Morgunblaðið - 27.04.1947, Qupperneq 7
Sunnudagur 27. apríl 1947
höliQUNBLAÐIÐ
7
UM HEKLUGOS OG HAFRANNSÓKNIR
FYRIR nokkrum dögum kom
jeg í vinnustofu Hermanns Ein-
arssonar dýrafræðings, er hann
hefir til umráða í Atvinnudeild-
inni.
Hermann var nýkominn úr
rannsóknarferðum um fiski-
miðin hjer við suðvestur land.
Hann var við þessar rannsóknir
frá því um miðjan mars til 12.
apríl. Ymist á varðskipinu Ægi,
gæsluskipinu Fanney eða Skaft
fellingi. Á Ægi var hann þang-
að til nota þurfti skipið til neta
gæslu við Vestmannaeyjar.
Mjer hafði verið sagt, að
hann hefði farið í sjerstakt
ferðalag, til þess að rannsaka
áhrif vikursins úr Heklu, á sjáv
ardýr og sjávargróður.
— Það vildi svo til, segir
hann, að jeg hafði verið við
sjávarrannsóknir fyrir sunnan
land, rjett áður en Hekla gaus,
og hafði tækifæri til að fara út
aftur, eftir gosið, svo hægt verð
Ur með rannsóknum á þeim
sjóprufum, er jeg tók í báðum
ferðunum, að gera sjer grein
fyrir, hvaða áhrif öskufallið
hefir haft á „lífið í sjónum". Er
hjer um alveg einstakt tækifæri
að ræða. En það tekur nokkurn
tíma, þangað til sjóprufurnar úr
báðum ferðunum hafa verið
íannsakaðar.
— Var það ekki svo að tæki
fyrir afla í Vestmannaeyjum
eftir öskufallið?
— Togbátar, er stunduðu
veiðar á grunnmiðum, sem urðu
fyrir öskufalli, kendu afla-
brests fyrst eftir öskufallið. —
Sennilegt, að fiskurinn hafi
fælst frá landinu, þegar askan
gerði sjóinn ógagnsæan. Hafi
þorskurinn þá brugðið sjer út
á brún grunnsævisins, en kom-
ið þaðan fljótlega aftur á venju
leg mið.
En askan og vikurinn getur
haft æði mikil áhrif, til dæmis
á plöntugróðurinn í sjónum.
— Hvaða gróður eigið þjer
við?
— Hina örsmáu svifþörunga,
er heita má að sjeu undirstaðan
að öllu sjávardýralífi hjer við
land. Þegar jeg fyrst kom út
í Faxaflóa með Fanneyju þann
13. mars, þá var svifþörunga-
gróðurinn byrjaður. Er þáð all-
miklu fyr á ári, en menn áður
hafa vitað til. En þetta getur
stafað af því, hve undanfarnar
vikur höfðu verið hjer sjerstak
lega sólríkar. Því heita má, að
frá febrúarbyrjun, fram til
þessa tíma væri hjer samfeldir
sólskinsdagar. En þörungagróð-
urinn fer að sjálfsögðu mikið
eftir því, hve sólar nýtur vel.
Fíngerður vikur er lengi að
falla til botns og gæti minkað
gagnsæi sjávarins að mun í
lengri tíma. Hefði það að sjálf-
sögðu áhrif á magn plöntugróð-
ursins.
Ymis lægri dýr virðast líka
mjög viðkvæm gagnvart óhrein
indunum í sjónum, t. d. sandi
og vera má að þetta eigi við
um rauðátuna. Um það vitum
við þó ekkert með vissu ennþá.
Eftirlætisfæða síldarinnar.
— Rauðátan, — eftirlætis-
fæða síldarinnar — er lítil
krabbategund. Er ekki svo? —
Hvað er hún stór?
— Hún er um þrjá millimetra
Frásögn
Hermanns dýrafræðings Einarssonar
á lengd, annars getið þjer feng-
ið að sjá hana hjerna í smá-
sjánni.
