Morgunblaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAbÍt; MiðvikucTagur 16. apríl 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCann.) iTrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utan-lands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Eina urræðið BÁÐIR aðalforingjar Sósíalistaflokksins, þeir Einar 01- geirsson og Brynjólfur Bjarnason gerðu forustugrein Morgunblaðsins frá síðastl. föstudegi að umtalsefni á Al- þingi, í sambandi við umræðurnar um tollafrumvörp rík- isstjórnarinnar- Mátti skilja á þeim báðum, Einari og Brynjólfi, að þeir væru undrandi yfir því, að Mbl. skyldi skrifa á þann veg sem það gerði, þar sem blaðið fordæmdi þá stefnu sem Alþingi hefir tekið í fjármálum. Sjerstaklega væri þetta furðulegt, þar sem samflokksmaður blaðsins væri í sæti fjármálaráðherra. Þessi hugsunarháttur, að stjórnmálablað megi ekki gagnrýna neitt, sem eigin flokksmenn kunna að vera við, riðnir á einn eða annan hátt, er svo fjarri hugsun og eðli hins frjálsa lýðræðis. að ekki er svaraverður. Því að þótt það sje lögmál í einræðislöndunum, að alt beri að teljast g'ott, sem einræðisstjórnirnar og stuðningsflokkár þeirra gera, er þessu ekki þannig farið í lýðræðislöndunum. Þar er gagnrýni öllum frjáls, og títt að stuðningsblöð stjórnar gagnrýni hennar gerðir. í þessu — ásamt ótal mörgu öðru ■— eru yfirburðir lýðræðisins. ★ En hvað finst þessum foringjum Sósíalistaflokksins at- hugavert við skrif Morgunblaðsins? Blaðið minti á, að þegar fyrverandi ríkisstjórn var mynduð haustið 1944 hafi Sjálfstæðisflokkurinn lýst yfir sem sinni stefnu eftirfarandi: 1) að verja megninu af er- lendum innstæðum þjóðárinnar til kaupa á nýjum fram- leiðslutækjum, 2) að tryggja vinnufrið í landinu, meðan íramleiðslan bæri sig, og 3) að þegar sjeð vær hvað hin nýju framleiðslutæki gætu staðið undir, skyldi tilkostn- aður við framleiðsluna færður í samræmi við það. Morgunblaðið telur, að nú sje tímabært að snúa sjer að þriðja atriðinu í stefnuyfirlýsingunni frá 1944, þ. e. að hefja raunhæfar aðgerðir gegn dýrtíðinni í landinu. ri'elur blaðið stefnu Alþingis háskalega. Þá stefnu, að hrúga jafnt og þjett útgjöldum inn á fjárlögin og verja miljónatugum úr ríkissjóði til þess að greiða niður vísi- töluna- Slíkt hlýtur að enda með skelfingu. Og blaðið spurði í því sambandi, hvort nokkurt vit væri í að vera með um eða yfir 200 milj. kr. útgjöld á fjárlögum, meðan alt væri í óvissu um sölu okkar aðal útflutningsvara. ★ Vart er hugsanlegt að foringjar Sósíalistaflokksins játi ekki með sjálfum sjer, að eina úrræðið til bjargar þjóð- inni, eins og málum nú er komið, er, að stofna til alls- herjar samtaka um niðurfærslu dýrtíðarinnar. Samtaka, sem öll þjóðin stæði að, innan þings og utan, svo að trygt væri, að ekki yrði gengið á hlut einnar stjettar umfram annarar, eða einni stjett ívilnað á annarar kostnað. Engir flokkar ættu að skilja betur nauðsyn slíkra að- gerða en þeir, er stóðu að nýsköpuninni. Með nýsköpun- inni var þegnum þjóðfjelagsins fenginn í hendur vara- sjóður, sem trygði afkomu þeirra í framtíðinni. En allt þetta farsæla starf fyrv, stjórnar verður gert að engu, ef hin nýju framleiðslutæki geta ekki starfað af fullum krafti, vegna þess að þau fá ekki risið undir hinum mikla framleiðslukostnaði, sem er í landinu. Ef til vill vilja foringjar Sósíalistaflokksins halda því fram, að enn sje ótímabært að ganga til atlögu gegn dýr- tiðinni. En þetta fær ekki staðist, sem glegst sjest á því, að við verjum nú miljónatugum til þess að halda vísitöl- unni niðri og höfum nýlega lagt þungar byrðar á þjóð- ina, til þess að standast þessi útgjöld. En samt nægir okk- ur ekki sama verð fyrir okkar framleiðslu og aðalkeppi- nautar okkar á heimsmarkaðinum selja sína vöru fyrir, heldur verðum við að fá miklu hærra verð. Sjá allir, að þetta getur ekki gengið. Og eina úrræðið til bjargar eru allsherjar samtök um niðurfærslu dýrtíð- arinnar. 