Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 2
a MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. júní 1947 T Kommúnista skortir irjúlsræði í störfum Á því er enginn efi, að kpmm únistar hafa af þvi styrk, ,að þeir hafa við að styðjast á- kveðnar erlendar kenningar í baráttu sinni. Flestir eru raun- ar þeirrar skoðunar, að þeir láti sjer ekki styrkinn af þess- um erlendu kenningum nægja, heldur lúti, í meiri háttar mál- um, beinum fyrirmælum er- lendis að. Hvað sem því líður er þó ljóst, að það ljettir mjög baráttuna að hafa fastákveðn- ar fræðisetningar til að fara eftir. Kensla í moldvörpuhætti. I kennisetningum kommún- ista eru ítarlegar reglur um, hvernig eigi að taka afstöðu til einstakra mála. Sjerstaklega eru þar þó nákvæmar reglur um starfsaðferðir. Hin ákafa flokksstarfsemi hlýtir skipu- lagðri áætlun. Ekki er aðeins rækilega sagt fyrir um, hvern- ig haga eigi sjálfri flokksstarf- seminni hið innra, heldur er einnig kveðið á um afstöðuna gagnvart öðrum. Efn^cum er þó rík áhersla lögð á að kenna, hvernig moldvörpustarfinu gegn öðrum íjelagssamtökum skuli fyrir komið. Þeir, sem mynda sjer skoð- anir og skiptast í flokka á sjálf- stæðum íslenskum grundvelli, hafa*að þessu leyti erfiðari að- stöðu. Þeir verða mest að styðj ast við sína eigin reynslu og sinna fyrirrennara og sjálfir að brjóta hvert mál til mergjar eftir því, sem atvik standa til. Kommúnistum hefur samt ekki tekist að ná nema tæpum fimtungi þjóðarinnar til fylgis við sig og þeir, sem leiðst hafa til að fylgja þeim um stund, liverfa margir frá þeim aftur, er þeir hafa kynst þeim og vinnubrögðum þeirra. Hið sanna innra;ti dulið. Að vísu er það einn þáttur hinna kommúnistisku fræða, að dylja hið sanna eðli þeirra fyr- ir allri alþýðu. Byggist þetta á því, að ef menn áttuðu sig til hlýtar á, hvað í fræðunum felst, mundu fáir verða til að fylgja þeim. Fylgi þeirra er þess vegna xnest meðal þeirra, sem minst vita, hvað kommnnismi er. — Kommúnistar hafa fylgi sitt ekki vegna skoðana sinna held- ur þrátt fyrir þær. Má og segja að í engu eru kommúnistar æfð ir meira en því, að villa um fyrir mönnum, hvað raunveru lega vakir fyrir þeim. Á íslandi hafa þó nógu marg ir sjeð í gegnum loddaraleikinn til þess, að barátta kommúnista fyrir meirihluta hjer á landi er með öllu vonlaus. Þrátt fyrír öll felubrögð sín hafa komm- únistar heldur ekki ætíð setið á strák sínum og stundum hreinlega sagt, hvað fyrir þeim vakir. Engum, sem vill vita hið sanna eðli kommún ista, er þess vegna vorkun að kynnast því. En það eru ekki aðeins kenn ing'ár kómmúnista, sem falla Jslóhdingum illa í geð. Koinmúnista skortir þann þroska, sem fæst vegna freksisins. Sjálf baráttuaðferð komrnún- Af því koma ista hjer á landi er oft með þeim hætti, að frefnur vekur meðaumkvun og bros en hvet- ur til fylgis. Það er einkenni- legt, að svona skuli fara fvrir flokki, sem meira leggur upp úr að kenna meðlimum sínum hinar rjettu baráttuaðferðir en nokkur annar flokkur. Þó er þetta einkennilegra við fyrstu