Hermann bauð mjer sæti við
smásjána sína og setti fyrir
hana litla flatbotna skál, með
einhverjum smáörðum í. En
undir stækkunarglerinu kom í
ljós, að þarna var margskonar
dýralíf. Ýmsar tegundir fisk-
seiða, löng og mjó með stórum
augum út úr hausnum. — Og
þarna voru smákrabbarnir, sem
síldin eltir og fitnar af. Undir
smásjánni virtist mjer rauðátan
mjög syipuð frænkum sínum,
rækjunum.
Er jeg virti fyrir mjer þetta
nytjadýr, sem sum árin gefur
Isléndingum mestar tekjur,
hugsaði jeg mjer að ef rauðátan'
skyldi mannamál, myndi jeg
heilsa upp á hana með virktum
og þakka henni fyrir alt, sem
hún hefir gert fyrir landið og
þjóðina á undanförnum árum.
En segi við Hermann: „Jeg get
ekki sjeð neinn rauðan lit á
henni.
— Það er ekki von, segir
hann, því hún er ekki orðin feit
ennþá, það er olían, er hún
safnar í sig, sem gefur henni
roðann.
Þá datt mjer í hug, að merki-
legur er búskapurinn í sjónum.
Þetta örsmáa dýr, þrír milli-
metrar á lengd, skuli geta safn-
að í sig þeim ógrynnum af fitu
handa síldinni, svo hún verð-
ur feitari en öll önnur síld, er
veiðist og gómsætist með snapsi
allra þjóða. Svo sá litli hluti
af síldarstofninum, sem hjer
kemur á land, getur fylt stóra
lýsisgeyma.
— En hvað vitið þið vísinda-
mennirnir um lífsferil rauðát-
unnar?
— Því miður harla lítið, seg-
ir Hermann, og mismunandi
skoðanir, sem ríkja um það
mál. Sumir halda, að rauðátan,
sem 'er á síldarmiðunum fyrir
Norðurlandi á sumrin , berist
með Golfstraumnum hjeðan að
sunnan. Aðrir halda því fram,
að hún komi norðan úr hafi.
Jeg veit ekkert hvað rjettara
er. Má vera að hvorttveggja sje
rangt, og það rjetta sje, að rauð
átan, sem síldin er að sækjast
eftir, sje allan ársins hring í
sjónum fyrir Norðurlandi. En á
meðan við vitum ekkert um ævi
feril rauðátunnar hjer við land
verður erfitt að gera sjer grein
fyrir síldargöngunum.
Hitastigsrannsóknir.
Eitt helsta rannsóknarefni
mitt hjer á Suðurlandsmiðunum
var að athuga hitastigið í sjón-
um.
— Og hvernig reyndist það
vera? spyr jeg þá.
Sjávarhitamælingar hafa því
miður legið niðri síðan á árun-
um 1938—39, nema hvað yfir-
borðshitinn hefir verið mæld-
ur á einstaka stað, en það er
vafasamt, hvort hægt er að
draga ályktanir af honum um
hitann í dýpinu. Jeg hefi ekki
unnið úr hitamælingum mínum
ennþá, en mjer skilst, að til
dæmis hitastigið á Selvogssvæð
inu sje hálfri annari tii tveim
gráðum hærra, en meðalhitinn
í mars—apríl reyndist á tíma-
bilinu 1895—1934. Yfirborðs-,
hitinn ur nú yfir sjö gráður,
en meðalhitinn á fyrnefndu
tímabili í mars-apríl var reikn-
aður 5.4 gráður.
— Vita menn með vissu hvað
er kjörhiti fyrir þorskinn við
hrygningu? .
— Ovíst er, segir Hermann,
hvort hægt sje að notfæra sjer
niðurstöður Norðmanna í því
efni. En við Lofoten hrygnir
þorskurinn við 4—5° hita, í
sævarlagi því er myndast ná-
lægt ströndinni, þegar saltur
Atlantshafsstjór og ósaltari
strandsjór blandast.
— Er þá ekki líkl-egt, að
hinn 7° heiti sjór á Selvogs-
svæðinu sje of hlýr fyrir hrygn
ingu?
Um það get jeg ekkert sagt.