'Uílverji ihripar: UR DAGLEGA LIFINU Vorið að koma. RUNÓLFUR í HOLTI hefir heyrt til lóunnar. Það stóð í blaðinu á dögunum og það er góðs viti þegar einhver heyrir í lóunni í fyrsta sinn á vetrin- um. Þá vita menn að þess er skamt að bíða, að vorið komi og fáir þrá þá árstíð eins og við íslendingar. Innan skamrns kemur sumardagurinn fyrsti — barnadagurinn, eins og við eruns, farin að kalla þann dag nú orðið, síðan sú góða regla var upp tekin upp að helga hann börnurrum. Sólin, er þegar farin að hækka á lofti svo um munar, dagarnir orðnir lengri og bjart ari. yið Sunnlendingar þurfum ekki að kvarta undan þeim vetri, sem nú er að líða, en Norðlendingar hafa aðra sögu að segja. Á Norðurlandi hefir verið mikill snjóavetur og enn er það alt á kafi í snjó. En sól- in og sunnanvindarnir bræða snjóinn nú sem fyr og áður en varir fara grundirnar að grænka og vorið heldur inn- reið sína. En þá kemur margt í ljós. EN ÞEGAR dagarnir lengj- ast kemur margt ,í ljós. sem hulið hefir verið yfir veturinn. Menn þurfa ekki annað en að gamyi um bæinn á sólbjörtum degi til að sjá, að víða hefir safnast fyrir rusl og óhreinindi í vetur og nú er tími til kominn að hreinsa til. Það ætti ekki að þurfa að hvetja bæjarbúa að þessu sinni, eða halda neina sjerstaka hrein lætisviku til þess að hver mað- ur g~ri hreint við sínar bæjar- dyr. . Garðar og port umhverfis hús eru víða sóðaleg útlits und- an vetrinum. Undanfarin ár hafa bæjarbúar tekið einstak- lega vel í að hreinsa til hjá sjer og Reykjavík hefir verið til fyrirmyndar hvað hreinlæti snertir. Þannig á það og að verið í framtíðinnL Þetta er svo ósköp fyrirhafnarlítið ef hver og einn gerir sína skyldu. • Nærfatahátíð. STÓRUM SAMBYGGINGUM hefir fjölgað mikið í Reykja- vík síðari árin. Að sjálfsögðu á fólk, sem í slíkum íbúðum býr erfiðara að ýmsu leyti, en í húsum, þar sem færri fjöl- skyldur búa. Það er til dæmis með þvottahús. Hver fjöl- skylda getur ekki haft eins marga daga í þvottahúsum í stærri samiiyggingum eins og í minni húsum. Af þessu mun m. a. stafa, að á svölum stóru íbúðarhúsanna hjer í bænum má oft sjá flagg- að með hinum merkilegustu flöggum og flíkum, sem feimn- ir menn vilja helst láta bera sem minst á. Það er sannkölluð nærfatahátíð oft til að sjá. Bæjarhúsin á Melunum voru einu. sinni nefnd ,,Fánaborg“ í tilefni af því að íbúarnir tóku sig til og fengu sjer flaggsteng ur og fána við hverja íbúð. Var hátíðlegt að sjá flaggað á öllum svölum á tyllidögum. Mæltist þetta vel fyrir alment og þótti sómi að, eins og yfirleitt um- gengni öll við þær byggingar. En því miður sjest þar nú, eins og víðar, flaggað með öðru en þjóðfánanum. Og þá fer mesti glæsibragurinn af. • Einfalt ráð til úrbóta. EN ÞAÐ VILL svo vel til að hægt er að ráða bót á þessu á mjög einfaldan hátt. Það er skiljanlegt, að húsmæður þurfi að skola úr flík oftar en þá 2—3 daga, sem þeim er ætlað í mánuði til að ljúka af þ-votti sínum. Og þá þarf líka að þurka. En það ætti ekki að þurfa, að halda nærbuxnaflagg dag nótt og nýtan dag, eins og nú er víða gert. Það ætti að vera nóg, að leyfa þvot\aþurk á svölum húsa hluta úr degi og alls ekki að kvöldlagi, eða helgidegi. Enn- fremur er tiltölulega auðvelt víðast hvar, að koma fyrir snúrum á svölum þannig, að feimnisflíkurnar eða annar þvottur sjáist ekki frá götunni, með, því að binda snúrurnar fyrir neðan skjólgarðinn. Samtök um þetta meðal íbúa í fjölbýdishúsum væri örugg- asta ráðið og fyrirhafnarminst. • Óþefurinn frá öskuhaugunum. MIKIÐ VÆRI ÞAÐ *>arfur maður, sem hugsaði upp eitt- hvað annað ráð til að losna við sorp í bænum, en það, sem tíðk ast hefii; frá upphafi þessa bæj arfielags, að hlaða því í hauga. Þeir, sem ganga sjer til skemtunar