Morgunblaðið - 18.05.1947, Page 4

Morgunblaðið - 18.05.1947, Page 4
4 MORGUNBLAÐ-ÍÐ Sunnudagur 18. maí 1947, \ I MÆÐRADAGURINN ER í DAG Auður Auðuns: Munum eftir mæðrunum MœtSur og börn í sumardvöl MÓÐIRIN Hún hlúði þjer fyrst, og ef mótlæti’ og mein þjer mætti, hún reyndi að vinna á þvi bætur. Við vangann þig svæfði; hjá vöggunni ein hún, vakti oft syfjuð um hrollkaldar nætur. Hún hrökk við af ótta, ef hún heyrði í þjer vein; hún hafði’ á þjer vakandi og sofandi gætur. Hún gekk með þjer, tók burt úr götu hvern stein, er gang reyndu fyrst þínir óstyrku fætur. Hún brosti á móti, er hún brosa þig leit. Hún hað, til að verma þig, sólina’ að skína. Ef frostið í kinn eða fingur þig beit, hún fól þig við brjóstið, svo mætti þjer hlýna. Er geisaði farsóttin grimm yfir sveit, hún grúfði sig niður við sængina þína. Hún grátbað um líf þitt, og guð einn það veit, hvað gerðist. — Hann veitti’ henni bænina sina. Það verður ei talið, hve margt henni mátt þú muna og þakka frá bernskunnar dögum. Frá morgunstund lífs þíns svo margvíslegt smátt í minni hún geymir af hugljúfum sögum. Hún veitti þjer alt sitt og var með það sátt; öll von hennar hvíldi á barnsins síns högum. Að hossi þjer gæfan, en hún eigi bágt er hróplegust synd móti skaparans lögum. Þorsteinn Gíslason.. Ferming í dag Stúlkur: MÆÐRASTYR KTAR- NEFNIN hefur undanfariu ár efnt til sölu á merkjum sínum — mæðrablómunum — til á- góða fyrir sumarstarfsemi sína. Hefur að jafnaði vcrið valinn til þcss 4. sunnudagur í maí, en þar scm hvítasunnuna ber nú upp á þennan dag, færist merkjasölu- magurinn — mæðradagurinn — fram um eina viku. Fje því, sem nefndinni áskotn ast þennan dag, ver hún til þess að starfrækja sumarheimili fyr- ir mæður og börn og til hvíld- arviku fyrir konur síðar á sumr- inu að Laugavatni. A sumarheimilinu dvöldu síð- astliðið sumar 70 konur og börn. Var það starfrækt í 2 mánuði — júlí og ágúst — og vrar með- aldvalartíminn einn mánuður. Nefndin hefur á hverju vori þurft að leita fyrir sjer um sama stað fyrir þessa starfsemi. Hefur það skiljanlega verið ýmsum erf- iðleikum bundið, og það 'hús- næði, sem fengist hefur, sjaldan verið svo hentugt eða vel í sveit sett sem ákjósanlegt hefði ver- ið. Eins og að líkum lætur er það því nefndinni mikið áhuga- mál að koma sjer upp 'húsnæði fyrir þessa starfsemi, og þá helst í nágrenni Reykjavíkur. Vonum við að þess verði ekki langt að biða, að við getum hafist handa uin framkvæmdir í þessu skyni. Hvíldarvikan að Laugavatni var síðastliðið sumar um jnán- aðamótin ágúst—’september eins og venja hefur verið. Dvöldu þar milli 00 og 70' konur. Vitanlega er sá hópur mæðra og barna, sem Mæðrastyrks- nefndin hefui þannig getað sjeð fyrir sumardvöl og hvíld í hollu mmhverfi, ekki nema hluti þeirra, sem þyrftu að verða íhennar aðnjótandi. Úr því greið ist þó vonandi nokkuð þegar nefndin hefur eignast þak yfir þessa starfsemi. Undanfarin