sýn en það er í raun og veru. Ástæðan er auðsæ. Flokks- mennina, jafnvel hina æðstu, vantar sjálfstæði í störfum. Ym ist lúta þeir ákveðnum, ósveigj- anlegum fyrirmælum ofan að, eða þeir hlýta fastbundnum fyrirfram settum reglum, sem er að finna í hinum kommún- istisku fræðibókum. Slík vinnu- brögð gefa mönnum ekki kost á sjálfstæðu starfi. En það er sjálfstæðið og frelsið, sem þrosk ar menn og gefur þeim mátt til að taka mikilsverðar ákvarð- anir. ÁstæSan fyrir hrakföllunum. Þeir, sem- gerast kommúnist- ar, varpa um leið frá sjer sínu andlega frelsi. Þessvegna verða þeir ótrúlega barnalegir, ef þeir neyðast til að taka ákvarð- anir í meiri háttar málum leið- beiningarlaust. I þessu er fólg- in eiií af skýringunum á hinum mörgu og miklu pólitísku skyss um, er þeir hafa gert sig seka um á síðasta einá og hálfu ári. En svo sem óþarft er að rekja, hefur flest snúist þeim til ó- þurftar frá því, er herhlaup þeirra til að ná meiri hluta hjer í bæ fór út um þúfui* í árs- byfj un 1946. Hörmulegast fyrir kommún- ista er, að þeir sýnast ekkert, geta lært af reynslunni. Ætlun þeirra nú er sú, að koma á sundrungu meðal stuðnings- flokka ríkisstjórnarinnar. Til þess eru höfð öll útispjót. Prestlingurinn settur á stúfana. Jafnvel sjera Sigfús, sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá þeim helstu að undan- förnu, er nú settur á stúfana. En hann er ekki einu sinni lát- inn breyta um gerfi frá því, sem áður var. Ætti kommún- istum þó að vera fullkunnugt, að þrátt fyrir fagurt útlit eru fáir síður til þess lagaðir að vekja traust en þessi prestling- ur þeirra, sem fyrri flokksbræð ur í Alþýðuflokknum segja allra manna fjegráðugastan þeirra, er þar hafa verið og hafa þeir þó þar sjeð hann margan svartan. Þessi trúður er nú sendur fram á völlinn til að leika vinstri-stjórnarprjedikara. Vet- urinn 1942—1943 var hann látinn leika sama hlutverkið gagnvart Framsóknarbroddun- um. Þ^ sór hann og sárt við lagði, með himnd^kum einlægr issvip, að hann hefði umboð til að sverja þeim það, að örugt væri að vinstri stjórn kæmist 4. ófarirþeirra Þegar sjera Sigfús sannaSi heilindi sín. Samtímis því voru aðrir út- sendarar flokksins, er fullyrtu við Sjálfstæðismenn, að svo frá leitt fyrirbrigði sem vinstri stjórn mundi aldrei komast á. Varð sá endir á, að kommún- istar tilkynntu, að vinstri stjórnin væri- auðmynduð. Hin ir flokkarnir tveir, Framsókn og Alþýðuflokkurinn, þyrftu ekki annað en ganga í einu og öllu að kosningastefnuskrá komrnúnistaflokksins. Þá væri vinstri stjórn komin. Með þessu taldi sjera Sig- fús heilindi sín örugglega sönn uð, því að ekki þyrfti þetta skilyrði að standa í mönnum, svo sanngjarnt og lítillátt sem það væri. Hinir sögðu jafn- hróðugir, að sitt mál hefði sannast, því að auðvitað væri enginn flokkur svo heillum horfinn, að hann gengi á þenna veg að úrslitakostum annars, þar sem sá hefði allt sitt fram en hinn ekki neitt. Lætur Hermann hrekkja sig í jiriðja skiftið? S.l. sumar var sjera Sigfús hafður til þess að fullyrða við