Morgunblaðið - 30.04.1947, Síða 14

Morgunblaðið - 30.04.1947, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. apríl 1947 Á HEIMILI ANNARAR £{ti,; iayioyi Q. c.1 erLart 46. dagur Upphaflega hafði hún boðið það;, sem hún hjelt að Myra inundi gera sig ánægða með. Hún hafði þegar boðist til þess að íefa eftir skilnað. Og henni fanst það lítt skiljanlegt að Myra skyldi ekki . láta sjer næfci þá fórn og ekki viljað þigjia hana. En þegar lögreglan var svo farin og alt virtist í besta lagi, þá hafði Alice sjeð sig um hönd og neitað að gefa eftir skiln- að. Það var vegna þess að þá þóttist hún óhult. Hún var sanr^ærð orðin um það þá, að Myra vissi ekkert. En svo kom þetta að Myra h'afði talað við Mildred, þegar hún kom ör- vílnuð frá henni, sannfærð um að hún hefði myrt Jack. Þá hafði Alice orðið verulega hrædd aftur. Þú sagðir mjer ekki frá þessu, hafði hún sagt. Og Myra hafði þá svarað í hjartans einfeldni: Jeg hefi engum sagt frá því. *En svo hafíji Alice sagt: Þú ógnaðir mjer. Þetta talaði sínu máli og Sam hlaut að skilja það. Hann hlaut að gpta sjeð sannleikann gegn um þetta samtal. Jeg þarf ekki annað en segja honum frá öllu saman og þá hlýtur hann að skilja það, hugsaði Myra. Sam hafði sveipað um sig frakkanum. Hann settist nú á stólbrúðu og kveikti í vindl- ingi. Hann var þungbúinn á svip. En Alice hafði tekið eftir því að Myra var orðin öruggari. Það var eins og hún hefði lesið hugsanir hennar. Hún andvarp aði því og mælti: „Sam. Myra segir að jeg hafi myrt Jack. Hún segist hafa heyrt alt, sem okkur Mildred! fór á milli og ætla sjer að segja frá því. Hún segir, að jeg hafi j fengið Mildred til að skrifa brjefið og síðan hafi jeg neytt éitrinu ofan í hana“. Hún ypti öxlum út af þessari fjarstæðu. „Það veit nú enginn betur en jeg a? enginn hefði getað feng- ið Mildred til að gera það. En jeg hefi nú fengið að súpa seyð ið af þeirri ákæru, sem Webb bar fram á hendur mjer, svo : að------“. . ( „Svo að Myra hefir haldið, að hún gæti leikið sama leik- inn“„ sagði Sam. „En jeg skal seg.ia, yður það, Myra, að þjer gerið aðeins sjálfri yður ó- leik------“. „Þetta er alt satt“, hrópaði Myra, „Alice viðurkendi það áðan. Hún sagði mjer upp alla sögu------“. „Þjer hafið tapað yður. Reyn ið þjer nú að átta yður---“. „Þjer verðið að trúa mjer. Hún er hættuleg. Hún hefir myrt tvær manneskjur------— „Mirra“, sagði hann byrstur, stóð á fætur og gekk nær henni. „Þjer skuluð vara yður á að tala þannig“. „Alice var í tygjum við Jack. En hann ætlaði að yfirgefa' hana. Mildred kom með eitrið handa Alice, en í þess stað tróð Alice. eitrinu upp í Mildred —“. Sam þrumaði: „Hvaða vit- leysa er þetta. Alice gat ekki neyít citrinu ofan í Mildred“. „Mildred vissi það að Alic hafði drepið Jack. O, þjer verð, ið að hlusta á mig Sam. Hún sagði Alice að það væri best fyrir hana að taka inn eitur, annars yrði hún dæmd til dauða. Alice trúði henni. Hún vissi þá ekki að það var ekki hægt að ákæra hana aftur fyrir morðið. Hún lofaði því að rita undir yfirlýsingu, ef Mildred vildi skrifa hana. Hún-------“. Sam þreif um báðar hendur, hennar, en hún sleit sig af hon- um. Og hún fann það um leið, ■ að böndin bárust að henni j sjálfn um það að hún væri æð- j isgegnin, trylt, brjáluð, og að sjer mundi ekki verða trúað, heldur Alice, sem sat þar.svo^ róleg og sakleysisleg. Sam sagði byrstur: „Nei, nú! er nóg komið Myra“. „Hún viðurkendi það áðan.1 Hún sagði mjer alt sjálf-----“. „Myra, góða reyndu nú að stilla þig“, mælti Alice í með- j auinkunartón. Finst þjer það ( sjálfri líklegt að jeg mundi hafa sagt þjer frá því, ef jeg mundi hafa sagt þjer frá því, ef-- jeg hefði drýgt svo hræði- legan glæp? Heldurðu að jeg hefði sagt nokkrum frá þvi? Myra mín, reyndu nú að taka sönsum. Öllum getur orðið það á að iapa sjer. En þótt þú sjert nú orðin úrkula vonar um það að krækja í Richard, þá reyndu að bera það með stillingu. Við Sam skulum ekki