Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: SUNNAN kaldi. — Skúrir. Breiarnir sigruðu Reykjavíkurmeisi- arana og sveii Dungals Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ sigruðu bresku bridgespilararn i) bridgemeistara Reykjavíkur með 3560 stigum, en í gær- kveldi sigruðifcþeir sveit Hall- dórs Dungal með 5100 stigum yíir. 1 báðum þessum keppn- um voi*u spiluð 60 spil. I sveit Dungals eru auk hans Pjetur Halldórsson, Ingólfur Ásmundsson, Helgi Þórarins- son og Lúðvíg Rjarnason. 1 dag spila tvær sveitir við Bretana. Hefst fyrri keppnin kl. 2 e.h. við sveit Brynjólfs Stefánssonar, en í henni eru auk hans Stefán Stefánsson, Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Guðmundsson. I kvöld spila þeir svo við sveit Gunn- geirs Pjeturssonar, en í henni eru auk Gunngeirs, Skarphjeð- inn Pjetursson, Einar Ágústs- son, Sigurhjörtur Pjetursson, Einar Ágústsson og örn Guð- mundsson. Aðgangur að keppninni kost ar kr. 10, og gildir allan daginn Skemtilegur kapp- ieikur í kvöld I KVÖLD kl. 8,30 fer fram á íþróttavellinum kappleikur milli tveggja úrvalsliða úr öll- um Reykjavikurfjelögunum. Knattspyrnumenn ætla að láta in ngangseyri renna óskiftan til Þórunnar litlu Jóhannsdóttur píanósnillings, sem er við nám » London,'en hún varð ipikill vinur þeirra, er knattspyrnu- flokkurinn fór til Bretlands á s.l. ári. Sú nýbreytni verður tekin upp við þennan leik, að þar mætast tveir „bændur“. Þeir eru Óli B. Jónsson KR og Sig- urður Ólafsson úr Val. Hafa þeir valið menn hver í sitt lið. í liði Óla B. verða Anton Sig- urðsson, Karl Guðmundsson, Daníel Sigurðsson, Kjartan Ein arsson, Birgir Guðjónsson, „hóndinn“, Þórhallur Einars- son, Bjarni Guðnason, Albert Guðmundsson, Hörður Ólafs- son og Ellert Sölvason. I liði Sigurðar Ólafssonar verða: Hermann Hermannsson Guðbjörn Jónsson, Jón Þórar- insson, Sæmundur Gíslason, „bóndinn“, Kristján Ólafsson, Óiafur Hannesson, Ari Gísla- . son, Magnús Ágústsson, Guð- brandur Jakobsson og Hafliði Guðmundsson. Dómari Sigurjón Jónsson og Jínuverðir Jón Eiríksson og Örn Eiðsson. ÞJÓDVERJAR í RÚSSNESKA IIERNUM LONDON: — Vitað er nú með vissu; að meir en 3000 fyrverandi þýskir liðsforingj- ar gegna nú herþjónustu í rúss neska hernum. Margir, sem þegar hafa notið þjálfunar hjá Rússum, hafa verið skipaðir í mikilvæg embætti á hernáms- svæði þeirra í Þýskalandi. Prestar og Pandiltar biðja fyrir frelsi indlands Mikil liátiS fór nýlega fram hfá Hindúum í /ndlanili rneií öílurn heim austurlitásku si&um og serimoníum, sem við eiga. Hindúaprestar og Pandíttar komu saman í Bombay til að biðja fyrir frelsi Indlands, siálfsUvði og friði. — Myndin hjer að fan var tekin við þella lœkifœri. Úfvarpsumræðurn- ar í gærkvöldi ÞRIÐJU umræðu um fjár- hagsráð í neðri deild Alþingis var útvarpað í gærkveldi. Fóru fram tvær umferðir. Jóhann Þ. Jósefsson, fjár- málaráðherra, tók þátt í um- ræðunum fyrir hönd Sjálfstæð isflokksins, Skúli Guðmunds- son fyrir Framsóknarflokkinn, Ásgeir Ásgeirsson fyrir Alþýðu flokkinn og Einar Olgeirsson fyrir Sósíalistaflokkinn, — Röð flokkanna var þessi: Framsókn arflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Alþýðu- flokkur. Æskulýðsfundur kirkju og femplara á Akureyri Akureyri, mánudag. ANNAR æskulýðsfundur á vegum kirkjunnar og templara á Akureyri var haldinn s.l. sunnudag í samkomuhúsi bæj- arins. Var aðsókn svo mikil sem húsrúm leyfði. Auk æsku- lýðsins var þar allmargt full- orðinna manna. Gestur fund- arins var sr. Friðrik Friðriks- son. Erindi fluttu Magnús Jóns- son. ritstjóri, og Jónas Jónsson kennari. Jóhann Konráðsson söng einsöng, þrjár Mentaskóla stúlkur sungu nokkur lög. Enn fremur var almennur söngur. Ungur piltur ljek á harmoniku, Friðrik Friðriksson sagði sögu, en síðast var sýnd kvikmynd. — Sjera Pjetur Sigurgeirsson stjórnaði æskulýðsfundinum af hinni mestu prýði. Er enginn vafi á því að þannig lagaðar samkomur eru til mestu bless- unar fyrir börn og unglinga. — H. \ ald. Sænskt handknattleikslið keimir hingað Hraðkeppni Ármanns á uppsfigningardag. ÁKEÐIÐ hefir verið að sænskt handknattleikslið komi hing- að til bæjarins og keppi hjer við Islendinga. Koma Sviarnir 29. maí n.k. og keppa hjer að minsta kosti þrjá leiki. Þá hefir Handknattleiksráð Reykjavíkur ákveðið að láta frammistöðu manna í hrað- keppni Ármanns, sem fram fer n.k. fimtudag, uppstigning ardag, ráða um hverjir verði valdir i Reykjavíkurlið til að keppa við Svíana, en hráð- keppnin er hjer eina útikeppni karla í handknattleik. 