Morgunblaðið - 05.06.1947, Side 9

Morgunblaðið - 05.06.1947, Side 9
t Fimmtudagur 5. júní 1947 MOKGUNBLAÐIÐ FLOTTAM LITLA stúlkan með ljósu fljetturnar sagði öllum í vistar .verum fyrir flóttafólk í Cine- cittá í útjaðri Rómar, að hún ,væri egyptsk. Þegar hlegið var að henni, varð hún niðurlút og roðnaði. Hún skammaðist sín fyrir það að vera Þjóðverji. 1 öðrum flóttamannabúðum yiðsvegar um Evrópu voru þús undir barna, sem voru ham- ingjusamari en hún. Þau vissu ekki hvaðan þau voru. Þau höfðu fæðst, meðan foreldrar þeirra voru á flótta, og þau höfðu verið rekin með þeim land úr landi. Eftir að foreldr arnir dóu, voru þau flutt úr einum stað í annan um alt meg inlandið. Þau lærðu glefsur í pólsku, tjekknesku, yiddisku, þýsku og frönsku. Mörg þeirra höfðu verið alin upp í þeirri trú að þau væru þýsk, enda þótt þau væru það augljóslega ekki. Starfsmenn tJNRRA segja í skýrslum irm þau, að „þjóð- erni þeirra ,sje óvíst“. Fullorðna fólkið vissi um þjóðerni sitt, og hrollur fór inn það, — ekki af blygðun, heldur af ótta. Stóra konan frá Króa tiu hafði flúið frá Júgóslavíu 1941, og hún þorði ekki að snúa heim aftur, því að hún hafði unnið fyrir konungsstjórnina. Það myndi hinni nýju komm únistastjórn varla líka vel. Ungi þýski Gyðingurinn fann hvorki til ástar nje þrár gagn- vart föðurlandi sínu. Þar hafði hann verið sendur (dl Dachau. Þúsundimar, sem bíða. Þegar undirbúningsnefnd Alþjóðlegu flóttamannastofnun arinnar kom saman til fundar í Lausanne fyrir nokkrum dög- um, var flóttafólkið talið aðeins 834,950 karlar, konur og börn eins og þessi, sem hjer hefur verið getið. Frá því, er friður komst á i Evrópu, hafa banda- menn flutt flóttafólk milljónum saman til heimalanda' sinna. Þeir, sem eftir urðu, voru nær eingöngu Lithauar, Estlending- ar, Lettar, Pólverjar og Júgó- slavar, sem ekki vildu snúa heim til sín, þar sem Rússar rjeðu lögum og lofum. Eina lausnin var sú að gefa þessu fólki kost á að setjast að annars staðar. En nú, þegar al þjóða llóttamannastofnunin hef ur starfað í tvo mánuði, hafa aðeins tvö riki lýst sig fús til að taka við flóttafólki ssvo nokkru nemi, Brasilía og Dom- inican-lýðveldið. Flestir Gyð- inganna myndu vera ánægðir með að setjast að í Palestínu, en það vilja Bretar ekká. Næst um því allir, hvort sem þeir eru Gyðingar, mótmælendur eða katólskir, myndu glaðir vilja flytjast til Bandaríkjanna en Bandaríkjamenn gátu ekki ráðið það við sig, hvort bjóða ætti flóttamennina velkomna eða ekki. IlörS harátta Það vantaði ekki, að lögð yæru fyrir þingið fjölmörg frumvörp um þetta efni. Þar urðu hörð átök, einkum um frumvarp William G. Stratton republikanaþingmanns frá 111- inois, þar sem lagt var til, að 400,000 flóttamönnum ’ yrði Tug þúsundir, sem hvergj eiga höfði sínu að halla leyfð landvist í Bandaríkjunum' á næstu fjórum árum. Frá fjöl mörgum kirkjulegum samtök- um, samtökum Gyðinga og borgarasamtökum bárust áskor anir um að taka opnum örm- um miklum fjölda flóttamanna En áróðurinn á hinn bóginn var