Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. maí 1947, i Á FARTINNI czCeynilöcjrecf íuóa^a eftír f^eter (SLeuneu 8. dagur Hún verður ein af þessum stúlkum, sem maður kynnist ekki svo vel að maður muni eftir þeim. Gamli viskujöfur- inn Konfúsíus sagði: ,,Þegar maðurinn kynnist verður hann líkur ljóðabók, sem er þaulles- in, en ekki hrífandi“. Þetta sýn ir að hann vissi hvað hann söng og ,ieg felst á þetta því að jeg vil helst hafa bækurnar nýjar og ólesnar og þótt spjöldin sjeu falleg þá sje þó hitt betra, sem er á milli þeirra. Eða hvsfð finst þjer? Meðan jeg er í þessum djúpu og alvarlegu hugsufium, eru dyrnar opnaðar. Hefði jeg nú verið einn af þeim, sem lætur sjer bregða, þá hefði jeg gap- að eins og þorskur á þurru landi. Því að það var sannar- lega sjón að sjá stúlkuna, sem lcom til dyra. Það getur vel verið að þú hafi" lofast stúlku einhvern tím^ og svo sjeð aðra. sem þjer líkaði betur og svö framvegis. En jeg segi þjer það satt, að þótt _þú tínir upp allar þær stúl’áur, sem þú hefir verið vit- laus eftir um dagana, þá kemst engin þeirra og ekki einu sinni allar í hálfkvisti við þessa. Hún er í meðallagi há og með brúnt hár, sem gullinni slikju úthafið. Vaxtarlag hennar er eins og rjómi í gróandanum og augun eru djúp og blá eins og úthafið. Vaxarlag hennar er svo að hver einasta dansmær mundi öfunda hans og hún er hraustleg og fjaðurmögnuð í hverri hreyfingu. Jeg skal segja ykkur það í einlægni, piltar, að ef jeg væri Persíukeisari og gæti dregið þessa í kvennabúr mitt, þá mundi jeg sparka út öllum hinum konunum. fimm hundruð og fjörutíu að tölu, og ekki, híka við það. Þarna stóð hún nú og horfði á rrj,r. Og hún gerði ekki svo mikið sem depla augunum. Það var svo sem henni fyndist ekk- ert undarlegt við það, að hún opnaði þetta afskekta hús fyr- ir Kv'ókunnugum manni klukk an að ganga fjögur um nótt. Hún studdi annari höndinni á mjöðminni og hallaðist upp að dyra^afnum. Hún sagði: „Hvað get jeg gert fyrir yður?“ Hún sagði þetta nokkuð hvatskeytlega, ekki í byrstum tón, æn nægilega mynduglega til bess að láta bera virðingu fyrir sjer. Já, jeg segi ykkur það satt. hún er gull af kven- manni. „Frú mín“, sagði jeg, „mig langar til þess að tala við yður. Það eru tvö eða þrjú atriði, sem mig langar til að fræðast um af yður. og hvort sem sje þjer trúið því eða ekki, þá er best fyrir yður að láta að vilja mínum. Annars munuð þjer ið.rast stórkostlega“. Hún hreyfði sig ekki en sagði: „Þjer eruð hortugur ferða- maður. En jeg skal láta yður vita það, að hjer er enga vinnu að fá, og ekki kærum við okkur heldur um það að kaupa jóla- kort fyrir næstu jól. Hvað ætti jeg svo sem að tala um við yður? Og hvernig agtti jeg að iðrast þess ef jeg gerði það ekki?“ „Það skal jeg skýra fyrir yð- ur undir eins“, sagði jeg. „Sko, jeg er Lemmy Caution, og jeg er meo leynilögreglumanns skírteini upp á vasann. Og svo get jeg gefið yður sjerstakar upplýsingar, sem jeg mundi ekki einu sinni trúa henni móð ur''minni fyrir. Þjer vitið það •líkk,~.a ekki að jeg er líkið, sem Max Schribner heldur að sje á reki niður ána. í öðru lagi eruð.þjer sú stúlka, sem Rudy vinr_’ hans Schribner talaði við í síma rjett áðan. Satt að segja var það nú ekki Rudy, heldur jeg sjálfur. Og í þriðja lagi. þegar jeg heyrði yðar yndis- legu rödd í símanum áðan. þá sagði jeg við sjálfan mig, að þarna væri stúlka, sem jeg þyrft.i að kynnast, og þess. vegna ljet jeg yður senda Max á burtu. Og í fjórða og síðasta lagi þá eruð þjer svo falleg stúlka að þjer ættuð ekki að vera ein á vissum tímum’. En þótt jeg viti að margur piltur- inn hafi yfirgefið hinn þrönga veg vegna hættulegrar fegurð- ar, þá mundi jeg áræða að koma inn með yður. Og svo þakka jeg fyrir áheyrnina". H'úci brosti ofurlítið. Hún er svei mjer þá svo köld að það mætti kæla Martini á henni. „Svo þjer eruð Cautian?11 sagði hún. ,,Hinn mikli Lemmy Caujtion. Augasteinn dómsmála ráðuneytisins. Þjer eruð dásam legur maður er ekki svo?