Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 6
Sunnudagur 1. júní 1947 6 MORGUNBLASIÖ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Dagur sjömannsins SJÓMANNADAGURINN er í dag. Hann er ekki aðeins hátíðlegur haldinn hjer í Reykjavík heldur út um allt Jand. í hverjum kaupstað og smáfiskiþorpi er Sjómanna- dagsins minnst með almennum hátíðahöldum. Það eru ekki aðeins sjómennirnir, sem taka þátt í þeim, þau eru hátíð alls almennings. ' ★ Hvernig stendur á því að Sjómannadagurinn er orð- inn vinsælasti stjettadagur íslendinga. Til þess liggja tvær meginástæður. Hin fyrri sú, að landsmenn skilja þá grundvallarþýðingu, sem starf íslenskra sjómanna hefir fyrir þjóðarheildina. Síðari ástæðan er hin fljálslegi felær, sem frá upphafi hefir verið yfir hátíðahöldum Sjómanna- dagsins. Sjómenn hafa haldið hátíðisdegi sínum utan við stjórnmáladeilur og stjettabaráttu. Engum einstökum stjórnmálaflokki hefir liðist að setja á hann stimþil sinn. Sjómannadagurinn hefir verið hgfíðisdagur sjómannanna, þeir hafa sett á sinn svip ög þjóðinni hefir fundist sá svipur geðþekkur. Þessvegna hefir hann orðið hátíðis- dagur allrar þjóðarinnar. ★ En í dag er tilefni til þess að rifja upp það, sem gerst hefir síðan íslendingar hjeldu þennan dag seinast hátíð- legan. Síðan hefir skipaeign landsmanna aukist verulega. Fjöldi nýrra vjelskipa hefir bæst við og nýsköpunartog- ararnir sigla nú hver af öðrum til íslenskra hafna. Þetta er það mikilvægasta, sem gerst hefir. Víst má sjómönnum vera ánægjuefni að heyra þau mörgu viðurkenningarorð, sem sögð eru um þá og störf þeirra á Sjómannadaginn. Þau eru yfirleitt sögð af einlægum og góðum hug í þeirra garð. ★ Wíkverji áknjar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Sjómannadagurinn. SJÓMENNIRNIR okkar halda hátíð í dag. Heill sje þeim og þeirra starfi. Reykjavík er sjó- mannabær og er þeir gera sjer dagamun þá er hátíð í bænum. Sjómennirnir eiga sinn drjúga þátt í viðgangi og vexti höfuð staðarins. Reykjavík hefir orð- ið til fyrst og fremst fyrir versl un, siglingar og iðnað. Gæfan gefi sjómönnunum okkar góðan byr í áhugamálum þejrra. Fagurt áhugamál. ÞAÐ ER FÖGUR HUGSJÓN sem liggur á bak við hátíða- höld;.n á sjómannadaginn. Það er ekki bara að skemta sjer og láta sjer líða vel. Sjómanna- samtökin leggja mikið á sig til að gera hátíðahöld dagsins sem best úr garði og það fje, sem kann að koma inn er lagt í sjóð, sem byggja á fyrir heimili fyr- ir aldraða sjómenn. Sú fjáröfl- un hefir gengið vel og verður þess nú væntanlega ekki langt að bíða, að hjer rísi upp veg- legt dvalarheimili fyrir aldr- aða sjómenn. Apakettir frá Afríku. ÞAÐ HEFIR víst marga dreymt um að hjer yrði komið upp dýragarði og oft hefir ver- ið á það mál minst. Nú hefir sjómannadagsráðið ríðið á vað- ið í þessu efni og er að koma upp vísi að Örkinni hans Nóa í Örfirisey. Skal engu um það spáð hvernig þetta fyrirtæki geng- ur, en víst er um það, að yngstu borgararnir eru heldur en ekki spentir að sjá apaketti frá Af- ríku og önnur fásjeð dýr og þeir hafa um nóg að tala þessa dagana. • Þörf ráðstöfun. MIKIL BÓT er að þeirri ráð- stöfun sakadómara og lögreglu stjóra, að setja fulltrúa til þess að taka fyrir undir eins kærur út af brotum á umferðaregl- unum. Nú verða þeir bifreiðastjór- ar, sem brjóta af sjer með því að aka of hratt, leggja bifreið- um sínum þar sem það er bann að, eða brjóta umferðareglurn ar á einhvern annan hátt dregn ir fyrir dómarann undir eins og látnir sæta ábyrgð.