Morgunblaðið - 28.03.1947, Síða 7

Morgunblaðið - 28.03.1947, Síða 7
Föstudagur 28. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ T Valtýr StelánssoMB: P 20. mars. FYRIR ÞÁ, sem vanir eru orðnir flugferðum, er það að sjálfsögðu úreltur hugsunar háttur, að taka nokkuð til þess, þó maður leggi af stað frá Keflavíkurflugvelli, þeg ar komið er undir kvöld, komi við í Kaupmannahöfn seinna um kvöldið og lendi á Bromma-flugvellinum við Stokkhólm nokkru síðar. En fyrir þann, sem í fyrsta skifti flýgur til útlanda, er þetta viðburður, sem seint líður úr minni. ★ Snemma á þriðjudagsmorgun lögðum við af stað suður á Keflavíkurflugvöll, nokkrir starfsmenn Morgunblaðsins til þess að taka á móti gestum, sem væntanlegir voru þangað frá Bandaríkjunum um dagmál. Þegar þangað kom, fengum við að vita, að flugvjelinni, sem skírð hefir verið í höfuð Reykjavíkur, Flagship Reykja- vík, hefði seinkað, en þetta var fýrsta áætlunarflugvjel Ameri- can Overseas Airlines frá Vest- urheimi um Keflavík til Norð- urlanda. Jeg hugsaði með mjer. Það er ( í rauninni gott, á þessari miklu öld hraðans, að tæknin hefir I ekki útrýmt með öllu hinum þjóðlega sið óstundvísinnar, því það væri framt að því óhugn- anlegt, ef mannshöndin og and- inn hefði yfirstigið allar hindr- anir lofts og veðra, svo menn gætu sagt það upp á mínútu, hve lengi þeir væru yfir úthöf- in. r Á Keflavíkurflug- velli. Á Keflavíkurflugvelli er allt með sama svip og áður hefir ver ið. Lágkúrulegir, ryðgaðir braggar í dreifðum þyrpingum umhverfis hinar löngu og breiðu rennibrautir. Það leyndi sjer þó ekki, er þangað kom; að þar var eitt- hvað nýtt á döfinni. Þar voru íslendingar fleiri en jeg áður hefi sjeð, innari um óeinkennis- klædda Bandaríkjamenn. Þegar á afgreiðslustöðina kom, vissi maður naumast, hvaða mann ætti að ávarpa á íslensku og hvern á enska tungu. Þar var t. d. vinur minn, Sig- urður Baldvinsson póstmeistari, sýnilega í embættiserindum, enda hafði hann síðasta sólar- hringinn sett þar upp pósthús, þótti honum strax í byrjun, að þess væri mikil þörf. Þarna var eitt, sem vakti undrun okkar, eða kannske heldur leiðindi, að framan á aðalinngangi afgreiðslustöðvar- innar, sem að vísu er ekki veg- legri en meðal fjárhússtafn í sveit, hafði verið neglt nokkuð langri óheflaðri kassafjöl, sem náði spölkorn upp fyrir stafn- þilið. Var hún sett þar sem fánastöng, með ísl. stjórnar- fánanum á. Jeg tel víst, að allir þeir mörgu; sem þangað komu og þaðan fóru þennan dag hafi Brjef úr Svíjbjóðarför Svíþjóðarfararnir koma út úr flugvjelinni í Stokkhólmi. Talið frá vinstri: Benedikt Gröndal, Björn Kristjánsson alþm., Henrik Sv. Björnsson, Valíýr Stefánsson, Jónas Árnason, Haukur Snorrason og Viihjálmur S. Vilhjálmsson. ekki sjeð óveglegri undirstöðu undir hinn íslenska fána. Biðin lengdist fram undir há degi eftir vjelinni að vestan. Tóku menn að spyrja, hvað þessu myndi valda. Sífeldur austanstrekkingur yfir Atlants- hafið, var svarið. Þetta kom okkur á óvart, sem biðum í Miðnesheiðinni þennan sól- ríka vetrardag. Þar blakti ekki hár á höfði manns. En út- sýni eins fagurt til Snæfellsness og Borgarfjarðarfjalla, sem best má vera. Við vissum, að með vjelinni, sem að vestan kom, voru