Morgunblaðið - 27.04.1947, Page 2

Morgunblaðið - 27.04.1947, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. apríl 1947 ■íiÍÉMOV Kvæði þetta var flu'tt Kristjáni X. Danakonungi á sjötugsafmæli hans, 26. september 1940. Höfundurinn flutti það sjálfur í danska útvarpið, en kvæðið var fært konungi skraut- ritað á pergamenti. VOR hilmir, þinn dag skal Iofa í ljóði, hann lýsir sem stjarna yfir tímanna flóði, þar hugur og vilji er reiddur til ráða af reynslu og viti hins sanngöfga manns. Sjá þegnana að höfði þjcr knýta krans af kærleik og trú, þinna samtengdu láða. I»ín þjóðmerki hófstu mót hækkandi degi, Vor hertogi, á lýðstríðsins vegi. VOR fyfkir, þjer tengdur er hugur og hjarta hins háa ættstofns í norðrinu bjarta. Þar bragandi leiftrar á líðandi kvöldum Ijóshafsins hvolf yfir blátærum unnum. Að glitblómum daggir þar drjúpa í runnum við dagmál, und morgunsins blikandi tjöldum. Þar spegla sig hæðir í heiðum lindum. Þar horfa vogar að tindum. HINN norræni rjettur var ríkjandi frelsi, hvar rjeði þegninn af dögum sitt helsi. Og víkingar kváðu þcim konungi lof, cr kvaddi sjálfráða hirðmenn til styrjar. Og logskíði flugu þess hástilta hyrjar, er hugfrjálsra Væringja lýsti hof. Þann dag hvern liðinn skal lofa að kveldi, sem limið af björkum ei feldi. ÞÚ skildir, þú j-jeðir rjettinn forna, er reistur var kyninu aðalsborna, í árdag, við alfagurt sunnubál. Af eldstöfum hóf sig hin norræna saga. Vor heimur naut sinna Hávabraga, þar hrundi í stefjum hið eilífa mál. Hin guðborna list, ásamt drengskapardáðum drottnaði í fríþegnsins ráðum. ÍSLAND þú hófst í heimsríkja veldi, þess háðungardag Ijetst þú runninn að kveldi, þú skráðir þess rjett, þú reistir þess merki. Þín ráð voru holl, sem þinn vilji var beinn. Sem þú, vann því aldrei neinn af öðlingum heims í dags síns verki. Hin íslenska þjóð þjer þakkar af hjarta, þakkar morgunínn hjarta. HVER einasta sál af íslensku bergi, þjer ann og þig man, þú gleymist oss hvergi. Hvar þjóð-vitar rísa rökstöfum búnir, þín ráðgleggvi stóð að, á sjónartind. í ljóðmáls vors gróður er greypt þín mynd, þar greina sig þættir við aldanna brúnir. Þú lögbauðst vorn heiður. — Um hafið kalda há-brimsins lægðir þú falda. HVE ljúft er að þakka þeim lofðung ríkja, cr leysi þrautir og órjett Ijet víkja. Þar ertu meiri að menningarfremdum en margir, sem þjer erfðu ríkari lönd. Af kærleik oss rjetti þín konungshönd, þann kynborna arf, er til vjer stefndum. Vjer nutum þíns vilja, vor ræsir, og ráða. Þú ruddir oss braut til dáða. ÞA saga Fróns verður rituð með rökum, að rjcttu skal lýst þínum framafökum. Vor byltingaöld hefir hrugðið sverðum, og brotið til grunna hin tignustu hof. Og enn eru víg og eiðarof, og eldur borinn að sáttmálsgerðum. Því ríður á mönnum með reynslu og þckking. Með rökvísi, trú. — Eigi blekking. ÞÚ komst og þú fagnaðir fagurlundum, Iiins fornhelga lands og þess vornæturstundum þá sunna í unnir ei sígur að kveldi, og sindrar við gullský hátindsins brún. Og bergið þú leitst, þar röðulsins rún er rist í, sem friðtákn af guðdómsins eldi. Og fossar þjer eilífan aldaslag sungu á alfrjálsa norðurheimstungu. ÞÍN höll, hvað sem verður, er bygð á bjargi. Hún bugast ei undir stálaldarfargi. Vitri konungur, verða svo megi, að verjir þú ríki þín böli og nauðum. Að jöfnu, vor ræsir, hjá ríkum og snauðum þín ráð eru metin sem ljós yfir vegi. Heyr, miljónir þegna á þínum degi þjer þaklta, á hauðri og fleyi. Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum. Svíar gegn hinum Morður- löndunum í frjálsum íþróttum Jóhann Bernhard ritstjóri „íþrótia- blaðsins" i Verða íslendingar þar með! ÁKVEÐIÐ hefir verið að fram fari í sumar kepni í friálsum íþróttum milli Svía annarsvegar en hinna Norðurlandanna hinsvegar. lands borist brjef um þetta inu. Fer keppni þessi fram í Kepninni verður þannig' háttað, að frá hvorum aðila keppa þrír menn í hverri grein. Sjerstök nefnd, sem kemur saman í Stokkjiólmi 20. ágúst, velur liðið, sem á að mæta Svíunum, og verður þar farið eftir árangri þeim, sem íþróttamennirnir ná á meistaramótum heima fyrir, en þau verða haldin í öllum löndunum um svipað leyti, iffíi miðjan ágúst. Þessi aðferð við val manna í þessa keppni virðist nokkuð hæpin fyrir okkur íslend- iaga, þar sem vitað er, að að stæður til keppni hjer heima eru ekki eins góðar og í hin- Hefir íþróttasambandi ís- frá sænska íþróttasamband- Stokkhólmi 6.—8. sept. n. k. um Norðurlöndunum og ís- lenskir íþróttamenn há yfir- leitt betri árangri erlendis en heima. Sjerstaklega á það þó við um hláupin. Einnig eru veður hjer miklu vályndari en ytra og árangur oft lje- legri af þeim ástæðum. En áreiðanlegt er, að íslendingar eiga íþróttamenn, sem fvlli- lega verðskulda að taka þátt í þessari keppni. — Þorbjörn. LONDON: — Stassen, einn af leiðtogum republikana, er kominn til Bi’etlands. Hanni hefir í hyggju að dvelja þar í fimm daga. FYRIR NOKKRU kom út -. 1.—3. tbl. af „íþróttablaðinu“ á þessu ári. Ritstjóraskifti hafa orðið við blaðið, þar sem Þorsteinn Jósefsson hefir lát ið af því starfi en Jóhann Bernhard tekið við. Efni þessa blaðs er m.a.: Ávarp frá ritstjóra, íþrótta- samband íslands 35 ára eftir Benedikt Gröndal, Afmælis- hátíð f. B. 1, 35. skjaldar- glíma Ármanns, eftir Kjartan Bergmann, Handknattleiks- meistaramót Reykjavíkur, eft ir Grímar Jónsson, Flokka- glíma Reykjavíkur, Afmælis- mót Ægis, íslensk sundmet 1. janúar 1947, Helgi frá Brennu sextugur, eftir B. G. W., Frá Skíðasambandi fslands Frjett ir frá fyrra ári, Knattspyrnu hjal, íþróttir og fræðsla, Glímuför Ármenninga til Sví þjóðar, eftir Gunnar ólafsson Keppni Oslófaranna í Svíþjóð fþróttir erlendis, Ljettara hjal, Frjettir frá fjelögum og fleira. Skíðahótel við .. Akureyri frá ársþingi íþróttabandalags Akureyrar MIKILL áhugi er nú á því á Akure^ri að koma uppj skíðahóteli þar í nágrenninu. Á síðasta ársþingi í. B. A., sem var haldið fyrir skömmu, var samþykt tillaga þess efnis, að heppilegast myndi að hótelið yrði reist um einn km. suð-vestur af Útgarði, skíðaseli Mentaskólans á Akureyri. Telur þingið rjett, að skíðahótelsnefndin starfi áfram og þó sjerstaklega að því, að vegur verði lagður á staðinn á þessu sumri. . • Þá lagði ársþingið mikla á-» Frumsýning á „Ærsladraug" Hoel (owards í næsfu viku LEIKFJELAG Reykjavík- ur hefir frumsýningu á leik- ritinu „Ærsladraugurinn“ (Blight Spirit) eftir breska leikritaskáldið Noel Coward á föstudaginn kemur. Leikrit þetta hefir verið leikið víða um heim og als- staðar hlotið hinar bestu