Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. maí 1947 Fimm mínúfna krossgátan SKÝRINGAR: Lárjett: — 1 laus — 6 á potti — 8 einmitt — 10 hlaupið — 12 hljóðfæri — »14 nútíð ■— 15 töluorð erl. — 16 læt af hendi ■— 18 menja. Lóðrjett: — 2 feiti — 3 tveir hljóðstafir — 4 matur — 5 mannsnafn — 7 áhald'í sveit ■— 9 girðingarefni — 11 hvíldi — 13 biblíunafn — 16 tveir samhljóðar — 17 tónn. Lausn á seinustu krossgátu: Lárjett: — 1 öskra — 6 æfa ■— 8 ann — 10 tug — 12 ung- barn — 14 P.N. — 15 ra — 16 alk— 18 mallaði. Lóðrjett: — 2 sæng — 3 kf — 4rata — 5 raupum — 7 ógn- aði — 9 nnn — 11 urr — 13 ball — 16 al — 17 la. Áritun vegabrjefa UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ vill brýna það fyrir þeim ferða- mönnum, sem hafa hugsað sjer að ferðast til landa, sem krefj- ast vegabrjefsáritunar, að koma umsóknum sínum á framfæri í tæka tíð. Hefir það oft og tíð- um valdið ráðuneytinu og sendi ráðum íslands erlendis miklum erfiðleikum, er menn hafa kom ið á síðustu stundu til að koma slíku í lag. Það tekur venjulega a. m. k. einn mánuð að útvega slíka áritun, því að umsóknin er venjulega send til heima- landsins tU athugunar. Hvað einstök lönd snertir, svo sem t. d. Sviss, er nauðsynlegt að reikna með tveggja mánaða fresti. Islenlingar þurfa ekki vegabrjefsáritun til Danmerk- ur, Noregs nje Svíþjóðar. Ver- ið er að vinna að því að afnema áritanir til annara landa einnig. Einfaldast er að sækja um árit- un hjá fulltrúa viðkomandi lands hjer á landi. // Óma sönglist unaðsrík' \\ „Set þig þar, sem söngur er í ranni, söngur aldrei geðjast vond- um manni“. SVO hafa íslendingar yfir- leitt reynst syngjandi og söng- elskir, að ætla má að í þeirra hópi finnist lítið af „vondum mönnum“, ef dæma má eftir þýsku ljóðlínunum, sem letrað- ar eru hjer fyrir ofan í þýð- ingu Bjarna Jónssonar frá Vogi. Auðvitað er söngur manna svo misjafn að formi og gerð og svo misdjúpar rætur á hann í sál þeirra, er syngja, að söng- ur á oft ekki saman nema nafn ið eitt. Afar margir Islendingar hafa hlotið í vöggugjöf svo góðar sönggáfur, að nægt hefði til frægðar, ef að eigendur hefðu vaxið með stórþjóðum, og feng- ið „gimstein sinn fágaðan“. Og margfallt stærri er sá hópur, sem hefir sungið sjer og öðrum „til hugarhægðar“, og enga frægð eða sjerstakan orðstír hlotið, en sem þó hefðu getað orðið mikið meira en miðlungs menn, ef þeir hefðu aðeins fengið þjálfun nokkra og dá- litla tilsögn, svo að getan hefði betur notið sín, svo að meira hefði orðið úr gáfunni. En þetta hefir alla tíð vantað hjer á landi, þar til nú fyrir skemmstu; og enn eru þeir lærðu, sem geta kennt söng og söngstjórn, svo allt of fáir og bundnir við svo takmarkaða bletti, að þar af leiðandi eru þeir aftur allt of fáir, sem notið fá handleiðslu og tilsagnar og þjálfunar á þessu sviði. Eitthvað mundi bera áfram hjá okkur^ í söhgmálum, ef .