“ „Hugsið ekki um það heill- in“, sagði jeg. „Jeg var ekki að hugsa um það“, sagði hún .„En komið inn ef þj.er ætlið yður það og segið það sem yður liggur á hjarta sem allra fyrst, því mig langar til að fá mjer blund í nótt“. „Hunangsdís", sagði jeg og smeygði mjer inn um dyrnar. Jeg brosti blítt við henni. „Jeg skal _segja »yður það. að þegar jeg rekst á stúlku, sem er í eins fallegum brúnum flauels- kjól og þjer eruð, með klingu á brjósti og festi um hálsinn, að ,jeg tali nú ekki um háhæla skó og vatnsbylgjur í hári, þá er jeg viss um það að hún er ekki að hugsa um að fá sjer blund. Og hana nú. Áttuð þjer máske von á einhverjum?“ Hún fylgdi mjer inn í her- bergið þar sem við Schribner og Milton vorum daginn áður. Svo sagði hún: „Jeg sagði ekki að jeg ætlaði að so/a í fötunum — eða gaf jeg bað í skyn?“ Hún benti mjer á stóran hægindastól. „Fáið yður sæti, það er að segja ef þið leynilögreglumenn irnir megið nokkurn tíma setj ast. Og afsakið það ef jeg fer hjá mjer“. Hún leit gletnislega til mín. „Jeg er ekki veraldar- ’vön pg jeg hefi aldrei komist í það að verða fyrir nátthrafni eins og yður“. „Nú eruð þjer að gera að gamni yðar“, sagði jeg. „Hvar í ósköpunum hafið þjer verið alla yðar ævi?“ „Jeg hefi aldrei kynst karl- mönnum“, sagði hún og sendi mjer svo brennandi augnaráð að hægt hefði verið að kveikja í vindling við það. „Alla mína þekkingu hefi jeg fengið við lestur góðra bóka“. „Nú segið þjer ekki satt“, sagði jeg, „nema þjer eigið við þá þekkingu, sem hægt er að fá af ávísanabókum ungra pilta“, Hún settist og krosslagði fæt urna. Það var unun að sjá. Jeg ætla ekki að fara að lýsa fót- legfíium hennar, en það eru al- mennilegir fótleggir. Það segi jeg hiklaust og jeg veit hvað jeg- syng. „Þjer þykist sniðugur“. sagði hún. „Þjer þykist hafa snuðrað eitthvað upp. Jæja. hvað er það?^Hvað er það, sem nagar yður innvortis?“ „Jeg skal nú þegar komast að því“. sagði jeg. ,Og þjer eruð ekki fjarri því að eiga kollgát- una. Jeg hefi snuðrað ýmislegt upp um yður og Maxie sem get ur orðið óþægilegt ef jeg kæri mig um“. „Ekki er það nú víst“, sagði hún. ,Jeg hefi heyrt yðar getið, Mr. Caution. Þjer eruð sagður duglegur og slyngur. En jeg hefi nú ekki orðið vör við það. Þegar þjer hugsið yður um þá minnir það mig á seinagang". „Jpg kveikti í vindling. „Það er b;st fyrir yður að hlusta á mig og hlusta vel“, sagði jeg. I „Þje^ætlið máske að tefja tím- ann þangað til Maxie kemur I aftur. En það dugir yður ekki, ' því að hvenær sem jeg sje í þanrp durt aftur og er ekki í |*góðu skapi, þá mun jeg dusta hann þangað fil hann verður , eins og blekklessa á gólfinu. I Það er því best að við tölum . saman“. ! „Hver bannar yður að tala?“ sagði hún. Reynið þjer að kom- ast að efninu, fen ef þjer verðið leiðirdegur, þá fer jeg upp að hátta“. | „Alt í lagi“, sagði jeg. „Þetta ^líkar mjer. Jeg hefi altaf unað mjer vel hjá fallegum konum, og ef þjer haldið að mjer líði ekki vel núna, þá er það mis- skilningur. En nú þarf jeg 1 fyrst ^f öllu að fá að vita, hvað þjer heitið“. I „Tamara Phelps“, sagði hún, ' „og vinir mínir kalla mig bara Tamara“. ,Jæja, Tamara mín“, sagði jeg, „nú skal jeg segja yður hvað mjer liggur á hjarta- Jeg- er að leita að stúlku, sem heit- ir Julia Wayles. Hún var trú- lofuð mann, sem heitir Larson, en hvarf. Þeir halda að henni hafi verið rænt, og jeg held að Schribner viti eitthvað um það. Og svo grunar mig að þjer sje- uð í vitorði með honum. í gær- kvöldi kom jeg hingað til þess að tfjj.a við Schribner og spyrja hann hvort hann vissi ekki hvar hún væri. Jeg sagði honum að jeg hjeti Paul Willik, en þá ber þar að mannskratta, sem þekk- ir mig, og Maxie varð vitlaus og sagði að rjettast væri að drepa mig og hendá mjer í ána. Hvernig líst yður á?