Morgunblaðið - 11.06.1947, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.06.1947, Qupperneq 5
j Miðvikudagur 10. júní 1947 MORGUNBLAÐIÐ Minningnrorð unt nhöfninn n Douglnsvjelinni Kristján Kristinsson Fæddur 17. ágúst 1923. Dáinn 29. maí 1947. í GRÁRRI þokunni við Hjeð- jnsfjörð brustu margar bjartar i’ramtíðarvonir. Aldrei fyrr hef- ?ur ísland goldið slíkt afhroð á jjafnskammri stundu, er tuttugu <og fimm kenur og menn í blóma lífsins, eru á einu augna- bliki hrifsuð yfir landamærin miklu. Margir voru það, sem biðu milli vonar og ótta kvöldið 29. mai og aðfaranótt þess 30. maí, ims morguninn leiddi hinn hræð^lega sannleika í ljós. Jeg mun alltaf minnast hinn- Br erfiðu vaktar í stjórnturni Reykjavíkur-flugvallar eftir að farið var að óttast um afdrif i'iugvjelarinnar TF—ÍSÍ, síð- an hinnar kvíðvænlegu leitar um nóttina, uns jeg með eigin augum sá brunnið flugvjelar- flal.ið í klettahlíðum Hest- íjalls. Þá vissi jeg að Kristján vin- ur minn var dáinn. - Kristján var fæddur í Reykja vík 17. ágúst 1923 og var því tæplega 24 ára, er hann ljest. Æfi hans varð ekki löng, en oft hefir „seggur er sjötugur tórði“ minna lifað. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla ís- jands og starfaði síðan um skeið við verslunina Geysi, hjer í bæ. En hugurinn stefridi hærra. — Eins og margir ungir menn, fekk hann brennandi áhuga fyrír flugi. Hann gerðist því fjelagi í Svifflugfjelagi íslands. Þar komu brátt í ljós hinir með- •fæddu flugmannshæfileikar hans. Þegar hann fór vestur jum haf til flugnáms vissum við, sem til þekktum, að þar hafði yel skipast. Er hann kom heim að loknu námi sumarið 1945, •var hann strax ráðinn til Flug- fjelags íslands. Kom_þá brátt i ljós, að hinar glæstustu vonir höfðu ekki brugðist. Hin örugga flugstjórn hans og framkoma öll áunnu honum traust allra. ■Á áliðnu síðasta sumri var hon- um falin stjórn á fyrstu Douglas flugvjel Flugfjelagsins, glæsi- legustu og fullkomnustu vjel íslenska flugflotans. Hann gerði sjer ljósa nauð- syn þess, að hægt væri að fljuga fceina leið, hátt yfir öllum fjöll- um, yfir eða í skýjum, og koma síðan örugglega niður á áfanga .stað með aðstoð radiovita. — Hann hafði brennandi áhuga íyrir því, að fullkomna flugið hjer á landi og notaði hvert tækifæri til að auka þekkingu sína og leikni sína í að fljúga eftir þeim radio hjálpartækjum, sem til eru. Áttum við margar umræðurnar um þessi mál sam- an. — En við Eyjafjörð er enn þá enginn sá radio viti, sem vísað hefði honum rjetta leið í þokunni við Hestfjall. ★ I dag er hann borinn til graf- ar. Móðurmoldin mun umlykja jarðneskar leifar hans. — Við, vinir hans og fjelagar, munum ávalt minnast drenglyndis hans, glaðværðar og skapfestu. Við samhryggjumst móður hans, sem nú hefir mist einkásoninn og innihald lífs síns, rjett er hún var farin að nota ávax- anna af umhyggjusemi sinni og erfici, og sá framtíð sonarins blasa við»bjarta og fagra. Allir, sem þekktu hann, munu geyma minningu hans, — minninguna um góðan dreng — í . fegurstu merkingu þess orðs. B. Jónsson. Gecrg Ihorberg Óskarsson Svo örstutt er bil milli blíðu og jels, og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. ÞESSI orð skáldsins komu í huga minn, er jeg heyrði, að hann Georg, þessi ungi, lífs- glaði og glæsilegi drengur, sem framtíðin virtist blasa við, hefði farist með flugvjelinnni TF- ÍSÍ í Hestfjalli við Hjeðinsfjörð þann 29. maí s.l. Brosandi og fullan af áhuga fyrir starfi sínu skildi jeg við hann morguninn, sem hann lagði í síðustu flug- ferðina. Og hversu var þá ekki erfitt að kkilja það og trúa því, þegar voðafregnin barst, að hann væri dáinn