Morgunblaðið - 05.06.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1947, Blaðsíða 7
j Fimmtudagur 5. júní 1947 7 MORGUNBLAÐIÐ „Kristiansand“ vann með 21:4 SÍÐASTI LEIKUR sænska handknattleiksliðsins við íslendinga fór fram á íþróttavellinum í gær, og unnu Sví- ar enn með miklum yfirburðum, settu 21 mark gegn 4. Fyrsta markið í leiknum skoraði Halldór Arinbjarnar fyrir íslendinga á annari mín- útu. Hálfri mínútu síðar „kvitt- uðu“ Svíar, en á fimmtu mín- Útu skorar Hafsteinn Guð- mundsson annað mark íslend- inga og stóðu leikar þá 2:1 ís- lendingum í vil. En Adam var ekki lengi í Paradís, því að það sem eftir var af hálfleiknum skora Svíar 7 mörk, en íslend- ingar ekkert. Lauk honum því með 8:2. — Mörkin voru sett á 9., 13., 17., 18., 19., 22. og 23. mínútu. í síðari hálfleik voru Svíar enn harðari í horn að taka. — Settu 13 mörk gegn 2. Settu þeir mörk á 1. og 2. mínútu, en íslendingar settu svo mörk á 4. og 6. mínútu. Jón Þórðarson það fyrra, en Halldór Arinbjarn ar hið síðara. Eftir það settu Svíar 11 mörk í röð, á 8., 9., 11., 12., 13., 17., 18., 22., 23., 24. og 25. mínútu. Ármann hjelt Svíunum hóf í Sjálfstæðishúsinu í gærkvöldi, en þeir leggja af stað heim- leiðis með ,,Drottningunni“ í! kvöld. — Koma þeirra hefur Verið íslenskum handknattleiks mönnum til mikillar ánægju og gagns, þar sem þeir hafa mikið getað af þeim lært. •— Þ. * ^ Afram Framarar! EINS OG skýrt er frá á öðr- um stað hjer í blaðinu keppir breska atvinnuliðið annan leik sinn hjer í kvöld við íslands- meistarana „Fram“. Verða Framarar nú að bæta eitthvað fyrir ófarir ,,úrvalsliðsins“. Það er ekki hægt að heimta sigur, en sigurviljann má ekki vanta. Spjarið ykkur, Framarar. Knailspyrnuvormóti Hafnarfjarðar lýkur íkvöld I KVÖLD fara fram síðustu leikir Knattspyrnuvormóts Hafnarfjarðar á íþróttavellin- um á Hvaleyrarholtinu. Fyrri leikurinn hefst kl. 7 e. h. Keppa þá 3. ílokkur F. H. og Hauka til úrslita í þessum flokki, þar eð flokkarnir gerðu jafntefli 0:0 s. 1. laugardag. Síðari leikurinn er milli 1. flokka sömu fjelaga, og hefst hann strax að 3. flokks leiknum lokn um. Knattspyrnumenn í Hafnar- firði eru nú yfirleitt í góðri æfingu, og má því búast við góðum leikjum í kvöld. Ekki er efa að fjelögin leggi mikið við að ná sem bestum árangri í þeim, þar sem t. d. að þau standa jafnt að vígi til að vinna bikar þann er keppt er um í þriðja flokki til fullrar eignar, því bæði hafa unnið hann 4. sinnum, en 5. sinnum þarf að vinna hann. í fyrsta flokki hafa fjelögin til skamms tíma æft sameigin lega með tilsögn Karls Guð- mundssonar, íþróttakennara, og rr.un því vera hið mesta áhuga mál að sýna sem besta knatt- spyrnu. Að -líkindum mun Kar l Guðmundsson dæraa leik inn. Fimleikafjelag Haínarfjarð- ar hefir sjeð um mótið, og hef- ir knattspyrnunefnd fjeiagsins sýnt loísamlegt verk í því að lagfæra völlinn, sem er nú betri en hann nokkurn tíma heíir verið. 50. þátttakendur í KR-mótinu Skemmlilegt einvígi í kúluvarpi FYRSTA frjálsíþróttamót sumarsins, KR-mótið, fer fram n. k. sunnudag. Keppendur eru alls 50 frá 6 íþrótta- íjelögum og fjelagssamböndum. Þar að auki tekur írski kúluvarpsmeistarinn Guiney þátf í mótinu. Keppt verður í sjö íþrótta- greinum: 300 m. hlaupi, 3000 m. hlaupi, kúluvarpi, kringlu- kasti, langstökki, hástökki, 4X200 m. hlaupi og ef til vill 100 m. hlaupi (úrvalshlaup). Gera má ráð fyrir mjög skemtilegri kepni í öllum grein um, enda eru flestir bestp íþróttamenn okkar meðal kepp enda. í kúluvarpinu verður auk þess einvígi milli írans Guiney og Husebys. Keppendur verða 18 frá KR, 15 frá Armanni, 11 frá ÍR, tveir frá UMF Selfoss tveir frá FH » ■* og einn frá UMSK. BRESK VÖRUSÝNING í HÖFN London: — Samband breskra iðnrekenda gengst fyrir breskri Vörusýningu ' í Kaupmanna- höfn í september 1948. Síðast var slík sýning haldin árið 1932. ” ■<■ “ ■*--■ 'i>\ ».