Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Norð-austan átt. Hægara í dag. Úrkomulaust. Miðvikudagur 23. apríl 1947 __HVER SIGRAÐI í styrjöU- inni? — Sjá grein á bls. 9. Sundmeistara- mótið í kvöld SUNDMEISTARAMÓT ís- lands héldur áfram í Sund- höllinni í kvöld og hefst kl. 8,30. Keppt verður í 400 m. skriðsundi karla, 400 m. Lringusundi karla, 100 m. toringusundi drengja, 50 m. feksundi drengja, 200 metra teingusundi kvenna, 3x50 m. íioðsundi drengja, 3x100 m. fcoðsundi karla. Meðal keppenda í . kvöld verða margir bestu sund- tnenn og sundkonur okkar. Meðal þeirra er Ari Guð- mundsson, Æ, Sigurður Jóns- non, KR, ólafur Guðmunds- íion, ÍR, Áslaug Stefánsdóttir, Umf. L., Anna ólafsdóttir, Á, Gyða Stefánsdóttir, KR og Lilja Auðunsdóttir, Æ. Óveður á Ísafirði Tveir báfar sökkva 300 mílur á klukkusfund Þetta er fyrsta myndin, sem tekin er af nýjustu farþegaflugvjel Bandarikjamanna á lofti. Hún er af tegundinni Convair-240 og fer 300 rriílur á klukkustund. Vjeliri tekur 40 farþega, en myndiij var tekin 16. mars s. 1., er hún var á reynsluflugi. Keppa tveir blökku- menn hjer í sumar? Miklar líkur lil þess ísafirði, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. Á SUNNUDAG gerði hjer vonskuveður með feikna fann- komu og hefir veður þetta hald- ist fram á hádegi í dag, en þá rofaði heldur til. Snjórinn í bænum er sá mesti, sem hjer hefir komið í mörg ár. Á mánudag skömmu fyrir hádegi hvolfdi vjelbátnum „Heklu“ í bátahöfninni, og var hafnsögubáturinn bundinn utan á ,.Heklu“ og sökk hann með. Um borð í „Heklu“ hafði ver- ið settur upp „rammbúkki“, sem nota á við að ramma niður þilið á.hinn nýja hafnarbakka, sem byggja á í Neðstakaupstað, og átti sú vinna að hefjast strax og veður leyfði. „Rammbúkki“ þessi er um 50 fet að hæð og stóð veðrið mjög á hann, og hvolfdi bátnum eins og fyrr seg ir og sökk með hafnsögubátn- um, sem bundinn var við hann. Strax og veður leyfir verður hafist handa með að ná bátun- um upp. Er ekkert hægt um það að segja nú, hvort bátarnir hafa brotnað mikið. Eigandi „Heklu“, Sveinn Sveinsson, var nýfarinn upp úr bátnum, þeg- ar honum hvolfdi. — MBJ. Kvöldskemmlun Sfefnis í Hafnar- firði STEFNIR, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði held ur skemmtun fyrir Sjálfstæðis- fólk í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- arfirði í kvöld kl. 8,30. Á fundinum talar Jóhann Hafstein alþm., Vigfús Sigur- geirsson sýnir • íslenskar kvik- myndir í eðlilegum litum og Baldur Georgs töframaður skemmtir með búktali. Að lok- um verður svo dansað. Til skemmtunarinnar er vel vand- að og er þess að vænta að hún verði fjölsótt. ALLMIKLAR líkur eru til þess, að hingað komi í sumar tveir af bestu frjáls-íþróttamönnum Breta, blökkumennirnir Arthur Wint og Prince Adedoyin og keppi á íþróttamóti, sem KR heldur 3. júní. Hefir stjórn KR farið þess á leit við þessa menn að þeir komi, en endanlega hefir ekki verið gengið frá því ennþá. Ef af því getur ekki orðið verður reynt að fá aðra í þeirra stað. Frægir íþróttamenn. Wint og Adedoyin eru í hópi bestu íþróttamanna Breta og heimsins, en tóku ekki þátt í Evrópumeistaramótinu