Morgunblaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók
34. árgangur
93. tbl. — Sunnudagur 27. apríl 1947
íaaloldarprentsmiðj a h.f.
Arabar ósveigjanlegir í
Palestínumálunum
Vilja ekkert slaka til
við Gyðinga ogheimta
Breta burt
WASHINGTON í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
FULLTRÚAR Araba í Washington hafa tekið saman skýrslu
um Palestínumájin, og vei'ður hún lögð fyrir þing Sameinuðu
þjóðanna, sem hefst á mánudaginn kemur. í skýrslunni eru
mjög fordæmdar tillögur um skiptingu Palestínu í tvö ríki
Gyðinga og Araba. Jafnframt er lögð áhersla á það, að um-
boðsstjórn Breta verði á enda bundin þegar í stað og að Pelestína
fái upptöku í Sameinuðu þjóðirnar.
Ekkert Gyðingaríki.
I skýrslunni segir, að ekki
komi til mála að láta þumlung
lands í Palestínu til stofnunar
.sjerstaks ríkis fyrir Gyðinga.
Ennfremur er mjög lagt á móti
þeirri tillögu, að í Palestínu
verði komið á fót ríki, þar sem
byggt sje á pólitísku jafnrjetti
Gyðinga og Araba. — Skýrsl-
an er skráð á þrem tungumál-
um, ensku, frönsku og spönsku,
með það fyrir augum, að henni
verði útbýtt meðal fulltrúa á
jþingi Sameinuðu þjóðanna.
Ótvíræður rjettur Araba.
I skýrslunni segir, að við
lausn Palestínumálanna verði
að miða við vilja þeirra, sem
mestra hagsmuna hafi þar að
gæta, en það sjeu Arabar. Ef
mönnum sjáist yfir þá stað-
reynd, þá sje eins gott að hætta
öllu þrasi um þessi mál og eyða
ekki meiri tíma til einskis.
Vilja Breta burt.
Þá er þess og krafist í skýrsl-
unni, að umboðsstjórn Breta í
Palestínu verði þegar í stað til
lykta leidd og Palestínu veitt
upptaka í Sameinuðu þjóðirnar.
Sextán fulltrúar frá Banda-
ríkjunum.
Á þessu aukaþingi Samein-
uðu þjóðanna, sem boðað er til
gagngert vegna Palestínumál-
anna munu sitja sextán fulltrú-
ar frá Bandaríkjunum, en for-
maður fulltrúanefndarinnar
verður Warren Austin. í til-
kynningu, sem utanríkisráðu-
neyti Bandaríkjanna birti um
þetta í kvöld, segir ennfremur,
að tólf þessara fulltrúa sjeu
ráðunautar utanríkisráðuneytis
ins.
m
sjer
flokksins
Sendiherra Dana farinn
lil Kaupmannahafnar
C. A. C. BRUN, sendiherra
Ðana á íslandi fór s.l. föstu-
dag áleiðis til Kaupmanna-
hafnar til að vera viðstadd-
ur þar er forseti fslands
kemur til Danmerkur.
Kaupmannahöfn í
gærkvöldi. »
CHRISTMAS Möller, fyr-
verandi utanríkisráðherra
Dana, sagði í dag af sjer for-
mennsku danska íhaldsflokks
ins. Á fundi með flokknum í
dag kvartaði hann undan því,
að fylgjendur flokksins bæru
ekki hóg traust til samtaka
þeirra. — Reuter.
Thor Thors á
aukaþingi S. Þ.
TIIOR THORS, sendiherra
verður fulltrúi fslands á auka
þingi sameinuðu þjóðanna, er
hefst á morgun í Lake Succ-
ess og mun ræða Palestínu-
vanclamálið.
TVEIR RÁiHERRAR RÆÐA
ÁSTANDIÐ í RRETLANDI
Komu frá Ameríku
r
Osamkomulag um
flóiiamenn í Aust-
urríki
Vínarborg í gær.
í HERRÁÐI bandamanna í
Austurríki í gær bar fulltrúi
Rússa fram þá tillögu, að það
yrði stöðvað, að utanaðkom-
andi ríkisstjórnir rjeðu
flóttamenn til vinnu í löndum
sínum.
Fulltrúar Breta og Banda-
ríkjamanna lögðust gegn
þessu. Sögðu þeir, að flótta-
mannavandamálið í Austur-
ríki væri ákaflega erfitt við-
ureignar, og það, að sumir
flóttamannanna leituðu sjer
vinnu utan landamæra Aust-
urríkis, væri þó nokkur bót.
— Reuter.