20 flokkar frá níu fjelögum taka þátt í hraðkeppninnið en þar er keppt í þremur flokkum, meistara,- I.- og Il.-flokki karla Fjelögin, sem senda keppendur eru: Vikingur, Ármann, IR, Valur, Fram og KR úr Reykja- vík, FH og Haukar frá Hafnar firði og íþróttabandalag Akra- ness. Drukkinn maður ekur bíl úl af hafnargarði Á sunnudagsnótt munaði minstu að drukkinn maður æki bíl út í höfnina. Þetta gerðist vestur við hraðfrystihús fiski- málanefndar. Bílstjórinn mun alveg hafa mist stjórn á bílnum og fóru framhjólin út af garð- inum, en þar staðnæmdist bíll- inn. Bílstjórinn var hlaupinn á brott er lögreglan kom, en stúlka, sem með honum var, einnig drukkin, sagði til hans. Svíakonungur heiðr- ar Einar Jönsson SVÍAKONUNGUR samdi þ. 22. apríl s.l. prófessor Einar Jónsson myndhöggvara heiðurs peningi Eugens prins fyrir fram úrskarandi listastörf. — Sendi- herra Islands í Stokkhólmi veitti heiðurspeningnum mót- töku fyrir hönd myndhöggvar- ans i miðdegisveislu hjá Eugen prins. Farmiðasafa Sam- einaða SENDIRÁÐ íslands í Kaup- mannahöfn hefir tilkynt, að Sameinaða gufuskipafjelagið hafi breytt reglum sínum- um farmiðasölu, og gildi framvegis þessar reglur: Farmiða frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur skal sækja og greiða í síðasta lagi mánuði fyrir áætlunardag brottferðar. Þó má ógilda miða og endur- greiða, ef um það er beðið í síðasta lagi 8 dögum fyrir brott- för. —=- Undanþágur má þó af- greiðslan veita, þó að skemmra sje en 8 dagar til brottfarar, ef um sannanleg forföll, veikindi eða aðrar veigamiklar ástæður er að ræða. t Sjálfhoðaliðar hreinsa í Hlíðar- endakoti ÞRlR reykviskir Ra ngæing- ar tóku sig til um síðustu helgi og söfnuðu liði til öskuhrems- unar í Fljótshlíð. Voru það þeir Guðmundur Guðjónsson skrif- stofumaður, Guðjón Jónsson, trjesmiður og Gunnar Guðna- son stöðvareigandi. Það urðu alls 26 manns, sem fóru austur á laugardag og var haldið að Hlíðarendakoti. Þeg- ar austur kom var strax tekið til starfa við að hreinsa vikur og ösku. Var unnið langt fram á kvöld á laugardag og svo all an sunnudag. Hreinsað var kring um bæinn og í grend-og var alls ekið brott 140 bílhlöss um. Voru sjálfboðaliðarnir mjög ánægðir að loknu dags- v.erkinu, enda þótt þeir findu til þreytu. Þess skal getið, að Gunnar Guðnason eigandi B. S. I. lagði ' til 22 manna bil til fararinnar, endurgjaldslaust. * ísfiskur fyrir 2,2 milj. kr. FYRSTU daga þessa mánað ar seldu átta skip ísfisk á Bret- landsmarkað. Að þessu sinni voru það eingöngu togarar sem seldu. Var úr þeim landað 27\ 151 kit af fiski og samanlagt söluverð skipanna nam því sem næst kr. 2.203.378. Reykjavíkurtogarinn Ingólf- úr Arnarson er meðal þessara togara, en þess hefur þegar ver, ið getið hjer í blaðinu að í þess. ari ferð sinni bætti hann fyrra sölumet sitt. Með næst-hæstu sölu er Júpiter frá Hafnarfirði, en hann er jafnframt aflahæsí ur. 1 Fleetwood seldu Viðey 3147Í kit fyrir 9902 sterlingspund, Skinfaxi með 2628 kit fyrirí 8126 pund, þar seldi Ingólfur Arnarson afla sinn 5403 kit fyrir 13.965 pund. Júpiter 3658 kit fyrir 12,216 pund og Óli Garða 2747 kit fyrir 8971, Skallagrimur seldi i Grimsby] 3440 kit fyrir 11.055 pund og þar seldi einnig Júní 2830 kit fyrir 9302 pund. í Hull seldi Gyllir 3298 kit fyrir 10.916 sterlingspund. Breska liðið keppir hjer 4 leiki ÁKVEIÐIÐ hefir verið, að hið breska knattspyrnumannalið, Queens Park Rangers, sem kemur hingað 2. júní næstkom- andi keppi fjóra leiki hjer f bænum. Fyrsti leikurinn fer fram kvöldið eftir komu þeirrá hingað. Þá keppa þeir við úrval úr knattspyrnufjelögum bæjar- ins. Annar leikur þeirra verður við Fram og hinn þriðji við K. R. Fjórði leikur Bretanna verð- ur við úrval manna úr knatt- spyrnufjelögunum, eins og fyrsti leikur þessarar milli- landakepni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.