þeim fjölgaði verulega, sem gætu veitt rjetta tilsögn í söng, þótt ekki væri nema á byrj- unar- og undirstöðu atriðin, gætu stutt áhugamanna fjöldan á fyrstu skrefunum. Og þar sem þeir munu vera tiltölulega margir hjer á landi, sem löng- un hafa til, og nokkra náttúru- gáfu, að gerast slíkir fyrstu leið beinendur, ef þeir aðeins gætu fengið að læra það nauðsyn- legasta til þessa með tiltölulega litlum tilkostnaði og á skömm- um tíma, þá er sannarlega kom ið mál til þess, að hafist sje handa um að gera þeim mögu- legt að fá tilsögn í þessum grein um og á slíkan hátt. „Landssamband blandaðra kóra (L. B. K.)“ ætlar nú að gera tilraun með ,að taka þessa starfsemi upp, í von um að það margir gefi sig fram tii náms- ins, þegar í upphafi, að hægt verði að framkvæma þetta. — L. B. K. gerir ráð fyrir að halda námskeið, er standi 2 til 3 vik- ur og hefjist í byrjun júnímán- aðar, námskeið þar sem tilvon- andi söngstjórum verði kend undirstöðuatriðin í söngstjórn og annað tilheyrandi. Kennarar á námskeiðinu verða þeir Róbert Abraham, söngstjóri, og Birgir Halldórs- son, söngvari. Þar sem að stjórn L. B. K. þarf að vita um þátttöku í nám skeiðinu með nokkrum fyrir- vara, hefir hún auglýst, að um- sóknarfrestur verði útrunninn 10. maí n. k. og að umsóknir eigi að senda formanni L. B. K., Jóni Alexanderssyni, Víði- mel 39 í Reykjavík. Olíklegt þykir mjer annað, en þeir verði margir nokkuð, er nota sjer þetta fyrsta tækifæri, sem gefist hefir, til að læra fyrsta stafrófið í söngstjórn, og að þess vegna verði aftur þeir söngvararnir — hinir almennu — mun fleiri næsta vetur, sem kost eiga á því að læra dálítið að syngja eftir rjettum reglum. En við, sem hlusta eigum og njóta ávaxtanna, gleðjumst og lifum í voninni um að „tón? regnið tára mjúkt / titri nið’r á hjartað sjúkt / eins og dala- / daggir svala / þyrstri rós í þurk“. .Söngva-vinur. “ [^JJiá Ipic tií a& grauía (anclií). oCeggik iherf i oLanacjrœoóiuifoo. v mmmm*,. m SLrifítofa JsLppardiif 29. Skatiaívilnun Eimskips MEÐAL þeirra mála, sem voru á dagskrá Nd. í gaðr, var frv. um framlenging á skatt- frelsi Eimskipafjelags íslands. Frumvarpið er flutt af meirihl. fjárhagsnefndar, og var þetta önnur umræða. Skúli Guðmundsson ba-r fram brtt. þéss efnis, að skattfrelsið skyldi einnig gilda um útgerð flutningaskipa S. í. S., enda verði útgerðin aðgreind frá öðrum reikning fjelagann. HállgrínTúr Benediktsson benti á, að þessi tillaga ætti ekki samleið með frumvarpinu á þessu stigi. Eimskipafjelagið hefði í sambandi við skattaíviln unina gengist inn á ýmsar kostn aðarmiklar kvaðir. Einnig væri fjelaginu gert að skyldu að greiða ekki hærri arð en 4% til hluthafann. Eimskip hefði aukið mjög strandferðirnar nú eftir stríð, en þær eru eins og kunnugt er mjög kostnaðarsamar. — Mætti minna á hallann á Skipaútgerð ríkisins, og eru flutningsgjöldin þó mun lægri hjá Eimskipa- fjelaginu. Eimskipafjelagið ætti í mjög harðri samkepni við erlend skipafjelög, sem stæðu margfalt betur að vígi, vegna hins háa útgerðarkostnaðar