“ I „Mjer líst ekki vel á það“, sagði hún. „En jeg veit ekki hvort það er satt eða logið. Eitt er þó sýnilegt, að þjer haf- ið ekki verið drepinn, og að þjer eruð ekki lík á reki niður ána, Jfeg býst því ekki við að þjer getið ákært Max fyrir morð“. mm Sykurnáma Siggu gömiu Efíir ANN RICHARDS 6. „,Jeg skal ná mjer niðri á ykkur, Alli árrisuli og Sigga gamla,“ tautaði hann. „Jeg skal svei mjer kenna ykkur að vera ekki að hæðast að mjer“. ‘ Og svo þrammaði hann af stað til heimilis síns, en það var í gömlu’eikartrje. Þegar þangað var komið, seíti hann upp hugvekjuhúfu, sem hann átti, þetta var galdrahúfa, og ekki gat hann hugsað án hennar, en stundum var hann jafnvel svo latur, að hann nenti ekki að sækja hana, svo hann gæti hugsað hálfa hugsun. En í þetta skipti hjet hann því með sjálfum sjer, að aldrei aftur mundi hann reyna að hugsa, án þess að hafa galdrahúfuna á höfðinu. Að hugsa án háfunnar, hafði oft komið honum í koll, en aldrei þó jafn áþreifanlega og þennan morgun! Annar kafli. I skógi þeim, sem Gráálfur bjó í, var heilmikið af grasi- grónum trjárjóðrum, þar sem trje höfðu verið felld í eld- inn. Hann leitaði upp eitt af þessum rjóðrum, til að hugsa. Hann settist með krosslagða fætur á trjábol og setti upp hugvekjuhúfuna sína. Hann var í svo vondu skapi, að hann fór strax að hugsa um það, hvernig hann gæti hefnt sín á Alla ár- risula. Fyrst velti hann því fyrir sjer, hvort hann gæti ekki sett eitur í eitthvað af kökum Siggu gömlu, og stútað Alla þannig fyrir fullt og allt. Svo datt honum í hug, hvor hann gæti ekki strengt band yfir eldhús- glugga Siggu gömlu, þannig að Alli mundi detta um hann og meiða sig. En ekki leist honum alskostar vel á þá hugmynd, því að- ekkert var. að vita, nema Alla mundi fljótlega batna. En svo datt honum allt í einu í hug það versta af öllum vondum brögðum, og þetta hafði slík áhrif á hann, að hann sat grafkyr, eins og hamj svæfi. Um líkt tleyti og þetta skeði, var ungfrú líigunn íþorni á göngutúr, og veðrið var svo gott, að hún var full af gáska og glettni. Svo einkennilega vildi til, að hún rakst á Gráálf, þar sem hann sat eins og klettur á trjábolnum. — Hvernig, sem jeg leitaði, gat jeg hvergi fundið lítinn hund í líkingu við „Búbbý“ sáluga, svo mjer datt í hug að kaupa úlfalda. ★ Halió, halló’. Prófessorarnir eru annálaðir fyrir gleymsku, eins og allir vita og margar sögur sagðar um það, sannar og ósannar. — Hjer er ein: Kunnur prófessor í læknis- fræði hafði tekið að sjer að rannsaka sjúkdóm greifafrúar nokkurrar. Hann komst að því að hún þjáðist af illkynjuðum hjartasjúkdómi. Hann „hlust- aði“ hana stanslaust í stund- arfjprðung, en þá fór að koma annarlegur glampi í augu hans, eins og hann skynjaði ekki stað og stund. Alt í einu var eins og hann kæmi til sjálfs sín og kallaði: — Já, halló, halló, þetta er- prófessor X. 'k Hjúskapur borgar sig. Það er haft orð á því, að það borgi sig að vera giftur í Sao Paulo í Brasilíu. Þar hefir nefnilega verið ákveðið, að laun giftra manna hækki um 75%, en launahækkun þeirra ógiftu nemur ekki nema 35%. ★ Stúlka kölluð í herinn. ÍT)ölunum í Svíþjóð kom það nýlega fyrir, að stúlka var kölluð í herinn. Var það af misgáningi, vegna þess að for- nafn hennar var misskilið, Fyr ir milligöngu prestsins tókst að afstýra því, að stúlkan yrði að fara til herbúðanna. ★ Alvarlegt verkfall! Verkföll eru komin í tísku. Það sjest best á því, hvað ííð þau eru um heim allan. Fyrir nokkru síðan ákváðu t. d. „stat 4starnir“, sem leika í leikriti Shakespeares „Richard 111“ í Konunglega leikhúsinu í Stokk hólmi að gera verkfall, ef þeir fengju ekki launahækkun. iiNnniimMMmitiimntimiiiiiiimiiiiiiii - Almenna fasteignasalan ■ Bankastræti 7, sími 6063, er miðstöð fasteignakaupa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.