Morgunblaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 8
: MÓRGUNBLAÐIÐ • f i' i ■ : i ! ! , ■ > Föstudagur 28. mars 1947 - Á FERÐ OG FLUGI Framh. af bls. 7 ina sjálfa, en sannleikurinn er, að langferðir í lofti, eru til- breytingarlitlar. Jeg hefði vænst þess} að sólar lagið í skýjalandinu myndi verða fagurt. En reyndin varð sú, að geislar sólarlagsins fengu of lítið viðnám í skýjaborgun- um, svo sólin hvarf undir sjón deildarhringinn líkt og draum- sýn, án þess, að hún gæfi mönn um þá hinstu fögru hvílukveðju sem maður á að venjast á land- jörðinni. Eftir nokkurar stundar rökk- urflug, þutum við inn í geim- inn, „helltan fullan af myrkri“. eins og þar stendur. Er ekki var lengur neitt að sjá utanborðs, beindist athyglin ennþá eindregnara að því, hvernig ferðinni miðaði áfram. Hver farþegi fjekk landabrjef, þar sem áteiknaðar eru flug- leiðirnar, en flugkapteinn lætur farþegunum í tje, við og við, lítið áritað blað, þar sem stend- ur hvar flugfarið er statt á lengdar og breiddargráðu og hve langt muni líða uns komið verði á næsta áfangastað. Kl. 9 eftir Greenwichtíma, vorum við yfir Orkneyjum og talið að við myndum verða komnir til Kaupmannahafnar laust eftir miðnætti. Nú var hægt að reikna út, hvenær við værum undan Jaðri í Noregi, hvenær við kæmum að Jótlandssíðu og s. frv. En er kvölda tók, svifu værð ir á menn, ekki sízt eftir góð- an miðdegisverð. Bökunum í hægindastólunum verður hall- að þægilega aftur, svo þeir verða sæmilegt legurúm, en flugfreyjan útbýtir svæflum, svo þeir geti hreiðrað um sig sem best, er vilja fá sjer blund. Þannig er háttað ljósaútbún- aði, að lítil ,,Saltvíkur-týra“ er yfir hverju sæti, er varpar geisla niður á hendur manns, svo að einn getur lesið í bók, ? þó að öðru leyti sje dimt í flug farinu. Er það sem annað til hagræðis fyrir farþegana. Lent í Kaupmanna- höfn. Kl. 10 var okkur sagt, að enn væri hríð í Kaupmannahöfn og Stokkhólmí, ekki hafði það nein áhrif á ferðaáætlunina. Á tólfta tímanum fórum við að skima eftir ljósum í dönskum borgum, en sáum lengi vel ekk ert annað en hríðarfjúkið. Við Vilhj. S. Vilhjálmsson höfðum sezt út í horn og ætl- uðum upprunalega að tala um pólitík. Fundum það fljótlega út, að í sjö þúsund feta hæð, eru menn hafnir yfir allar erj- ur og flokka. Tókum því upp ljettara hjal. Allt í einu segir Vilhjálmur: ,,Sjerðu ljósin! Þarna eru ljós! Þetta er Kaupmannahöfn!“ Eftir tímanum að dæma áttum við að vera komnir þangað. „Skelfing ertu vitlaus“, segi jeg við Vilhjálm. „Þetta eru ójöfnur á ísnum á Eyrar- sundi“. Jeg sá ekki betur. Flugvjelin lækkaði ört í lofti. Vilhjálmur hafði rjett fyrir sjer. Þetta var Kaupmanna- höfn; með ljósum og öllu sam- Flugfarþegar í ,,Flaggskipi“ að máltíð. an, sem í hríðarveðrinu leit í mínum augum út eins og ó- jöfnur á ísnum. Síðan flugum við gegnum dimmt jel og sáum engin ljós, uns flugfarið eftir noklrrar sveiflur settist á Kastrup-völl- inn. Þar voru nokkur viðtöl. í hríðarveðri og nýsnævi álíka miklu og fallið hefir í Reykja vík á þessu ári samanlagt. Kunningjar mínir er jeg hitti að máli á Kastrup, sögðu mjer, að útvarpsþulurinn þar í borg hefði sagt, að samanborið við það sem á undan er gengið, kölluðu Danir þetta vorveðr- áttu. Eftir nokkra stund á Kast- rup, lögðum við upp yfir Eyr- arsund og norður yfir Svíþjóð. Við höfðum flogið skamma stund, er við vorum komnir út úr hríðinni og dimmviðrinu. Sáum nú hæðir og skóga Suð- ur-Svíþjóðar. Hjer