Sjálfstæðismenn, að áfram- haldandi starf nýsköpunar- stjórnarinnar væri öruggt, sam tímis því, sem hann var lát- inn taka upp samninga við Framsókn, um að steypa ný- sköpunarstjórninni og leiða Hermann Jónasson til öndvegis í hennar stað. Brátt kom þó á daginn, að þetta hlutverk tvifarans var prestlingnum ofvaxið — Þess vegna var honum eftirlátið að prjedika fyrir Hermanni .Tón- assyni einum. Jafnframt voru aðrir, honum mikilsverðari, settir til að semja um endur- reisn stjórnar Ólafs Thors. Sjera Sigfús þóttist þá hafa prjeclikað svo sannfærandi fyr ir Hermanni, að hann fullyrti, að á engum stæði öðrum en kommúnistum urrt myndun vinstri stjórnar. Hvernig sem á því stóð, varð samt aldrei úr þeirri stjórnarmyndun. Her- mann sat eftir með sárt ennið og Sigfús hlaut megnasta van- þakklæti húsbænda sinna fyrir alt sitt erfiði og sína árangurs • lausu mælgi. Enn hafa þeir þó sett sprellu karlinn í pontuna til að prje- dika hið eilífa hjálpræði vinstri stjórnar. Auðvitað er öllum kunnugt, að í hans eigin flokki er ekkert mark á honum tekið. Von þeirra, sem í bandið toga. er sú, að það verði allt af einn, sem leggi hlustirnar við því, sem sjera Sigfús segir. Er það að' vísu rjett, að þeim hefur þegar tvisvar tekist áð láta sjera Sigfús blekkja Hermann Jónason með sama fagurgalan- uin. Hvórt Hehhaiin1 Iætur hrékkja sig í þriðja skiptið veit enginn neipa hann einn. Nýir pennar: 10 ungir rithöfundar í einum bókaflokki BLAÐINU hafa borist 10 nýj ar bækur frá Helgafelli, nýstár legt og merkilegt safn bóka eft- ir yngstu höfundána. Safn þetta kallar forlagið Nýja penna. Er það mjög vel til fundið að koma ungu höfundunum út í fallegri en ódýrri útgáfu. Að sjálfsögðu eru höfuhdarn- ir misjafnir, en margt er í þessu safni mjög athyglisvert og alveg nauðsynlegt fyrir bókmennta- þjóð að fylgjast með nýgræð- ingnum í skáldskap og öðrum listum. Má segja að fæsta muni um að veita sjer það að kaupa þennan ódýra bókaflokk og mun enginn sjá eftir þeim pen- ingum. í safninu eru 5 kvæðabækur og 5 skáldsögur. Skáldsagna- höfundarnir eru: Oddný Guðmundsdóttir. For- lagið hefir gefíð eina bók út áður eftir Oddnýju, sem seldist strax upp, er hjer í raun og veru um hennar fyrstu' bók að ræða, sveitaróman, stærðar bók 213 bls. Jón Björnsson frá Holti. Jón hefir dvalist nær tvo tugi ára í Danmörku og gefið þar út margar bækur, sem hlotið hafa ágæta dóma.. Hin nýútkomni söguróman hans um Jón Ger- reksson, fjekk t. d. frábæra dóma og varð ein af metsölu- bókunum. Þessi fyrsta bók, sem kemur út eftir Jón heima hjá sjer heitir Heiður ættarinnar og er símamálið svokallaða aðal- uppistaðan. Eins og kunnugt er olli það geisilegum deilum á Islandi er ákveðið var að leggja símakerfi um landið, þó flestir hafi gleymt því nú. Bókin ger- ist í sveit á Islandi og er 321 bls. Elías Már er ungur stúdent og þetta er hans fyrsta bók. Bókin er lýsir ungu kaupstaða- fólki og gerist á þessum síðustu árúm. Hún er 207 bls. að stærð. Oskar Aðalsfeinn vakti strax geysiathygli með fyrstu bók