- Enn- fremur má búast við, að sektir fyrir umferðarbrot verði hækk aðar til muna og það er einnig nauðsynleg ráðstöfun. • Falskar ávísanir. BANKAMAÐUR einn hier í bænum hefir sagt mjer að það sje að færast í vöxt, að menn gefi út peningaávísanir á inn- stæður í bönkum, sem svo eng- ar sjéu þegar til kemur. Bank- arnir eigi í miklum erfiðleikum að stríða út af þessum svikum og standi í stöðugum eltinga- leik við menn, sem hafi gefið út ónýtar ávísanir. Vitanlega getur það hent, að menn gefi út óvart ávísun, sem ekki er innstæða til fyrir, en það ætti að vera hrein undan- tekning. Ep hjer er vafalaust um að ræða gamlan draug, sem vak- inn hefir verið upp á ný. Draug sem gekk hjer ljósum logum í viðskiftalífinu á kreppuárun- um fyrir stríð, þegar jafnvel ríkisstofnanir gáfu út ávísanir, sem ekkert var til fyrir og bankastjórarnir veltu vöngum yfir, og hvort þeir ættu að greiða þenna daginn eða hinn. • „Ekki við Heklu“. í DÖNSKU BLAÐI birtist fyrir nokkrum dögum eftirfar- andi auglýsing: „Við seljum ekki sumarbú- staði og sumarbústaðalönd við Heklu, en hinsvegar höfum við til sölu sumarhús við Árósa- ströndina og þar í kring. Ó- keypis- verðlistar". Það er ekki ónýtt að vita það! Einangrun geðveikrahæla. FYRIR NOKKRUM dögum var kvartað yfir því í blaði, að geðveikrahælið á Kleppi væri illa einangrað og sjúklingar, sem lausir ganga og rólegir-eru, gætu farið eftirlitslausir um nágrenni sjúkrahússins, en þar er sem kunnugt er risin upp fjölmenn bygð hin síðari árin. Rök mannsins, sem kvartaði voru mjög auðskilin. Hann taldi það ekki forsvaranlegt, að geðbilaðir menn, hversu ró- legir, sem þeir kynnu að vera, gætu farið frjálsir ferða sinna í íbúðarhverfum, þar sem mik- ið er af börnum og kvenfólki, sem oft er eitt heima og varn- arlaust. Er óþarfi að reifa það mál sjerstaklega. Virðist það ekki nema sann- gjarnt, og sjálfságt, að íbúafnir í Kleppsholti fari fram á, að um hverfis Kleppslóðina verði bygður hár og traustur garður og að sjúklingum sje haldið innan þeirra takmarka. *• - - —— - - - -- - --- - ~ - - - ■ > MEÐAL ANNARA ORÐA .... Aróður Gyðinga í Bandaríkjunum En hitt er þó meira um vert, að þeir sjái áhugamálum sínum þoka áleiðis, aðstöðu sína í lífsbaráttunni batna. Það er kjarni málsins. Og aðstaða íslenskra ‘sjómanna hefir batnað mikið á síðustu árum. Skip þeirra hafa stækk- að og aðbúðin á þeim orðið stórum betri. Um þetta geta allir sannfærst, sem koma undir þiljur á hinum nýju vjelskipum og ekki síst togurum, sem þjóðin hefir verið að eignast undanfarið. ★ Þessi bætta aðbúð og aukna öryggi íslenskra sjómanna er sannarlega mikið fagnaðarefni. Hún er eitt af mörgum táknum*þess að þjóðinni hefir reynst mögulegt að fram- kvæma umbótavilja sinn. Framfarahugsjónin hefir ekki verið reyrð í fjötra getuleysis og fjárskorts eins og svo oft áður. íslendingar hafa getað eignast ný. og stærri skip, þeir eru að eignast þau og munu halda áfram að eignast þau. íS.L'S.Sa.MEi.