Morgunblaðið - 22.05.1947, Síða 12

Morgunblaðið - 22.05.1947, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. maí 1947 - / — Ræða Jóhanns Þ. Jósefssonar — Meðal annara orða Framh. af bls. 8 og hörfa inn í skel sína af ótta við fjárhagskreppu. Samningamennirnir, sem komu frá Moskva þykjast skilja, að Rússar haldi að tím- inn vinni með þeim og að þeir hafi alls ekki ætlað sjer að gera neina samninga. Bandaríkjamenn ætla sjer að sýna, að það er alt annað upp á teningnum. 350 milljón dollarar til hjálparstarfsemi Washington í gærkveldi. FULLTRÚ ADEILD Banda- ríkjaþings samþykkti í dag frumvarp Trumans forseta um að verja 350 milljónum doll- ara til hjálparstarfsemi í þágu annarra þjóða. Áður hafði deild in fellt tillögu um að senda frumvarpið til athugunar þing- nefndar með það fyrir augum, að upphæðin til hjálparstarf- seminnar yrði takmörkuð við 200 milljónir dollara. Nokkr- um mínútum eftir að fulltrúa- deildin samþykkti frumvarpið, var það samþykkt í öldunga- deildinni. Verður það nú lagt fyrir Truman forseta til stað- festingar. — Reuter. Truman staðíestir írv. um dollaralánið í dag Washington í gærkveldi. FRUMVÖRPIN um dollara- lán til Grikkja og Tyrkja, sem samþykkt hafá verið af Banda- ríkjaþinginu, voru í dag send flugleiðis til Grand View í Missouri, en þar dvelst Truman forseti hjá veíkri móður sinni. Mun forsetinn staðfesta frum- vörpin með undirskrift sinni á morgun (fimtudag). — Reuter. NEFND sú, sem kosin var á aukaþingi Sameinuðu þjóð- anna, til þess að rannsaka á- standið í Palestínu og gera til- lögur til úrbóta, mun koma til Palestínu 6. júní n. k. Nefndin á að hafa lokið störfum 1. sept. — Talsmenn Palestínuaraba á aukaþinginu ræða nú með sjer, hvort Arabar eigi ekki að neita allri samvinnu við Palestínu- nefndina, þar sem Arabar era mjög óánægðir með afgreiðslu Palestínumálanna á aukaþing- inu. — Reuter. Beethoven hljóm- leikar Lanzky-Olio WILHELM LANZKY-OTTO hjelt Beethoven-tónleika á vegum Tónlistarfjelagsins (aðr ir tónleikar 1947—48) í Tripoli leikhúsinu síðastl. sunnudags- kvöld. Hann ljek þrjár píanó- sónötur meistarans: Op. 90 í e-moll, op. 111 í c-moll og op. 28 í D-dúr (pastoralsónötuna). Leikur Lanzky-Otto var mjög góður, stílhreinn og fágaður, svo að jeg hef varla heyrt hann leika áður jafnvel og nú. Tækni hans er geysi mikil og örugg og túlkun hans og skilningur á viðfangsefnunum ber vott um hinn þaulreynda og þroskaða tónlistarmann. Hver hinna þriggja sónata naut sín mjög vel í meðferð píanóleikarans, þó fannst mjer máske mest koma til um op. 111, einkum fyrri kaflann, sem er hlaðfhn títanískum krafti, sem Beethoven einn býr yfir í slíkum mæli. En op. 90 naut sín einnig vel með hinum sterku stemningasveiflum í fyrri kaflanum, baráttunni milli heilans og hjartans (auð- vitað sigrar hjartað) og hinum undra fagra lokakafla, rondó- inu í E-dúr. í pastoral-sónötunni birtist idyllisk fegurð. í þessu verki, sem Beethoven samdi á yngri árum, þegar allt ljek í lyndi, áður en þjáningar og hugar- stríð gripu um sig í sál hans, leiðir hann oss inn í einhvern sælunnar lund, þar sem frið- urinn ríkir og úlfurinn og lamb ið lifa saman í sátt og sam- lyridi. Meira að segja í Scherz- óinu gætir hins sama. Sagt er að hið angurblíða Andante þessarar sónötu hafi verið uppá haldslag tónskáldsins, og hafi hann oft leikið það fyrir vini sína.. Lanzky-Otto Ijek