og hressingar út á Selfiarnarnes í norðan andvara finna til þess hvað fólkið, sem þar býr hlýtur að hafa mikil óþæ^indi af óþefnum. sem leggur úr ösku- og sorphaug- unum hjer vestur með sjónum. Einhverntíma var stungið upp á því, að best væri að sökkva sorpinu í sjó einhversstaðar inni í Sundum, eða á hafi úti. En sú aðferð mundi vafalaust reynast of kostnaðarsöm. Þá voru uppi tillögur um að brenna öllu sorpi og jafnvel hafa af því fjárhagsleg not, eða vinna úr sorpinu einhver efni. Mun sú rannsókn hafa verið komin vel á veg, þótt lítið hafi um hana heyrst upp á síð- kastið. En hvað, sem því líður. Það væri sannarlega vel, ef hægt væri að losna við sorpið á betri hátt, en nú er gert. MEÐAL ANNARA ORÐA .... | . —■— —-» Siðferðisvandamál Þjéðverja. JAMES P. O’Donnell, aðal- frjettamaður „Newsweek“ í Berlín, hefir sent blaði sínu grein, þar sem hann tekhr hin siðferðislegu vandamál Þjóð- verja eftir styrjöldina til með- ferðar. I grein sinni segir hann meðal annars: .... Styrjöldin hafði stór- kostleg áhrif á siðferði þýsku þjóðarinnar. Fyrst kom styrj- aldaræsingurinn og með hon- um upplausn fjölskyldulífsins og starfsemi kvenna við stofn- anir, sem voru í nánu sam- bandi við styrjaldarreksturinn. Ástandið versnaði eftir því s4ín á stríðið leið. Sprengjuárásirn- ar færðu hið einkennilega sið- ferði loftvarnabyrgjanna fram á si.ónarsviðið. Síðan hófust fólksflutningarnir ,miljónir manna streymdu fram og aftur um Þýskaland, fyrst í austur á flótta undan loftárásunum, svo í vesturátt, þegar byrjað var að flæma fólkið frá landshlutum, sem fallið höfðu í hlut sigur- vegaranna. Miljón erlendir hermenn. Loks kom hernámið. Jafnvel enn þann dag í dag eru um fjórar miljónir þýskra karl- manna í haldi hjá bandamönn- um og um miljón erlendra her- manna í Þýskalandi .... Kvenfólk er í miklum meiri- hluta- í Þýskalandi og verður það vandræðamál að minsta kosti næsta mannsaldur. í Ber- lín eru 546 ógiftar konur á aldrinum 15 til 20 ára fyrir hveria 100 ógifta karlmenn á aldrinum 20 til 25 ára; þá eru 649 ógiftar konur frá 20 til 25 ára fyrir hverja 100 karlmenn frá 25 til 30. Afbrot unglinga. Afbrot unglinga er einnig mikið vandamál. Börn. sem voru. sjö ára, þegar styrjöldin braust út, eru nú 14 ára að aldri. Uppeldi þeirra hefir yer- ið í mesta ólestri. Síðasta styrj aldarárið voru engir skólar 1 mörgum stórborganna; mörg börn gerðust flækingar. Frá því gtríðinu lauk, hafa skól- arnir opnast smátt og smátt, en tala þeirra barna, sem svíkj ast um að sækja skóla, er mjög há. Mörg barnanna sitja heima af því þau eru skólaus, önnur stunda verslun á svörtum mark aði. Unglingar á svört- um markaði. Áætla má, að 50% þeirra, sem í dag selja vorur á svört- um markaði, sjeu unglirigar. í Berlín starfa þeir aðallega fýr- ir hermenn bandamanna. í Aachen hafa börnin einhvern stærsta svarta markaðinn í Evrópu. Aachen er miðpunkt- ur nálaframleiðslu heimsins, og auðvelt er að flytja nálar milli staða. Hundruð barna laumast á degi hverjum til Hollands og Belgíu og skifta á nálum fyrir kaffi, matvæli, cí- garettur og þessháttar. Margt barna þessara stunda ofan- greinda verslun undir hand- leiðslu foreldra sinna, önnur fylgja fyrirskípunum þjálfaðra glænamanna og enn önnur eru öllum óháð. Á franska hernámssvæðinu ljek barnaflokkur þann leik, að hafa skifti á vegvísum, svo að lögreglan viltist þráfaldlega, er hún elti þessa litlu afbrota- menn. Orsakir. Ekki þarf maður áð hafa kynt sjer til hlýtar efnahags- hlið sögunnar, til að gera sjer það Ijóst, að hungur, fátækt og vonleysi liggur á bak við vand ræðaástandið í Þýskalandi. Það eru hundruð annarra ástæðna, en þetta eru, meginorsakirnar. Og maður getup ekki annað en velt því íyrir sjer, ITver út- koman' verði, þegar ástandið breytist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.