Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangur 105. tbl. -—- Þriðjudagur 13. maí 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. (haplin. Charlie Chaplin og kona hans (t. h.) Oona 0'JISeil, dóttir rithöfundarins og Mary Picford siást hjer á myndinni, sem tekin var í hófi eftir að frumsýning hafði farið fram í ÍSew York á nýustu kvikmynd Chaplins, „Monsieur Verdoux“. Ohugnanlegur matvælaskortur á breska hernámssvæðinu Veldur minkandi afköslum verkamanna LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HECTOR MCNEIL, innanríkisráðherra Bretlands, ræddi í dag á fundi í neðri málstofu breska þingsins um matvælaástándið í Þýskalandi. Sagði hann, að matarskorturinn á hernámssvæði Breta væri meiri en menn hefðu gert sjer grein fyrir. Einkum væru þó menn í Ruhrhjeraðinu illa staddir, enda hefði kolaframleiðslan þar minkað úr 237 þúsund smálestum á dag niður í 221 þúsund. Dreifingarörðugleikar og lítill innflutningur. McNeil sagði, að ýmsar orsakir lægju til þess mikla skorts. En þó væri einkum tvennt, sem mestu hefði þar um valdið. í fyrsta lagði hefðu mjög miklir örðugleikar verið á dreifingu matvælanna innan hernáms- svæðisins. Og í öðru lágði hefði innflutningur matvæla ekki numið eins miklu og menn höfðu leyft sjer að vona. Ástandið rannsakað. Pakenham lávarður, breski ráðherrann, sem fer með Þýska landsmálin, kom í dag til Lon- don úr þriggja daga ferðalagi um hernámssvaeði Breta, Rann- sakaði hann matvælaástandið og átti tal við helstu stjórnvöld Þj'óðverja, meðal annars mat- vælaráðherrann í Ruhr. Mun hann hafa fengið ófagrar lýs- ingar á matvælaástandinu. — Pakenham ræddi við Ernest Bevin, utanríkisráðherra Breta í dag. Á . SUNNUDAGINN fór fram landskeppni í knatt- spyrnu milli Italíu og Ung- verjalands. Leikar fóru þannig, að Italir unnu með 3:2. Bjargasi í fallhlíf úr þrýsliloffsflug- vjel London í gærkvöldi. BRESKUR flugmaður varð í dag fyrsti maðurinn, sem tek- ist hefur að bjargast úr fall- hlíf úr flugvjel, sem drifin er með þrýstiloftshreyfli. Flugvjelin fór með 400 mílna hraða, þegar flugmaður inn, sem frægur er úr styrjöld inni, fjell í yfirlið. Þegar hann rankaði við sjer, sá hann báða vængi vjelarinnar falla af henni. Tókst honum, þrátt fyr ir hraðann, að opna stýrishús vjelarinnar og komast út, en sveif síðan í fallhlíf til jarðar. — Reuter. Verslaði á svörtum markaði. HAMBORG: — Breskur liðs foringi í Þýskalandi hefur ver ið dæmdun í sex mánaða fang- elsi og 1000 sterlingspunda sekt, fyrir að versla með sígar- ettur á svörtum markaði. — Hann mun hafa selt um 10.000 sígarettur. SNARPAR GYÐINGA í DEILUR ARARA 0G STJÚRNMÁLANEFND Dean Acheson læl- ur af sförfum að- Fundarstjóri átelur útúrdúra þeirra Washington í gærkvöldi. ÞAÐ var opinberlcga tilkynt í Washington í dag, að Dean Acheson hefði látið af störfum sem aðstoðarutanríkisráöherra Bandaríkjanna, og er búist við, að hann taki nú upp að nýju lögfræðistörf, sem hann hafði með höndum, áður en hann varð ráðherra. — Eftirmaður Achesons hefur verið skipaður Robert A. Lawatt bankastjóri, sem áður var aðstoðarflugmála ráðherra Bandaríkjanna. — Reuter. Fjórtán drukkna í bifreið Cairo í gærkveldi. FJÓRTÁN manns, þar, á meðal konur og börn, drukn- uðu í dag, er langferðabifreið rann á hálum vegi fyrir norð- austan Cairo og steyptist of- an í skurð, senv fullur var af vatni. Bifreiðastjórinn og tveir far- þegar komust af. •— Reuter. Sænsk samninga- nefnd í Berlín Berlin í gærkvöldi. SÆNSK samninganefnd kom í dag flugleiðis til Berlínar, og dvelst nefndin í hinum rúss- neska hluta borgarinnar. Samninganefndin, sem er undir forystu B. Eng, mun á morgun (þriðjudag) hefja um ræður um viðskifti Svía og rúss neska hernámssvæðisins í Þýskalandi. — Reuter. Flugvalla bygging í Alaska Washington í gær. BANDARlKJASTJÓRN er að láta tryggja hervarnir lands ins í norðri, með því að byggja 8,125,000 dollar sprengjuflug- vjelabækistöð í Alaska.