þessa sónötu einnig af mjög næmum skilningi, einkum naut An- dante-kaflinn sín vel í allri sinni dýpt og innileik. Þannig voru þessir píanótón- leikar fagrir og áhrifaríkir. Það sem menn sakna máske í miklum skapsmunum, vinnur Lanzky-Otto upp með sinni kultiveruðu túlkun, þar sem mikil kunnátta og þroski er óvenjumiklum* tónlistargáfum samfara. Það eru einkum bylgj ur, sem bera en brotna ekki, sem auðkenna leik þessa ágæta listamanns. P. I. Framh. af bls. 5 þeim stöðum, þar sem öflugt einstaklingsframtak hefur ekki gert vart við sig. Ráðið hefur ekki leitast við að hafa bein áhrif á það, hvor leiðin í atvinnurekstrinum væri farin, bæjar- eða hrepps- fjelagarekstur eða einstaklings- framtakið, af þeim ástæðum aðallega, að það lítur svo á, að það eigi að vera komið undir vali manna sjálfra í hinum ein stöku byggðalögum, hvaða til- högun þeir vilja hafa á atvinnu rekstri sínum. Nýbyggingarráð hefur fyrst og fremst skoðað ! það hlutverk sitt að greiða fyrir Ihinum ýmsu aðilum, sem haf- ! ist hafa handa með fram- kvæmdir í atvinnumálum á þessum tima og þannig gerst i þátttakendur í nýsköpuninni' aðstoða þá og leiðbeina eins og við sem þar störfum best höf- um getað. Við í Nýbyggingarráði höf- um oft orðið þess varir að þessi viðleitni hefur verið skilin og metin af almenningi og það aftur verið okkur uppörfun i starfinu. Nú er það yfirlýst áform nú- verandi ríkisstjórnar að halda áfram nýsköpuninni sem svo hefur verið nefnd, og ekki síður hitt að tryggja svo sem unt er að tilgangi hennar verði náð, þeim að gera þjóðinni fært að auka afköst framleiðslunnar og atvinnuöryggið í landinu, þetta allt miðar að því að bægja hættu atvinnuleysisins frá dyr um þjóðarinnar. Fjárhagsráðíð Að þessu vill ríkisstjórnin vinna af alefli. — Fjárhagsráð það sem þetta frv. fjallar um tekur því við öllum þeim verk efnum er Nýbyggingarráð hef ur hingað til unnið að auk fleiri verkefna sem þessi nýja stofnun einnig á að hafa með höndum eins og þetta frv. ber með sjer. Til þess að hið nýja ráð geti sinnt þeim málum er Nýbygg- ingarráð hefur annast og af- greitt þau, og til þess yfirleitt að sem minnst truflun verði á daglegum störfum í þágu ný- sköpunarinnar vegna þessarar fyrirhuguðu breytingar, höfum við í Nýbyggingarráði gert ráð stafanir til þess að fyrir liggi þar, er hið nýja ráð tekur við, glögg skýrsla og aðgengileg yf- ir það á hvaða stigi afgreiðsla allra þeirra mála er nú í Ný- byggingarráði, sem ekki hafa hlotið þar fullnaðarafgreiðslu og sem ætlast er til að hið nýja ráð taki við til framhaldandi fyrirgreiðslu. Hjer og annarssfaðar Víða um heim og jafnvel í nágrannalöndum okkar ríkir nú skortur, margskonar at- vinnuleysi og jafnvel neyð. Við Islendingar erum svo hamingjusamir að vera lausir við alt þetta. Hjer er atvinna næg til sjós og lands og hún yfirleitt vel borguð. Auk þessa gerir nýsköpunin okkur fært að efla og tryggja framleiðsluna með nýtísku vjei um og tækjum á svo að segja öllum sviðum að nokkru leyti þegar í stað og þó betur þegar liðið er ár hjer frá eða svo en þá má búast við að þessi tæki bæði skip og vjelar sem nú hef- ur á vegum nýsköpunarinnar verið stofnað til að útvega til landsins verði komin og tekin í notkun. Myndu ekki margar þjóðir og það með rjettu telja Islend- inga öfundsverða? Vissidega. Enginn vafi er á því að þeir búa nú yfirleitt við betri lífs- kjör en margar