* '■,.■• ’ - Aðalfundur sýslu- itefndar V.-Skafta- fellssýslu AÐALFUNDUR sýslunefndar Vestur-Skaftafellssýslu þ. á„ var haldinn í Vík og hófst 27. maí, en_lauk 30. s. m. Fjár- hagur sýslusjóðs er góður og var tekjuafgangur frá fyrra ári rúml. 32 þús. kr. Tekjur voru áætlaðar öllu hærri en síðast eða yfir 105 þús. kr. og gjöldin í samræmi við það, þannig að tekjueftirstöðvar eru áætlaðar líkar og s.l. ár. Eins og áður voru tekin til meðferðar á sýslufundinum margvísleg mál bæði verklegs og menningar- legs eðlis, þótt samgöngumál væru eðlilega með útgjalda- hæstu liðunum. Sýslunefndin og oddviti hennar voru á. einu máli um það, að hjeraðinu væri eigi kleift að standast áfram kostnað af byggingu hjeraðs- skólans að Ytri-Skógum, nema með aðgengilegri lántöku, sem ríkisvaldinu bæri skylda til að veita aðstoð sína til, enda eðli- legt, að slíkum kostnaði yrði dreift á fleiri kynslóðir en þá, sem nú er uppi. Að þessum framkvæmdum stendur líka Rangárvallasýsla. Sýslufundurinn bar allur þess merki, að oddviti sýslunefndar, Gísli Sveinsson, sýslumaður, hjelt hann sem kyeðjufund um leið, þareð hann hverfur nú eins og kunnugt er til annara starfa eftir nærfelt 30 ára em- bættis- og fulltrúastörf í sýsl- unni. Ályktaði sýslunefndin að sýna honum og konu hans vott virðingar og þakklætis fyrir á- gætlega unnin og ómetanleg störf fyrir hjeraðið í embætti og utan þess, óg bað nefndin þau að þiggja minningargjöf, er þeim yrði færð síðar. Sýslunefndarmennirnir sátu aS vaftda veglegt boð hjá sýslu- mannshjónunum að heimili þeirra, og komu þá ljóslega fram og samhuga eigi síður en á sýslufundinum,, hversu mikið Skaftfellingar telja sig eiga Gísla Sveinssyni að þakka fyr og síðar. FlugvjeiaframleiÍsE^ Breta eykst enn London í gær. HF.RBERT Morrson hafði fund með blaðamönnum í dag og skýrði þeim frá framleiðslu málum Breta. Morrison sagði meðal annars, að næstu sex vikurnar, áður en sumarleyfi almennt hefjast muni ráða mestu um það, hvort Bretum tekst að framleiða það vörumagn í ár, sem þeir hefðu upphaflega ásett sjer. Flugvjeíáframleiðsla Breta, sagði Morrison hefir verið meiri í apríl en í nokkrum öðrum mánuði síðan styrjöldinni lauk, en kolaframleiðslan til maíloka hefur orðið 83 miljón tonn. Sagði Morrison það undir námu mönnum komið, hvort tækist að ná takmarkinu um 200 miljón tonna ársframleiðslu. —Reuter. BEST AÐ AUGLYSA t MOBGUNBLAÐIND Jón Jóel Einarsson minningarorð HVAMMSSVEIT í Dala- sýslu varð fyrir því mikla tjóni á hinum nýliðna vetri að missa einn af sínum dugandi bændum, Jón Jóel Einarsson, bónda í Sælingsdalstungu. — Hann andaðist hjer á Land- spítalanum 27. febrúar síðastl. eftir stutta legu. Hann mun aldrei hafa náð fullri heilsu eftir uppskurð, er á honum var gerður fyrir all-mörgum árum og hefur það máske orsakast með fram af ofmikilli vinnu, er hann komst ekki undan að leggja á sig við búskapinn. Jón Jóel fæddist í Ásgarði 22. april 1898. Hann var sonur Einars Einarssonar og konu hans, Signýjar Halldórsdóttur, er þar bjuggu mest alla sína búskapartið og voru bæði af merkum bændaættum úr Hvammssveitinni. — Jón var einkasonur þeirra hjóna og ólst úar upp hjá þeim ásamt tveim systrum sínum, Guðfinnu, sem nú er ráðskona Sigurðar bónda Sigurðssonar i Hvítadal og Þuríði, konu Valdimars Ólafs- sonar, bónda á Leysingjastöð- um. Árið 1926 kvongaðist