áW ★ Tilgangur Sjómannadagsins er ekki aðeins að vera fagn- aðardagur þeirra, sem á sjóinn sækja. Þann dag minnist þjóðin þeírra, sem failið hafa í baráttunni við Ægi. Þann dag streymir samúð allra landsmanna til þeirra, sem biðu þeirra, er aldrei komu aftur. Tala þeirra er misjafnlega há,- en hún er alltaf of ha. Þessvegna eru öflugar slysa- varnir og aukinn öryggisútbúnaður eitt stærsta hags- munamál sjómanna. \ ★ Framundan eru nú framkvæmdir í einu miklu áhuga- máli sjómannastjettarinnar, bygging dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Það mál verðskuldar fyllsta stuðning alþjóðar. Til þess verður varið ágóðanum af hátíðahöldtim Sjómannadagsins. Því fje er vel varið. Effir Gordon Waferfield. UT ANRÍKISRÁÐUNE YTI Bandaríkjanna er nú í allmikl- um vanda statt vegna áróðurs, sem samtök Gyðinga í Banda- ríkjunum hafa haft í frammi í því skyni að fá menn til að leggja fram fje til þess að efla ólöglegan innflutning- Gyðinga til Palestínu. Bresku stjórninni finst það að vonum hart, að í vinsamlegu ríki sje borgurum látið haldast slíkt uppi, og seg- ir stjórnin, að hjer sje verið að vinna að því að efla óeirðir í Palestínu og þar með að stofna lífum breskra hermanna í hættu. Bretar hafa því sent bandaríska utanríkisráðuneyt- inu mótmæli, þar sem þess er krafist, að komið verði í veg fyrir slíkan áróður á opinber- um yettvangi. Tvær orðsendingar. Það var Inverchapel lávarð- ur, sendiherra Bretlands í Was hington, sem afhenti utanrík- isráðuneytinu mótmæli bresku stjórnarinnar, nú fyrir nokkr- uín dögum, en fyrir um það bil níu mánuðum síðan hafði breska stjórnin sent utanrík- isráðuneytinu orðsendingu varð andi þetta mál. Hin nýju mót- mæli eru líka harðorðari en fyrri orðsendingin, sem aldrei var svarað af hálfu utanríkis- ráðuneytisins. í mótmælaskjal inu er nú sjerstaklega vikið að auglýsingum, sem birst hafa í bariarískum blöðum nýlega, undirskrifuðum af Ben Hecht. Eru þær taldar til þess fallnar að æsa fólk í Palestínu til þess að myrða breska hermenn þar í landi. Utanríkisráðu- neytið áhyggjufullt. Utanríkisráðuneyti" Banda- ríkjanna er orðið áhyggjufullt vegna hins sívaxandi æsinga- tóns í áróðursauglýsingum þess um. Til dæmis voru menn í einni þeirra hvattir til þess að leggia fram fje til þess að gera flóttamönnum af Gyðingaætt- um og leiðtogum Zíonista fært að komast til Palestínu með þeim hætti að láta fallast til jarðar í fallhlífum úr flugvjel- um. Utanríkisráðuneytið hefur í hyegju að bregðast skjótt við mótmælum bresku stjórnarinn ar. — Svar utanríkisráðuneytisins mun sennilega verða í samræmi við ályktun þá, sem samþykt var á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna nú fyrir skemstu, þar sem skorað var á menn að beita ekki ofbeldi. Svarjð murt sennilega gefa -til kynna mikla andúð Bandaríkj:astjórnar á til raunum til þess að æsa til upp- þota. Imyndaður stuðn- ingur. Fram að þessu hefur The American League for Free Palestine og önnur samtök Gycinga í Bandaríkjunum skák að í því skjólinu, að þeir hefðu þegjandi stuðning bandarískra stjórnarvalda við áróður sinn gegn Bretum, úr því Truman forseti hefði farið fram á það, að 100 þúsuúd GySingum frá Evrópu yrði þegar leyft að flytjast til Palestínu og taka sjer bólfestu þar. (KEMSLEY). Vonast effir nýrri ríkisstjórn í llng- verjalandi í dag Budapest í gær. RÍKISSTJÓRN Ungverja- lands ákvað á skyndifundi í morgun að biðjast lausnar. Forsætisráðherrann, Ference Nagy, hafði sent lausnarbeiðni sína frá Sviss í gærkveldi, og tilraunir til nýrrar stjórnar- myndunar sem stóðu yfir í alla nótt, reyndust árangurslausar. Stjórnin tilkynti 'þegar forseta ríkisins ákvörðun síná, og mun hann tilneína nýjan forsætisráð herra, að loknum viðrséðum við stjórnmálanefnd þingsins. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.