Morgunblaðið - 22.03.1947, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.03.1947, Qupperneq 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: FÓLKIÐ hefir metið far N- eða NA-átt, sumstaðar ailhvasst. — Úrkomuiaust að mestu. sæla stjórn Reykjavíkur. —i — Bls. 5. ___________ Laugardagur 22. mars 1947. Ný gróðrastöð að Tumastöðum Kostar um eina miljón Á fimm árum vörðu einsiaklingar og fjelög 1,3 miijónum iil skógræktar. SKÓGRÆKT RÍKISSINS hefir nú varið um 500 þús- und krónum til þess að koma upp gróðrarstöð að Tuma- stöðum í Fljótshlíð. En gert er ráð fyrir að hún muni kosta allt að milljón, þegar henni hefir verið komið í það horf, sem til var ætlast og Bjarnason skógræktarstjóri, í gær. Lánd það, sem gróðrarstöðin hefir fengið til umráða eru 20 hektarar lands. Þar er búið að ræsa landið, byggja íbúðarhús fyrir skógarvörð og starfsfólk hans og stórt geymsluhús. Enn sem komið er hefir mjög litlu af trjáplöntufræum verið sáð þar, því þar hefir allt verið á byrjunarstigi. Hákon Bjarnason sagði, að í vor yrði þessi nýja stöð tekin til afnota. Og þegar allt væri komið þar í fulla rækt, myndi þar vehða hægt að fá alt að 2 miljónir trjáplantna árlega. Gróðursetning nytjaviðar. Hákon Bjarnason sagði, að að alviðfangsefni Skógræktarinnar á næstu árum, væri öflun trjá- fræs erlendis frá, frá þeim stöðum sem best þætti henta og gróðursetning þeirra hjer, á þeim stöðum, sem best væru til .þess fallnir. í þessu sambandi skýrði Hákon svo frá að fyrir um það bil 40 árum síðan voru gerðar tilraunir með gróðursetn ingu erlendra barrtrjáa hjer á landi. Á Hallormsstað og nokk- urum öðrum stöðum, þar sem skógarfuru úr Norður-Noregi, síberiskt lerki og amerískt blá- greni hefir verið sett í skjóli birkiskógar og kjarrs, hefir það komið æ betur í ljós, með hverju ári sem leið, að ræktun þessara tegunda í stórum stíl getur orðið með allra þýðing- armestu störfum, sem hægt er að vinna fyrir framtíð þjóðar- innar. Síðan hafa fengist hing- að nokkrar aðrar trjátegundir, sem munu jafnvel ná enn betri þroska en hinar, sem vaxið hafa í nokkra áratugi hjer. Á Hallormsstað hefir lítill furulundur vaxið jafn vel fyrstu 35 ári æfi sinnar og sama furutegundin vex um miðbik Noregs og Svíþjóðar. Vöxtur skógarfurunnar á Hallormsstað hefir verið mældur nákvæm- lega og borinn saman við norsk ár og sáenskar viðarmælingar- töflur. Á þeim grundvelli hefir verið reiknaður út vöxtur og verðmæti slíks skógar á einum hektara lands og fram til 100 ára aldurs. Þó hefir aðeins verið stuðst við töflur, sem sýna minni vöxt fyrstu 35 árin heldur en Hallormsstaðafuran. I sambandi við þetta gat Há- kon þess, að í fyrsta sinn hefði verða mun, — sagði Hákon er hann ræddi við blaðamenn ameríska blágrenið borið veru- lega mikið af fræi á s.l. ári. — Hafði hann á borðinu hjá sjer tvær krúsir, sem í voru um það bil 1 kg. Aðra dós hafði hann fyrir framan sið með álíka mik ið af lerkifræi, sem nú í fyrsta sinn eftir 25 ár, skila talsverðu af fræi. Hákon sagði, að ef vel tækist, þá ættu að vaxa að Tumastöð- um nokkrir tugir þúsunda plantna af hvorri trjátegund- inni. Betri trjáfræasambönd nauð- synleg. Hákon sagði að þau sambönd við útvegun á