Morgunblaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ í immtuaagur 22. mal 1347* " "l'T’TWfl Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (óbyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristínsion. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. ia,00 utanlands. í lausasölu 60 aura eintakið, 60 aura með Leabók. Það er rjetta leiðin STJÓRN og samninganefnd Dagsbrúnar, sem kommún- istar eru einráðir í, hafa lagt fram kröfur við væntanlega samningagerð. Kröfurnar voru lagðar fyrir fjelagsfund síðdegis á laugardag. Mættu á fundinum um 200 verka- menn, af talsvert á fjórða þúsund, sem eru í fjelaginu. Krafist er 35 aura hækkunar á grunnkaupi, þannig að hinn almenni dagtaxti hækki úr kr. 2.65 í kr. 3.00 um tímann. Sjertaxtar hækki að sama skapi og einnig fast mánaðarkaup. Ýmislegt fleira er látið fljóta með. Vitað er, að ekki er til neins að rökræða þetta mál við forsprakka kommúnista, sem standa fyrir þessari herferð. Þeir hafa beinlínis játað, að hjer sje ekki um að ræða kaupgjaldsmál í venjulegum skilningi, heldur eigi að ota verkalýðsfjelögunum út í pólitíska baráttu gegn ríkisvald- inu — meirihluta Alþingis og ríkisstjórn. Kommúnistar munu því halda sínu striki, án alls tillits til hvað verka- iýðnum sjálfum er fyrir bestu. Meginþorri verkamanna mun hinsvegar líta raunhæf- um augum á þetta mál. Þeir hafa megnustu skömm á þessu pólitíska brölti kommúnista. Við þessa menn er hægt að ræða. ★ * Augljóst mál er, að með almennri grunnkaupshækkun nú yrði nýrri dýrtíðarskriðu hleypt af stað. Ríkisstjórnin hafði sett sjer það mark, að reyna að halda vísitölunni í 310 stigum. En þetta kostar þegar feikna blóðtöku fyrir ríkissjóðinn, því láta mun nærri að það sjeu nál. 30 stig, sem greidd eru niður. En hvert vísitölustig, sem niður er greitt kostar ríkissjóð frá % til 1 milj. króna. Það er því augljóst mál, að ríkissjóður yrði á engan hátt þess megn- ugur, að bæta á sig í niðurgreiðslu nýrri hækkun vísitöl- unnar, sem leiddi af nýrri kauphækkun. Ný hækkun dýrtíðarinnar og þ. a. 1. vísitölunnar myndi því lenda með öllum sínum þunga á atvinnuvegunum. En eru þeir færir um að taka þá byrði á sig? Við vitum hvernig gengið hefir með sölu bátafisksins írá síðustu vertíð, sem ríkissjóður stendur í ábyrgð fyrir. Þetta ábyrgðarverð er um 50% hærra en keppinautar okkar á fiskmarkaðinum selja sína vöru fyrir, og það með góðum hagnaði. Ekki mun þó með öllu vonlaust, að ríkissjóður sleppi áfallalítið frá ábyrgðinni, vegna hins háa verðs sem er á síldarlýsi. Með því að nota lýsið til meðgjafar með fiskinum, er ekki ósennilegt að takast muni að fá gott verð fyrir fiskinn á þessu ári. Þó mun alt mjög í óvissu enn með saltfiskinn. ★ Öllum heilvita mönnum má vera ljóst, að eins og við- horfið er nú gengi það brjálæði næst, að ætla á ný að skrúfa upp dýrtíðina og auka þar með byrðar atvinnuveg- anna. Enginn getur sagt fyrir í dag hve lengi hið háa verð á síldarlýsi stendur. Lækki það skyndilega, þá stöndum við berskjaldaðir. Ný grunnkaupshækkun nú og þar með ný hækkun dýr- tíðarinnar myndi því vera banaráð við atvinnuvegina og nýsköpunina. Það myndi leiða af sjer allsherjarstöðvun alls atvinnurekstrar í landinu. En það myndi fyrst og fremst bitna á verkalýðnum. Hitt er svo annað mál, að verkamennirnir í Dagsbrún og aðrir verkamenn á landinu eru vissulega ekki of sælir af því kaupgjaldi, sem þeir nú hafa. Þeir mættu gjarna fá kjor sín bætt. En þau verða ekki bætt með nýrri grunn- kaupshækkun og þ. a. 1. hækkun dýrtíðarinnar. Þvert á móti. Eina úrræðið fyrir verkamenn til þess að fá bætt kjör sín, eins og málum er komið, er lækkun dýrtíðar- innar. Að þessu eiga verkalýðsfjelögin að vinna. En því marki verður ekki náð