hann eftirlifandi konu sinni, Sigríði Sigurðardóttur frá Sælingsdal. Dvöldu þau fyrsta hjúskapar ár sitt á Leysingjastöðum, en fluttu að Hólum í Hvamms- sveit vorið eftir og festu kaup á þeirri jörð. Árið 1935 seldú þau hana aftur og keyptu Sæl- ingsdalstungu, þar sem þau bjuggu síðan. Þau eignuðust saman 3 börn, 2 syni og eina dóttur: Einar Jóhann, sem verð ur nú aðalfyrirvinna heimilis- ins, Garðar, 11 ára og Sigur- borgu Helgu, Sem gift er Bene- dikt Ástvaldi Gíslasyni, prent- myndasmið hjer í Reykjavík. Jón hneigðist snemma til landbúnaðarstarfa og varð brátt liðtækur við búskapinn í föðurgarði. Hann varð og snot- ur bóndi, eins og hann átti kyn til, starfsamur, verklag- inn, hirðusamur, forsjáll og fvrirhyggjusamur. Hann átti allt af gott bú og gagnsamt, enda átti hann styrka aðstoð i samhentri, dugmikilli og góðri mvndarkonu. Eitt stærsta refabú sveitar- innar rak Jón um mörg ár og lánaðist honum það betur en flestum öðrum. - Það bar snemma á því, að Jón væri sönghneigður. Faðir hans var um áratugi for- söngvari í Hvammskirkju, áð- ub en hljóðfæri kom í kirkj- una, en það varð ekki fyr en 1914. Leysingjastaða-heimilið mun hafa verið eitt af fyrstu bændaheimilum sveitarinnar, er eignaðist orgel. Jón tók sönghneigð föður síns í arf og byrjaði á ungum aldri að æfa sig á hljóðfæri. Um tvítugsár- in var hann tvivegis við nám hjá E. Gilfer uift nokkurra mánaða tíma og síðar hjá Páli Isólfssyni. Hinn 11. mars 1917 byrjaði hann fyrst að leika á hljóðfæri i Hvammskirkju við messugerðir og aðrar helgar athafnir og stundaði það starf siðan af hinni mestu kostgæfni og trúmennsku til dauðadags. Hann var sjálfur jarðsunginn frá Hvammskirkju 11. mars 1947, þegar rjett 30 ár voru liðin frá þvi, er liarm i fyrsta sinni settist við hljóðfærið í kirkjunni. — Jón stofnaði fyrir allmörgum árum dálítinn blandaðan kór i sveitinni, sem um tíma aðstoðaði við messu- gerðir, en starfskraftarnir hurfu smátt og smátt út i busk ann eða týndu tölunni á annan hátt, svo að fjelagsskapurinn varð ekki langlífur. Allra síð- ustu árin stóð Jón fyrir öðrum kór, er sóknarpresturinn og söngmálastjóri, Sigurður Birkis komu á fót af sinum alkunna áhuga og dugnaði. Jón stóð fyrir æfingu hans og hjelt honum saman. Auk þess var hann i umboði söngmálastjóra umsjónar- og eftirlitsmaður kirkjukóranna í Dalaprófasts- dæmi. Kirkju- og safnaðarlíf í sókninni og hjeraðinu hefur því mikils misst við fráfall Jóns. I sóknarnefnd var hann búinn að vera i 15 ár og fleiri nefndum átti hann sæti i. — Hann var yfirleitt nýtur mað- ur í sveitarfjelaginu, en naut sin þó ekki lengst af vegna lamaðrar heilsu og var auk þess að eðlisfari hljedrægur, en hann var laginn og hagsýnn bóndi, er beið tækifæris að koma meiri framkvæmdum í verk en honum entist aldur til. Jón var ástrikur eiginmaður, umhyggjusamur og góður heim ilisfaðir. Hann var reglumaður og hófsamur i hvívetna, hátt- prúður og vel látinn friðsemd- armaður. IJjónabandið og heimilishfið var hið ástúðleg- asta. Fráfall Jóns var þungt á- fall fyrir ástvini hans, enda þótt það hafi að líkindum hvorki komið honum eða þeim með öllu á óvart. En minning hans lifir mæt og hlý í hug- um ástvina hans og vanda- manna, sveitunganna og margra annarra samferða- manna. Asgeir Ásgeirsson. Eiga að hjálpa grísk- um skæruliSum Aþena í gærkvöldi. GRIKKJASTJÓRN hefur sent frönsku stjórninni orðsend ingu, vegna þráláts orðróms um það, að franskir kommúnistar væru að láta þjálfa „alþjóða- hersveit“ í Suður-Frakklandi, til þess að berjast með grísk- um skæruliðum. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.