Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 11
Sunnutlagur 1. júní 1947
MORGUNBLAÐIÐ
11
De Gasperi lýkur
sijómarmyndun
Róm í gær.
FRJETTARITARI Reuters í
t'óm hefir það eftir áreiðan-
legum heimildum, að de Gasp-
eri hafi lokið stjórnarmyndun í
Itaiiu. Nöfn ráðherranna verða
íilkynnt mjög bráðlega. í hinu
nýja ráðuneyti munu eiga sæti
: lær eingöngu meðlimir flokks
de Gasperi, kristilega demo-
Lrataflokksins. Nokkrir ráð-
Larranna munu þó verða úr
Lægri flokknum. Stjórn þessi
u un þó ekki geta starfað nema
hun njóti stuðnings vinstri
íiokkanna eða þeir verði að
uhnnsta kosti ekki í andstöðu
x-'lö hana. — Reuter.
Vinna
n~3.ngemingar og gluggahreinsun
Pantið í tíma. Sími 7892.
. NÓI.
CO^«>^«>«^><S><SHS><^$><gK®^>«><s>«><?><j^
Fjelagslíf
fVíkingar. — Fjelags-
fundur verður í fje-
lagsheimilinu (Camp
Tripoli) sunnudaginn
1. júní kl. 2. Fundar-
efr.i: ÁJrveða búninginn. Áríðandi að
al<lr liattspyrnumenn fjelagsins
fficii. Á.igöngumiðar að Breta-leikj-
itr.nm v-::. a afhentir á fundinum.
Stjórnin.
Tilkynning
tí alprœSisherinn
jnnudag kl. 11: helgunarsam-
ko ;a. Kl. 4: útisamkoma. KL. 8,30:
sav.koma í Dómkirkjunni. Ofursti
LVf ry Bootli talar.
. Ilir 'velfiomnir!
Almennar samkomur
.ooðun Fagnaðarerindisins á sunnu
dc <m kl. 2 og 8 e. h. Austurgötu
6, 'Safnarfirði.
►c»#<*>^<$^«>«>^«>^«^>4>^<ísí><m
Kaup-Sala
Mi zningarspjtíld Slysavarnafjelags
ino eru fallegust Heitið á Slysa-
vaitaafjelagið Það er hest
M':zningarspjöld barnaspítalasjóðs
Ktjigsins eru afgreidd í Verslun
Argustu Svendsen, Aðalstræti 12 og
í Eákabúð Austurbæjar.
Cí ri 4258.
>C 3>^«*&^<&^<&^SXM>4><S><®**>$#«
LO.G.T.
* amtíðín
Fundur annað kvöld kl. 8,30.
Kosning til Stórstúku. Frjettir af
i mdæmisstúkuþingi. Minnst 70 ára
< mælis hr. Jóns Hqlgasonar.
Gerið skil fyrir selda happdrættis-
vvliða.
St. Víkingur nr. 104
g'engst fyrir samsæti í Góðtemplara-
húsinu annað kvöld, vegna 70 ára
afmælis br. Jóns GuSnasonar, IJ.st.
Þess er vænst að fjelagar stúk-
vmpar og templarar almennt svo og
aðrir vinir og kunningjar br. Jóns,
sem heiðra vilja hann á þessum
vímamótum, fjölmenni í samsætið,
sem hefst kl. 8,30 e. h. (mánudags-
íkvöld), stundvislega.
Aðgöngumiðar að samsætinu verða
aflientir' í Góðtemplaraliúsinu frá kl.
7.30 e. h. á mánudag, sími 3355. —
Ekki samkvæmisklæSmiSur.
Fundur st. Víkings
fellur niður " annað, riþyöld, vegna
sanfsætis umboðsmanns stúkunnar,
br. JJóns Guðnasonar í tilefni af ,70
ára afmæli lum«. Samsfrtið' liefst "kl.
8.30 e. h. Aðgöngumiðar frá kí. 7.30
í G.T.-húsinu, sihii 3365. Fjelagar
fjöknennið. Ekki samkvæmisklæSn-
uSur.
152. dagur ársins.
Næturlæknir er í læknavarð
stofunni, sími 5030.
Helgidagslæknir er Pjetur
Magnússon, Tjarnarg. 44, sími
1656.