með pólitískum verkföllum, heldur með sámstarfi við stjórn landsins um skynsamleg úrræði til lausnar þessum vandamálum. í þeirri baráttu myndu verkamenn ná góðum árangri. ver^i ÚR DAGLEGA LÍFINU í Hveragerði. MÖNNUM er ráðlagt að byggia ekki hús sín á sandi, en viðburðir síðustu daga sýna og sanna, að menn ættu einnig að forðast að byggja á hverasvæði. Þeir hafa komist að því 1 Hvera gerði. að það er ekki neitt sport. Það er annað en gaman að eiga von á því, að sjóðandi hver brjótist upp um svefn- herbergisgólfið manns ein- hverí.a nóttina. Slíka hitaveitu kærir sig enginn um. Annars er það virðingarvert hvað íbúar Hverágerðis eru ró legir yfir þessum hamförum náttúrunnar þar eystra. Þeir vilja sem allra minst gera úr jarðskjálftunum og tjóni því, sem orðið hefir af völdum nýrra hvera, sem myndast hafa. Þeir ganga rólegir til sinnar vinnu og leggjast öruggir til hvílu að kveldinu. „Hjer vildi jeg ekki búa, hvað sem í boði væri“, sagði Reykjavíkurstúlka, sem kom í Hveragerði í fyrrakvöld. • Þegar hlaðvarpinn sýður. ÞAÐ má vera, að Hvergerð- ingar sjeu hinir rólegustu og þyki þetta ekki mikið, en gest- ur, sem kemur til Hveragerð- is þessa dagana og sjer hver- ina vella og sjóða við bæjar- dyr manna, sjá hlaðvarpan við húsin bókstaflega sjóðandi, eins og graut í potti, geta ekki að sjer gert að verða bæði undr andi og skelfdir. Hjá litla húsinu hennar Val- garðar Þórðardóttur, eða Val- gerðar á Hólnum eins og flest- ir Reykvíkingar kalla hana, er smá túnblettur. Þar eru nú komnir einir fjórir til fimm sjóðandi hverir, sem bulla og sjóða gráleita leðju, en í gras- inu allt í kring sýður og suðu- hljóðið heyrist greinilega. Það er betra að gá að sjer hvar mað ur stígur. • - „Átti ekki von á þessu“. VALGERÐUR var að flytja dótið sitt úr húsinu er jeg kom þarna í fyrrakvöld. „Á dauða mínum átti jeg von. en ekki þessu“, Sagði hún og var heldur þungbúin á svipinn, en þó æðrulaus, gamla konan. Ná- grannar hentíar voru að hjálpa henni að koma búslóðinni á bíl. Valgerður neyddist til að flýja húsið þegar gólfið var orðifj svo heitt í einu herberg- inu, að það var ekki hægt að hafast þar við Jengur. Við gerðum það að gamni okkar að stinga örlitla stungu með garð-gafli við einn vegg hússins. Þar gaus þegar upp gufumökkur. Það er ekki von, að fólk treysti sjer til að búa i húsi, sem stendur á hver. • Byggingar á jarð- hitasvæðum. ÞAÐ er eðlilegt að menn reyni að koma sjer fyrir við hlýjuna og byggi sjer hús ná- lægt hverum, en reynslan í Hveragerði hefir kent mönn- um, að hyggilegra er að viðhafa alla varúð um hvar menn velja sjer bæjarstæði á slíkum stöð- um. — Jarðfræðingar okkar eru glúrnir karlar. Þeir geta sagt nokkurnveginn fyrir hvar ó- hætt muni að byggja á slík- um stöðum. Hafa auk þess held "ur allskonar tæki til að mæla þetta út. Það er ráðlegra að spyrja þá, áður en ráðist er í byggingar á hverasvæðum. ,,Svínarí“. ÞAÐ ER stórt orð Hákot og ljótt orð svínarí, en varla er hægt að kalla það annað en svínarí hvernig þjóðvegirnir okkar eru varðaðir allskonár rusli. Mest ber á tómum flösk- um, brennivínsflöskum og öl- flöskum. Það er ekki vanda að rata. þótt vegurinn sje slæm- ur, á meðan jörð er auð, því ekki þarf annað en að fylgja flöskuslóðanum og ruslinu og komast menn þá til bygða fyr eða seinna. I Kömbum hefir einhver gert sjer það til dundurs að koma upp vísi af öskuhaug svo nærri veginum, að ekki er hægt að -komast hjá því að veita haugnum athygli. Það er erfitt að skýra þetta fyrirbrigði Jyrir gestum, sem þarna fara um. Rauðhólarnir að hverfa. FYRIR mörgum árum var það vani náttúrufræðikennara í framhaldsskóla hjer í bæ, að fara með nemendur sína austur að Rauðhólum, að minsta kosti einu sinni á ári. Honum þótti Rauðhólarnir það merkilegt fyrirbæri í islenskri náttúru, að bær væru þess virði og vel það, að eyða í þá einni kenslu- stund til að auka náttúrufræði og jarðfræðiþekkingu nem- enda. Nú fer að líða að því, að ekki sje hægt að nota Rauðhólana sem sýnishorn í náttúrufræði- tímum. Þeir hafa nær allir ver ið keyrðir til bæjarins á vöru- bílum í akkorði eða tímavinnu. Efnið úr þeim er orðið að und- irstöðu í flugvelli og strætum. Margir náttúruvinir harma það og kalla skemdarstarfsemi. * MEÐAL ANNARA ORÐA .... ——■—■■ ......