Morgunblaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. mars 1947
Á HEIMILI ANNARAR
*
24. dagur
Sam hjelt að byssunni hefði
verið fleygt í sjóinn. Henni
datt snöggvast í hug að það
væri rjettast fyrir sig að ná í
byssuna í nótt og laumast með
hana niður að sjó og fleygja
henni í sundið.
Hún klæddi sig nú í síðan
kjól, þann fyrsta, sem varð fyr-
ir henni, hvítan kjól með
rauðu skrauti. Síðan stakk hún
kúlunni í vasann á þessum kjól
Þá burstaði hún hár sitt vand-
lega og var einmitt að setja
upp í hnút í hnakkanum þegar
barið var að dyrum.
Hún hjelt fyrst að þetta væri
Richard, en svo var ekki. Það
var Fankine, þernan. Hún var
•mjög æst að sjá og það var
flóttasvipur í augunum. Hún
sagði:
„Frúna langar til að tala við
yður._ Myra“.
„Frúna----------?“ í svipinn
mundi hún ekki eftir annari en
Corneliu.
„Já, frú Thorne, auðvitað.
Ó, finst yður þetta ekki taka á
taugarnar, ungfrú. Barton
sagði að það hefði nærri því
liðið yfir sig þegar hann opn-
aði dyrnar og hún stóð þar úti
fyrir alveg eins og hún væri
að koma heim úr viku fríi“.
Hún dæsti og andvarpaði.
„Segið frú Thorne að jeg
skuli koma að vörmu spori“.
„4á, ungfrú“. Francina hik-
aði eins og hana langaði til að
segja eitthvað meira. En svo
vatt hún upp á svuntuna sína
og fór.
Myra flýtti sjer ekki. Hún
smurði varir sínar með lit mjög
vandlega eins og mikið væri
undir því komið að þær væri
sem fallegastar. Svo fór hún í
háhælaða inniskó og bar ilm-
vatn í hár sitt, kring um háls-
inn og ermarnar. En þegar hún
leit í spegil fanst henni ein-
hver ókunn kona horfa á sig.
Síðan fór hún fram á gang-
inn, gekk rakleitt að dyrunum
á herbergi Alice og barði.
Skyldi Richard koma til dyra.
Hann kom ekki. En Alice
kallaði hárri röddu inni fyrir:
„Er það Myra? Gerið svo vel
að koma inn“.
Herbergið var eitt blómahaf.
Als staðar voru blóm. Glugg-
arnir voru opnir svo að svalur
blær kom inn. Á arninum skíð-
logaði eldur. Richard var ekki
þarna. Alice var þar ein. Hún
var í gulum silkikjól og hár-
ið fjell laust niður um herð-
arnar. Hún var fögur, töfrandi
fögur.
„Komið þjer inn Myra. En
hvað þjer eruð hraustleg. Og
hvað yður fara vel þessir lit-
ir, rautt og hvítt. Gerið svo vel
að fá yður sætr*.
Hún hallaðist aftur á bak á
legubekk og augu hennar voru
blíðleg. Hún var grönn og
veikluleg, svo að það var ekki
að furða þótt henni fyndist
Myra hraustleg. En Myra var
ekki á marga fiska. Hún skalf
á beinunum og hálfhnje niður
á stólinn, sem Alice hafði boð-
ið henni. Alice sagði blíðlega:
„Jeg þarf að tala við yður.
Það er viðvíkjandi Richard og
yður — og mjer“.
XII. KAFLI
Hafði Richard sagt henni upp
alla sögu? Nei, það var svo
grimdarlegt að Richard hefði
ekki getað fengið það af sjer.
Hafði hún þá sjálf giskað á
hvernig komið var? Hafði eitt-
hvað verið í fari þeirra Ric-
hards, eitthvað einkennilegt,
er þau höfðu sjálf eigi veitt
eftirtekt, en Alice hafði sjeð og
skilið? Höfðu þau ekki gætt
augna sinna, eða hafði mátt
lesa hugsanir þeirra úr svip
þeirra?
