Morgunblaðið - 12.06.1947, Page 1

Morgunblaðið - 12.06.1947, Page 1
16 síður 34. árgangur 129. tbl. — Fimmtudagur 12. júní 1947 , ísafoldarprentsmiðja h.f. Hússar ógna ungverska lýðræðinu ----------------------s> --- Þýsk böm iil Hollenski bærinn Limburg hefur boðið nokkrum þýskum börnum frá Aachen að dveljast nokkrar vikur í Hollandi. A myndinni sjást börnin vera að fara ýdir hollensku landamærin. Truman ávarpar Sagir Bandaríkin haída áiram að iir Ottawa í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TRUMAN, forseti Bandaríkjanna, sem nú er í þriggja daga kurteisisheimsókn í Kanada, ávarpaði kanadiska þingið í dag. Hann sagði meðal annars, að stefna Bandaríkjanna væri að koma á algerum friði í heiminum og að varðveita hann, svo að allir menn gætu lifað frjálsir í andlegum og efnalegum skilningi. Allir einstaklingar og þjóðaheildir ættu rjett til fullkomins jafn rjettis og „Bandaríkin gera sjer fullljósar skyldur sínar gagn- vart hinum hrjáðu og kúguðu þjóðum heimsins og ætla að leggja fram krafta sína til hjálpar þeim“. «----------------------------- Harðorð mótmæli Bandaríkjamanna - Bretar ræða málið Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefir sent meðlimi Rússa í eftirlits- refnd bandamanna í Budapest harðorða orðsendingu, vegna framkomu Rússa og ungverskra kommúnista undanfarna daga. Halda Bandaríkjamenn því fram, að Rússar hafi með framferði smu brotið samkomulag það, sem gert var í Yalta, og krefjast þess, að skipuð verði nefnd Breta, Bandaríkjamanna og Rússa ul að rannsaka tildrög þess, að Nagy, fyrverandi forsætisráðherra Lngverjalands, var neyddur til að segja af sjer, og varð auk þess að flýja land sitt, þar sem hann þóttist ekki óhultur um iíf sitt. ^Brot á Yalíasamþyktinni. Kanslarí Austurríkis svarar kröfum kosn- ninisfa Vínarborg í gær; KANSLARI Austurríkis hef- ur haldið ræðu á þingi og tekið þar til meðferðar þá kröfu kommúnista, að breytingar verði gerðar á ríkisstjórn lands- ins. Sagði kanslarinn, að ekki kæmi til mála, að stjórnin segði af sjer, enda væri „Austurríki ekkert Ungverjaland“ í þeim efnum. Kanslarinn bætti því við, að Austurríkismenn mundu halda áfram baráttu sinni fyrir al- geru sjálfstæði. Talsmaður stjórnarinnar í •Lofidon hefur tjáð blaðamönn- •um, að hreska stjórnin líti svo á, að austurríska þingið hafi 'verið löglega kosið og stjórnin eigi því fylsta rjett á sjer. Reuter. London í gærkvöldi. FRJETTIR hafa borist um það frá Kína, að hersveitir frá Ytri-Mongólíu hafi gert innrás í fylkið Sinkiang í vesturhluta kínverska lýðveldisins. Ríkis- stjórn Kína hefur faiið sendi- herra. sínum í Moskvu að mót- mæla harðlega þessum atburð- um. Eftir því, sem kínverskur embættismaður hefur sagt, eru hersveitir þessar komnar 300 kílómetra inn fyrir landamæri Sinkiang og hafi fjórar rúss- neskar flugvjelar verið í fylgd með þeim. Telur hann að Sovjet stjórnin beri ábyrgð á þessum atburðum ao nokkru leyti og sje hjer ekki um „neinar venjuleg- ar landamæraskærur að ræða.“ Reuter. íripps ræðir versl- un Bsndaríkjanna í RÆÐU sem Sir Stafford Cripps, verslunarmálaráðherra Breta, flutti í Skotlandi í dag, gerði hann að umtalsefni versl unarviðskifti Bandaríkjanna og .annarra landa. Taldi hann að leggja bæri megin áherslu á það, að jafna hina miklu framleiðslu Bandaríkjanna og landa þeirra, sem, vegna styrj aldarinnar, hefðu orðið að draga mikið úr framleiðslu sinni. Cripþs taldi ekki ólíklegt, að lausn þessara mála kynni að liggja í efnahagsaðstoð þeirri, sem Bandaríkin hefðu boðið Evrópulöndum. ■— Reuter. AUKIN VELMEGUN. „Við keppum að því að efla stórlega landbúnaðinn og iðn- aðinn í heiminum, þannig að allar þjóðir eigi frjálsari