Morgunblaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLí TIÐ: Faxaflói: A FERÐ OG FLUGI. Valtýi' Norð-ausían kaldi. - - Ljett- skýjað. Föstudagur 28. mars 1947 Geslir AOA komnir að vestan FULLTRÚAR ríkisstjórnar- innar og blaðamenn þeir, sem fóru í boði AOA til Bandaríkj- anna komu hingað til íslands aftur í fyrrinótt með „Flag- ship Copenhagen“. Ljetu þeir hið besta yfir för sinni og róm uðu ágætar móttökur flugfje- lagsins vestra. Þeir sátu boð sendisveitar ís lands í Washington og sama dag boð hjá flugfjelaginu í Carlton-hótelinu í Washington. Þeir, sem fóru í þessa för, voru: Sigurður Bjarnason, Gunnlaugur Pjetursson, Gunn laugur Þórðarson, Sigurður Ó1 afsson, Jón Magnússon, Þór- arinn Þórarinsson og Kristján Guðlaugsson. „Flagship" AOA á flugi Skymasterflugvjel af sömu gerð og ,,Flagship Reykjavík“, scm Svíþjóðarfararnir fóru með. Grein eftir Valíý Stcfánsson ritstjóra á bls. 7 og 8. Fjelag Rafiækjasala NÝLEGA var stofnað hjer í bæ „Fjelag raftækjasala“. Að fjelagsstofnuninni standa eftir- taldir aðilar: Bræðurnir Ormsson, Elangros Trading, Electric h.f., Eiríkur Hjartarson & Co., Guðm. Mar- teinsson, Glóðin h.f., Júlíus Björnsson, Ljós & Hiti, Ljósa- foss, Ljós & Orka h.f., Lúðvík Guðmundsson, Paul Smith, Rafall h.f., Rafmagn h.f., Raf- tækjasalan h.f., Rafvirkinn s.f., Johan Rönning h.f., Terra Tra- ding h.f., V. Thorsteinsson. Markmið fjelagsins er að stuðla að sameiginlegum á- hugamálum fjelagsmanna, svo sem heilbrigðum verslunar- háttum og rjettlátri úthlutun innflutnings- og gjaldeyris- leyfa. Ennfremur að hnekkja ómaklegum árásum í garð fje- lagsmanna. Stjórn fjelagsins skipa: For- maður: Ilans R. Þórðarson, Gjaldkeri: Holger P. Gíslason. Ritari: Jón Á. Bjarnason. Vara- menn: Ingólfur Bjarnason og Júlíus Björnsson. Ágúsl Þórarinsson láfinn ÁGÚST ÞÓRARINSSON kaup maður í Stykkishólmi andaðist í fyrrinótt að heimili sínu. — Hann var 82 ára. Þessa mæta og merka manns verður nánar getið síðar hjer í blaðinu. issí ier Tvö islandsmet voru sett SÆNSKI sundmeistarinn Per Olof Olsson fór hjeðan ósigraður snemma í morgun áleiðis til New York. Hundr- uðir Reykvíkinga fögnuðu honum í Sundhöllinni í gær- kveldi, en þar bauð forseti í. S. í., Ben. G Waage, hann velkominn áður en keppnin hófst. Olsson vann 100 m. skriðsund á 58,5 sek., en Ari Guðmundsson synti þar á mettíma sínum^ 61,5 sek. — 100 m. bringusund vann Olsson á 1.13,4 mín., en Sigurður Þingeyingur, sem varð annar, synti á nýju íslensku meti, 1.17,7 sek. — Þá kom það mjög á óvart, að hinn ungi ÍR-ingur Ólafur Guð- . mundsson sló íslandsmet Jónasar Halldórssonar í 50 m. baksundi. Synti á 34,9 sek. Það er óhætt að fullyrða, að Olsson vann Ara eingöngu á „startinu“ og snúningunum, en þar hafði hann mikla yfir- burði. Einnig kom það greini- lega í ljós í 100 m. bringusund- inu á móti Sigurðunum. Olsson var aldrei í verulegri hættu hvað sigurinn snerti, en ís- lensku sundmennirnir veittu honum þó harða keppni. í 100 m. skriðsundinu synti Olsson fyrstu 25 metrana á 12,8 sek., aðra á 14,5, þriðju á 15;0 og fjórðu á 16,2. Helstu úrslit KR-mótsins urðu annars þessi: 100 m. skriðsund: — 1. Per Olof Olsson 58,5 sek., 2. Ari Guðmundsson, Æ, 61,5 sek., 3. Rafn Sigurvinsson, KR, 69,6 sek. og 4. Ólafur Diðriksson, 70,9 sek. — Ari vann hjer í þriðja sinn og til eignar bikar, sem keppt hefir verið um á KR- mótinu^ en Olsson fjekk sjer- stök heiðursverðlaun. 100 m. bringusund: — 1. Per Olof Olsson 1.13,4 mín., 2. Sig- urður Jónsson, HSÞ, 1.17,7 mín. (ísl. met), 3. Sigurður Jónsson, KR, 1.19,7 mín. og 4. Ingvar Jónasson, Æ, 1.22,9 mín. Ols- son fjekk hjer einnig heiðurs- verðlaun, en Sigurður vann í annað sinn bikar þann, sem keppt er um í þessari grein. 50 m. baksund karla: — 1. Ólafur Guðmundsson, ÍR, 34;9 sek. (ísl. met), 2. Guðmundur Ingólfsson, ÍR, .35,7 sek. og 3. Halldór Bachmann, Æ, 38,6 sek. — íslandsmetið, sem. Jónas Halldórsson átti, var 35,0 sek., se’tt 1938. Ólafur og Guðmund- ur syntu ekki í sama riðli. 