og þar raf- lýstar borgir, er teygðu út frá sjer ljósaraðir. Að aflíðandi óttu flugum við yfir Stokkhólm. Af ljósadýrð- inni einni; þóttust þeir sjá, sem aldrei höfðu komið hjer áður, að hjer væri fögur borg. Svo lítið varð jeg var við undirbúning lendingarinnar á Bromma .flugvellinum, að jeg hjelt, að við værum langt uppi í lofti, þegar hjól flugfarsins tóku niðri. Þetta gerðist með alt öðrum hætti, en þegar við komum til Kastrup, er við höfð um nokkur augnablik áhyggj- ur af því, hvernig takast myndi fyrir jörðinni að hrífa okkur úr faðmi háloftanna. Er flugfarið hafði rennt sjer upp að móttökustöð Bromma- flugvallarins reis Benedikt Gröndal skyndilega úr sæti og segir: „Heyrið þið piltar! Hjer standa 3 menn með mynda vjelar til að taka á móti okk- ur!“ Okkur varð ekki um sel yfir árvekni starfsbræðranna 1 Stokkhólmi, því svo árla var dags, að aðeins sást hin fyrsta dagrenning í austri. Þetta var ekki eins al- varlegt og Benedikt hjelt. Að vísu voru mennirnir 3, en myndavjelin ekki nema ein, og með henni var tekin sú mynd, er fylgir þessu frjettabrjefi. Hjer voru komnir fulltrúar hins ameríska flugfjelags, er óskuðu okkur velkomna úr fyrstu áætlunarferð, sem tengir Ameríku og Norðurlönd við ís- land“, eins og þar stendur. Eftir greiða afgreiðslu vega- brjefa og tollskoðunar, þutum við í bílum inn til borgarinn- ar. En eftir þcssa næturheim- sókn í tvær höfuðborgir Norð- urlanda, varð jeg fullviss um það, að aðbúnaður á Keflavík- urflugvelli, eins og hann er 1 dag, er langt frá því að vera boðlegur ferðamönnum. Við finnum kanske ekki til þess íslendingar, sem skyldi, sökum þess, að fyrir okkur eru flugvellir enn tengdir hernað- aðgerðum og við lítum þannig á, að þar eigi heima lágkúru- legir ryðgaðir braggar. Við ættum að hafa það hugfast, að flugvellir í dag eru ,,andlit“ landa og þjóða, fyrir ferða- langa, er fljúga um heimsloft- in og hafa stutta viðdvöl á hverjum stað. Glæsilegar móttök- ur í Stokkhólmi. Þá tek jeg mjer í munn hin- ar sígildu setningar úr ís- lenskri blaðamensku um alda- mót: „Allar nýjar frjettir verða að bíða næsta blaðs“. Því ekki er unt í þessari grein að lýsa þeim móttökum, sem við fjelagarnití fengum í hinni sænsku höfuðborg. Myndi það verða altof langur viðbæt- ir, við það, sem komið er. Jeg vil aðeins geta þess, að við vor um í síðdegisboði flugfjelags- ins á ,,Riche“, þar sem mættir voru svo margir blaðamenn, að ekki varð tölu á komið. Þar gengu máltól og myndavjelar á víxl, og margt var sagt af viti og óviti í þeim salarkynn- um á stuttri stund. Að aflíð- anid miðaftni, er hafinn var dans á tveim stöðum samtím- is í salnum, hvarf jeg þaðan með tilliti til þess, að heima- menn höfðu „tekið upp Ijettara hjal“, ánægður yfir þeirri skyndikynning, er jeg hafði fengið þar við marga ágæta blaðamenn Svíþjóðar og aðra heiðursmenn. Um kvöldið hafði sendiherra íslands í Stokkhólmi, Vilhjákn ur Finsen, boð inni; okkur til gagns og skemtunar. Var þar margt manna saman komið í hinum höfðinglegu húsakynn- um sendiherrans. Þar voru m. a. þessir menn: . Aðalritstjórar helstu dagblaða í Stokkhólmi, frá Svenska Dagbladet, Stock- holms-Tidningen, og Morgon- tidningen. Nokkrir starfsmenn ameríska sendiráðsins, m. a. Mr. Spalding sem Reykvíking- ar kannast við, allir helstu starfsmenn úr blaðadeild sænska utanríkisráðuneytisins og fyrirmenn flugfjelagsins AOA, sem staddir eru í Stokk- hólmi. Meðal þeirra var Mr. Hippel, er var