Morgunblaðið - 03.04.1947, Side 11

Morgunblaðið - 03.04.1947, Side 11
Fimtudagur 3. apríl 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 - TÍMARITIÐ EMBLA - Birtir ritverk kvenna í bundnu og óbundnu máli FYRIR nokkrum árum gaf frú Guðrún Erlingsson út dá- Jítið safn af ritverkum kvenna og nefndi það Dropa. Þetta var prýðilegt rit, en kom ekki út nema tvö ár. í fyrra hófu þrjár konur, Valborg Bentsdóttir, Karólína Einarsdóttir og Valdís Halldórs dóttir útgáfu ársrits, sem Embla nefnist eftir Emblu þeirri, er Borssynir sköpuðu, ásamt manni hennar Aski, af tveimur trjám, sem þeir fundu, er þeir gengu með sævarströndu. En af þeim Aski og Emblu ólst „mann kyndin, sú er byggðin var gef- in undir Miðgard“, eins og seg- ir í Snorra-Eddu. Nafnið er því- vel ættað. Og hlutverk Emblu er hið sama og Dropa, að birta ritverk venna í bundnu máli og óbundnu. En stjórnmálin lætur hún afskiftalaus. Samkvæmt því, sem í formálaritsins segir, vill ritsttjórnin gera sjer far um, að ná til þeirra kvenna, sem annars mundu ekki koma verkum sínum á framfæri, hún vill halda til haga vel gerðum vísum látinna kvenna og ýta undir aldraðar konur að skrifa handa Emblu minningar frá yngri árum sínum með lýsing- um á lifnaðarháttum þeirrar i kynslóðar, sem nú er kveðja. Þetta er gott hlutverk og ætti að vera ánægjuefni öllum fróð- leiksfúsum og listunnandi mönn um, því að flestum þeirra mun forvitni á að kynnast því nokk- Uru gjörr en kostur hefir verið á, hvað konur landsins hugsa og geyma í pokahorninu. Mann hefir alltaf grunað, að minnst af því hafi komið fram. Margar konur og sumar af þeim best gefnú, hafa verið hljóðlátar um það, þó að hugsanir þeirra hafi stöku sinnum fæðst í reifum höfuðstafa og stuðla eða verið settar í einhvers konar skorður óbundins ritmáls. Giftar konur að minsta kosti hafa og venju- legá haft sárfáar eða engar stundir afgangs til ritstarfa. — Stundum berst ein og ein vísa út til almennings frá áður ó- þekktri konu, sem menn kunna að hafa sjeð bregða fyrir milli búrs og eldhúss, en enga hug- mynd haft um, að þar væri skáld á ferð. En seinna hefir það svo sannast, þegar einhver góður kunningi hefir fengið að líta á blöðin hjá henni — ef hún hefir þá skrifað nokkuð upp — og skorað á hana að láta eitthvað koma fyrir almennings • áúgu.Skyndilega getur líka skot ið úpp merkum kvenrithöfundi, sem hefir á efri árum, eða þeg ar næði gafst nokkru meira, lát- ið tilleiðast að skrifa upp end- urminningar eða annað, vegna áeggjan vina, er vissu, að get- an var þarna til og höfðu smekk fyrir það ,sem vel var sagt og hugsað. Þessir tveir árgangar Emblu, sem út eru komnir, annar í fyrra og hinn nýlega, sýna og sanna að þetta er ekki sagt út í bláinn og að slíkar huldukon- ur 1 heimi ljóðs og frásagnar eru enn uppi með þjóðinni. — í Emblu kennir margra grasa. Þar eru kvæði og stökur, sögur, minningar frá æskuárum, ferða sögur, teikningar, sönglög, kafl ar úr brjefum og lausavísur. — Þessum ritverkum; sem flest eru stutt, er hyggilega skipað í sæti, þannig, að tilbreyting í lestri verður ánægjuleg, þótt byrjað sje á fyrstu síðu og hald- ið óslitið áfram til hinnar síð- ustu. Hefi jeg í langa tíð ekki lesið skemmtilegra tímarit að öllu samanlögðu. Þarna eru rit- verk eftir þjóðkunnar skáldkon ur og þekkta rithöfunda: Theó- dóru Thoroddsen, Huldu, Ólínu Andrjesdóttur, Ingibjörgu Bene diktsdóttur, Höllu Loftsdóttur og Ólínu Jónasdóttur, Þórunni Magnúsdóttur, Ragnheiði Jóns- dóttur og Guðrúnu frá Prest- bakka; kaflar úr ritum Torf- hildar Hólm og Kristínar Sig- fúsdóttur, og falleg og sönn minningarorð um Huldu og Guðfinnu frá Hömrum, eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur og Árnýju Filippusdóttur. Ritsmíðar þessara landskunnu skáldkvenna eru flestar vel gerðar, en ekki framar því, sem vænta mátti úr þeim hópi. — Þessar konur rita hjer um bil | helming þess, sem Embla flyt- ur lesöndum sínum. En hitt skrifa huldukonurn- ar. Sumar þeirra setja að vísu nafn sitt undir ljóðin eða sög- una eða greinina, sem þær rita. En samt er maður oftast engu nær um það; hvaða konur þetta eru og minnist þess ekki að hafa áður sjeð neitt eftir þær. Samt bregður nú svo undarlega við, að margt af því, sem þessar ó- þekktu konur skrifa þarna, er alveg eins skemmtilegt og það, sem hinar landskunnu rita og stendur því ekki að baki. Halldóra B. Björnsson á þarna t. d. tvö kvæði. — Ekki kannast jeg neitt við þesa skáld konu, en kvæðin hennar eru mjög góð, einkum hið síðara, er hún nefnir „Á Þjóðminjasafn- inu“. Þar virðir