segja honum neitb frá þessu. Það er best fyrir þig að hann minnist þín eins og þú varst, en ékki —“. „Jeg hefi ekki tapað enn“, sagði Myra og var nú alt í einu róleg. Því að þá mundi hún eft ir byssunni. Hún lá þar á borð- inu og það glóði á hana. En Sam hafði ekki tekið. eftir henni, hún lá á bak við liljurn- ar frá henni Mildred. Myra smeygði sjer fram hjá Sam og að borðinu og benti: „Þarna er byssan. Alice faldi hana í holu í handriðssúlunni þegar hún; hafði myrt Jack“. Sam gekk þangað. Hann starði á byssuna og varð náföl- ur. „Þarna er þá byssan. Að minsta kosti líkist það henni“, hrópaði hann og það kom á- hyggiusvjpur á hann. Mvra flýtti sjer að segja: „Hún faldi hana í handriðssúl- unni. Húnninn er laus. Hún hef ir einhvern veginn getað falið hana á sjer þegar Webb bar að. Þú varst þá í síðum hvítum kjól“, sagði hún og sneri sjer að Alice. „Þú vissir að leyni- hálf var undir húninum. Þú hjelst byssunni svo að Webb gæti ekki sjeð hana. Og þegar hann bað þig að síma þá hljópstu fram í anddyrið, en hann fór að draga frá glugga- tjöldin. Þess vegna sá hann ekki til þín. Þú lyftir upp hún- inum og smeygðir byssunni nið ur í leynihólfið, og raukst svo í símann. Og enginn vissi um þetta fyr en------“. Alicé sagði: „Myra, hvar grófstu upp þessa byssu? Skildi Mildred hana eftir? Tókstu hana svo og faldir hana til þess að geta skelt skuldinni á mig? Jú, bú hafðir rænu á því ein- mitt á sömu stundu og kona var að deyja fyrir fótum þín- um“. Sam gekk að .borðinu og tók byssvna. „Hún er hlaðin“, flýtti Myra sjer að segja. „Alice hlóð hana“. Svo varð henni litið framan í Alice og sá þá á kæru leysissvip hennar að þetta var ekki satt. Hvað hafði hún gert af kúlunum? Fleygt þeim út um wiuggann á meðan Myra sótti Sam? Sam mælti: „Hvar fanst þessi byssa. Myra?“ „Hún var í handriðssúlunni. Jeg fann hana og — -—“ Alice mælti: „Fyrst ásakaðir þú mig og nú segir þú að þú hafir fundið byssuna. Ó, Myra, þú hefir tapað. En reyncju að bera það vel. Taktu því eins og maður. Bættu ekki gráu ofan á svart með því að espa alla upp á móti þjer. Spiltu ekki því góða áliti, sem bæði Ric- hard og jeg vildum gjarna hafa á þier. Góði Sam, reyndu að fá hana til að hátta. Gefðu henni svefnmeðal og láttu ekki Richard sjá hana meðan hún er í þessum ham“. Myra sneri sjer að Sam og var nú reið: „Þjer verðið að hlusta á mig. Þó þjer haldið að jeg sje viti mínu fjær, þá verð- ið þier að hlusta á meðan jeg segi yður upp alla sögu‘. „Þjer eruð ekki með öllum mjalla“, sagði Sam. „Jeg skal varðveita byssuna og jeg skal------ „Fingraför hennar eru á henni“, sagði Myra. „Fingra- för hennar hljóta að sjást á henru“. Flann slepti ekki byssunni að heldur. „Þjer megið ekki halda fram þessari vitleysu“. sagði hann. „Hefirðu gert þjer grein fyrir því hve hræðileg er sú ákæra, sem þú berð fram?“ „Jeg hefi aðeins sagt sann- leikann“. Hann sneri sjer að Alice. „Mjer þykir fyrir því að þetta skuli nú hafa bæst ofan á alt annað, Alice“. sagði hann. „En taktu þetta ekki nærri þjer. Enginn mun leggja trún- að á það, sem Myra segir. Við höfum nú fengið fullgildar sannanir fyrir því, hver myrti Mapders. Og hún mun átta sig á þessu þegar frá líður og hún. hefir fengið tíma til að jafna sig“. í sama bili lauk Richard upp útidvrunum og gekk hratt og ljettilega inn anddyrið. Það lá vel á honum því að hann raul- aði fyrir munni sjer. Það var eins og nýtt andrúmsloft kæmi með þessu hljóði. Myru ljetti mjöp mikið og hún flýtti sjér á móti honum. En Sam greip um úlfnlið hennar og hjelt henni eins og í skrúfstykki. Hann hvæsti: „Yður er ekki sjálfrátt ef þ.ier ætlið að segja Dick frá þessu. Reynið að hugsa. Yðar vegna megið þjer ekki láta Richard sjá yður í þessu skapi“. Richard kom í dyrnar. „Er sakadómarinn kominn?“ spurði hanri. ,.Nei“, sagði Sam og herti enn takið um úlfnliðinn á Mvru. Richard var svo niður sokkinn í sínar eigin hugsanir, að hann tók ekkert eftir því hvernig ástatt var þarna inni. Æfintýrið um IVlóða Manga Eftir BEAU BLACKHAM. 