við tökur og víst er um það, að margt er í því óvenjulegt og allleyndardómsfult. Hafa fá skáld tekið slíkt efni til með ferðar, og því síður á þennan frumlega hátt, og Coward. Haraldur Björnsson er leik stjóri, en leikendur eru: Arn dís Björnsdóttir, sem leikur miðilinn. Valur Gíslason, sem leikur rithöfundinn. Þóra Borg Einarsson leikur eigin- konuna, sem er lífs, en Herdís Þorvaldsdóttir hina framliðnu eiginkonu. Emilía Borg og Brynjólfur Jóhannesson leika læknishjónin. Nína Sveins- dóttir leikur þjónustustúlku. Þetta er gamanleikur og hefir Ragnar Jóhannesson snúið honum á íslensku. Er þetta fyrsta leikritið eftir Noel Coward, sem Leikfjelag ið tekur til meðferðar. Attlee svarar (hurchil! London í gær. ATTLEE forsætisráðheiTa hefir svarað ásökunum, sem Winston Churchill bar á stjórnina á dögunum. Attlee segir að það sje engu líkara en að Churchill sje 50 ár á eftir tímanum ef hann haldi að hægt sje að ganga fram hjá kröfum þjóða í Asíu um sjálfstjórn. Með þessum um- mælum sínum um Indland sje Churehill að falla frá lýðtæð isfyrirkomulaginu, sem Bret ar hafi barist fyrir í styrjöld inni. Attlee sagði, að það væri rangt, að breska stjórnin væri að leiða bresku þjóðina í glötun. Þvert á móti hefði enginn bresk stjórn unnið jafnvel á 21 mánuði eins og núverandi stjórn hefði gert. herslu á.að kappsamlega verðí unnið að því að koma upp íþróttaleikvangi austan Brekku götu og kaus þriggja manna nefnd til þess að vinna að frarrt gangi þess. íþróttaráðunautur og ný sundlaug. Þingið beindi þeirri áskoruq til bæjarstjórnar Akureyraiv hvort' ekki myndi tímabært, acS bærinn hafi í þjónustu sinni ráðunaut í íþróttamálum. Þá óskaði þingið eftir því, að bæj- arstjórnin ljeti þegar í vor geral athugun á heitavatnsleiðslu þeirri ,er liggur úr Glerárgilij, að sundlaug bæjarins og gerai nauðsynlegar umbætur og ein- angrun leiðslunnar. Ennfrem- ur að láta hefja sem fyrst bygg ingu fullkominna búningsklefg og yfirbygðrar eundlaugar. Sjerráð og sjersambönd. Um sjerráð og sjersambönð var tillaga samþykt þess efnis, að þingið teldi enga nauðsyp bera til þess að stofna lands- sambönd í fleiri íþróttagrein- um en þegar hefir verið gert, Þó telur þingið að til mála geti komið síðar, að stofna fleiri landssambönd, ef reynslars sýndi að slíkt skipulag væri tij bóta. Knattspyrnumót 1. fl. i á Akureyri. Meðal þeirra íþróttamóta, sem háð verða á Akureyri á þessu sumri verður íslandsmólí í knattspyrnu fyrsta flokks, sem væntanlega fer fram 1.—9, júlí, Knattspyrnumót Norður- lands og bæjakepni í frjálsunrs íþróttum við Hafnfirðinga. Stjórn: I stjórn í. B. A. voru kosnir; Ármann Dalmannsson, for- maður, Hermann Stefánsson, Stefán B. Einarfkm, Kári Sig- urjónsson, Marteinn Friðriks- son og Eggert Steinsen. — For- menn sjerráða eru þessir? Skíðaráð Hermann Stefánssoii, Knattspyrnuráð Friðþjófui’ Pjetursson, FrjálsíþróttaráSi Tryggvi Þorsteinsson, Hand- knattleiksráð Sverrir Magnús- son, Fimleika- og glímuráð Jónas Jónsson og Sundráð Ól- afur Magnússon. LONDON:: — Þýskir stríðs- fangar, sem starfa að land- búnaðarstörfum í Kent, hafsj hótað að minka afköst sín, e£ bændur þar sjái þeim ekki fyr- ir nægilegum birgðum af síg- arettum. x

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.