okkar aðal- leiðsögumaður og Mr. B.rown, sem búsettur er í London, en kom til Stokkhólms í tilefni dagsins. Er jeg átti tal við hann um fyrirætlanir flugfjelagsins, í sambandi við hinar nýju áætl- unarferðir sagði hann m. a.: „Þessi samgönguleið yfir Norð- ur-Atlantshafið varð til í dag“. Talaði hann þar með til- liti til þeirra undirtekta, er hann hafði fengið hjá sænsk- um blaðamönnum í síðdegis- boðinu nokkrum klst. áður. Meðal gestanna var skipaeig- andinn Seth Brinck, er haft hefir mikil viðskifti við íslend- inga á undanförnum árum. rj^)ílCtló)h Hann er maður víðförull og gerhugull. Hafði mikla ánægju af því að fá noltkra nasasjón af þeirri kynning, sem þessi mað- ur hefir fengið af- ferðum sín- um um Evrópulönd síðustu mánuði. Hann hafði á hendi forstjórn fyrir hjálparstarí- semi Rauða Krossins, til stríðs- fanga og sveltandi þjóða. Um gestrisni og höfðings- skap á heimili Vilhjálms Fin- sen ætla jeg ekki að fjölyrða, en geta þess eins, að sem rit- stjóri Morgunblaðsins taldi jeg mig þar, sem einskonar fóstur- son húsbóndans, þar sem hann er upphafsmaður og annar stofnandi Morgunblaðsins. Þá er þetta frjettabrjef á enda, en ósagt frá hádegisverði Utanríkisráðuneytisins sænska að Mosebacken, er efnt var til fyrir okkur landana, því hann er í framtíðinni eftir hálftíma, þegar þessar línur er skrifaðar. Basar heldur Hjúkrunar- kvennafjelagið á morgun í hinni nýju fæðingardeild Land spítalans. Basarinn hefst kl. 2. Skipafrjettir: — (Eimskip): Brúarfoss er í Kaupmanna- höfn. Lagarfoss fór frá Kópa- skeri 26/3 áleiðis til Gauta- borgar. Selfoss fór frá Gauta- borg 23/3 ; áleiðis til Reykja- víkur. Fjallfoss fór frá Siglu- firði í gær til Sauðárkróks. Reykjafoss kom til Leith 18/3 frá Qrimsby. Salmon Knot kom til Reykjavíkur 25/3 frá Hali- fax. True Knot fór frá Halifax 26/3 til New York. Becket Hitch kom til Reykjavíkur í fyrrjnótt frá Halifax. Coastal Scout fór frá Reykjavík 17/3 áleiðis til New York. Anne er í Gautaborg. Gudrun fór frá Hull 24/3 áleiðis til Reykja- víkur. Lublin fór frá Greenock í fyrradag áleiðis til La Roch- elle. Horsa var á Súgandafirði í gær. lestar frosinn fisk. Rútur Snorrason (ekki Jóns- son, eins og misritaðist í Mbl. í gær) frá Vestmannaeyjum er einn_af stjórnarmeðlimum hins nýstofnaða Knattspyrnusam- bands. Leiðrjetting. Af vangá minni varð leiðinleg misritun í hand- riti afmæliskvæðisins til Br. Eir., er birtist í Mbl. í gær. Þar stóð í síðustu ljóðlínu 2. erindis „gekk“ í staðinn fyrir trað. Síðustu tvær hendingarnar eru rjettar þannig: En fannbarin hetja af freðalögum j frálega að heimili trað í dögun. S. A. — Meðal annara orSa Framh. af bls. 6 Lifirðu hinsvegar daufu lífi og frumurnar hafa lítið að gera, fá þær ekki nóga ,,hreyf- ingu“ eða ævingu. Og þær veikjast og eldast fyrir tímann og flýta dauða þínum. Sjúklingar í krcfngöngu RÓMABORG: — Fimmtán manns særðust fyrir skömmu, er 2.000 berklasjúklingar fóru í kröfugöngu til innanríkis- ráðuneytisins ítalska og kröfð- ust fjárhagslegrar aðstoðar. íslenskur vefnaður ( úr íslensku og útlendu | efni; margskonar litir, til | f sýnis og sölu í dag og | næstu daga. Hentugar | tækifærisgjafir. Tækifær- | isverð. Öldugötu 17, Hafn- | arfirði, sími 9283. §■ •imnniitT. LÍNSTERKJA „Aft ,rr Y' : VERZLIÍN f",r 5-lMI 420& = BES'l -v. * t 'GLÝSA * *"-.v A«JNU Hvítar I Manchettskpliir með föstum flibba. Soífíubúð h.f. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.