að- gang að hráefnum og mörkuð- um og að aukinni dreifingu gæða jarðarinnar milli allra manna. Von okkar er sú, að tak ast megi að margfalda frjósemi jarðarinnar öllu mannkyni til blessunar. Á þessum alvariegu tímum gera Bandaríkjamenn sjer ljósar skyldur sínar gagn- vart heiminum. Við vitum, að nú, að styrjöld nýlokinni, er friður samt sem áður ekki full- tryggður og ýmsar hinar hrjáðu og þrautpíndu þjóðir horfa fyrst og fremst til okkar í þeirri von, að við munum geta veitt þeim nokkra úrlausn, þar til þeim tekst aftur að komast á rjettan kjöl, öðlast sjálfstraust og öryggi.“ FRIÐUR OG JAFNRJETTI. Við viljum skapa heim, þar sem ríkir friður, hagsæld og frelsi, heim þar sem allir menn geta lifað sem jafningjar, ber- andi gagnkvæma virðingu hver fyrir öðrum eins og Kanada og Frh. á bls. 12 Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Morgunbl. SAMNINGAR Dana og Eng- lendinga um verslunarviðskipti hefjast 2G. jání. Danir vilja fá núverandi samninga endurskoð- aða bæði hvað vöruverð og vörumagn snertir. Blaðiö Köbenhavn, sem er málgagn dönsku stjórnarinnar, hefur skýrt frá því, að samning- arnir við Færeyinga gangi seinna en búist hafði verið við. Þó hefur ekki enn komið til slíkra erfiðleika, að ástæða sje talin til að óttast um endanleg úrslit samningaumleitananna. Ástralska stjóminá í brösum vi kom múnista Miðstjórn ástralska Verka- mannaflokksins hefur ■ sagt Kommúnistaflokknum í land- inu stríð á hendur. Ástæðan er sú, að flokkurinn reynir með vinnustöðvunum að tefja fyrir tilraunum þeim, sem undanfar- ið hafa verið gerðar úti í eyði- mörkinni með flugskeyti. Miðstjórnin sakar kommún- ista um það ,,að vinna að hags- munum erlends stórveldis“ — Chifley forsætisráðherra var þakkað fyrir jTirlýsingu hans um, að þessi starfsemi kommún ista yrði barin niður með her- valdi, ef annað dyggði ekki til að stemma stigu fyrir skemmd- arverkunum. Kommúnistar hafa í Ástralíu þrátt fyrir smæð sína, komist til valda í ýmsum fagfjelögum byggingariðnaðarins og höfðu farið fram á það við önnur verk lýðsf jelög að leggja bann á alla vinnu við flugskeytatilraunirn- ar, þar sem þær tækju vinnu- kraft frá öðrum þjóðnýtum störfum, — Kemsley. Bandaríkjastjórn segir í orðsendingu sinni, að Rússar hafi þverbrotið Yaltasamþykt- ina, með því að hafa áhrif á stórnmálaþróunina í Ungverja- landi. Hafi þetta svo leitt til þess, að kommúnistaminnihlut- anum hafi tekist að sölsa undir sig völdin. Lýsa Banda- ríkjamenn því-yfir, að afstaða Rússastjórnar til þessa máls ógni lýðræðinu í Ungverjalandi. Kommúnistar. hreyknir. Á það er ennfremur bent, að leiðtogi kommúnistaflokksins, sem aðeins á fylgi 17% kjós- enda í Ungverjalandi, hafi stært sig af því opinberlega, að „járn- hnefi flokks hans“ hafi í einu vetfangi tekist að ná völdum í landinu. Beviii um málið. Atburðirnir í Ungverjalandi vekja nú stöðugt aukna athygli. Var málið meðal annars rætt á fundi í neðri málstofu breska þingsins í dag, og skýrði Bev- in frá því, að sendiherra Breta í Moskva hafi verið beðinn um að ræða atburðina við rúss- neska utanríkisráðherrann. — Hefðu 'í dag borist skeyti frá breska sendiráðinu, og mætti Vænta skýsrlu frá hendi stjórn- arinnar, strax og skeyti .þessi hefðu verið tekin til gaumgæfi- legrar athugunar. Sendiherra Ungverja í Vínar borg hefir nú sagt af sjer og farið til Svisslands. Hann er sjötti ungverski sendiherrann, sem segir af sjer, síðan komm- únistar náðu völdum í Ung- verj alandi. METÚTFLUTNINGUR WASHINGTON: — Landbún aðarráðuneyti Bandaríkjanna ségir, að metútflutningur á kornvöru hafi náðst fyrir maí- mánuð. Alls voru flutt út um 1.804.000 tonn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.