða. En sá hefir nóg sem. nægja lætur og þeir íhaldssömu segja, að þorskurinn hafi hingað til haldið í okkur - líftórunni og muni gera það enn. Betra að satt væri. Fánamál. ÁHORFANDI á Keflavíkur- flugvelli skrifar í tilefni af vígslu ferða American Over- seas Airlines í vikunni: „Það gladdi mig mikið, er jeg 19. þ. m. sá mynd í Morg- unblaðinu af burtför „Flagship Reykjavík“ frá Washington. Við bá hátíðlegu athöfn gat að líta, landi voru til heiðurs, hinn fallega íslenska fána, við hlið Bandaríkjafánans. En hvernig var svo þessi heiður endurgold inn af íslenskum ráðamönnum Keflavíkurflugvallarins. er „Flagship Reykjavík“ lenti þar. „Með „Flagship Reykjavík“ kom ekki einungis margt vest- rænt stórmenni þ. á m. hátt- settir yfirmenn A. O. A. heldur og 4 sendimenn íslengka ríkis- ins vestanhafs, að meðtöldum sendiherranum Thor Thors og frú hans. Við komuna á Kefla- víkurflugvöllinn, hefði ekki einungis átt að vera stór ís- lenskur fáni, heldur og einnig við hlið hans Bandaríkjafán- inn, til þess sameiginlega, að fagna og sýna virðingu hinum velkomnu gestum. Póstmennirnir björguðu. „RÁÐAMENN VALLARINS vilja máski segja, að þar hafi blaktað íslenskur fáni. Og rjett er nú það að nokkisu leyti. Nokkrir póstmenn, er þarna voru við störf, höfðu tekið með sjer tiltöluléga lítið ísl. flagg, og eiga þeir þakkir skilið fyrir þá hugulsemi. Og ekki var það þeirra sök, þótt engin flagg- stöng væri á staðnum fyrir það. Gripu þeir til þess í flýti, að lyfta því yfir dyr hússins á borðbút, eins og Víkverji getur um í Morgunbl. 20. þ. m. „Hversu lengi’ á starfsmönn- um ríkisins að líðast það, að misnota ríkisfánann eins og gert er. Hann hefir blaktað í hálfa stöng eftir jarðarfarir á opinberum byggingum nætur- langt. En í öðrum tilfellum, þegar skylda er að hafa hann við viðhafnartækifæri er hann ekki sýndur. Ekki einu sinni höfð fyrirhyggja á, að hafa flaggstöng á áberandi stöðum“. Það er nokkúð til í þessum aðfinslum. *—■——.— —.— —-——.— I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ! ! i Oryggi ilugfarþegans fer sföðugf vaxandi. í ERINDI, sem Lybe, for- stjóri Konunglega danska flug fjelagsins, flutti fyrir skömmu, komst hann meðal annars svo að orði, að þrátt fyrir flug- slysin að undanförnu, mætti segja, að öryggið í loftinu hefði verið meira 1946 en nökkuð annað ár. Forstjórinn gaf margar merkilegar upplýsingar um flugöryggi. „2415 sinnum kring- um jörðina'. Meðal 14 miljón flugfarþega 1946, ljet aðeins einn farþegi lífið fyrir hverjar 96.6 miljón þegamílur“, sem flogið var. Segja má, að þetta þýði það sama og að aðeins einn maður hafi farist í flugslysi fyrir hverjar .2415 flugferðir kring- um jörðina um miðjarðarlínu. Með öðrum orðum, er öryggi flugfarþegans orðið það mikið, að hann á að geta flogið í 73 ár, sex mánuði og 26 daga — á hverjum degi — án nokkurs óhapps. ! í skýrslu, sem gefin hefir ^ verið út í Bandaríkjunum um farþegaflutninga í lofti, kemur það meðal annars fram, að enda þótt um 80% fleiri far- þagar hafi verið fluttir fleiri mílur loftleiðjs 1946 en 1945, voru þeir færri, sem fórust af völdum flugslysa síðara árið en það fyrra: 1945 Ijetu 76 flug farþegar Mfið; 1946 73. Undir fyrirsögninni „Horf- umst í augu við staðreyndirn- ar“ segir einnig í skýrslunni: „Við hvaða tegund flutninga sem er, er hvergi hægt að tala um algert öryggi. Við alla flutninga er reynt að draga sem mest úr hættu farþegans. Ún sannleikurinn er sá, að í hvaða tegund flíitningatækis sem hann ferðast, veit farþeg- inn, að enginn getur tryggt honum algert öryggi“. I lok skýrslunnar er loks varpað fram þeirri spurningu, hvers vegna frjettir af flug- slysum veki jafn mikla at- hygli og raun er á. Kemst skýrsluhöfundur að þeirri nið- urstöðu, að farþegaflutningar í flugvjelum þyki enn það mikið nýmæli, að útgefendum og rit- stjórum þyki að jafnaði mun meiri matur í fregnum af flug- slysum en öðrum slysum, frá frjettalegu sjónarmiði sjeð. Þetta, segir skýrsluhöfundur, er ástæðan fyrir þvi, að blaða- lesendur lesa svo oft um flug- slys, en svo .sjaldan um þau slys, þar sem aðrar tegundir flutningatækja eiga hlut að máli. Frjettir og flugufregnir. Einn af forstjórum eins stærsta flugfjelags Bandaríkj- anna sagði í ræðu fyrir skömmu síðan,- að enginn vafi væri á því, að frjettaflutningur blaðanna um flugslys alment, skaðaði fjelögin og drægi úr farþegaflutningum í lofti. Benti hann í því sambandi á það, að fregnirnar af Kastrup- slysinu, þar sem Gustaf Adolf Svíaprins ljet lífið, hefðu skað- að •— um stundarsakir að Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.