Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 1. júní 1947 Á FARTINNI cJ-!eijnilöcjrecjÍuóaífa ejíie j^eter (Sheuneu 22. dagur Hún gefur mjer auga, og þeg ar jeg segi að hún gefi auga, þá er það að gefa auga. Hún hefi>; blá augu og hún beinir þeirn fyrst að fótunum á mjer og færir þau svo upp eftir. Og hvernig þau færast upp eftir mjer. Þau koma hægt og hægt, alla leið neðan frá-skóm, upp eftir vestishnöppunum mín- um og staðnæmást loksins við andlitið á mjer. Ó, hvílík augu, piltar. Það var eins og brenn- andi logar færi um mig allan, og hjelt jeg þó að það gæti ekki komið fyrir. Jeg stend þarna og segi ekk- ert. Jeg bíð eftir því að hún ávarpi mig. Jeg'er að bíða eftir því hvort rödd hennar er jafn yndisleg og alt annað við" hana. Jeg þurfti ekki að efast um það. Þegar hún byrjar að tala er rödd hennar mjúk og orðin drjúpa hægt af vörum hennar eins og dögg af rósarblöðum. Hún segir: „Halló, fjelagi Svo kemur bros á var- irnar. og festist þar. Hún horfir á mig og höndin með brauð- sneiðinni staðnæmist miðja vegu milli borðsins og munns- ins. Jeg sest. Jeg segi ekki eitt einasta orð. Það er víst best að lofa Jienni að segja eitthvað meira, hugsa jeg. Það er lík- lega betra fyrir mig. Hún segir: „Svo þjer Homið frá Schribner. Jeg býst við því að hann hafi fundið miðann, þegar hann kom heim?“ „Já“, segi jeg. „Einhver hafði skilið eftir miða í bílnum hans. Maxie giskaði þá á að hann hefði farið á mis við yður og hað mig að fara sem skjótast hingað“. Hún horfir lengi á mig. Svo segir hún: „Mjer sýnist á yður að þjer kunnið að dansa. Hafið þjer nokkurn tíma heyrt getið um dans sem heitir conga?“ Er hún að hæðast að mjer, eða hvað?.Mitt í þessu Juliu- máli fer hún að hugsa um það hvort jeg kunni conga. „Frú mín góð“, segi jeg, „það var einmtit jeg sem fann upp conga“. Hún kinkar kolli. Svo band- ar hún til þjóns sem er hinum megin í salnum. Hann kemur. „Segið hljómsveitinni að fara aftur upp á pallinn og Jeika. conga“, segir hún.. „Mig tangar til að dansa“. Hljómsvéitin fer aftur upp á pallinn og byrjar að leika. Hún stendur á fætur og jeg líka. Hún kemur til mín og leggur sig upp í fangið á mjer eins og ekkert sje. Og sú kann að dansa. Við erum ein á gólfinu og músikin er góð. Hún vefur sig upp að mjer og við dönsum. Jeg hefi dansað conga áður og það getur vel verið að jeg eigi eftir að dansa hann seinna, en það getur aldrei orðið jafn ynd islégt og nú. Þessi stúlka er svo vel vaxin að hún þyrfti engin föt, og það er hreinasta opin- be)|un að dansa við hana. Jeg gleými öllu öðru. Þeir ljeku danáinn fimm sinr.um áður en við hættum og gengum aftur 'að borðinu. Á meðan við vorum burtu hefir einhver sett viskýflösku á borð ið. Hún opriar flöskuna og hell- ir drjúgum á glas og blandar það svo með svolitlu sóda- vatni. Síðan rjettir hún mjer glasið. „Hvað heitið þjer fallegi maður?“ segir hún. „Og hvaða starf hafið þjer hjá Max Schribner?“ „Jeg heiti Willy Careras“, segi jeg. „Jeg var áður með Margonipiltunum í Chicago. En svo varð mjer ekki vært þar. Og jeg hugsaði sem svo að það mundi vera best fyrir rnig að fara í sumarfrí. Jeg fór svo hingað í fyrra. Og jeg hefi ekki gert annað en flækjast hjerna, þangað til jeg hitti Schribner. Jeg kyntist honum í New York fyrir mörgum árum og hann sagðí að jeg gæti komið til sín og máske hjálpað sjer lítils- háttar. Hann er hjer í einhverj um erindagerðum — jeg veit ekki hverjum. Jeg er svona vikadrengur hjá honum — ef þjer skiljið það“. Hún segir: „Jeg vona að hann borgi yður gott kaup. Þjer eruð vikadrengur ....