í fyrra vegna þess að þeir eru ekki inh- fæddir Evrópumenn. Þriðji besti í 400 m. Wint er fyrst og fremst 400 og 800 m. hlaupari. í 400 m. hlaupi náði hann glæsilegum tíma síðastliðið sumar, eða 47,0 sek., og var þriðji besti 400 m. hlaupari heimsins 1946. Tveir Ameríkanar náðu betri tíma en hann. — í 800 m. hlaupi var Wint sjöundi í röðinni í fyrra á 1.50,6 mín., eða aðeins 6/10 | úr sek. lakari tíma en besti 800 ' m. hlaupari heimsins, Svíinn j Rune Gustafsson. Hástökkvari og langstökkvari. Prince Adedoyin er hástökkv ari og langstökkvari. í lang- stökki stökk hann 7,41 m. s. 1. sumar, sem var 10. besti árang- ur í þeirri grein 1946, en í há- stökki stökk hann 1,94 m. Fyrstu blökkumennirnir. Það yrði mikill fengur fyrir íslensku íþróttamennina að fá þessa kunnu íþróttamenn hing- að til keppni, þar sem þeir fylla raðir bestu íþróttamanna heims ins. Þetta urðu einnig fyrstu blökkumennirnir, sem keppa hjer í íþróttum, og enginn vafi er á því að þeir myndu vekja mikla athygli fyrir hæfileika sína. — Þorbjörn. LONDON: Skrifstofa sú í London, sem hefur að gera með ^málefni Þýskalands og Austurríkis, hefur borið til baka fregnir um það, að Hjálp ræðisherinn hafi verið bann- aður í Þýskalandi. Níu ær drepasl er Ijárhús fýkur Patreksfirði, þriðjudag. UNDANFARNA daga hefir geisað hjer norð-austan stór- viðri, en þó lítil sem engin snjókoma. í gærdag varð það tjón á bænum Fossi á Barðaströnd að þar fauk hlaða og fjárhús og drápust 9 ær, en um 20 hestar af heyi fuku. Eigandi þess var Friðgeir Guðmundsson, bóndi. Ljóða og aríukvöld Einars Krisijáns- sonar EINAR Kristjánsson, ó- perusöngvari, heldur ljóða- og aríukvöld í Gamla Bíó n.k. föstudag, kl. 7,15, með aðstoð dr. Urbantschitsch. , Efnisskráin verður sem hjer segir: „Die böse Farbe“, Du bist die Ruh“, Nacht und Tráume“ og „Stánchen", eftir Franz Schubert. „Wie bist du meine Königin“, „Botschaft“, „Feld einsamkeit“ og „Vergebliches Stándchen“, eftir Joh. Brahms. Aría úr óperettunni „La Bohéme“, eftir G. Pucc- ine“. „Bikarinn“, eftir Magn- ús Kristjánsson. „Söknuður", éftir Hallgrím Helgason. „Meðalið“, eftir Árna Thor- steinsson. „Hamraborgin", eftir Sigvalda Kaldalóns, Aría úr óperettunni „Turan- dot“, eftir G. Puccini og Aría úr óperettunni „Pagliacci", eftir R. Leoncavallo. 5 Danir bjargast með naum- undum úr eldsvoða í gærkvöldi UM klukkan 11 í gærkveldi kom upp eldur í geymsluskúr Vatns- og Hitaveitu Reykjavíkur við Sundhöllina, í öðrum enda skúrsins bjuggu hjón og tveir einhleypingar, allt Danir. Þetta fólk missti allt sitt. Þar var og gestkomandi maður er brendist mjög illa. Eldhúsumræður í byrjun næslu viku ÁKVEÐIÐ er, að eldhúsum- ræður hefjist á Alþingi n.k, mánudagskvöld. Ráðgert er, að þessar umræður standi yf ir í tvö kvöld. Þeim verður útvarpað. Eins og áður hefur verið skýrt frá, var samkomulag um að fresta eldhúsumræð- um þar til í lok 3. umræðu fjárlaganna. Þessi umræða hefst í dag, og verður henni lokið fyrir hádegi. Verða svo eldhúsumræður á mánudags- og þriðjudagskvöld í næstu viku. Fimm lög staðlest Á RÍKISRÁÐSFUNDI 22. apríl 1947, staðfesti forseti ís- lands eftirtalin lög: 1. Lög um breyting á lögum nr. 4, 27. jan. 1943, um dýra- lækna. 