Það snarkaði ofurlítið í eld-
inmu. Alice spenti greipár og
giftingarhringur hennar glóði
þar. Hún sagði: „Segið þjer
eitthvað Myra. Það er svo erfitt
að byrja á þessu“.
Myra svaraði hægt: „Þjer
eruð mjög þreytt, Alice. Er
ekki betra að við tölum sam-
an á morgun?“
Alice skaut brúnum og hall-
aðist svolítið áfram.
„Við þekkjumst litið, Myra“,
sagði hún. „En jeg þekki yður
þó vel af afspurn. Tim tilbiður
yður, og eins Cornelia frænka.
Og jeg veit hvað þjer hafið ver
ið góð við Richard og Cornéliu,
síðan þið komuð hingað. Og
það var fallega gert af yður að
koma hingað eins og þá var á-
statt“.
„Mirinist þjer ekki á það“.
„Jú, jú, það má ekki gleym-
ast. Ríkisstjórinn sagði mjer
að reyna að gleyma og láta eins
og jeg hefði aðeins verið
skav^ma stund burtu. Jeg ætla
að reyna að gleyma því sem
fyrir mig hefir komið“. Samt
sem áður studdi hún nú hönd
undir kinn og horfði dapur-
lega inn í eldinn. Svo sagði
hún: Jeg verð að láta eins og
þetta hafi aldrei komið fyrir.
Jeg yerð að byrja lífið að nýju.
Jeg yerð að reyna að vera
kjarkmikil. Jeg verð að reyna
að fá traust á sjálfri mjer. Jeg
verð að reyna að vera sú kona,
sem er Richard samboðin. Þess
vegna fanst mjer jeg verða að
tala við yður í kvöld. Jeg get
ekki farið að sofa fyr en jeg
veit hvað þjer ætlið að gera“.
„Hvað jeg ætla að gera?“
endurtók Myra undrandi.
„Já, gagnvart Richard".
Nú, hann hafði þá sagt henni
frá því. Hve mikið hafði hann
sagt?
Alice mælti enn og bar ört
á: „Jeg hjelt að við gætum tal-
að um þetta okkar á milli. Hann
þarf ekkert að vita um það.
Og hann má ekki vita um það.
En eftir því. sem jeg hefi heyrt
af yður, þá treysti jeg því, að
við getum talað um þetta í vin-
semd og alvöru.“
Hún laut áfram svo að hár-
kollur fjell fram yfir andlit
hennar. Hún strauk hann til
baka og sagði: „Mjer dettur
ekki í hug að álasri ykkur,
hvorki yður nje honum. Þetta
hlaut að fara svona. Jeg bjóst
jafnvel við því fyr“.
„Bjuggust þjer við því?“
sagði Myra undrandi og henni
fanst Alice hafa flækt sig í
neti.
„Jeg vissi að hann var ein-
mana. Jeg veit að til eru fagr-
ar konur — og þjer eruð sjer-
staklega fögur og aðlaðandi“.
Á veggnum andspænis þeim
var stór spegill í logagyltri um-
gjörð. Þeim varð báðum litið í
hann samtímis. Hvorug sá and-
litsfall hinnar, þær sáu aðeins
augun, spyrjandi, rannsakandi,
eins og þegar tveir bláókunn-
ugir menn horfðast í augu. En
svo var eins og báðar færi hjá
sjer og jafnsnemma litu þær
undan,
Alice sagði og hló ofurlítið
við: „Þessi spegill er of dökk-
ur. Jeg verð að láta breyta hon
um.“ Svo laut hún nær Myru.
„Þjer hafið verið hjer allah
tímann. Og hvorugt ykkar hef
ir búist við því að jeg mundi
nokkurn tíma koma heim aft-
ur — eins og nú — sem kona
Richards. Jeg áfellist ykkur
ekki. En samt--------“
Hún rjetti báðar hendur biðj
andi fram.