sem hjer væri. Loks hefði fjelagið lagt fram 30 milj. kr. til byggingar nýrra skipa. / Einnig mætti búast við því, að ef samvinnufjelaögin fengju skattfrelsi myndu aðrir skipa- eigendur koma á eftir og krefj- ast sömu hlunninda. Samgöngumálaráðherra, Emil Jónsson, tók í sama streng og óskaði að tillaga Skúla yrði tekin til nánari athugunar. Skúli fjelst á að taka tillögu sína aftur til 3. umr/ Frumvarpið var síðan samþ. með 15 samhlj. atkv. og vísað til 3. umræðu. - Paleslína Framh. af bls. 9 ar og klungur, og henni er skipt í tvo heima. Gyðingar og Arab- ar hafa yfirleitt ekki á neinum sviðum samneyti hvorir við aðra. Þó hafa Arabar stundum átt nokkur skipti við ávaxta- sala úr hópi Gyðinga. Verklýðs samtök Gyðinga hafa reynt að » koma á fót innan sinna vje- banda arabiskum fagfjelögum. Arabar eru og velkomnir í spítala Gyðinga, skóla o. s. frv. En þrátt fyrir þetta er regin- djúp staðfest milli' þessara tveggja þjóðflokka. Oft virðist afstaða Araba gagnvart Gyðingum varla geta talist rökrjett. Arabiskir land- eigendur selur Gyðingum á leigu jarðir fyrir okurverð, en eru svo með hundshaus út af því, að Gyðingarnir nýta jörð- ina svo vel, að þeim græðist drjúgum fje á búskapnum. Ar- abiskir bændur, sem áður þræl- uðu sjer út í þágu jarðeigenda fyrir smánarkaup, eru nú at- vinnulaUsir, því að bændur í hópi Gyðinga halda sjer fast við þá stefnuskráratriði Zion- ismans að reyna að skapa auk- in vinnuskilyrði fyrir Gyðinga og taka því einungis Gyðinga í vinnu. Þess vegna leggja bæði arabiskir landeigendur og bændur fæð á Gyðinga. ijiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiip 1 Fullur kassi! I að kvöldi I | hjá þeim, sem auglýsa í | i Morgunblaðinu. a iimiiimmmmiimiiiiiiiimmmiimimmiiimmmmu ÍKÍ><$><fKjx$x*xíX}>^x§x3xíxSxSxgxíx$K^<$KSx§xSx$x$>^w Húseignin Lindargata 44 ásamt meðfylgjanrli eignarlóð er til sölu nú þegar, ef viðunandi tilboð fæst. Upplýsingar á sama stað eftir kl. 5 í dag og næstu daga. NO, BUT HE'G <50IN6 TO, BBFORB I'M THB0U6H WiTH H ' him l - .Jil HE7, LIVER'LIP5- WHATÖ THI5 ABOUT? THAT 6UV DIDN'T KILL NOBODYÍ WANT TO TELL THE D.A. ABOUT r I MIGHT BE A FORMER I SPECIAL A6ENT, A6 VOU I £AV, BUT ÍM $URE I DIDN'T KILL ANNONE ! mm X-9 * * a a* & Eftir Roberl Sform i------------------------—.—. ----------------------i--- Z' DON'T TELL THE POLICE FORAWHILE—I’VE GOT TO HAVE TI/V1E TO QET /VN£ELF GTRAIGHTENED OUT i AlAVBE Corrigan: Það getur verið, að jeg hafi einu sinni verið leynilögreglumaður, eins og þú segir, en jeg er viss um að jeg er ekki morðingi. Kalli: Langar þig að reyna að fá ákærandann til að trúa þjer? Corrigan: Ekki segja lögreglunni neitt fyrst um sinn. Jeg verð að fá svolítinn umhugsunarfrest. Máske jeg fái aftur minnið. Jói (hvíslar): Heyrðu, Kalli, hvað ertu eiginlega að reyna að gera? Hann hefur engan drepið. Kalli: Nei, en jeg skal sjá til þess, að hann geri það bráðlega!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.