— -■ -» Áhrif Bandaríkjamanna á heimsmáiin Eftir Richard Strout. STÆRSTA átak, sem Banda- ríkjamenn hafa gert til þessa til að tryggja sjer bein og var- anleg áhrif á heimsmálin, var gert eftir að Marshall utanrík- isráðherra kom aftur frá hin- um mishepnaða Moskvafundi og með láninu til Grikkja og Tyrkja. Það er óhætt að fullyrða, að ráðamennirnir í Moskva hafa gert sjer full ljóst hvað um er að vera og hvað þessi .stefna þýðir og að þeir Marshall og Stalin marskálkur drógu ekk- ert undan er þeir ræddust við einslega. Þeir lögðu hvor fyrir sig kort sinnar þjóðar á borð- ið af fullri einurð. Bandaríkjastjórn vill ekki fara dult með það og láta Rússa skilja umbúðalaust, að Bandaríkjamenn eru komnir til Evrópu til langdvalar og að þeir ætla sjer að láta áhrifa sinna gæta á heimsmálin í framtíðinni. Litið er á þetta sem einu leiðina til að ná sam- komulagi við Rússa. Hjer eru nokkrir áfangar, sem líklegt er að Bandaríkjamenn muni reyna fyrst á þessari braut sinni: 1. Báðar deildir Bandaríkja- þings hafa nú samþykt 400 miljón dollara lánið til Grikkja og Tyrkja og Truman forseti mun innan skamms útnefna nefnd. sem á að fara til Grikk- lands. 2. Bandaríkin munu innan skamms stefna að því að gera samninga við Breta um að framleiða 10.000.000 smálestir af stáli, eða meira árlega, á báðum hernámssvæðum Breta og Bandaríkjamanna. Sagt er að sögur um ósamk^mulag Breta og Bandaríkjanna sje orðum auknar. 3. Heimsbankinn hefir riý- lega tilkynt að Frökkum verði lánaðir 62.500.000 dollarar, rjett eftir að kommúnistum var vikið úr stjórn Ramadiers. 4. Búist er við fjárhagsað- stoð Bandaríkjanan við önnur lönd á næstunni og mun Korea verða einna efst á þeim lista. 5. Bandaríkjaþing mun í ná- inni framtíð leggja blessun sína á samninga við ítala og önnur fyrverandi leppríki og er þetta gert-eftir einróma sam þykt utanríkismálanefndar. 6. Embættismenn Banda- ríkjastjórnar eru þegar byrjað ir sókn til að vinna almenning í Bandaríkjunum á band Tru- mansstefnunnar og heíir geng- ið það mjög vel. 7. Bandaríkjastjórn hefir enn veikt aðstöðu Francos á Spáni með því að utanríkismálaráðu- neytið hefir tilkynt, „að stjórn mála- og fjárhagslegt samband við Spán væri óhugsandi á meðan Franco væri við völd“ og að það væri ekki rjett, að Bandaríkjamenn ætluðu að lána Spánverjum fje. Sókn Bandaríkjamanna er hafin. í ræðu sinni á dögunum stakk Acheson aðstoðarutan- ríkisráðherra upp á því, að veitt yrðu lán til viðreisnar Þýska- landi og Japan og benti á stór- innflutning til Bandaríkjanna til aðstoðar við endurreisnina í heiminum. Fy.rsta verkið til að koma fram stefnu Trumans var að koma upp varnarlínu 1 Vestur- Evrópu með láninu til Grikkja og Tyrkja og raunverulega hafa þessar þjóðir verið teknar undir verndarvæng Bandaríkj ana. Næsta skrefið „og enn erf- iðara“ verður að stöðva út- breiðslu kommúnismans með því. að endurreisa velmegun í heiminum og verður þó lögð megin áhersla á það. Þegar Marshall kom heim frá Moskvu var hann þeirrar skoðúnar, að Rússar Jitu á Bandaríkin sem hikandi í stefnu sinni og líkleg til að end urtaka sömu söguna frá 1919 Framh. á bls. 12 ‘Jý • *'•*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.