2. Lög um breyting á lögum nr. 29, 23. apríl 1946, um hafn- argerðir og lendingarbætur. 3. Vegalög. 4. Lög um að tryggja mann- eldisgildi hveitis. 5. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að selja Grímsnes- hreppi kirkjujörðina Stóruborg. Tveir fundir utan- ríkisráðherranna Moskva í gærkveldi. UTANRÍKISRÁÐHERRAR ■ Alelda á skamri stundu. Eldurinn kom upp í suður- enda skúrsins, en þar bjuggu Danirnir. Magnaðist eldurinn svo á skamri stundu, að þessi endi skúrsins varð alelda. Dan- irnir allir björguðust út með naumindum. Voru þeir fá- klæddir mjög. Jörgen Jensen til heimilis í Drápuhlíð 42, er var gestur þeirra Arne Ey- mund Larsen og konu háns, brendist mjög illa í andliti og á höndum, er hann braust út úr eldhafinu. Þau hjónin mun ekki hafa sakað. Einhleyping- arnir voru þeir Knud Studel- bach og David C. Johansen. Annar þeirra mun hafa brenst lítilsháttar. Skömmu eftir að fólkið komst út úr hinum brennandi skúr, bar þar að lögreglustjóra og flutti hann hjónin og Jörgen Jensen í slysavarðstofuna. Þar var gert að brunasárum Jör- gens, og hann síðan fluttur heim til sín. Lögreglumenn komu skömmu síðar með þann, er brendist minna. Um miðnætti í nótt hafði lög reglunni tekist að útvega hin- um heimilislausu Dönum inni í Vinstonhóteli á flugvellinum. Kviknaði í út frá olíuofni. Þeir, Sem í skúrnum bjuggu hafa skýrt svo frá að þeir telji eldsupptök vera frá olíuofni. Danir þessir mistu aleigu sína í eldinum, innanstokksmuni, föt, peninga og skjöl. Um miðnætti hafði slökkvi- liðinu tekist að ráða niðurlög- um eldsins í skúrnum og var hann talinn vera stórskemdur, en hann stóð þó uppi. fjórveldanna komu saman til tveggja lokaðra funda í dag. Stóð annar í 90 mínútur en hinn í 50. Enda þótt engin opinber tilkynning hafi verið gefin út um árangur viðræðnanna að þessu sinni, er vitað, að ráðherr arnir ræddu ýms ágreiningsmál í sambandi við hina væntan- legu friðarsamninga við Aust- urríki. — Reuter. Stúdenlar í Trieste métmæla Trieste í gærkveldi. ÁTTATÍU stúdentar lokuðu sig í dag inni í Trieste-háskóla, til að mótmæla því, að heryfir- völd bandamanna hafa vikið rektor skólans, Angelo Camm- arata, frá störfum. Lögregla, sem gerði tilraun til að ryðja skólann, var hrakin til baka. Cammarata varð háskóla- rektor í janúar. Sá, sem skipað- ur hefir verið í hans stað, hef- ir neitað að taka við starfinu. Andvígir slytfingu herskyldufímans breska London í gær. LíKLEGT er nú talið, að þingmenn fhaldsflokksins breska muni greiða atkvæði gegn hervarnarfrumvarpi því sem lagt verður fram í neðri málstofunni á næstunni. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir, að herskyldutíma- bilið verði stytt úr 18 mánuð um í 12, en við umræður um þetta að undanförnu liefur komið í Ijós, að Churchill og fylgismenn hans eru yfirleitt andvígir slíkri styttingu. Leiðtogar íhaldsflokksins munu hafa rætt þetta mál í gærkvöldi, og telja blaða- menn ekki ólíklegt, að þeir hafi þá komið sjer saman um að leggjast gegn frum- varpinu. — Reuter. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.