líka öflugur. Þegar við- skiftaráð Bandaríkjanna kom saman til fundar í Washington til þess að ræða um það, hvort* það skyldi leggja blessun sína ; yfir frumvarp Strattons, þá var andróðurinn svo harður, að samjiykkt var að fresta því að gera nokkrar ályktanir í mál- inu. Margir þingmenn sögðust hafa fengið ótölulegan fjölda brjefa, þar sem skorað var ó þá að taka afstöðu gegn öllum til- lögum um að rýmka um inn- flutning manna til Bandaríkj- anna. Þessi mótmæli voru aðal lega byggð á tvennskonar ótta. I fyrsta lagi að innflytjend- urnir myndu taka vinnu frá bandarískum borgurum. 1 öðru lagi, að ógernmgur myndi að útvega þessu fólki húsaskjól, þar sem húsnæðis- vandræðin væru nú þegar mjög alvarleg. Fáeinir hamingjusamir. Jafnvel þótt Bandaríkjaþing kynni að lokum að fallast á að leyfa ílóttafólki að flytjast til Bandaríkjanna, þá er það víst, að um slíkt verður ekki að ræða næstu mánuðina. Sem stendur eru það því ekki nema örfáir innflytjendur, sem kom ast til Bandaríkjanna. Að með altali fæðast á mánuði hverj- um i flóttamannabúðum í Mið Austur- og Suðaustur-Evrópu 3.900 börn. Þau eru hinir ham ingjusömu menn. Henry Landau Tökum sem dæmi fólk eins og Landau-fjölskylduna, sem kom yil New York í febrúar s. 1. Hjónin höfðu lifað af stríð, skelfingar, hungur og þrælkun arvinnu i fangabúðum nasista. Henry Landau er Gyðingur, en skirnarnafn hans er Hein- riclr Landau. (Hann breytti fvrra nafninu, vegna þess að það er þýskt og hann hatar Þjóðyerja). Hann er fæddur^ í Þýskalandi, en þar rak faðir hans járnvöruverslun. Þegar styrjöidin skall á, var Plenry í menntaskóla. Nasistamir settu Henrv, foreldra hans og 11 ára gamlan bróður hans í einangrunarfangabúðirnar í Warthenau. Síðar voru þau þau flutt til fangabúða í Ocwie cim, þar sem foreldrar Henry og bróðir voru tekin af lífi. Henry slapp með því móti að koma sjer einhvern veginn inn vmdir hjá yfirfangaverðinum'. I Oft varð hann að láta sjer nægja einn brauðhleif til mat ar í fjóra daga. Það var í Warthenau, að Henry hitti Alice. Llún var pólsk, og hún var 18 ára, þegar nasistarnir tóku hana hcndum og settu hana í fangelsi. Hún slapp þaðan, en hungrið neyddi hana til þess að leita til ann- arra fangabúða. Föngunum þar var sleppt, er Piauði herinn kom þangað 16. janúar 1945. Þar sem heimkynm Henry og Ahce voru í rústum, fóru þau til Teschen í Póllandi. En ekki dvöldust þau lengi þar. Þau fóru aftur til Þýskalands, því að einungis þar var von um að fá vegabrjef til Banda- ríkjanna. 1 Múnchen fæddist dóttir þeirra, Rosemarie. Þá fluttust þau til Berchtesgaden, þar sem Henry fjekk vinnu hjá Banda- j ríkjahernum við eftirlit með þýskum verkamönnum í raf- tækjaverksmiðju. Kaupið var lágt og hrökk skammt fyrir nauðsynjum, 9em verðbólgan hafði sprengt upp úr öllu valdi en þar sem þau voru flótta- menn fengu þau fæði hjá UNRRA. Til Bandaríkjanna Til all rar hamingju áttu þau hjónin ættingja í Bandaríkjun um, sem gátu hjálpað þeim til að komast þangað. Þerr útveg ‘ uðu þeim nauðsynleg