20. hann benti á vagninn, þar sem sjá mátti á kollinn á tveimur gulum trjehestum. — Þú segir nokkuð, sagði lestarstjórinn. En hvað getum við gert? — Jeg veit það ekki, sagði vörðurinn, og svo stóðu þeir iestarstjórinn og hugsuðu og hugsuðu og störðu á trje- .hestana. Mangi velti þessu líka fyrir sjer, og honum datt brátt ráð í hug. Allan liðlangan daginn hafði hann verið að hugsa um, hvernig hánn gæti komist á skemmtistaðinn, og nú sá hann ráðið. — Hversvegna ekki að fara með hestana á staðinn, sagði hann og bar ótt á. — Fl^tja hestana á þessum tíma dags út á skemmtun- ina! sögðu þeir lestarstjórinn og vörðurinn samtímis. — Já, sagði Mangi. Það er aldrei að vita, nema ekki sje hægt að nota hringekjuna, þegar tvo hesta vantar. Og, bætti hann svo við, hugsið þið ^kkur bara, hvað börn- in verða fyrir miklum vonbrigðum, ef tvo hesta vantar. — Máske þú hafir rjett fyrir þjer, Mangi, sagði lestar- stjórinn, og vörðurinn, sem var vingjarnlegasti maður, samsinnti þessu. Svo lestarstjórinn fór upp í eimreiðina og vörðurinn upp í vagninn sinn og skömmu seinna voru þeir lagðir af stað til skemmtistaðarins. Þegar þangað kom, fór lestarvörðurinn að leita að eig- andanum, sem hjet Finnigan. En á meðan á því stóð, fylgdist Móði Mangi af miklum áhuga með því, sem var að gerast allt í kringum hann. Þarna var mikill mann- f jöldi saman kominn. Allir voru eitthvað að skemmta sjer, sumir í rólunum, aðrir í bílunum og Paradísarhjólinu. Mangi hugsaði með sjálfum sjer, að það hlyti að vera alveg dásarnlegt, að eiga heima á svona stað. Það hlaut að vera miklu skemmtilegra, hugsaði hann, en að vera járnbraut- arlest, sem dag eftir dag dró sömu vagnana eftir sömu teinunum, Á svona skemmtistöðum voru allir altaf í svo góðu skapi. Síðasíi fíllinn. Aðeins einn af fílum ’ þeim, sem voru í dýragörðum Ber- línarborgar í stríðsbyrjun, lifði loftárásirnar á borgina af, en einnig hann er nú dauður. Við krufningu kom í ljós, að fíllinn hafði dáið úr sulti. ★ Illar frjettir. Pjetur litli er duglegastur allra nemendanna í skólanum. Það vakti því mikla undrun kennarans, þegar Pjetur einn dag kunni alls ekki neitt. Hann virtist alveg mállaus. — Hvað hefir eiginlega kom ið fyrir þig? spurði kennarinn undrandi. — Þjer verðið að afsaka, herra kennari, en mjer var til- kynt það í morgun að jeg væri orðinn bróðir. * 1 Liðhlaupari. 26 ára gamall sænskur sjó- maður, Torsten Larsson, sem í fjögur ár barðist með banda- mönnum, bæði í Normandí og við Japan, hefir verið dæmdur í hálfs annars mánaðar fahg- elsi fyrir liðhlaup úr sænska hernum. Hann fór ungur til Filippseyja, þar sem hann gifti sig. Eftir stríðið kom hann í heimsókn til Svíþjóðar, þar sem hann var kallaður í flot- ann^ en þá strauk hann til Suð- ur-Ameríku. Stór maður. Alt bendir til þess að Bret- land eignist innan skamms stærsta mann héimsins. Hann heitir Eward'Ewans og er 2,78 m. að hæð, og eftir því, sem læknar segja, hækkar hann uin fjóra þumlunga á ári, þar til hann hefir náð átta feta hæð. Svo að vitað sje eru aðeins tveír menn stærri en Ewans, einn Þjóðverji og einn Austur- ríkismaður. ★ Listisnekkja Hitlers. Gufusnekkjan „Grille“, sem á sínum tíma var í eigu Hitlers, er nú á leiðinni frá Hartle- pool til Gibraltar, þar sem nú- verandi eigandi , hennar, sýr- lenski vefnaðarvörukaupmað- urinn Georg Adra, bíður henn- ar. Áhöfn skipsins eru 87 menn. ★ Breska flotastjórnin hefir látið smíða í Bombay risastóra flotkvíð, þar sem hægt er að taka til viðgerðar alt að' 50.000 smálesta skip. Flotkví þessari, sem kostaði yfir 30 miljónir kr., hefir veríð ákveð- inn staður hjá Malta til afnota fyrir Miðjarðarhafsflotann. Hún verður flutt um Suez- skurðinn, og mun ferðin um hann taka fjóra daga. Verður skurðurinn lokaður allri ann- ari umferð á meðan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.