Næturvörður er í Lyfjabúð-
inni Iðunni, sími 7911.
Naeturakstur annast B. S. R.,
sími 1720.
í lista yfir gjafir barnaspít-
alasjóðs Hringsins hjer í blað-
inu í fyrradag misprentaðist
upphæð gjafarinnar frá Guð-
rúnu, stóð kr. 2500, en átti að
vera kr. 25.00.
Hjónaband. I gær voru gef-
in saman í hjónaband ungfrú
Unnur Hjartardóttir, Stórholti
30, og Jóhann Kristján Guð-
mundsson, Sunnuhvoli.
Hjónaband. Nýlega voru gef
in saman í hjónaband af sjera
Bjarna Jónssyni, Aslaug Þór-
ólfsdóttir og Ólafur Ingvars-
son, kennari. Heimili þeirra
verður á Skipasundi 8.
Kvenskátafjclag Reykjavík-
ur býður upp á eftirmiðdags-
kaffi í . Skátaheimilinu við
Hrir^braut í dag.
Herbergisgjöf til Hallveigar-
staða kr. 10.000. — Til minn-
ingar um frú Magdalenu Jón-
asdóttur og dóttur hennar, Jór
unni Þorvaldsdóttur, Gefandi
vill ekki láta nafn síns getið.
— Kærar þakkir. — F.h. Hall-
veiðarstaða. — Steinun .H.
Bjarnason.
Silfurbrúðkaup eiga í dag
Petrónella Magnúsdóttir og
Sigruður Einarsson, Urðarstíg
9, Reykjavík.
Hjónaband. — í dag verða
gefin saman í hjónaband að
Völlum í Svarfaðardal, ungfrú
Jóna Gunnlaugsdóttir frá
Sökku, og sjera Stefán Snæ-
varr, sóknarprestur þar. Fyr-
verandi sóknarprestúr Svarf-
dælá, sjera Stefán Kristinsson,
gefur brúðhjónin saman.
Sjálgstæðiskvennafjelagið
Hvöt heldur aðalfund sinn í
Sjálfstæðishúsinu á mánudags-
kvöld.
Skipafrjettir. — (Eimskip):
Brúarfoss er í Kaupm.h. Lagar
foss kom til Rvíkur 28/5. frá
GaiLaborg. Selfoss fór frá Rvík
30/5. vestur og norður. Fjall-
foss kom til Hamborgar 26/5.
frá Immingham. Reykjafoss
kom til Rvíkur 26/5. frá Men-
stad. Fer 3/6. til norðurlands-
ins. Salmon Knot fór frá New
York 29/5. til Rvíkur. True
Knot fór frá Halifax N. S. 21/5.
væntanl. til Rvíkur 31/5. Beck
et Hitch fór frá Halifax N. S.
29/5. til New York. Anne fór
frá Siglufirði 30/5. til Hamborg
ar og Kaupm.h. Lublin fór frá
La Rochelle 31/5. til Grimsby.
Horsa kom til Leith 28/5. frá
Boulogne. Björnfjell kom til
Rvíkur 28/5. frá Leith. Dísa er
að lesta í Raumo í Finnlandi.
Resistance fór frá Rvík 29/5.
til Austfjarða og Antwerpen.
Lyniaa lestar í Kaupm.h. 2.—
5/6. Baltraffic kom til Rvíkur
29/5. frá Englandi.
ÚTVARPIÐ í DAG:
8.30—9.00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
11:00 Messa í Hallgrímssókn
(sjera Sigurjón Arnason).
12.10—13.15 Hádegisútvarp.
14.00 Útvarp frá útihátíð sjó-
mannadagsins á Austurvelli:
Ræður og ávörp (Sigurgeir
Sigurðsson biskup, Stgfán
Jóhann Stefánsson forsætis,-
ráðherra, Tryggvi Ófeigssorí,
Böðvar Steinþórsson). Ein-
söngur (Guðmundur Jóns-
son). Lúðrasveit Reykjavík-
ur leikur (Albert Klahn
stjórnar).
18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö.
Stephensen o. fl.).
19.25 Veðurfregnir.
19.30. Ávarp um dvalarheimili
aldraðra sjómanna (sjera
Jakob Jónsson).