Netið sem hún dró umhverf-
is Myru var svo ljett og gagn-
sætt að Myra varð varla vör
við það. En það drógst stöðugt
að henni. Hún spratt á fætur
og gekk út að glugganum til
þess að láta svalt kvöldloftið
leika um sig.
„Góða Myra, horfið þjer á
mig“, sagði Alice. „Jeg hefi
sært yður — jeg bið yður inni-
lega fyrirgefningar á því. Æ,
horfið þjer á mig“.
Myra sneri sjer við og sagði:
„Hefir Richard talað um þetta
við yður?“
Alice hikaði um stund og
beit á vörina. Svo sagði hún:
„Nei. ekki beinlínis“.
„Hvernig vissuð þjer þetta
þá?“
Alice sagði: „Það er þá
satt?“
Myru brá ónotalega. „Nú,
þjer vissuð það“.
Alice lygndi augunum og
sagði: „Ójá, jeg vissi það —
jeg giskaði á það. Jeg fann það
á andrúmsloftinu. Enginn sagði
mjer frá því — en jeg vissi
það samt. Maður finnur þetta
fljótt. En það er best áð jeg
segi yður eins og er, Myra, að
jeg var altaf hrædd um hann
fyrir yður. Jeg vissi hvað hann
var einmana og jeg mundi hafa
gefið honum eftir skilnað, ef
hann hefði farið fram á það
— ef hann hefði farið fram á
það meðan jeg var í varðhald-
inu“.
Hún þagnaði og hugsaði sig
um nokkra stund.
„Jeg hefði ekki getað gert
annað“, sagði hún svo. „Jeg
gat ekki ætlast t^l þess að Ric-
hard lifði einstæðingslífi mín
vegna. Já, ef hann hefði þá
beðið mig um skilnað þá hefði
jeg undir eins orðið við því,
enda þótt hjarta mitt hefði
brostið“.
Hún hallaði sjer upp að
svæflunum.
Myra vissi varla hvaðan á
sig síóð veðrið. Hún gat ekki
láð Alice — því að Alice var í
sínum fulla rjetti. Hún varð að
segja henni alt eins og var,
vera hreinskilin, og komast svo
á burt hjeðan.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii
1 Ifiíja^núó <~Jkorlaciuó
hæstarjettarlögmaður
1 Aðalstræti 9, sími 1875.
llllllllllllll•lllllllllllllllllllllllll•llllllllllll■lllmlllllll
mil
Að jarðarmiðju |
Eftir EDGAR RICE BURROUGHS.
120. '
um vír. Samkvæmt uppástungu hans, var vír þessum
vafið á sjerstaka spólu, en hann hugðist festa annan enda
vírsins hjer uppi á yfirborðinu áður en hann legði af stað,
og með því svo að vinda hann af spólunni, meðan á ferð
jarðvjelarinnar stæði, gerði hann sjer vonir um að leggja
símalínu milli ytri og innri heimsins. í brjefi mínu sagði
jeg honum að gæta þess vandlega, að merkja endamörk
vírsins greinilega með hárri vörðu, ef svo kynni að fara,
að jeg næði ekki á fund hans áður en hann legði upp í
ferð sína. Varðan átti svo að vísa mjer á vírendana og
þá gæti jeg haft samband við Davíð, skyldi honum auðn-
ast að komast til Pellucidar.