ekki færri en fjórtán blaðamenn frá útbreiddustu blöðum og tíma- ritum Vesturheims. Vorum við ánægðir yfir því, hve Fjallkon- an skartaði vel þennan vetrar- dag, er þessir menn kæmu hing að í fyrsta sinn, til þess að skrifa um tign hennar og feg- urð, fyrir þá tugi milljóna, er lesa greinar þeirra. AIIs konar fólk á Miðnesheiði. Um hádegisbil var sagt, að nú væri flugvjelin að nálgast. Mjer var bent í áttina, hvert jeg ætti að horfa. Við stóðum á hlaðinu fyrir framan bragga- þyrpinguna, og kom jeg ekki auga á flugfarið — nærsýnn að vanda. Mjer sýndist þetta fyrst vera lítil dökk skýjarönd5 uns jeg síðan sá, að þarna var risastór flugvjel á ferð. Eftir fáein augnablik, settist hún á völlinn, renndi inn á hlaðið. Farþegastiganum var rennt að vjelinni og gestirnir komu út, Thor Thors og frú hans gengu fyrst. Nú ætla jeg ekki að lýsá þessum móttökum nánar, því fyrir mig var ferðinni heitið austur yfir hafið. Stundu eftir að þessi vestan- vjel kom, bar aðra þar að, mik- ið minni. Var sagt að hún kæmi frá Kanada. Farþegarnir komu þaðan út, ferðalangar eða skemmtiferðafólk, er mjer sýnd ist á svipinn vera rjett eins og Reykvíkingar, er skreppa í bíl- um sínum á sunnudegi austur fyrir fjall. Svona er í Miðnesheiðinni í dag. Þaðan kemur fólk úr öll- um áttum. Alls konar fólk í alls konar erindum, drepa sjer þarna niður, eins og fugl á stein, til þess að fljúga eftir stundarkorn eitthvað út í heim. Hver hefði spáð því fyrir nokkrum árum, að hin óásjá- lega Miðnesheiði, yrði fyrir svo mikilli gestakomu. Og það væri sem aldagömul einangrun lands ins yrði rofin. Alllöng bið varð enn á því að flugvjelin legði upp austur yfir. Komu ýmsar getgátur um það, hverjar orsakir þess væru. Þá allt í einu sást úti í horninu í hinni nýju póststofu Sigurðar Baldvinssonar pínulítill poki, sem merktur var, sem diplomat ískur póstur og hafði komið að vestan í höndum Helga Briem, aðalræðismanns. Hann var sjálfur löngu farinn til Reykja- víkur. Var brátt ráðin sú koll- gáta, að hann hefði tekið póst- poka, sem til Stokkhólms átti að fara. Voru þau mistök leið- rjett í Hafnarfirði, en pokinn náði þó ekki áður en „Flagship Reykjavík“ lagði upp frá Kefla víkurflugvelli kl. 3,30. Öll afgreiðslan á farþega- flutningi og vegabrjefum gekk greiðlega. Við stungum saman um það nefjum fjelagarnir, að skrítilegt væri, ef við fengjum enga farmiða. Úr þessu var bætt á síðustu stundu, er umboðs- maður AOA rjetti okkur skjal, eða skírteini, er æfinlega skyldi minna okkur á, að við hefðum verið farþegar í flugvjel þess- ari, er þann 18. mars 1947, hóf flugferðir milli Keflavíkur og Stokkhólms, og segir: Þetta flug markar tímamót í flugferð um, er tengja Bandaríkin og Norðurlönd við ísland. — Með þetta skírteini upp á vasann, örkuðum við upp í flugvjelina kl. 3.30. Lagt af stað. Þegar þangað kemur í fyrsta sinn, mætir manni sýn, sem er ólík því, er ókunnugir ætla um flugvjelar. Stór, að vísu aflang ur salur með 30—40 hæginda- stólum. Er allur umbúnaður svipaður því, sem vænta má á hefðargistihúsum. Jeg tók mjer sæti hjá Birni Kristjánssyni, alþingism. frá Kópaskeri. Að vörmu spori hóf flugvjelin sig til lofts. Á með- an við vorum að klæða okkur úr yfirhöfnunum og hagræða