- Samkvæmt tilkynningu banda ríska hermálaráðuneytisins, er einnig hafin bygging samskon- ar bækistöðvar í Maine, Banda ríkjunum. — Reuter. NEW YORK í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STJÓRNMÁLANEFND sameinuðu þjóðanna ákvað í dag með 29 atkvæðum gegn 14, að rannsóknarnefnd sú, sem á að kynna sjer Palestínuvandamálið, skuli ekki gera það með end- anlegt sjálfstæði landsins’í huga. Er atkvæðagreiðslan fór fram um þetta, sátu fulltrúar tíu ríkja hjá, en tveir voru ekki við- staddir. Mikil fagnaðarlæli við heimkomu bresku konungs- fjölskyldunnar London í gærkvöldi. MOGUR manns fagnaði kon ungsfjölskyldunni bresku í dag er hún ók um götur London til Buchinghamhallar. Bjöllum Westminster Abbey var hringt í fagnaðarskyni, en síðar komu konungshjónin og dætur þeirra fram á svalir hallar sinnar, til að heilsa fagnandi mannfjöld- anum. Frjettamenn segja, að mann- mergðin á götum Lundúna hafi verið áþekkust því, er loka sigri bandamanna var fagnað. Skip konungsfjölskyldunnar, herskipið Vanguard, kom til Portsmouth í gærkvöldi, og tók um hálf miljón manna á móti þvi. Hefur Georg konung ur, drottning hans og dætur áls ferðast um 20,000 mílur. I báðum deildum breska þingsins voru í dag fluttar ræð ur, þar sem konungsfjölskyld- an var boðin velkomin heim. Ljet Attlee þau orð falla í ræðu sinni, að ferð hennar til Suður Afriku hefði tekist með afbrigð um vel. —- Reuter. Líðan forsetans góð SAMKVÆMT símskeyti sem utanríkisráðuneytinu hefir bor ist frá Jóhanni Sæmundssyni yfirlækni og Vilhjálmi Finsen, sendiherra, framkvæmdi pró- fessor John Hellström á Karo- linska Sjukhuset í Stockholm, 9. þ. m. minniháttar aðgerð á forseta íslands út af lasleika, sem gerði vart við sig í des. s.l. Tókst aðgerðin vel og er for seti hress og hitalaus og líðan hans óaðfinnanlegt. Ráðgert er, að forseti verði enn nokkra daga á sjúkrahúsi, en dvelji því næst eitthvað sjer til hressingar í Svíþjóð. Harðar umræður. All róstusamt hefur verið á fundi stjórnmálanefndarinnar í dag, og þurfti fundarstjóri, Lester Pearson, tvívegis að grípa fram í ræðu Emil Ghoury aðalritara Æðstaráðs Araba, og biðja hann að halda sjer við staðreyndirnar. Deilt á Múftann. Ghoury veittist harkalega að Gyðingum, fyrir ummæli full- trúa þeirra um Múftann af Jerúsalem. Hafði Gyðingafull- trúinn fordæmt Múftann fyrir makk hans við Hitler á styrj- aldarárunum. Ghoury svaraði þessum á- deilum með því, að Gyðingum færist ekki að átelja aðgerðir Múftans, þar sem þeir hefðu krossfest leiðtoga kristinna manna. Varð dauðaþögn í fund arsalnum, er aðalritarinn sagði þetta. Þungar sakargiftir. Fundarstjóri greip hjer fram í fyrir Arabafulltrúanum í annað skifti, og bað hann að koma ekki með yfirlýsingar, sem leitt gætu af sjer jefnvel naprari andsvör. Sagði hann að ummæli Gyðinga um Múft ann, hefðu haft það í för með sjer, að jafnvel ennþá þyngri sakargiftir hefðu nú komið fram frá Aröbum. * Tillaga Rússa. -Stjórnmálanefndin mun næst taka fyrir þá tillögu Rússa, að Palestína verði strax gerð að sjálfstæðu ríki. Er talið full- víst, að hún verði feld. 311 stig KAUPLAGSNEFND og Hag- stofan hafa reiknað út vísitölu framfærslu kostnaðar fyrir maí mánuð. Reyndist hún vera 311 stig, eða einu stigi hærra en verið hefir síðustu 3 mánuði. Ríkisstjórnin mun ' greiða niður 10 stig, en þetta eina seni nú bættist við verður ekki greitt niður þennan mánuð a. m. k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.