Átta stúlknanna hjer á myndinni eru frá Bandaríkjunum,
þrjár frá Kanada. Allar eru þær giftar íslenskum mönnum og
búsettar hjer. Nöfn þeira eru: Fremri röð frá vinstri: Alice
Snorrasonj Stacia Johannsson, Maria Sæmundsson, Betty Þor-
bjömsson og Jean Guðjónsson. Aftari röð frá vinstri: Kristine
Ólafsson, Lily Ásgeirsson, Mary Ágústsson, Barbara Friðriks-
son, Dora Bjarnason og Margaret Tómasson. (Ljósm.: Jón
Sæmundsson).
Ungverjor sækjo um
upptöku í S.Þ.
Upptökubeiðni fyrstu fyrverandi
óvinaþjóðarinnar.
New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til
Mbl. frá Reuter.
UNGVERJALAND sótti í dag um upptöku í samein-*
uðu þjóðirnar, og er þannig fyrsta óvinalandið til að
sækja um inngöngu í alþjóðasambandið. í brjefi, sem
Aladar Maszak, sendiherra Ungverjalands í Washington,
hefur ritað Trygve Lie, aðalritara S. Þ., segir meðal ann-
ars, að friðarsamningar við Ungverja hafi þegar verið
undirritaðir og þjóðin muni því öðlast fullt sjálfstæði,
er samningarnir ganga í gildi.
<s>-
Mun taka á sig kvaíþr S. Þ.
I brjefi sendiherrans segir
og, að Ungverjaland sje reiðu-
búið til að taka á sig allar þær
skyldur, sem settar eru fram í
sáttmála sameinuðu þjóðanna.
í sambandi við upptöku-
beiðni UngVerja, hafa starfs-
menn S. Þ. tjáð blaðamönnum,
að þess sje ekki vænst, að um-
sóknin verði tekin fyrir, fyr en 1 skotinn niður á götu, og
friðarsamningarnir við Ung-|komu skotin úr leigubíl, sem
verjaland ganga í gildi. Eftir: ók fram hjá á mikilli ferð. •—-
gildistöku samninganna, mun j Skömmu seinna ók bifreiðin
Öryggisráðið taka umsóknina út af veginum, en tveir ungir
til athugunar. Gyðingar, sem í henni voru,
Framh. á bls. 6 'komust undan á flótta.
Háttsetfur Breii
drepinn í Pelestínu
Jerúsalem í gær.
HÁTTSETTUR breskur lög
reglumaður var drepinn í dag
í IJaifa.
Lögreglumaðurinn var
Það verður
sigrast á
erfiðleikuiuim
London í gærkvöldi.
TVEIR breskir ráðherrar
gerðu í dag að umtalsefni nú-
verandi efnahagsástand Bret
lands og hvað gera þyrfti. til
að endurreisa fjárhag lands-
ins. Báðir ráðherrarnir, Hart
ley Shawcross, dómsmálaráð-
herra og Shinwell, eldsneyt-
ismálaráðherra, gerðu enga
tilraun til að draga dul á það,
að 'ástandið væri alvarlegt í
Bretlandi, en ræður þeirra
einkenndust þó af bjartsýni
á framtíðina og trú á mátt
bresku þjóðarinnar til að sigr
ast á erfiðleikunum.
Töpuðu á styrjöldinni
Shawcross sagði í ræðu
sinni, að Bretar hefðu verið
6,000 milljón sterlingspund-
um fátækari, er styrjöldinni
lauk. Ekki kvaðst hann vilja
neita því, að Bretland ætti í
miklum erfiðleikum, en hann
sagðist hins yegar trúa því,
að þjóðin mundi ganga með
sigur af hólmi.
Um lántöku Breta í Banda-
ríkjunum og Kanada sagði
ráðherrann, að lánið hefði
ekki gefið þeim þann frest,
sem þeir hefðu gert sjer
vonir um. Kenndi hann það
hækkandi verðlagi í Ameríku.
Reyna að sigra á lýðræðis-
legan hátt
Shawcross varaði menn við
því að þeir mundu verða að
leggja hart að sjer, enda yrði
Bretland að hafa komið fót-
unum undir sig eftir ekki
lengri tíma en tvö ár. — En
þótt nauðsynlegt væri, að
allir legðu fram sinn skerf,
sagði hann að breska verk-
lýðssjórnin mundi ekki fara
að dæmi einræðisríkja og
skipa mönnum fyrir verkum,
heldur reyna að leysa erfið-
leikana á lýðræðislegan hátt.:
Hrósar námumönnum
Shinwell hrósaði kolanámu
mönnum í ræðu sinni. Kvað.
thann afköst þeirra eiga mik-
ið lof skilið, en meira þyrfti
þó til. Hann laujk ræðu sinni
með því að aðvara menn, að
svo kynni að fara að leggja
þyrfti í bráð á hilluna áform
stjórnarinnar um fimm daga
1 vinnuviku námumanna.