ár hafa blóma- búðir bæjarins verið opnar fram- an af degi á mæðradaginn, og hafa eigendur þeirra sýnt Mæðrastyrksnefnd þá velvild að Iáta til hennar renna ákveðinn hluta af blómasölunni þann dag. í dag verða blómabúðirnar opn- ar frá kl. 9 að morgni til kl. 1 eftir hádegi, A mæðradaginn í fyrra komu inn fyrir merkjasölu og hluta af blómasölu 36 þús. krónur. Að þessu sinni verður sú breyting á, að útgáfa Mteðra- blaðsins ,sem selt hefur verið á mæðradaginn, verður frestað, og hyggst nefndin í þess stað að koma því út fyrir næstu jól. Auk sumarstarfsemi sinnar hefur Mæðrastyrk«nefndin um margra ára skeið gengist fyrir jólasöfnun fyirr efnalitlar mæð- ur og börn þeirra. Hafa bæjar- búar sýnt því starfi frábæra rausn og velvild. Þá rekur nefndin með styrk frá ríki og bæ upplýsinga- og hjálparskrifstofu fyrir konur í Þingholtsstræt'i 18. Mun óhætt að segja að aðsókn að skrifstof- unni eykst stöðúgt, en þar er konum veitt lögfræðileg aðstoð og upplýsingar auk marghátt- aðrar fyrirgreiðslu á öðrum svið- um. í dag knýr Mæðrastyrksnefnd in enn á dyr bæjarbúa og treyst- ir sem fyr á örlæti þeirra og vel- vild, sein þeir hafa sýnt nefnd- inni í sívaxandi mæli undan- farin ár. Væntir hún þess að börnunum, sem bjóða merki dagsins — mæðrablómið — verði hvárvetna vel tekið. Nefndin beinir þeim tilmælum til mæðranna í bænum, að þær leyfi börnum og hvetji þau til að selja mæðrablómin, en þau verða afhent í Þingholtsstræti 18, Elliheimilinu og öllum bm-naskólum bæjarins fra kl. 9 að morgni. Auður Auðuns. ..........•■■■■..... 3 “ | Auglýsendur I afhugið! | að ísafold og Vörður er f | vinsælasta og fjölbreytt- | j asta blaðið í sveitum lands f i ins. Kemur út einu sinni | I í viku — 16 síður. : | Asbjörnsons ævintýrin. — j Sígildar bókmentaperlur. Ógleymanlegar sögur bamanna. I • ••mmmmmimimimm:mmiimmmmimiimiiim»»,iiiiiiimiiiii» •iinaiifMMMiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii | Bílamiðlunin 1 i Bankastræti 7. Sími 6063 j i. er miðstöð bifreiðakaupa. f í Dómkirkjunni kl. 2. (Sjera Garðar Svavarsson). Drengir: Benedikt Bogason, Laugalandi, Þvottalaugaveg Bragi Skarphjeðinsson, Fögru- hlíð, Grensásveg Bjarni Ólafsson, Laugaveg 27 Elfar Schiöth Haraldsson, Höfðaborg 33 Georg Ólafsson, Hátúni 1 Gunnar Arnar Hilmarsson, Hrísaterg 16 Helgi Ottó Carlsson, Höfða- borg 5 Hörður Felixson, Laugaveg 132 Kjartan Ingimarsson, Skipa- sundi 45 Kristinn Dagbjartsson, Gelgju- tanga 3 Magnús Sigurjón Ingimarsson, Langholtsveg 3 Ólafur Haraldsson, Meðal- holti 7 Ólafur Jóhann Sigfússon, Hlíð- ardal, Kringlumýrarveg Páll Zophaníasson, Holtsg. 23 Sigurður Sigurðsson, Lauga- nesskólanum Valdemar Einarsson, Sörla- skjóli 34. Agatha Heiður Erlendsdóttir, Höfðaborg 28 Anna Elísabet Nordal, Kirkju- teig 13 Ása Hjördís Þórðardóttir, Soga bletti 2 Greta Jóna Jónsdóttir, Lang- holtsveg 7 Greta Hákansson, Mjóuhlíð 6 Sonja Sigrid Hákansson, Mjóu hlíð 6 Guðrún Þorkelsdóttir, Nýbýla veg 10, Fossvogi Guðrún Erla Sigurðardóttir, Efstasundi 11 Hjördís Guðbjartsdóttir, Soga- mýrarbletti 2 við Grensásveg Hrönn Kr. Skagfjörð, Barma- dóttir, Miðtúni 6 hlíð 28 Kristín Margrjet Hermanns- Lydia Edda Thejll, Laugav. 