og að við ætt- um ekki eftir að sjást oftar. Þá fyrst varð mjer 1 jós þýðing þeirra orða skáldsins, sem að ofan getur. Georg Thorberg Óskarsson, eins Og hann hjet fullu nafni, var fæddur hjer í Reykjavík 25. maí 1924 og var hann því nýlega 23 árá að aldri, er hann var svo skyndilega og óvænt á brautu kvaddur. Foreldrar hans voru Óskar Thorberg Jónsson bakaramgistari og Edith, fædd Juhlin. Georg ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt tveim systkinum, Trausta og Elnu, og naut hann þar ást- ríkis og umönnunar. Fljótt varð það ljóst, að Georg var mörgum góðum kostum búinn, enda kom það á daginn, er fram liðu stundir, að hann var laghentur á marga hluti. Vjelar vöktu fljótt áhuga hans og var hann vel heima í öllu sem að þeim laut. Einnig hafði hann áhuga á smíði ýmiskonar og eru til eftir hann nokkrir fallegir smíð isgripir, og má af þeim marka að þar hefir hagur maður verið að verki. Árið 1940 hóf hann nám hjá föður sínum í bakaraiðninni og lauk hann því námi með prýð- iseinkunn árið 1944. En þá varð það að áhugi hans vaknaði fyrir vjelum aftur og heindist nú að flugvjelum, sem hann áleit að myndu verða farartæki fram- tíðarinnar. Georg, sem var fljót ur að öllu, sem hann tók sjer fyrir, var ekki lengi að taka ákvörðun. Nokkrum dögum eft- ir að hann hafði fengið bakara- sveinsbrjef sitt fór hann til Ameríku til þess að sinna þeirri köllun sinni að læra flug. n— Hann innritaðist í einn besta flugskóla Ameríku, The Spart- arr School of Aironautics í borg- inni Tulsa í Oklahomafylki. — Þaðan lauk hann prófi í far- þega- og blindflugi snemma á árinu 1945 og kom síðan heim, til þess að honum mætti auðn- ast að leggja sinn skerf til ís- lenskra flugmála. Stuttan tíma ók hann áætlunarvagni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, en síðan rjeðist hann til Vjel- flugdeildar Svifflugfjelags ís- lands sem kennari í vjelflugi. En 1. apríl 1946 rjeðist hann til Flugfjelags Islands sem flug maður og gegndi hann því starfi með trúmennsku til dauðadags. Sá, er þefta ritar, sá nokkur af þeim vottorðum og einkunnum, sem honum hlotnaðist meðan á náminu stóð í Ameríku, Qg var þar allt á einn veg, gott umtal kennaranna og ágætiseinkunn- ir. — Georg heitinn hafði ráðgert að flytja næstu daga búferlum til Ameríku og átti hann aðeins eftir að starfa tvo daga hjá Flugfjelagi íslands, er hann fórst. Hann átti því langa ferð fyrir höndum og erfiða, en hann horfði björtum augum inn í framtíðina og kveið engu. En Ragnar Guðmunds- son oft fer margt öðru vísi en ætlað er, og sjálfsagt hefir hann ekki órað fyrir því, að ferð hans væri heitið enn lengra, út í ó- mælisvíddina, þaðan sem eng- inn á afturkvæmt. Þann 19. okt. 1946 giftist Ge- org eftirlifandi konu sinni, Dó- rotheu Vilhjálmsdóttur, ættaðri úr Hafnarfirði. Var hjónaband þeirra með ágætum og höfðu þau komu sjer upp snotru heim ili og mátti á mörgu þar sjá snildarhandbragð Georgs heit- ins. Mikill harmur er nú kveðinn að hinni ungu eiginkonu hans, foreldrum hans, og systkinum, svo og öðru venslafólki, sem svo skyndilega og óvænt verð- ur að sjá á bak hinum unga manni í blóma lífsins, einmitt nú þegar námi var lokið og líf- ið sjálft var að hefjast. Vil jeg. með þessum línum mínum votta þeim^samúð mína um leið og jeg sendi Georg heitnum hinstu kveðju mina með þakklæti fyr- ir góða viðkynningu. Vinur. Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast, fær aldregi eilífð skilið. — FRÁ okkar mannlega sjónar- miði dó hann langt um aldur fram. Hann var fæddur hjer í Reykjavík 15, desember 1921 og þess vegna á okkar mæli- kvarða í blóma lífsins. For- eldrar hans eru Guðmundur H. Guðmundsson skipstjóri og kona hans Guðfinna Árna- dóttir. Eina huggun ástvina hans hlýtur því að vera trúin á ann- að líf og, að einmitt hann hafi verið kjörinn til að undirbúa burtför þeirra hjeðan. Hann ásamt tuttugu og fjórum öðrum var hrifinn hjeðan burtu á svo sviplegan hátt, í flugslysinu mikla hinn 24. maí síðastliðinn. Var hann einn af starfsmönn- um flugvjelarinnar, þennan dag, eins og alltaf áður, reiðu- búinn til að gegna skyldum sínum, enda hafði hann á öll- um hættuttímum stríðsáranna verið loftskeytamaður á togur- um okkar, hugrakkur og djarf- ur, þó segja megi að hann hafi þá aðeins verið barn að aldri. Fyrir hans eigin mikla framfara hug, hætti hann störfum sínum á'sjónum, enda víða hjer eftir- sóttur sem sjerstaklega fær í sínu fagi. Rjeðist hann þá við Radio- flugþjónustuna í Gufunesi, og vann þar af miklum áhuga í rúmlega eitt ár. En þá allt í einu lyftist hugur hins unga, hug- djarfa manns að hærra marki. Hann vildi kanna það betur, sem ef til vill á enn méiri fram- tíð í skauti sínu og rjeðist því sem- fastur starfsmaður til Flugfjelags Islands 1. mars síð- astliðinn. Þar fannst honum vera leiðin til þess að fullkomna það lífsstarf. sem hann hafði valið sjer. Hans eiginn stórhugur virðist því hafa verið orsök þess, að svifta okkur öllum, sem best þekktum hans miklu mannkosti og órjúfanlegu trygð, þeirrar náðar, að mega njóta hans leng- ur í þessum heimi. En trúin og vissan um, að hann sje að- eins sviftur okkar sjónum í svip, veitir styrk og huggun. Guð blessi minningu hans. Æ, hvar er leiðið þitt lága? Mig langar að mega leggja á það liljukrans smáan, því liljurnar eiga, sammerkt með sálinni þinni, og sýna það vinur minn besti, að ástin er öflug og lifir — þótt augun í dauðanum bresti. Vinur. Sigríður Gunnlaugs- dóttir í DAG er til grafar borin fröken Sigriður Gunnlaugs- dóttir, flugfreyja, sem fórst í flugslysinu míkla við Hjeð- insfjörð þ. 29. mai s.l. Við, sem þekktum Sigríði sálugu, og unnum með henni, samhryggjumst af heilum hug foreldrum hennar og systkin- um, en í hóp þeirrar fjölskyldu hefir dauðinn höggvið djúpt skarð. Sigríður Gunnlaugsdóttir var fædd í Reykjavík þ. 5. ágúst 1923 og var því a blómaskeiði lífsins er hún var kölluð burt úr þessum heimi. Hún ólst upp í föðurhúsum til fermingarald- urs, en þá fluttist hún til Ak- ureyrar og dvaldi mörg ár hjá systur sinni þar. Mjer er Ijúft að minnast þeirra ára, þegar Sigga, eins og vinir hennar köll uðu hana, dvaldi á . Akureyri. Þar eignaðist hún fjölda vina, er nú minnast hennar með sökn uðil Glaðværð og kvenlegur yndisþokki ásamt góðum gáf- um, einkendi líf hennar og hvar sem hún fór urðu erfiðleikar og hversdagslegt þras að víkja fyr ir gleðibrosinu bg bláu augun- um, sem tindruðu af ást til lífs- ins og löngun til þess að sigr- ast á' öllum erfiðleikum þess. Sigríður sáluga var sjerstak- lega fríð sýnum og glæsileg á velli. í hópi vina sinria var hún ávalt lífið og fjörið, og hafði vekjandi og lífgandi áhrif á alla, er hún umgekst. Glaðværð og góðar gáfur er * dýrmæt vöggugjöf, en því aðeins bros- ir lífið við manrri, að misfellum þess sje tekið með brosi á vör og einbeittum vilja til þess að örvænta aldrei þótt í móti blási. Sigríður gekk að öllum sínum störfum með bros á vör, enda veittist henni lífið ljett. Hún. vann brautryðjendastarf í sögu íslenskra flugmála, þar sem hún var fyrsta íslenska flug- freyjan. Jeg veit að oft var hún. þreytt eftir löng og erfið flug yfir höfin, hjúkrandi og hlypn-; andi að farþegum, sem líka oft þurftu hughreystingar við, Frh. á bls. 12 ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.