okkur í sætunum, var flugvjel- in komin yfir Reykjavík. Fór hún hringflug yfir bæinn og tók síðan sína stefnu. Við fengum hið fegursta út- sýni austur yfir Hellisheiði og Flóann og inn yfir hálendið í vetrarsíðdegissól. Áður en við náðum Eyjafjöllum, mætti okk- „Flugfreyjan lýsti öllu með þægilegu brosi . . ur skýjabakki, er flugvjelin hóf sig yfir. Þar kom önnur ;,land- sýn“, að kalla má. Skýjaland- ið, með óteljandi hæðum og dölum. Svo einkennilega brá við, að manni gat sýnst, að þar skyti upp eftiiTíkingu'm ýmissa þeirra fjallatinda, er við áður sáum á undan okkur. Þeir, sem óvanir eru flu?r finnst dálítið undarlegt, fyrst í stað, að geta farið alveg í kringum þyngdarlögmálið, geta setið í stórum sal, skýjum of- ar, og þotið áfram, en fundist, að maður sje alveg kyr. Það verður nærri því þægileg til— finning^ þegar flugvjelin titr- ar ofurlítið við og við, eða tek- ur kippi. Við það verður ferða- lagið ekki eins raunhæft Það minnir mann á, að farið sje gegnum geiminn með 350 km„ hraða á klst. Nokkru eftir áð landið var horfið, kom flugfreyjan til okkar farþeganna með ein- kennileg olíuborm klæðaplögg, er' hún sagði vera flotvesti. — Hún sýndi okkur hvernig við ættum að klæðast þeim, hvern- ig með einu handtaki væri hægt að fylla þau lofti, svo allir flytu ofansjávar, sem í þeim væru. Hún kom líka með alllangan leiðarvísir um það, hvernig farþegarnir ættu að fara að ráði sínu, ef til þess kæmi, að flugvjeli'n þyrfti að lenda á sjónum. Er því þar lýst á mörg um tungumálum, með mikilli nákvæmni, hvernig allt geti farið skipulega fram og engan þyrfti að saka, þó svo illa tæk- ist til og óvenjulega, að einmitt í þetta sinn, yrði þyngdarlög- málið yfirsterkara en það völ- undarsmíði tækninnar, sem fer með 50 manns og farangur þeirra, með fremsta flughraða yfir lönd og höf. Það vakti eftirtekt mína, að þessi unga flugfreyja lýsti öll- um aðgerðum og aðferðum hinnar ófyrirhuguðu björgunar starfsemi með svo þægilegu brosi, eins og hún væri að kenna krökkum, hvernig þeir ættu að hagnýta sjer nýfengin leiklöng. En í leiðarvísinúm er á það bent, hve björgunarstarfsemin er skipulögð og nákvæm, svo að enginn þarf að óttast neitt, bó allt færi á versta veg. Miðdegisverður í háloftinu. En þetta voru ekki nema 'yrstu kynni farþeganna af flug ’reyjunni og þjónustufólkinu. Okkur var sagt, að úr öllum '.purningum okkar yrði leyst, aeð hipnd mestu ánægju, því 'jónustufólkið væri til þess að æra farþegunum ferðina sem ■■ægilegasta. Þetta tókst líka í hinn fyllsta náta. Ymist er farþegunum boð ð einhverjir svaladrykkir veik- ” eða sterkir, og í ljósaskiptun- ’m útbýtti flugfreyjan fjöl- ■jettuðum miðdegisverði á bökk um, sem til þess eru gerðir. En um víntegundir gátu menn valið eftir vild sinni. Það gerir ferðalagið ennþá viðfeldnara, er flugkapteinninn og aðstoðarmenn hans koma að máli við farþegana við og við til að spyrja hvers þeir kynnu að óska að þeir segðu þeim, hvernig ferðinni miði áfram, hvenær maður sje kominn á þennan eða hinn staðinn, hve hátt er flogið yfir sjó, og þar fram eftir götunum. Mig hefir oft furðað á því, hve þeir, sem flogið hafa milli landa, eru fáorðir um flugferð- Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.