„ Hún brosið einkennifega til mín. „Jeg gæti einmitt notað slíkan vikadreng“, segir hún. Jeg gef henni hýrt auga. „Segið þjer meira, Tamara“, segi jeg. „Vikadreng sem getur svar- að fyrir mig í síma“, segir hún brosandi. „Það var nú ekki ann að“. Svo lítur hún á mig bláu augunum sínum. Varirnar kipr ast lítið eitt. Svo segir hún al- varlega: „Jeg vil ekki að þjer misskiljið mig — Willy. Bless- aðir látið yður ekki detta í hug að jeg sje stúlka, sem hægt er að taka með trompi. Jeg er ekki fljóttekin“. Jeg brosi framan í hana. „Jeg verð að trúa því fyrst að þier segið það“, segi jeg. „En sú sem dansar conga jafn dá- samlega og þjer, hlýtur að vera útfarin . . . . “ ,,Það er alt annað“, segir hún. „Jeg hefi gaman að dansa. En iengra er ekki hægt að koma mjer ....“ Hún horfir niður á diskinn sinn. „Getur verið“, segi jeg, „en einhvern tíma breytist þetta“. Jeg brosi framan í hana. ,Þjer hafið, máske ekki hitt á þann rjetta ennþá“. „Getur verið“, segir hún og andvarpar. „Mjer hefir aldrei gefist tækifæri til að segja ann -að en nei ....“. Hún <seilist í glasið mitt. Hún ber það að vörum sjer og dreyp ir á því. Svo rjettir hún mjer það. „Mig langaði til að bragða það“, segir hún, Svo opnar hún tösku sína og tekur upp úr henni henni tvo vindlinga. Hún kveikir í þeim báðum í einu. Svo rjettir hún mjer annan. Þegar jeg sting honum upp í mig angar hann af vellyktandi. Hann hefir líklega dregið þá angan í sig í töskúnni. Og það er góour ilmur af honum sjálf- um. Jeg lít snöggvast á hana. Hún er svo falleg að hún getur gert mann utan við sig. Hún stendur á fætur. Bláa slæðan hennar setur á hana nunnusvip. Hún segir: „Það er best, Willy, að þjer farið heim til Max og segið honum að Rudy muni heimsækja hann á morgun. Góða nótt, fallegi mað ur“. Hún tekur töskuna sína og fer. Hún fer út um aðrar dyr en jeg kom inn um. Jeg tæmi glasið mitt. Þegar jeg lít upp stendur hjá mjer sá sem hleypti mjer inn og bíður eftir mjer. Hann fylgir mjer niður. Úti er dimt og dálítil rigning. Jeg er ekki í góðu skapi. Mjer hefir ekkert orðið ágengt, en stúlkan hefir vafið mjer um fingur sjer. Kanske hún hafi búist við Rudy Zimman — hin um rjetta — á hverri stundu, og þess vegna hafi hún látið svona. Jeg geng þangað sem jeg skildi við bílinn. Rjett aftan við hann er annar bíll, stór bíll. Þegar jeg er að opna dyrnar á mínum bíl, leggur einhver hönd ina á öxl mjer. Jeg sný mjer snöjglega við. Hún er þá þarna. „Mjer þykir vænt um að sjá yður Tamara“, segi jeg. „Það er langt síðan við höfum hitst“. Hún hlær ofurlítið. Við ljós- in frá bílnum hennar sje jeg að hún er komin í loðkápu og hefir bundið slæðuna sem skýlu um höfuð sjer. Hún stendur rjett hjá mjer og jeg finn sama ilminn eins og af vindlingn- um. „Heyrið þjer, Willy“, segir hún. „Það getur vel verið að þjer hafið -mikið að gera hjá Schribner. Hann er í einhverju braski núna. En ef þjer hafið tíma til þess þá heimsækið mig. Mig langar til þess að tala við yður“. „Jæja“, segi jeg, „og um hvað, gæskan?“ Hún hlær enn og hláturinn er eins og lækjarniður niðri í hálsínum á henrri. „Þjer minnið mig á kanarí- fugl, sem jeg átti einu sinni“, segir hún. „En jeg á heima í Grange í Mountstræti í London. Lítið þjer inn einhvern tíma“. „Já, jeg skal koma“, segi jeg. „Það verður mjög gaman“, segir hún. Hún lyftir annari hendinni með hvítum geitarskinnshanska og klípur í neðri vörina á mjer með tveimur fingrum og dreg- ur mig niður að sjer. Svo kvss- ir hún mig hreint og beint svona. Jeg segi ykkur það satt, piltar, að þessi Tamara á engan sinn líka. _ * Hún hörfar aftur á bak og segir hálf kuldalega: „Mig lang ar mest til þess að vera reið við yður. Hamingjan má vita hvers vegna. En mig langar til þess. Verið þjer sælir, kvenna- gull“. Hun stekkur inn í bílinn sinn og setur hann á stað. Jeg horfi á eftir rauða ljósinu aftan á honum. * * Jeg ek hægt og rólega í átt- ina til Betchworth. Jeg hefi um margt að hugsa og nógan tíma til þess. GULLN! SPORINN Eftir Quiller Couch. 