skjöl og j leituðu til samtaka Gyðinga j um að sjá þeim fyrir fari. Þeg ar þau komu til New York, beið frænka Henry, frú Helen Levrant, þeirra á hafnarbakk ! anum. Fyrir stríð átti frú Lev- rant 80 ættingja i Evrópu, en nú var Ilenry sá eini, sem var á lífi. I Fyrstu þrjá mánuðina i Bandaríkjunum átti Landau- fjölskjddan erfit^ uppdráttar. ! Rosemarie,. sem nú var orðin j árs gömul, þurfti aðhlvnningar Matur handa sveitandi börnum OPU læknis, því að ottast var, að hún hefði fengið beinkröm í flóttamannabúðunum í Þýska- landi. Alice veiktist og Henry varð að koma henni í sjúkra- hús. En með aðstoð góðra manna og samtaka rættist þó fram úr þesu öllu. I vikunni, sem leið, fór Henry til Cleveland, og þar tókst honum, með aðstoð . færnda sins, að fá vjnnu sem rafvii'ki. Ahce og Rosemarie áttu svo að koma á efíir hon- um eftir vikutima. Landaufjöl skyldan var nú komin yfir örð ugasta hjallann. En Landau-fjölskyldan til- heyrir undantekningummi. Fá 1 ir þeirra 834,950 flóttamanna, sem enn eru i Evrópu, geta meir en látið sig dreyma um að verða svo heppnir. Sem stend- ur og jafnvel mánuðum saman verða þeir að bíða, meðan heim urinn ræðir vandamál þeirra. [siand meðiimural- þjéða ilóttamanna- slofnunarinnar FULLTRÚI ÍSLANDS á þingi Sameinuðu þjóðanna, Thor Thors, sendiherra, hefur á vegum ríkisstjórnar íslands undirritað samþykktir alþjóða- flóttamannastofnunarinnar o’g ennfremur bráðabirgðasam- komulag varðandi undirbúnings nefnd stofnunarinnar. ísland undirriíaði án fyrirvara og er fimmtánda landið, sem gerist aðili að stofnuninni. Af þess- um fimmtán löndum eru ein- ungis íjögur, sem hafa undir- ritað án fyrirvara. FRAMLAG ÍSLANDS. Framlag Islands til stofnun- arinnar nemur fyrsta árið 0,02 %, og framlög þeirra fimmtán landa, sem undirritað hafa samþykktirnar, nema 73, 76% af heildarútgjöldunum. Til þess að flóttamannastofn unin geti byrjað starfsemi sína, er nauðsynlegt, að fimmtán ríki að minnsta kosti undirriti samþykktir hennar án fyrir- vara, og að framlög þessara fimmtán ríkja nemi 75% af heildarútgjöldum stofnunarinn- ar. 12.000 börn í Hamborg fá daglega hálfpotí af sætri smjólkursúpu, sem Danir útvega. Þús- unthsm saman hafa börn á meginlandinu dáið úr hungri, þrátt fyrir hjálparviðleitni margra þjóða. Skorturinn er ægilegur, og sannast hið fornkveðna, að „syndir feðranna koma niður á börnunum“. ’ - Atómrannséknir Framhald af bls. 1. þjóð, Danmörku, Noregi, Hol- landi og Nýja Sjálandi. Einnig er vitað, að verið er að vinna að stofnun slíkra nefnda í Astr alíu og Indlandi. Æskilegri leið. Osborne sagði, að æskilegra væri, að alt vald á sviði atóm- rannsókna yrði fengið í hendur - alþjóðanefnd. Með því móti af- salaði hvert ríki sjer í eitt skifti fyrir öll nokkrum hluta frjáls- ræðis síns. En ef sú leið væri farin, sem Rússar vildu, þá myndi gefast tilefni til óendan- legra togstreitna og úlfúðar í hvert skifti, sem alþjóðanefnd teldi sig þurfa að skerast í leik- inn. n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.