sinni, Ljósið í kotinu. I þessari bók er Oskar að reyna að hasla sjer völl á vettvangi nú- tímarithöfunda. Bókin gerist meðal samtíðar höf. og er mjög með öðrum og nýstárlegri svip en fyrri bækur höf. Sigurður Gröndal er kunnur fyrir kvæði sín og smásögur, en þetta er hans fyrsti róman. Sagan gerist hjer í bænum á hernámsárunum. Gröndal var yfirþjónn á einu stærsta veit- ingahúsi bæjarins öll stríðsár- in og lýsir hann því sem fyrir augun bar. í vissum skilningi er þetta fyrsta raunverulega hernámssagan. Bókin er 233 bls. Ljóðahöfundarnir eru: Ingvi Jóhannesson. Þó Ingvi sje nokkuð kunnur fyrir þýð- ingar sínar bæði á burvdið og óbundið múl. mun lítið eða ekkertfrumsamið hafa birst eftir hann. Þetta fyrsta Ijóðá- safn hans 150 bls. og hvorki ir.eira r.jc minna en yfir 90 kvæði. ------ l Hörður Þórhallsson. Hörðuií er viðskiftafræðingur að mennt un og má það kallast merkilegt tímanna tákn á þessari öld raurt sæinnar- skuli birtast háróman- tísk kvæði eftir bankamann. Erí satt er það samt. Bók Harðar; er 70 bls. og í henni eru tæR 30 kvæði. Bragi Sigurjónsson ritstjóri hefir skrifað mikið bæði í bundnu og óbundnu máli, þ6 er þetta fyrsta bókin sem kem- ur út eftir hann. Kvæðasafnið sem er 78 bls., 34 kvæði, kallar Bragi ,,Hver er kominn úti“. Heiðrekur Guðmundsson er sonur Guðmundar á Sandi. Þetta er hans fyrsta kvæðabók 132 bls. alls, 32 kvæði, mörg þeirra mjög löng. Bókina kall- ar hann ,,Arf öreigans“. Jón frá Ljárskógum rekur lestina í þessum fríða hópi. Hann kallar kvæðabók sína „Gamlar syndir og nýjar“. Jón frá Ljárskógum þekkja allir og óþarft að kynna hann hjer. Safn þetta er allt mjög fall- ega útgefið, falleg prentun og vandaður pappír. Bækurnar cru allar innbundnar eins og vasa- útgáfurnar ensku og amerísku og er óþarft að binda þær frek ar þó þær sjeu allmikið lesnar. Kápa er prentuð í f jórum lit- um og hefir Ásgeir Júlíussors gert hana. * x Ráðamönmitn Bandaríkjanna brugðið um ai- stoð við kommún- ista Washington í gærkveldi. NEFND sú, sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefir skipað til þess að rannsaka þjóðhættu- lega starfsemi í Bandaríkjun- um, hlýddi í kvöld á skýrslu undirnefndar, sem fjallar um kvikmyndagerð. Segir í skýrsl- unni, að „nokkrar af öfgakenncj ust.u áróðurskvikmyndum konct múnista sjeu til komnar fyrii; aðstoð frá ýmsúm æðstu ráða- mönnum Bandaríkjanna“. Enn- fremur heldur undirnefndin þvf fram, að „verklýðs§amtökini hafi unnið af kappi að því, a3 kommúnistasprautum tækist að ná fótfestu í kvikmyndaiðnað« inum“. Ekki segir í skýrslunniji hvaða ráðamenn þjóðarinnat! eða forustumenn verkalýðssanS takanna beri ábyrgð á þessarí aðstoð við’kommúnista nje helct ur, hvenær hún hafi verið veitt. Undirnefndin leggur til, að kvikmyndaleikurum, leik- stjórum og kvikmyndafram- leiðendum úr hópi kommúnjstsj verði s,tefnt fyrir rannsóknar- nefndina, en þar verði þelm a opinberum fúndi gefinn kostur á því að svara gögnum þeim, sem fram hafa komið. •—Rcutcr. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.