hún fyrir sjer gamla samfellu ísaumaða rósum og spyr hina löngu liðnu hann- yrðakonu, hvað hafi leitt hend- ur hennar til að sauma þessar rósir. En það er skemmst af að segja, að kvæði Halldóru um þetta verður sjálft eins og rós- saumuð samfella með óvenju fíngerðum listbrag. Og fleiri kvæði eru þarna prýðilega gerð t. d. „Bærinn lokast“, eftir Sig- ríði Björnsdóttur og ,,Kvæði og stökur“, eftir Jóhönnu Friðriks dóttur og ýmiss konar ljóð eft- ir lítt kunnar eða óþekkjar konur. Hver vildi t. d. ekki hafa verk kvenna í bundnu máli og hönnu Friðriksdóttur, sem hún gerir, er hún sjer heim til æsku stöðvanna, og hjer er tekin af handahófi úr stökusafni henn- ar í Emblu: „Norðurfjöllin blöstu blá, björtum himni móti. Það var eins og yrði þá annað hljóð í grjóti“. Flest kvæðin í Emblu eru al- vöruþrungin og frá sumum and ar jafnframt rósemi og trúar- trausti, eins og t. d. í hinum yndislegu haustvísum Höllu Loftsdóttur í fyrra ársritinu. — En Embla býr líka yfir kátínu og gamni, stundum með svo- litlum beiskjukeim og gráglett- um. Guðrún Halldórsdóttir yrkir meðal annars þessa vísu, sem hún kallar „Hnoð“: „Himinsins fádæma fegurð jeg tilsýndar eygi, fjólurauð fjöllin mig eggja að fagna komandi degi fjarri nauð. Fyrir húsmóðurskyldunni hnje mín í auðmýktjeg beygi og hnoða brauð“. En mest er um glettur í þátt- unum: „Kaflar úr brjeíum“ og ,,Lausavísur“. Þar er allt nafn- laust Skal hjer birt stutt, en einstaklega smellið kvæði eftir eina huldukonuna. Hún lætur þessa skýringu meðal annars fylgja því: „Þið fyrirgefið ensku slett- urnar og munið eftir því, að þetta er nútímaljóð, og þess vegna eru stóru stafirnir litlir“. „Vor og haust. með saknaðartrega svolítið hýr, sá jeg þau bæði „off“. í vornæturhúmið hurfu mjer herra og frú malakoff. á horninu lítill hundur sat. og hundurinn sagði : voff! honum fannst gaman að horfa á herra og frú malakoff. rvgrwi’' í septemberlokin, seint um nótt, sá jeg þau bæði „off“. þau höltruðu út í haustsins myrkur herra og frú malakoff. á horninu enginn hundur sat. samt heyrði jeg eitthvert voff. jeg hlustaði......... það var hundurinn í herra og frú malakoff“. Það er enginn klaufi, sem þessar vísur hefir gert. Ekki er heldur neinn viðvan- ingsbragur á hinu óbundna máli, sem huldukonurnar, hinir minna þekktu eða ókunnu höf- undar, skrifa í Emblu, og það er af ýmsu tægi: Sögur eftir Valborgu Bents og Þórdísi Jón asdóttur, minningar og myndir frá dansnámi í Dahlem eftir Olöfu Árnadóttur; ferðasögur með myndum eftir Valdísi Halldórsdóttur og Sigrúnu Gísladóttur; minningar frá æskuárum eftir Líbu Einars- dóttur, Guðlaugu Narfadóttur og Guðrúnu Guðlaugsróttur. Og fleira er í ritinu, sem rúm- ið leyfir ekki að minnst sje á. Flest af þessu er fjörlega og vel skrifað og sumt bráðskemti lega, eins og t. d. æskuminning- ar Guðlaugar Narfadóttur. Embla er, í fám orðum sagt, gott rit og skemmtilegt og vand að að öllum frágangi. Þar mæt- ir lesandinn flestum þjóðkunn- um rithöfundum úr flokki kvenna og mörgum nýjum skáld konurn og rithöfundum. Hann mætir hóglæti, alvöru og virðu- legri ró, fjöri og góðlátlegri glettni frá kankvísum háðfugl- um, sem hitta vel markið, sem miðað er til, en aldrei skjóta eitruðum örvum. Ritið er hreint í máli og svörum, en gersam- lega laust við allan reiging, meinfýsi og mannskemmdir. Útgefendur og ritstjórn á lof skilið fyrir framtakið og feng- sæld um efni í ritið. Og það væri skaði ef tómlæti kvenna og karla um að kaupa það, brigði fyrir það fæti, svo að það yrði að hætta að koma út. Jeg held að það nái hylli hvers manns, sem les það og metur tilgang þess og takmarkið, sem það keppir að. Jakob Kristinsson. Höfum fyrirliggjandi matarlím í pökkum. — Birgðir mjög takmarkaðar. ^JJriótjávióóon, (J (Jo. h.j^. Skriistoiapláss Stúlka eða karlmaður getur fengið atvinnu á skrifstofu, hjá góðu heildsölufirma hjer í | bænum. Bókhaldskunnátta æskileg. Umsóknir með uppl. um mentun og fyrri I starf sendist afgr. Mbl., merkt: „Skrifstofu- I j pláss — 16“. | tmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiHiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiw HVERSVEGNA | þjer veljið 1 2H ÞESSA SKÓ I • Þeir hafa þá fegurð og þæg- indi, sem aðeins John White merkið getur veitt yður. • Þetta frábæra skólag hefir náðst með fram- leiðslu 250.000.000 stk. af karlmannaskóm. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiimiiiii uiiiimiiiiiiiiimiiiiHiin SKOFATNAÐIJR FRAMLEITT I ENGLANDI REST AÐ AUGLÝSA f MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.