20.00 Frjettir.
20.20 Útvarp frá hátíðahöldum
sjómannadagsins: a) að Hót-
el Borg: Ræður (Jóhann Þ.
Jósefsson siglingamálaráð-
herra, Gunnar Thoroddsen,
borgarstjóri). Einsöngur:
(Guðm. Jónsson).
b) í útvarpssal: Ávörp frá
fulltrúum sjómannasjelag-
anna. Upplestur (Lárus Páls;
son leikari). — Tónleikar
(plötur).
22.00 Frjettir.
22.05 Danslög til kl. 2 e. miðn.
ÚTVARPIÐ Á MORGUN:
8.30—9.00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
12.10—13.15 Hádegisútvarp.
15.30—16.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tónleikar: Negradansar
(plötur).
20.00 Frjettir. /
20.30Erindi: Chiang Kai Shek
og flokkastyrjöldin í Kína
(Jóhann Hannesson kristni-
boði).
20.55 Tónleikar (plötur).
21.00 Um daginn og veginn
(Ragnar Jóhannesson).
21.20 Útvarpshljómsveitin:
Rússnesk þjóðlög. — Ein-
söngur (Sig. Ólafsson).
21.50 Lög leikin á orgel.
(plötur).
22.00 Frjettir.
22.10 Búnaðarþættir: Fram-
leiðslumál landbúnaðarins
(Gísli Kristjánsson ritstjóri).
22.30 Dagskrárlok.
— 100 ára
Framh. af bls. 3
jeg að deyja frá sögunum um
þetta gos. Nú er kominn hátta-
tími og það er gótt.“
Þannig spjallaði gamla kon-
an lengi, glöð og hress og fylgdi
mjer, með dóttur sinni, tein-
rjett til dyra.
Nú fyllir hún öldina í dag.
Ferðbúin af jörðunni spurði
hún um klukkuna fyrir nærfelt
áttatíu árum, og beið þess þá,
að hún yrði tvö. Og hún spyr
um klukkuna í dag, ferðbúin
enn, sátt við lífið, eins og þá,
en sáttari við dauðann, eftir
hundrað ára dvöl meðal mann-
anna.
Hf lga er nú til heimilis hjá
dóttur sinni, Vigdísi og manni
hennar Ólafi Thordersen í
Hafnarfirði, en í dag mun hún
dvelja á heimili dótturdóttur
sinnar, Strandgötu 4, Hafnar-
firði.
Jón AuSuns.
Mikil aðsókn að sýn-
ingu Greh! Björnsson
MÁL VERK ASÝNIN G frú
Gretu Björnsson að Laugatungu
við Engjaveg hefir nú staðið
yfir síðan á hvítasunnudag.
Verður sýningunni lokið um
miðja vikuna. Mikil aðsókn hef
ir.verið, og hafa allmörg mál-
vérk selst. Á. sýningunni eru
18 pfíumálverk, 26 vatnslita-
myndir og margar teikningar.
Sýningin er opin daglega kL
13 til 22.
— Errol
Framh. af bls. 5
eftir, að hún ól barn. Rjettar-
skýrslur herma, að frúin hafi
fengið peningana sem bætur fyr-
ir meiðsli fyrir tilvei'knað hans.
Frú Hassau virtist vera á-
nægð með þetta, þangað til þær
Peggy Satterlee og Betty Han-
sen kærðu Flynn. Að minnsta
kosti skýrðu blöðin svo frá, að
,,ifrú Shirley Evans Ilassau, 21
árs gömul Ijóshærð kona, hcfði
borið það 'fyrir rjetti, að Errol
Flynn %'æri faðir tveggja ára
gamáliar dóttur sinnar“. ■
Uppþot í næturklúbb
Þctta sama ár lcnti Flynn í
hinum frægu slagsmálum við
Jimmv Fidler, hinn kunna kvi'k-
'inyndábhiðamann. Flynn var
staddui í nætur.klúhb í Holly-
wood, þegar hann kom auga á
Fidler, stvm nýlcga hafði borið
vitni fyrir öldungadeild Banda-
ríkjaþings vegna rannsóknar á
kvikmyndaiðnaðinum. „Þú ert
úrþvætti“, hrópaði Flynn og
ruddist að borði blaðamanns-
ins. „Þú laugst einum of mikið
að öldungadeiidinni“. Svo þreif
hann í Fidler og ætlaði að
kippa honum upp af stólnum.