trjáfræi, sem Skógræktin hefði nú, væru ekki eins góð og æskilegt væri, hvað Rússland og Noregs snerti, en hann var vongóður um að þetta myndi lagast á næstu árum. Hann sagði, að á vori kom- anda ætti Skógræktin von á 100 þúsund skógarfuruplöntum frá Lofoten og einnig nokkru af rússnesku lerkifræi og lítils- háttar af sitkagrenifræi frá Al- aska. Þegar Hákon kom frá Alaska í fyrra, hafði hann með ferðis um 100 kg. af þessu fræi. Um helming þess hefir verið sáð í gróðrarstöðvum Skóg- ræktarinnar. Sáðningu þess verður haldið áfram í vor, og kvaðst Hákon vona, að upp af þessum fræjum ættu eftir að vaxa miklir skógar í landinu síðar meir. Áhugi fólks er mikill. Að lokum ræddi Hákon um þann gífurlega áhuga þjóðar- innar fyrir trjárækt og land- græðslu. Sagði hann að á árun- um 1940 til 1945 hefði hið opin bera varið í þessu skyni, 1,4 milj. króna á móti 1,3 mSj., er einstaklingar og fjelög hefðu lagt fram. ,,En þesasr tölur tala sínu máli“, sagði Hákon. Hákon kvað eignir Land- græðslusjóðs nú vera um 400 þúsund krónur. í vor myndi Landgræðslu- sjóður efna til merkjasölu. — Merki sjóðsins, birkilaufin þrjú, hafa verið steypt í málm, og er það mjög skekklega gert. Ríkisfáninn á spífunni. Þessi mynd var tekin síðastliðinn þriðjudag á Keflavíkur- flugvelli, er „Flagship Reykjavík“ kom þangað og sýnir hún ríkisfánann íslenska á fjölinni, sem notuð var í stað flaggstangar. (Ljósm. Svavar Hjaltested). Amerísku blaða- mennirmr tepfir AMERfSKU blaðamennirn- ir eru veðurteptir hjer á landi Þeir ætluðu að fara vestur á föstudagskvold og fóru til Keflavíkur þá um kvöldið, en komu, aftúr til bæjarins vegna þess, að ekki var hægt að fljúga vegna snjókomunn- ar. í fyrraaag fóru þeir í ferða lag austur fyrir fjall og um Þingvelli, skoðuðu hitaveit-' una að Reykjum og fleiri staði. Síðdegis á föstudag hafði utanríkisráðh. Bjarni Benediktsson og frú móttöku 1 ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og voru þar auk hinna útlendu gesta, margir íslenskir embættismenn. í gær notuðu blaðamennirn ir tímann til að skoða sig um í bænum og afla sjer upplýs- inga. Síðdegis í gær hafði ameríski sendifulltrúinn, Mr. Trimble og frú hans móttöku í ameríska ‘sendiráðinu. . Búist er við að blaðamenn- irnir fari vestur í kvöld. Róstusamt í Grikk- landi GRÍSKA ríkisstjórnin sam- þykti í dag, að gera sjerstak- ar öryggisráðstafanir í Pelop- hensus, þar sem hefndarverk hafa verið unnin í sambandi við morðið á Katsarcas kap- teini, forystumanni andkomm- únistafjelags nokkurs í Spörtu. Gríska ráðuneytið, sem fer með öryggismál, tilkynti í kvöld, að ‘37 fangar í fangelsi einu hafi verið drepnir, ásamt sjö Öðrum, sem sagt var að væru vinstri menn. En það var vopnuð sveit hægri manna, sem rjeðist inn í fangelsið. Skæruliðar rjeðust á 20 rík- islögreglumenn skamt frá Lar- issa og skutu þá til bana, segir ennfremur í opinberri frjetta- tilkynningu í kvöld. — Reuter. 