2. ana, og var einna líkast og svallararnir uppi ónáðuðu hstnn. Vegna myrkursins, gat jeg ekki greint andlitssvip manns- ins, en það sá jeg, að þykkt, hvítt hár fjell niður á kraga hans, og ætlaði jeg á líkamsburðum hans, að hann væri um sextugt. Hávaðinn á hæðinni fyrir ofan mig var nú orðinn svo mikill, að hann hefði nægt til að vekja þá dauðu í gröfurn sínum, og að lokum spratt einn fjárhættuspilaranna bölv- andi á fætur. Jeg leit upp í gluggana og sá framan í hann — þetta var vel limaður og keikur unglingur, varla meií en átján ára að aldri, með ljóst, liðað hár og rauðar kvenmannskinnar. Á klæðum hans piátti sjá, að hann var af tignu fólki, og hann var einkennilega frábrugðinn íjelögum sínum, sem.voru með rauð og bólgin drykkju- mannaandlit. „Skrattinn sjálfur hlýtur að hafa sest að í þessum- teningum!“ heyrði jeg hann hrópa, og við það varð mikið háreysti í kringum hann, en í sama andartaki kom þjónn inn í herbergið með meira vín, og þeir settust þá rólegir að spilinu á ný. Skömmu eftir að þetta hafði átt sjer stað, gekk einn af fjárhættuspilurunum, sem staðið hafði nokkuð til hlið- ar, út að einum glugganum og opnaði hann, líkt og hann ætlaði að fá sjer ferskt loft. Þetta var hár, þreklegur ná- ungi, með stórt, rautt nef. Til þessa hafði hann haft í írammi mikinn hávaða, en svo var að sjá sem enginn spilaranna hefði veitt því eftirtekt, að hann hafði dregið sig í hlje frá spilamennskunni. Og nú huldi hann allan gluggann, svo að jeg sá ekki inn í herbergið. Meðan á látunum stóð í herberginu, hafði jeg andartak gleymt manninum niðri á leikvellinum, en þegar jeg leit í áttina til hans, sá jeg, að hann hafði staðið á fætur og iæddist hljóðlega að húsveggnum. Jeg veitti því eftirtekt, að hann eins og dró vinstri fótinn á eftir sjer, eins og hann væri eitthvað meiddur. Strax og hann var kominn undir gluggann, þar sem sá þrekni stóð, flautaði hann varlega. HANN GAT BEÐIÐ — Pappi, hvaða munur er á sparsemi og nísku? — Það skal jeg segja þjer, drengur minn. Þegar jeg hlíf- ist við að fá mjer ný föt, þá er það sparsemi, en þegar jeg hlífist við að kaupa nýjan kjól handa mömmu þinni, þá er það níska. ★ — Það er áreiðanlegt, að maður veit ekki hvað hamingja er, fyrr en maður er giftur. ' — Er þjer alvara? — Já, en þá er það um ssin- an. Skógarhöggsmaðurinn: — Fyrst bau hafa ánægju af þessu get jeg vel heðið. ★ — Jeg sá þig í bíó í gær með konu, sem jeg hefi aldrei sjeð áður. Jeg geri ráð fyrir, að það hafi verið konan þín. — Já, já, það var líka hún, en þú mátt ekki segja henni frá því. ★ Hún: — Jeg er hrædd um að þú hafið móðgað frú Jónsson með einhverju, því að hún hef- ir ekki komið hingað í háa herr ans tíð. Hann: — Blessuð komstu að, hvernig jeg hefi farið að því. Ef til vill get jeg notað sama ráðið aftur. ★ ■* • I veislu. Hún: — Hver er þessi hræði- lega ljóti maður, sem situr beint á móti okkur? Hann: — Það er bróðir minn. Hún: — Ó, fyrirgefið, jeg ætlaði ekki að móðga yður. Nú sje jeg líka að þið eruð tals- vert líkir. Púsningasandur Fínn og grófur skelja- sandur. Möl. Guðmundur Magnússon, Kirkjuveg 16, Hafnarfirði, sími 0199.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.