Morgunblaðið - 27.04.1947, Page 8

Morgunblaðið - 27.04.1947, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. apríl 1947 Sigurður Eriendsson hreppstjóri á Stóru Ciijá sextíu ára Á MORGUN þ. 28. apríl, er sextíu ára einn af merkustu bændum í Húnavatnssýslu, Sig- urður Erlendsson hreppstjóri á Stóru-Giljá í Þingi. Hann er fæddur á Beinakeldu 28. april 1887, sonur hjónanna Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Sig- urðardóttur, er lengi bjuggu á Beinakeldu. Er Sigurður elstur þeirra Beinakeldubræðra, sem allir eru merkir menn. Faðir þeirra fjell frá, er Sig- urður var um fermingaraldur og'reyndi strax á hann sem for- Stöðumann fyrir heimili móður sinnar og systkina. Kom brátt í ljós, að þar var enginn meðal maður, enda hefir reynslan sýnt altaf síðan, að hann st^nd- ur flestum framar að dugnaði og fyrirhyggju. Árið 1916 flutti Sigurður að Stóru-Giljá og hefir búið þar síðan að nokkru leyti fjelags- búi með bróður sínum, Jóhann- esi. Á Beinakeldu hafði Sigurður ásamt Eysteini bróður sínum komið í verk miklum og merki- legum umbótum, en hans aðal- lífsstarf hefir verið á Stóru- Giljá. Hefir sú jörð tekið meiri stakkaskiftum í höndum þeirra B ( Auglýsendur 1 athugið! I | að Isafold og Vörður er | vinsælasta og fjölbreytt- | asta blaðið í sveitum lands | ins. Kemur út einu sinni C Æ s í viku — 16 síður. * i e bræðra en flestar aðrar á landi voru síðustu 30 árin, með mikl- um byggingum, vatnsrafstöð og stórfeldri ræktun. Hefir þar verið einhver mesti fyrirmynd- ar búskapur í Húnavatnssýslu. Eiga þeir bræður báðir að því sinn góða hlut. En út á við hef- ir Sigurður jafnan verið meiri forustumaður, enda hafa hlað- ist á hann mörg og mikil opin- ber störf og traust hans farið vaxandi. Fer svo um þá menn eina, sem leggja sig fram með áhuga og dugnaði og sem aldrei bregðast annara trúnaði. — Á það við í besta skilningi um Sigurð Erlendsson. Hann er nú bæði oddviti og hreppstjóri sveitar sinnar. Héfir mjög lengi verið í hreppsnefnd og stjórn Búnaðarfjelags Torfalækjar- hrepps. Um skeið var hann í stjórn Kaupfjelags Húnvetn- inga, deildarstjóri þess mjög lengi og ýmsum öðrum störf- um hefir hann gegnt fyrir sveit sína og sýslu. Sigurður er glaðlyndur mað- ur og bjartsýnn. Honum er gjarnast að draga fram bjartari hliðina á hverju máli og gera sem minst úr skuggum og örð- ugleikum. Hann er með afbrigð um ósjerhlífinn og atorkufullur til hvers konar nytjaverka og hjálpsamur við aðra menn svo af ber. Hann nýtur líka almennra vinsæla í hjeraði sínu, og öll þess framfaramál eiga traust- an liðsmann þar sem hann er. Á þessum merku tímamótum æfirinar sendi jeg Sigurði á I Giljá hlýja kveðju, með kærum i þökkum fyrir vináttu og mann- i dáð og einlægum óskum um gleði og hamingju á komandi árum. Undir það veit jeg að mjög margir aðrir taka. Reykjavík, 27. apríl 1947. Starfsstúlku vantar á Kleppsspítalann. Upplýsingar í síma 2819. Frú Guðrún Breiðfjörð Á MORGUN kl. 4 síðd. verð- ur útför frú Guðrúnar Breið- fjörð frá Fríkirkjunni. Hún Ijest hinn 16. þ. m. éftir þunga legu, en fædd var hún að Hörgs dal á Síðu 13. júlí 1880. For- aldrar hennar voru þau Hörgs dalshjón Bjarni hreppstjóri Bjarnason (á Keldunúpi) og síðari kona hafns, Helga Páls- dóttir prófasts. Er cfþarfi að rekja þær kunnu ættir hjer. Guðrún var ekki gömul, er hún fór úr foreldrahúsum, fyrst að Kirkjubæjarklauslri til sýslumannshjón.anna, Guð- laugs Guðmundssonar og frú- ar hans, en fám árum síðar fluttist hún hingað til Reykja víkur og var um hríð að kkeð- skeranámi, og fyrir rúmum 40 árum gekk hún að eiga Guð- mund Breiðfjörð, er hjer hefir rekið blikksmiðju, sem lengst af hefir verið og er enn við Laufásveg 4. En þar hefir og ■heimili