Jeg fekk mörg brjef frá honum eftir að jeg kom til
Bandaríkjanna — sannast að segja sendi hann mjer brjef
með öllum þeim úlfaldalestum, sem voru á leið norður
eftir og til strandar. Síðasta brjef hans var skrifað daginn
áður en hann hugðist leggja af stað. Svona er brjefið:
„Kæri vinur:
Á morgun mun jeg leggja af stað í leit mína að Pellu-
cidar og Dían. Það er að segja, verði Arabarnir ekki búnir
að gera út af við mig. Þeir hafa látið ákaflega ófriðlega upp
á síðkastið. Jeg veit ekki ástæðuna, en þeir hafa tvívegis
hætt lífi mínu í beinan voða. Einn þeirra, sem hefir verið
mjer hlyntari en hinir, sagði mjer í dag, að þeir hefðu í
hyggju að gera árás á mig í kvöld. Það mundi vissulega
vera mikil óhamingja, ef slíkt ætti eftir að koma fyrir
núna, þar sem jeg er því nær tilbúinn að leggja af stað.
Þó getur verið, að þetta hafi svo sem lítið að segja, því því
nær sem dregur að burtfarartíma mínum, því minni líkur
virðast fyrir því, að rtijer muni takast að ljúka ætlunar-
verki mínu.
Nú er hann kominn til mín, hinn vingjarnlegi Arabi,
sem ætlar að taka þetta brjef norður á bóginn fyrir mig,
svo jeg kveð þig og bið Guð að blessa þig fyrir alla vin-
áttu þína. * •
Arabinn er að segja mjer að flýta mjer, því hann sjer
sandský í austri — hann heldur að þetta sje jóreykur Ar-
aba þeirra, sem hyggjast drepa mig, og hann vill ekki
láta þá koma að sjer hjá mjer.
Vertu enn einu sinni blessaður.
Þinn, Davíð Innes.“
|)D. 1
p/nuj
Þegar Mark Twain kom eitt
sinn til Evrópu var bann boð-
inn til bresku konungshjón-
anna. Þar sagði Twain kon-
unginum frá því, að hann hefði
verið nýlega í boði hjá ræðis-
manni Bandaríkjanna og grætt
á því 500 dollara, að ræðismað-
urinn kom í veg fyrir að hann
flytti þar ræðu. Konungi þótti
þetta heldur ótrúlegt, en þá
kom skýringin:
— Ef jeg hefði haldið þessa
ræðu, sagði Twain, hefðu öll
amerísku blöðin prentað hana,
en efnið úr henni notaði jeg í
grein, sem jeg seldi North Am
erican Review fyrir 500 doll-
ara.
★
Stúlka, sem ók bíl, kom í
fyrsta sinn í þorp eitt. Þegar
hún ók um aðaltorg þorpsins
kom hún auga á myndastyttu,
sem hún varð mjög hrifin af.
Horfði hún svo mikið á stytt-
una, að hún gleymdi sjer al-
veg og keyrði beint á fótstall
hennar. í því ber þar að sendi-
svein.
— Gerðu aðra tilraun, óða,
sagði hann, styttan stendur
ennþá.
Prófessorinn (í veitinga-
húsi): — Þjónn, ef jeg er bú-
in að borða, komið þá með
reikninginn, en ef jeg er ekki
búinn að borða látið mig þá fá
svínasteik og ölglas með.
★
í hjónaskilnaðarmáy í Lond-
on sagði eiginmaðurinn:
— Það er villandi, þegar
konan mín segir að við höfum
mikið rifist út af peningum.
Mjer vitanlega höfum við
aldrei átt neina peninga.
★
Rithöfundurinn Chesterton
var manna feitastur og henti
oft gaman að því sjálfur. Eitt
sinn sagði hann t. d. þessa
sögu:
— Jeg kom inn í sporvagn
og settist. Rjett á eftir fyltist
vagninn af farþegum. Þá stóð
jeg upp og lánaði þremur kon-
um sætið mitt.
Eitt sinn er Chesterton hitti
Bernhard Shaw, sem var mjög
grannholda, sagði hann:
— Þegar maður sjer þig gæti
maður haldið að það væri hung
ursneyð í landinu.
— Já, og væri þjer að kenna,
svaraði Shaw.