60 miljón sterlings pund til rannsókn- arstofu London í gær. ALEXANDER landvarnaráð- herra sagði í ræðu í neðri mál- stofu breska þingsins í dag, að stjórnin hygðist verja meira en 60 miljón sterlingspundum á þessu ári til ýmiskonar rann- sóknarstarfa. Alexander sagði, að löndin við bofn Miðjarðarhafs væru enn mikilsverður hlekkur í ör- yggi breska heimsveldisins. Um herskyldu sagði ráðherr- ann, að stjórnin gerði allt, sem vhún gæti, til að halda hernum eins litlum og framast væri unt —Reuter. Ikíðalandsmótið heísi í dag FRESTA varð Skíðamóti fslands, sem hefjast átti í gær Af brunkeppninni, sem fram átti að fara í Borgarfirði gat ekki orðið vegna snjókomu og dimmviðris. Göngukeppnin gat heldur ekki farið fram við Kolviðarhól, vegna illfærðar þangað. Keppendurnir, sem voru í Re.vkjavík í gærmorgun gekk erfiðlega að komast hingað. í gærmorgun var þeim snúið við, en aftur var lagt af stað og tókst þeim þá að brjótast í gegn og tók ferðin um það bil 4 klst. og urðu þeir að ganga síðustu kílómetrana. Eru nú allflestir keppendur komnir og hefst mótið í dag. Breyting hefur verið gerð á dagskránni. Klukkan 11 árd. hefst brun kvenna. Ganga í öllum flokkúm hefst kl. 3 síðd., en svig kvenna kl. 5. Á sunnudagsmorgun kl. 10 heldur mótið áfram og hefst það með svigi í B-flokki karla Svig A-flokks hefst kl. 11,30, en skíðastökk kl. 3,30 síðd. Þorbjörn. Mjólkin kemur seint í búðirnar „ÞAÐ er ekki vitað hversu mikil mjóllc berst til bæjarinS í dag“, sagði Pjetur Sigurðs-t son mjólkurstöðvarstjóri í viðt tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Pjekir sagði, að ef ske kynni, að eitthvað bærist hingað í nótt sem leið, þá myndi hún koma seint í mjólk urbúðirnar. Hann gat þess ennfremur að til Mjólkurbús Flóamanna hefði engin mjólk; borist í gærdag. í gærkvöldi voru fjórir bíl- ar á leiðinni hingað. Tyeir þeirra koma að austan og aðrir tveir ofan úr Borgar- firði, en ekki var vitað hve- nær þeir kæmu. Og t.d. var ekki vitað hvar Borgarfjarð arbílarnir væru um kl. 10 í gærkvöldi. Lítilsháttar af mjólk kom hingað með skipi frá Borgarnesi, seint-í gær- kvöldi. I Reyn! að halda leiðinni ansiur yfir Fjall opinni MIKIL hríð var í austur- sveitum í gærmorgun og stóð hún fram yfir hádegi. Hríð var svo svört, að bílstjórarnir treystu sjer ekki til þess að aka á eftir snjóýtuunni er hún ætlaði að leggja upp frá Ölfusá. Er líða tók á daginn tók veð ur að batna og lagði ýtan þá af stað og átti hún að fara; upp að Kambabrún. Þar kom' til móts við hana snjóýtan. sem höfðu er við Skíðaskálan og átti hún að ryðja leiðina f.vrir bílana alt niður fyrir Lögberg. Búist var við að bíl arnir myndu koma hingað til bæjarins eftir miðnætti , nótt í þessari bílalest voru 2 mj óllc urbílar. . Ásgeir Ásgeirsson skrifstofu- stjóri Vegamálaskrifstofunn- ar sagðist vonast til að tak- ast mætti að ryðja leiðina austur jafnóðum og bílalest- irnar leggja af stað að aust- an og hjeðan úr bænum. Tekist hefur að halda leið- inni norður til Blöndóss op- inni f gær var vegurinn uml Kjalarnes ruddur en hvernig gengi að halda leiðum opnum’ í Borgarfirði var ekki vitað með vissu. FEITUR BITI NEW YORK: — Timaritið „Time“ segir frá því, að mað- ur í Uniontown, Bandaríkj- unum, hafi komið inn í veit- ingghús á staðnum, snúið sjer að Katherine nokkurri Gaydo, litið á hana andartak, sagt: „Mikið ertu falleg -— það væri hægt að borða þig“, gripið í hendina á henni og bitið hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.