En togarar veiða nú meira á
Eldeyjarbanka en á Selvogs-
banka. Til þess að geta fullyrt
nokkuð um kjörhita fyrir þorsk
hrygningu, þarf að vera hægt
að byggja á margra ára athug-
unum. En því miður eru rann-
sóknir á þessum efnum allt of
litlar hjer ennþá.
Straumar.
Eitt af því, sem okkur van-
hagar um að vita, er hvernig
straumarnir haga sjer umhverf
is landið, hvernig t. d. Atlants
hafssjórinn og íshafssjórinn
blandast á miðunum fyrir Norð
urlandi. Þetta er vafalaust tals
vert miklum breytingum und-
irorpið.
Sumurin 1938 og 1939 fjekk
jeg tækifæri til þess að vera
á rannsóknarskipinu „Dana“
á ferðum þess fyrir norðan
land. Þá rannsakaði jeg þetta
sjerstaklega, alla leið frá Kögri
að Langanesi. Það kom þá í
I ljós, að sumaríð 1939 voru öll
t
sjávardjúp fyrir Norðurlandi
full af Atlantshafs-sjó. Sum-
arið áður var gerólíkt ástand,
I þá fyllti íshafssjór öll djúp, en
1 Atlantshafs-sjórinn lá aðeins
j í þunnu lagi miðsævis.
— Hvernig getið þið greint
; það í sjóprufum, hvort um At-
I lantshafssjó eða íshafssjó er að
ræða?
— Það finnur maður á hita
sjávarins og seltumagni. í At-
lantshafssjó er meira en 35%0
af salti, en íshafssjór er ósalt-
ari, enda blandaður leysinga-
vatni frá ísnum.
Sje svo að til dæmis veru-
legur hluti af átumagni síldar
| þurfi að berast með Atlants-
hafssjó á Norðurlandsmið, þá
er það augljóst mál, að það
getur haft úrslitaþýðingu, hve
mikið þar er af Atlantshafs-
sjó á vertíðinni.
En ef ekki koma fleiri vik-
urgos úr Heklu í þetta sinn, er
ná á sjó út, þá getur Heklu-
gosið gefið okkur handhægar
leiðbeiningar um það, hve
fljótt sjórinn berst frá suður-
ströndinni til Norðurlandsins,
með því að fylgja þyí eftir, hve
vikurinn í sjónum er lengi á
leiðinni norður eftir:'
Annars hefi jeg gert ráð-
stafanir til þess að fá mikið af
flöskum, til þess að varpa hjer
í sjóinn á vissum tímum, svo
ITægt verði að rannsaka straum
ana nánar en gert hefur verið.
— Hefur ekki komið til orða,
að Norðmenn reyndu að elta
síldargöngurnar, er síldin hverf
ur af miðum þeirra að lokinni
vertíð þar?
— Mjer skilst að Norðmenn
sjeu staðráðnir í því, að spara
hvorki fje eða -fyrirhöfn við
rannsóknir á göngum nytja-
fiska sinna. Munu þeir gera
allt, sem í þeirra valdi stend-
ur, til að koma upp svo hald-
góðum rannsóknum, að þær
fyrr en síðar geti orðið útgerð
þeirra að miklu liði. Þeir elta
nú þorsktorfurnar með berg-
málsdýptarmæli og gefa út til-
kynningar um það, hvar þorsk
torfur hafa íundist í sjónum,
líkt og gefnar eru út veður-
, -v
spar.
— Er ekki hægt að beita
s'vipaðri aðferð við síldveið-
arnar?
— Lítil íslensk reynsla er
fyrir því _ennþá, því bergmáls-
mælar hafa ekki verið notað-
ir hjer við síldveiðar svo mjer
sje kunnugt, nema hjerna í
Sundunum í vetur. Nokkrir
bátar, sem stunduðu þessar
veiðar, köstuðu aldrei fyrir
síld, nema eftir vísbendingum,
sem þeir höfðu aflað sjer með
bergmálSmæli sínum.