50 Munda Guðrún Ólafsdóttir, Hverfisgötu 32 Sigríður Kristín Guðmunds- dóttir, Höfðaborg 31 Selma Hannesdóttir, Meðal- holti 6 Þuríður Svafa Ásbjörnsdóttir, Hverfisgötu 119. - Myndlisarmenn og Norðurlönd Framh. af bls. 2 Eugen er maður mjög við aldur, en ber aldurinn afburða vel, hans gáfulegu augu neista af | fjöri er rætt er við hann um list. j Hann er maður hár og tígulegur með arnarnef sem setur mikinn svip á andlit hans. Hann er sjer- staklega viðmótsþýður. Veitt var af rausn í boði þessu I og þjónuðu við borðhaldið virðu elgir menn, háir og alsettir heið- ursmerkjum, sem bar því vitni að þeir væru ekki viðvaningar í faginu. Gættu þeir þess vel að glösin væru alltaf full, hvað mik ið sem tekið var af þeim kost- bæru veigum. Eins og jeg gat um, er Prins Eugen málari og hafði jeg mikið gagn af að skoða málverk hans sjálfs, sem þarnæ eru í tveim, sölum. Það eru aðallega lands- lagsmyndir. Annað miðdegisboð hjelt FritZ Eriksson fyrir listamenn frá öll- um löndunuin, á heimili sínum á Valhallarvegen. Eriksson á stórt safn af sænskri nútíðarlist og eru öll herbergi og gangar íbúðarinnar þakin með þeim. Þar mátti líta verk eftir Karl Isaksson, Otte Sköld, Albin Amelin, Rirger Simonsson Eng- ström, Sven Erixson, Grúne- wald, Knut Hanquist og marga fleiri. Fritz Eriksson og kona hans skemmtu gestunum með sam- ræðum um listir og önnur hugð- arefni og var þarna gleðskapur góður er stóð fram yfir mið- nætti. ★ Við Jón yfirgáfum Stokkhólm 28. apríl og fórum til Osló til að ræða við norska listamenn og aðra ráðandi menn þar um samskifti Noregs og Islands um sýningar, en norskir listamenn hafa áhuga á að það megi tak- ast. Mcntamálaráðið í Osló lofaði stuðningi sínum, með samskon- ar stunðingi hjeðan að heiman. Ákveðið var að fyrst skyldi verða norsk sýning í Reykjavík vorið 1948, ef hægt yrið að gera nauðsynlegar ráðstafanir lijer heima sýningunni viðkomandi. Síðan tækju Norðmenn við ís- ilenskri sýningu hjá.sjér þegar við vildum. En í Noregi er á- hugi fyri rað svo geti orðið sem fyrst. Jeg hefi hjer stiklað á stórum til að gefa nokkra hugmynd um starf Norræns listbandalags. Menn Norðurlandaþjóðanna hafa mikinn á'huga fyrir sam- starfi þessu og telja það geti eflt listir og tryggt samhug bræðraþjóðanna. Iljer heima er vonlegt að rnenn hafi hingað til Titið til þessa samstarfs með nokurri efa- semd, þar sem við hingað til höfum ekki getað.fylgst eins vel með og skyldi, enda óhægara fyrir okkur vegna fjarlægðar. En eftir þessa för og viðkynni hinna mörgu listamanna, er jeg sann- færðari en áður um þýðingu j þessara sýninga fyrir okkur Jón Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.