þeirra hjóna verið lengst um. Börn þeirra hjóna eru 2: Dórotea, gift Þorsteini Ö. Step hensen leikara og Agnar blikk smíðameistari, kvæntur Ólafíu Bogadóttur. Þá hafa þau og al ið upp Ágústu Jónasdóttur, gifta Jóni Bergmanri gjaldk. En auk þess hafa margir verið á heimili þeirra lengur eða skem ur. — Guðrún Breiðfjörð var fríð kona og fyrirmannleg, hóg- vær og glöð í lund, og hafði ýmsa þá kosti, er til mestrar prýði má telja: Hún var úr- ræðagóð og hjálpsöm, gestris- in og ráðsvinn. Heimilisstjórn- in fór henni jafnan frábæri- lega vel úr hendi; er víst ó- hætt að segja, að þau hjón hafi verið samhent í besta lagi um alla hluti og fyrirhyggjusöm, enda bar heimilið þess órækan vott. Munu nú margir sakna hinnar mætu húsfreyju, sem þar skipaði sinn sess með á- gætum og í öllu vildi halda uppi heiðri heimilisins, bæði > - gagnvart eiginmanni og börn- um, sem og hinum mörgu, er þar bar að garði. Minningu hennar blessa allir, sem til hennar þektu og votta ástvin- unum einlæga samúð sína. Vinur. Sveikst undan herþjónustu WASHINGTON: Alþ j óða- fjármálamaðurinn Serge Rub enstein hefur í Bandaríkjun- um verið dæmdur í 50,000 dollara sekt og 2 V2 árs fang- elsi, fyrir að svíkjast undan herþjónustu. - Álfafel! Framn. af bls. 't einskisvert að koma í Iðnó og horfa á „Álfafell“. Jón Aðils hefur sett leik- inn á svið og annast leik- stjórn. Hefur honum hvor- tveggja vel tekist. Sigurður Grímsson. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstar j ettarlögmenn Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfræðistörf. 20 ára afmælisfagnað heldur Sundfjelagið Ægir í Tjarnarkaffé 1. maí, og hefst með borðhaldi klukkan 7. Stjórnin. Framh. af bls. 5 Páll Guðfinnur Jónsson, Suður götu 10 Sighvatur Birgir Emilsson, Kirkjuveg 7 Sigmar Sigfússon, Norðurbr. Sigurður V. Hjartarson, Hverfis götu 18B Sigurjón Ingvarsson, Garðaveg 5 Tómas B. A. Högnason, Hlíðar braut 7 Þórður Jón Þorvarðarson, Jó- fríðarst. v. 2 Þorleifur Jónsson, Selvogsg. 4 Þorvaldur Sigurður Þorvalds- son, Brekkug. 10 Stúlkur: Aðalbjörg Björnsdóttir, Sel- vogsgötu 19 Aðalheiður Guðrún Alexand- ersdóttir, Dvergasteini Ásta Jósefsdóttir, Pálshúsum Ásthildur Ólafsdóttir, Tjarnar- braut '11 Auður Sigurðardóttir, Hamars braut 11 Elín Sigríður Jónsdóttir, Urð- arstíg 8 Guðbjörg Breiðfjörð Sigurðar- dóttir, Hverfisg. 62 Guðbjörg Ástvaldsdóttir, Sel- vogsgötu 16 Guðleif Jóhannesdóttir, Hellis- gö.tu 5B Guðmunda Kristín Bjarnadótt- ir, Strandgötu 50 Guðiúður Jónsdóttir, Hverfisg. 35C Halldóra Elsa Erlendsdóttir, Reykjavíkurveg 26 Hólmfríður Margrjet Jóhanns- dóttir, Öldug. 27 Hrafnhildur Inga Guðjónsdótt- ir, Gunnarssundi 6 Katrín Káradóttir, Hverfisg. 5 Kristín Irigvarsdóttir, Garðav. 5 Ragnheiður Benediktsdóttir, Vesturbraut 7 Sigríður Guðbjörnsdóttir, Lang eyri Sigrún Kristín Jónsdóttir, Hverf isg. 10 Sigurbjört Vigdís Björnsdóttir, Breiðabólsstað Sólveig Ásgeirsdóttir, Brekku- götu 24 Steinunn Jónsdóttir, Öldug. 12 Þóra Sigurjónsdóttir, Suðurg. 54 'h’ Skeytasímar Ritsímans vegna fermingarskeyta eru 1020, 7003 og 7004. — Skeyti, sem koma tímanlega berast fljótt til ferm ingarbarnanna. -> / X-9 £ £ . £ £ £ Eflir Roberf Sform u I ',0UR SHARE OF. WMAT DOUGH? F VOU OUARANTEED TO BEAT THE RAP FOR ME iF i'D 5PLIT THE HOT HAUL WITH T0U...$AlD YOU HAD THE JUDöE'ó BENCH Pleed: Hvaða peninga ertu að tala um? — Kalli: Vertu ekki að reyna að kjafta þig út úr þessu, Pleed: Þú lofaðir því, að fá mig sýknaðan, ef jeg vildi láta þig fá helminginn af þýfinu. Þú sagðir, að þú þektir dómarana . . . . En eftir að jeg var kominn í stein- inn, tókstu þá ákvörðun að hirða allt saman. Og nú vil jeg fá minn hluta! )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.