200 m. bringusund kvenna: — 1. Gyða Stefánsdóttir, KR, 3.38,5 mín.; 2. Lilja Auðuns- dóttir, Æ, 3.39,5 mín. og 3. Anna Ólafsdóttir, Á, 3.41,0 mín. Keppnin var afar hörð, eins og tíminn ber með sjer. 4x100 m. boðsund (frj. aðf.): — 1. Ægir 4.39,5 mín., 2. KR 4.51,2 mín. og 3. Ármann 4.54,4 mín. 50 m. skriðsund drengja: — 1. Helgi Jakobsson, ÍR, 32;3 sek., 2. Rúnar H. Hjartarson, Á, 32,6 sek. og 3. Theodór Dið- riksson, Á, 32,8 sek. 50 m. bringusund drengja: — 1. Georg Franklinsson, Æ, 40,6 sek., 2. Þorkell Pálsson, Æ; 43,1 sek. og 3. Guðjón Þórarins- son, Á, 43,7 sek. Eins <f§ áður er sagt fór Ols- son hjeðan snemma í morgun áleiðis til New York. Hann mun svo á morgun (laugardag) fljúga til Boston og keppa þar annað kvöld, en síðan mun hann (4. og 5. apríl) taka þátt í ameríska meistaramótinu. —Þorbjörn. r Ben. G. Waage, forseti Í.S.Í., býður Per Olof Olsson velkom- inn í Sundhölíinni í gærkveldi. (Ljósm. Mbl.: F. Clausen). Sveif í svifflugu í nær sjö og hálfa klst. í GÆR tókst Albert Tómás- syni, flugumferðarstjóra á Reykjavíkurflugvelli að halda sjer á lofti í svifflugu í 7 klst. og 25 mínútur og er það nýtt met hjer á landi. Albert var dreginn á loft í svifflugu sinni kl. 12,25 í gær. Var honum síðan slept kl. 12, 45 yfir sandskeiðinu. Hann var síðan í loftinu, þar til hann lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 21,10 í gærkvöldi. Var hann mestan tímann í 5000 feta hæð. Áður hafði Agnar Kofoed- Hansen, lögreglustjóri, haldið sjer lengst á lofti í svifflugu, eða 5 tíma og 15 mínútur. Albert er aðeins 19 ára, og er þetta afrek hans talið mjög gott, sjerstaklega ef tekið er tillit til þess, hve kalt er í veðri. Stefánsson ritar um Svíþjóðar- for. — Sjá bls. 7—8. Verod barna og ung- linga lögfesf FRUMVARPIÐ um vernd barna og ungmenna var í gær afgr. sem lög frá Alþingi. Gísli Jónsson bar fram brtt. við frv., þess efnis að samþykkt barnaverndarráðs þyrfti til að mönnum úr barnaverndarnefnd unum væri heimilt að fara inn á heimili til rannsóknar á hög- um barns og ungmennis. Benti Gísli á hve nálægt heimilisrjettinum hjer væri gengið er nefndarmenn gætu vaðið inn á heimilin skilyrðis- laust undir því yfirskyni að þeir væru að tryggja vernd barnanna. Allt um það var þessi brtt. ásamt tveim öðrum felld og frv. samþ. sem lög með 10 atkv. Sendiherrann ætlar að segja sann- leikann Washington í gær. TRUMAN forseti hefir sam- þykt lausnarbeiðni sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi, Arth- ur Bliss Lane. Frá Hvíta húsinu var í dag | birt brjef, sem farið hafa á j miili forsetans og sendiherr- ans; þar sem senaiherra segist vilja gerast almennur borgari til þess að fá tækifæri til að tala og skrifa frá eigin brjósti og sannleikanum samkvæmt um „sorgarsögu Póllands“. Gyðingar hófa blóðhefndum Jerúsalem í gærkvöldi. BRESKUR lögreglumaður særðist í dag, er menn, sem álitnir eru vera Gyðingar, rjeð ust með sprengjukasti og skot- hríð á tvo lögreglubíla í Tel Aviv. Árásarmennirnir komust undan. Óaldarflokkurinn Irgun Zval Leumi hefir nú sent út dreifi- miða, þar sem því er lýst yfir, að til blóðugra átaka muni koma, ef Doc Gruner, Gyðing- ur sá, sem dæmdur hefir verið til dauða, verði líflátinn. Franshi sendikenn- arinn flyfur fyrir- lesfur um Portúgal FRANSKI sendikennarinn, André Rousseau, flytur fyrir- lestur á frönsku í Háskólanum um Portúgal í kvöld kl. 6 í fyrstu kenslustofu. Sendikennarinn, sem dvald- ist fyrir skömmu um eins árs skeið í Portúgal, mun dragá upp myndir úr þjóðlífi Portú- galsmanna og lýsa þjóðinni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Skuggamyndir fylgja fyrirlestrinum, og auk þess mun áheyrendum gefast kost- ur á að heyra portúgölsk þjóð- lög af hljómplötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.