En frú Fidler stökk þá á fætur
með gaffal í hendinni og ætlaði
að reka Fiynn í gegn, en komst
ekki lengra en það að reka gaff-
alinn í gegnum cyrað á honum.
Eitt blaðið komst svo að orði í
frásögn um atburð þennan:
„Meðan blóðið lak niður á borð
dúkinn, sagði Flynn, að löðr-
ungur væri meiri móðgun en
kjaftshögg, og svo löðrungaði
hann Fidler“.
Flynn sagðist hafa reiðst
FidTer út aif því, að liann hefði
skýrt svo frá í dálkum sínurn, að
hann (Flvnn, sem væri yfirlýst-
ur dýravinur, hefði neitað að
fara til Balboa til þess. að líta á
hræ af sjóreknum hundi, sem
menn þar á staðnum vildu halda
Flynn
frarn, að væri hundur Flynns, i
spm hefði fallið fy.rir borð á
skemmtisnekkju hans. „Myndir
þú vera ákafur í að sjá sjórekið
hræ af hundi, sem þér hefði fió11
vænt um?“ segir Flynn, þe^.r
hann ræðir um viðskipti þeirrn
Fidlers. .,
Svo þegar Flynn var kærður
fyrir nauðgun, þá var meira um
það rætt í blöðunum en nokkurt
annað nauðgunarmál, sem sag-
an getur um. rr
Þegar sýknudómurinn háfði
verið kveðinn upp, mælti dóifps-
forsetinn til kviðdómsins Já
þessa leið: ,.Ég hef.haft gamán
af þessu máli, og ég hugsa, aS
hið sama megi um ykkur segja'*.
Flynn, sem þykist hafa allgóð
an smekk á kvenfólki, er eimþá
stórmóðgaður yfir því, að nokkr
um manni skyldi detta í hug,
að hann væri nógu smekkians tih
þess að iíta á jafn óbrotna
stúlku og Betty Hansen. ,/Tónr
vitleysa, gamli mjnn“, segir
hann og með talandi augum Týk-
ur hann við setninguna.
Árið 1944 varð allur kvík-
myndaheimurinn aftur alyj&g
hit. Nú var þetta allt niikín
virðulegra. Hin stóra spurning
var: Hafði Flynn gifst fyrrvot-
andi vindlasölustúiku, að nafni
Nora Eddington, og hafði hún
alið honum barn? Fyrst í stað
vildi Flynn ekkert um þetta mál
tala. En faðir Noru var ‘c'Kki
jafn þögull. Ilann tilkynnti, að
dóttir sín hefði gifst Flynn f
Acapulco, Mexico í ágúsF. Þeg-
ar Flvnn loks fékkst til þess að
ræða málið, gekkst hann fyrr
við baíninu en giftingunni. Én
Flynn, scm sjaldan getur setið á
strák sínum, sagði við einka=
vin sinn, John Perona, eiganda
E1 Morocco: ..Ég skal segja þér,
að það er alít tóm vitleysa,isem
menn eru að blaðra um, að ég
eigi barn í Mexico. Ég á ckki
barn þar, heldur tvö börn“. -
Hjartkær sonur okkar Kristján Tryggvi, kona
hans Erna, fædd Hoff, og synir þeirra, Gunnar og
Tryggvi önduðust í flugslysi ]». 29. f. m.
Matliilds og Jóhann Fr. Kristjánsson.
Konan mín elskuleg og móðir okkar
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
aiídaðist að lieimili mínu,*Laugaveg 24 B, föstudag-
inn 30. maí.
Jón Meyvantsson og hörn.
Móðir mín
GEIRDÍS EINARSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn
3. þ. m. kl. 1.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Ölafur Kristjánsson, Mýrarhúsum.
Jarðarför
LÓU ÞÓRÐARDÖTTUR
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudagiiin 3. júní
og hefst með bæn frá lieimili okkar, Álfheimum 2
við Sundlaugaveg, kl. 3—13 e. h.
Þórleif Ásnmndsilóttir.
Einar Skúlason.