aðrar þjóðir og hafa af framangreindum ástæð um skilyrði til að halda þeim ef vel er á haldið. Ef við sjálfir skildum þetta og viðurkendum myndi enginn góður Islendingur vera svo skammsýnn að tefla hjer öllu í voða og rífa niður það sem upp hefur verið byggt. En það að nú eru gerðar ákafar til- raunir til að efna til verkfalla og auka verðbólguna einmitt þegar mest þörf er á því að draga úr henni, sýnir það ann- aðhvort skortir, skilninginn, eða þjóðhollustuna. Það sem meslu varðar Höfuðskilyrði fynr því að ný sköpunin heppnist og haldi á- fram að verða það sem til var ætlast grundvöllur að almennri bagsæld landsbúa, er það að eining og vinnufriður Sje var- anlegur, en skefjalaus stjettá- barátta og sífeld átök vegna hennar myndi eyðileggja ný- sköpunina og alt það góða sem henni getur fylgt. Það er ósk mín og von, og jeg ætla að jeg þá muni einnig mæla fyrir hönd ríkisstjórnar- innar og fyrir þeirra hönd er ásamt mjer hafa hingað til unn ið saman að þessum málum, að gifta landsins megi afstýra vandræðxnn og bægja frá þeim hættum, sem nú steðja að ný- sköpuninni, og að Fjárhagsráð- ið megi með sem bestum ár- angri starfa að nýsköpuninni og henni verði þannig tryggð framvegis sú aðstoð og forysta sem Nýbyggingarráð hefur fram að þessu haft með hönd- um. i Kvennaskólanum sagt upp KVENNASKÓLANUM í Rvík var ságt upp 19. maí. Sýning á hannyrðum og teikningum námsmeyja fór fram 14. og 15. maí. Sýninguna sótti fjöldi fólks og ljetu ýmsir, er sýning- una sáu, undrun sína í ljósi yf- ir handbragði og afköstum námsmeyja, ekki eldri en þær eru að árum. 157 stúlkur settust í bekki skólans s.l. haust, en 154 luku prófum í vor. — 4 bekkir eru í skólanum, sem störfuðu í 6 bekkja-deildum, 4. og 1. bekk- ur voru tvískiptir. 45 stúlkur útskrifuðust úr skólanum. Af þeim höfðu 2 stúlkur 1. ágætis- einkunn í bóklegum greinum, Guðrún Þorkelsdóttir, Ránar- götu 9, Reykjavík og Mál- fríður Sigurðardóttir, Arnar- yatni, Mývatnssveit. Hlaut Guð rún 9.35 og Málmfríður 9.02. í 3. bekk hafði Guðrún Jónas dóttir hæsta einkunn í bókleg- um greinum, 1. ágætiseinkunn, 9,20, í 2. bekk Erla Björgvins- dóttir 8,57. í 1. bekk A Ása Kristjánsdóttir 8,57 og í 1. bekk B Unnur Júlíusdóttir 8,59. Verðlaun úr „Minningarsjóði frú Thóru Melsteð“ fyrir besta frammistöðu í bóklegum grein- um hlutu af stúlkum þeim, er burtfararprófi luku, Guðrún Þorkelsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir. — Verðlaunin voru silfurskeið með merki skólans á skeiðarskaftinu. Framh. á bls. 15. X-9 Efiir Robert Storm i ZMTUP, ý PLEED! OKAV, LOREEN, SNAP ON JME LIÖHT5! jt 5EE HERE, UVER-LlP$ VWATfe THE IDEA OF LETTIN6 V0UR5ELF IMT0 MV OFFICE * l VOU’VE 60T TO UNDERSTAND r WA£> ONLV PROTECTINó VOUR INTEREí>T$! I FI6URED LOREEN MlöHT BE LONELV, AND — ' VE6, VOU \ LEöAL BEAGLE! þ AND LOVER-MAN RN0W6 VOU TRIED i TO DATE /VIE! SHUT UP, VOU 6UB SUBPOENA 5ERVER! Pleed: Hvað meinarðu með að opna skrifstofuna ! mína? Kalli: Haltu þjer saman, Pleed! Jæja, Lore- » en, þér er óhætt að kveikja ljósin. Pleed: Ert þú hérna? Loreen: Já, lögfræðingsuglan þín! Og Kalli veit, að þú varst að eltast við mig! Pleed: Þú mátt ekki misskilja þetta, Kalli, ég var aðeins að reyna að hjálpa þjer. Jeg hjelt, að Loreen mundi máske verða einmana, og . . . Kalli: Hættu þessu þvaðrú Opnaðu peningaskápinn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.