Mjer er ekki kunnugt um, að
þetta hafi tekist á Norðurlands
miðunum, minsta kosti virðist
það vera þar miklu erfiðara en
það reyndist hjer á Sundunum.
Hjer er um veiðiaðferð að
ræða, sem menn verða að
leggja mikla stund á að kynna
sjer. — Jeg vil því beina al-
varlegri áskorun til skip-
stjóra sem nota bergmálsmæia
við síldveiðar, að fleygja ekki
línuritunum og • haldæ þeim
saman, svo hægt sje að vinna
úr þeim síðan. Og að þeir gefi
upplýsingar um, hvaða teg'und
ir af bergmálsmælum reynast
best.
Jeg vil _ að endingu biðja
blaðið að flytja Eiríki Kristó-
ferssyni, sk-ipherra á Ægi; og
starfsfólki varðskipsins og öðr
um, sem hafa aðstoðað mig við
rannsóknir mínar undanfarinn
mánuð, þakklæti mitt fyrir
lipurð og góða aðstoð. Á með-
an hjer er ekki til rannsókn-
arskip, sem hægt er að nota
eins og best hentar fyrri athug-
anir okkar, verðum við að sæta
lagi og komast með skipum
eftir því sem ferðir þeirra falla.
En meðan svo er verða rann-
sóknirnar slitróttar og hætt við
að þær komi seint að fuliu
gagni.
V. St.
Barnasýning Leikfjelagsins:
ÁtFMELL
Æfintfraieikur eflir Óskar Kjarfansson
LEIKFJELAG Reykjavík-
ur hefur um þessar mundir
sýningar fyrir börn á ævin-
týraleiknum ,,Á]fafell“, eftir
óskar Kjártansson. Höfund-
urinn, sem ljest fyrir 10 ár-
um síðan, aðeins rúmlega |
hálfþrítugur, hóf sn?mma
skáldferil sinn, eða töluvert
innan við tvítugt. — Samdi
hann aðallega ævintýraleiki
og voru margir þeirra leiknir
hjer, fyrst á vegum Litla
leikfjelagsins og síðar tók
Leikfjelag Reykjavíkur nokk
ur af leikritum hans til sýn-
ingá.
Frumsýning á ,,Álfafelli“
fór fram í Iðnó síðastliðinn
sunnudag fyrir þjettskipuðu
húsi ungra áhorfenda er biðu
þess með mikilli eftii’vænt-
ingu að~ tjaldið væri dregið
frá og þeim birtust þeir
fögru ævintýraheimar, sem
þeir höfðu lesið um og sjeð
í draumum sínum. Mátti þar
sjá bros á mörgu andliti, en
ekki var heldur laust við að
lesa mætti ótta á einstaka
andliti þegar Krummi svart-
álfur birtist fyrst á sviðinu,
en er frá leið virtist mjer
hann verða eftirlæti allra
hinna ungu áhorfenda. Þó er
jeg ekki frá því að þeim hafi
þótt Bárður, — Aula-Bárður,
eins og hann nefndi sig, enn
þá skemmtilegri, enda var
hann bráðfjörugur og besti
karl, þó umskiftingur væri.
. Margir hinna ungu liðs-
manna Leikfjelagsins fóru
þarna með hlutverk. Meðal
þeirra voru hinir góðkunna
leikarar Þorgrímur Einars-
son, er ljek Sval, álfaprins,
Rúrik Haraldsson, er Ijek
Álfa-biskupinn og Róbert Am
finnsson, er fór með hlutverk
ölafs, hins mennska. Unnusta
hans, SigTÚnu ljek frk. Sig-
rlður Hagalín, Krumma
svartálf Einar Ingi Sigurðs-
son, en Aula Bárð Haraldur
Adolfsson, er fór sjerstak-
lega skemmtilega með hlut-
verk sitt.
» Þarna voru Iíka álfaprins-
essan Frostrós og álfameyj-
arnar Tunglsljós og Stjarn-
dís, ^eins fagrar og nöfnia
benda til, og auk þess litlir
og yndislegir ljósálfar «er
stigu dans. — Af öllu þessu
má marka að það er ekki
Framh. á bls. 8